Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Loksins frétt um ACER

Loksins sér maður frétt um ACER, afurð þriðja hluta orkusáttmála ESB.

Að vísu er þessi frétt bæði stutt og snubbótt, auk þess að fjalla um stöðu þess í Noregi. Þar í landi eru flestir á móti þessari tilskipun, enda fólk upplýst um efni hennar. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa verið duglegir að fjalla opinberlega um þessa tilskipun og áhrif hennar á norskt þjóðlíf. Af þeim sökum álykta flest samtök þar í landi gegn tilskipuninni, auk þess sem allir stjórnmálaflokkar utan einn, hafa tekið afstöðu gegn henni.

Hér á landi þegja menn þunnu hljóði. Stjórnmálamenn forðast í lengstu lög að nefna þetta og fréttamiðlar nenna ekki að taka málið upp, nú eða þekkja það ekki.

Þetta er fyrsta fréttin sem ég sé um tilskipun ESB um þriðja hluta orkusáttmála ESB. Verið getur að einhver fjölmiðill hafi á einhverjum tímapunkti flutt frétt af þessu máli og það farið framhjá mér.

Þó er þessi frétt mbl frekar snubbótt og einungis í einni setningu sagt frá að þessi tilskipun muni verða nauðgað upp á okkur Íslendinga. Ekkert er farið í hvað þessi tilskipun þíðir, ekkert sagt frá því valdi sem ACER stofnunin, sem staðsett verður í Slóveníu, mun fá.

Þessar upplýsingar liggja þó fyrir, grunnurinn að þeim kemur fram í Lissabon sáttmálanum, sem tók gildi innan ESB þann 1. des 2010 og síðan ítarlegri útfærsla í tilskipuninni sjálfri. Þess skal getið að íslenska sendinefndin, sem fór utan á sínum tíma að semja um þessa tilskipun, var með skýr fyrirmæli um að ganga svo frá að Ísland yrði utan þriðja hluta orkusáttmála ESB. Á hana var ekki hlustað og því liggur fyrir Alþingi að samþykkja þessa tilskipun, nú á þessu þingi. Á allra næstu dögum!!

Mogginn var fyrstur til að fjalla um þetta mál, að vísu út frá norskum fréttum og undir dálki erlendra frétta. Ég skora á fréttamenn þess miðils og reyndar allra fréttamiðla hér á landi, að fræða þjóðina enn frekar um þetta mál. Upplýsingarnar liggja fyrir, þarf einungis að lesa þær og segja skilmerkilega frá innihaldinu. Segja frá þeim völdum sem ACER mun fá, segja frá hvernig orkuverð verði ákveðið hér á landi, segja frá hver muni taka ákvarðanir um hvar og hvenær skuli virkjað hér á landi, segja frá hver ákveður hvert sú orka verði leidd, segja frá hver muni taka ákvörðun um sæstreng og greiðslu fyrir byggingu og rekstur hans. Allt mun þetta verða ákveðið í Slóveníu án aðkomu okkar Íslendinga. Umhverfisvernd mun þar mega sín lítils. Við munum einungis verða að gera það sem okkur er sagt!!

Þá skora ég á stjórnmálaelítuna að opna opinbera umræðu um þetta mál. Það er ekki seinna vænna þar sem Alþingi þarf að taka ákvörðun um þessa tilskipun á allra næstu dögum.

Það er ljóst að þessi tilskipun er stærri en svo að hana megi samþykkja. Verið getur að Ísland muni fá á sig dóm EFTA dómstólinn fyrir að gera það ekki, en á því verður þá bara að taka. Ef niðurstaða verður sú að við þurfum að segja upp EES samningnum, til að komast hjá slíkum dóm, verður svo að vera.

Þeir einir geta mælt með þessari tilskipun sem á einhvern hátt geta hagnast á henni, auk auðvitað þeir sem stunda þau trúarbrögð að tilbiðja ESB. 

Einn er sá bloggari hér á moggablogginu sem hefur ritað margar greinar um þriðja hluta orkusáttmála ESB og afurð hans ACER, bæði á bloggsíðu sinni sem og í einstaka fjölmiðla, reyndar kannski of lítið á þeim vettvangi en það stendur vonandi til bóta. Hann hefur kynnt sér málið rækilega og ritar um það út frá þekkingu, en það er Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur. Hvet alla til að lesa skrif hans. 


mbl.is Mótmæla orkumálatilskipun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fréttum er þetta helst:

Fullnæging læknar þig,   fimm fæðutegundir sem gera þig fallegri,   stellingin lýsir sambandinu,   karamellur sem bráðna í munni,   lifðu á skyndibita og 300 áfengum drykkjum á viku,   geggjaðar beyglur með kanil og hlynsýrópi,   kartöflur við baugum .......

Þetta er ekki neitt grín, heldur helstu fréttir dagsins á pressan.is. Stærstu fréttir þessa miðils, síðustu daga, eru þó alveg örugglega; glímir hundurinn þinn við kvíða og píkuhárkollur eru heitasta trendið í dag! Þetta eru auðvitað þvílíkar stórfréttir sem bráðnauðsynlegt er að hvert mannsbarn á Íslandi fá að vita! Merkilegt að Píratar eða Samfylking skuli ekki vera búnir að taka þessi mál upp á Alþingi!!

Aðrir fréttamiðlar eru lítt skárri. Þar ríður smámennskan húsum sem aldrei fyrr. Flesta daga dregur fréttastofa ruv aðra fréttamiðla á eftir sér í galdrabrennuleit. Nú um helgina var smá hlé gert á brennufréttir, meðan allir þessir fréttamiðlar voru uppfullir af landsfundi þriggja þingmanna stjórnmálaflokks og jafnvel mogganum þótti stórfrétt að formaður þess flokks skildi ná kosningu um áframhaldandi formennsku. Hann var að vísu einn í framboði en fékk þó öll greidd atkvæði! Ekki kom fram hversu margir greiddu atkvæði, hvort það voru 2, 4 eða kannski eitthvað fleiri.

Svo rammt kvað að fréttaflutningi frá landsfundi þessa örflokks, að um tíma hélt maður að fjölmiðlar myndu ekki hafa pláss fyrir skrautsýningu ruv, í boði kjósenda, að kvöldi laugardags. Sú von brást reyndar.

ACER

Enginn, ekki einn einasti fjölmiðill fjallar þó um eitthvað stærsta mál sem fyrir þjóðinni liggur, þessa dagana, ACER. Þarna er verið að tala um fullgildingu tilskipunar ESB um þriðja hluta raforkusáttmála sambandsins. Það liggur fyrir Alþingi að taka afstöðu til þeirrar tilskipunar, nú á vordögum. Engin umræða hefur farið fram um óskapnaðinn, enginn fréttamiðill fjallar um hann og stjórnmálamenn eru þögulir sem gröfin, þ.e. ef þeir hafa þá einhverja hugmynd um hvað málið snýst!

Kotmennskan og undirlægjuháttur íslenskra fréttamanna er þvílíkur að þeim er fyrirmunað að fjalla um alvöru málefni. Eru fastir í smámennskunni og því að rembast við að koma höggi á einstaklinga, bæði hér heima sem og erlendis, auk þess að fræða fólk um helstu tískufyrirbæri eins og píkuhárkollur. Á meðan er þögnin um stóru málin ærandi! Og ekki eru þingmenn skárri. Þar er kjarkleysið algjört, láta teyma sig á asnaeyrum af kotpennum fjölmiðla!!

Þann 1. mars kom hingað til lands Norskur stjórnmálamaður, Katherine Kleveland, formaður "Nei til EU" þar í landi. Hún hélt erindi á fundi Heimsýnar, þá um kvöldið. Enginn fjölmiðill hefur enn fjallað um það erindi hennar, en m.a. kom hún þar inn á ACER og hvernig umræðan um það mál, ásamt EES samningnum almennt, er háttað í okkar forna fósturlandi. Þar eystra er vitund almennings almennt nokkuð góð um ACER og afleiðingar þess samnings fyrir Norðmenn, enda bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn þar nokkuð stærri en kollegar þeirra hér á landi. Því hefur umræðan um þetta mál verið opin og upplýsandi, meðal Norðmanna. Auðvitað er þröngur hópur kratískra afla þar í landi sem öfunda íslenska stjórnmálamenn fyrir hversu vel þeim tekst að halda þekkingu um þetta mál frá Íslendingum.

Á haustdögum var gerð könnun meðal Norðmanna um afstöðu til ACER og sögðust 70% þeirra sem afstöðu tóku, vera andvígir aðild Noregs að samþykkt þriðja hluta raforkusáttmála ESB, ACER. Þetta sýnir að þekking Norðmanna á málinu er nokkur, meðan einungis örfáar sálir hér á landi vita um hvað málið snýst.

Í stuttu máli snýst þriðju hluti raforkusáttmála ESB um að stofnað verði svokölluð Orkustofnun ESB, ACER. Þessi stofnun mun hafa aðsetur í Slóveníu og mun fá öll völd um orkumál innan ESB og þeirra ríkja EFTA innan EES sem samþykkja tilskipunina. Reyndar er ekki annað í boði af hálfu ESB en að samþykkja og gæti því farið svo að segja þurfi upp EES samningnum, beint eða eftir dóm EFTA dómstólsins, til að losna frá þessari tilskipun.

Eins og áður segir, þá mun ACER fá full yfirráð yfir allri orku innan þeirra ríkja sem að stofnuninni standa, hvað skuli virkjað, hvert sú orka skuli fara, hvernig tengingar skuli verða milli landa (sæstrengur), hvernig kostnaði við dreifikerfið muni skiptast og síðast en ekki síst, hvert orkuverð skuli vera í hverju landi fyrir sig. Reyndar er þegar til leiðbeinandi reglur ESB um það síðastnefnda er segja til um hámarks verðmun frá hæsta orkuverði innan sambandsins. Hvert ríki mun hins vegar áfram eiga orkuverin sín, en engu ráða hvernig þau verða rekin. Náttúruvernd mun eiga sín lítils og ef ACER dettur í hug að láta okkur Íslendinga virkja Gullfoss, mun Alþingi eða þjóðin ekkert hafa um það að segja.

Það er ljóst að orkuverð hér á landi mun hækka verulega. Mun sú hækkun liggja á bilinu frá tíföldun upp í sextíuföldun!!  Mun fara eftir því hversu miklum kostnaði við sæstreng og rekstur hans verði lagt á þjóðina, auk kostnaðar við tengingar hér innanlands við þann streng. Hugsanlega gætu orkufyrirtækin hagnast eitthvað á þessari breytingu. Þann hagnað má þó ekki nýta til niðurgreiðslu orkuverðs hér heima, við því er strangt bann. Þann hagnað skal nota til frekari uppbyggingar orkuvera og tenginga við aðra markaði. Mun þá verða stutt í streng nr2, 3, 4 .....

Það er ljóst að hér er um eitthvað allra stærsta mál sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir, sennilega frá stofnun lýðveldisins. Þeir einir sem mælt geta því bót eru þeir sem á einhvern hátt geta hagnast persónulega á ósköpunum, auk auðvitað þeirra sem teljast til sértrúarsafnaðar ESB aðildar. Fyrir þá er ekkert of gott fyrir ESB!

Fari illa mun landið okkar verða óbyggjanlegt innan fárra áratuga. Það væri hugguleg gjöf frá okkur sem nú njótum kosta okkar fagra og gjöfula lands, til afkomenda okkar, á sjálfu eitthundrað ára afmæli fullveldisins!!

 

 


mbl.is Forgangsmál að bæta velferð almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins !!

Fjármálaráðherra opnar hér loks umræðu um mál sem fyrir löngu ætti að vera komið á dagskrá stjórnmálanna. Hann fer reyndar frekar fínt í þetta, segir að vegið sé að stoðum EES samningsins, meðan öllum ætti að vera ljóst að hann er fyrir löngu fallinn.

Aðild Íslands að EES var samþykkt af Alþingi í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Miklar deilur voru meðal þjóðarinnar um þá aðild og margir sem bentu á að með þessum samningi væri verið að vega að sjálfstæði þjóðarinnar. Að verið væri að hygla auðvaldinu umfram hinu þjóðlega valdi.

Að lokum, eftir miklar umræður á þingi og fullyrðingum um að sjálfstæði okkar væri í engu skert, náðist nægjanlegur meirihluti fyrir samþykkt samningsins. Ekki höfðu þó þingmenn kjark til að láta þjóðina sjálfa um ákvarðanavald í þessu máli.

Enginn efast lengur um að samningurinn skerðir verulega sjálfstæði þjóðarinnar. Tilskipanir ESB eru lögleiddar hér á færibandi og ef búrókrötum Brussel þykir ekki nógu vel ganga, er umsvifalaust farið með málið fyrir dómstól. Kjarkur eða vilji íslenskra ráðamanna, sama hvar í flokki þeir eru, hefur ekki verið nægur til að spyrna á móti.

Framanaf voru þessar tilskipanir ekki svo margar og flestar á sviði viðskipa er sneru að þeim málefnum er samningurinn sneri um. Síðan fór þeim fjölgandi og æ oftar um eitthvað sem okkur kom í sjálfu sér lítið eða ekkert við. Það sem verra var, að bera fór á tilskipunum er beinlínis skertu hag lands og þjóðar. Það var síðan um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar, sem málin fóru að fara úr böndum. Bæði var nú svo komið að erfitt reyndist að standa gegn ákvörðunum ESB, en verra þó að hótanir um málssóknir fóru að verða algengari. Alvaran kom síðan í kjölfarið, þegar ESB tók að beita EFTA dómstólnum af krafti gegn okkur. Í raun féll aðild okkar að EES samningnum við fyrsta dóm EFTA, er féll okkur í óhag. Þar með var sýnt að ákvarðanavald Alþingis var orðið skert og um leið sjálfstæði þjóðarinnar.

Eðli tilskipana ESB er einfalt. Það byggir á þeirri einföldu staðreynd að verja sambandið frá umheiminum. Eru tollamúrar til varnar utanaðkomandi samkeppni. Fyrir okkur hér á Íslandi er það svo sem gott og gilt, en á í engu erindi til okkar. Við erum utan ESB og gerum okkar samninga við þjóðir utan þess að okkar vild. Þó erum við bundin við að þeir samningar uppfylli kröfur ESB í ýmsum málum. Má t.d. nefna að við getum ekki keypt ýmsa vöru frá þjóðum utan ESB nema þær séu samþykktar af sambandinu, séu CE merktar.

Nú, hin síðari ár, sér í lagi eftir desember 2010 er Lissabon sáttmálinn tók gildi, með tilheyrandi eðlisbreytingu sambandsins, hefur enn sigið á ógæfuhlið okkar gagnvart EES samningnum. Aukin harka ESB gagnvart okkur og sífellt fleiri dómsmál, dómsmál þar sem EFTA dómstólnum er beitt af afli og jafnvel farin sú leið að láta dómstólinn dæma í málum eftir greinum samningsins sem ekki eiga við, til að komast að "réttri" niðurstöðu. Þá er ljóst að ýmis stór mál eru í farvatni ESB, er munu skerða enn frekar sjálfstæði okkar. Eitt er þegar komið á dagskrá, svokallað ACER verkefni, en um það má lesa í bloggi Bjarna Jónssonar. Þar er um mál að ræða sem mun í raun skilja á milli þess hvort við verðum áfram þjóð eða ekki.

En það er fleira. ESB hefur verið að gera viðskiptasamninga við aðrar þjóðir, utan Evrópu. Nú síðast samning við Kanada. Þar er um mun hagstæðari samning að ræða á viðskiptasviðinu, án þess þó að þurfa að sitja undir því að láta sjálfstæðið í hendur búrókrata í Brussel. Bretland er að yfirgefa sambandið og hafa ráðamenn þar sagt að aðild að EES komi ekki til greina. Víst er þó að viðskiptasamningur mun verða gerðar milli Bretlands og ESB. Það er lífsspursmál fyrir báða aðila, einkum sambandið. Gera verður ráð fyrir að slíkur samningur verði á svipuðum nótum og samningur ESB við Kanada. Í það minnsta mun sá samningur ekki fela í sér sömu kvaðir og EES samningurinn.

Norðmenn fylgjast vel með þróun Brexit og hafa gefið út að skoða þurfi hvort réttara sé að taka upp EES samninginn eða að segja honum upp.

Það er gleðilegt að fjármálaráðherra hafi nú loks vakið þetta mál upp af þyrnirósarsvefni. Ekki seinna vænna. Vonandi munu þingmenn taka málefnalega umræðu um þetta, en ekki troða því í skotgrafir, sem þeim er svo gjarnt. Ekki síst í ljósi þess að ACER mun væntanlega verða á dagskrá Alþingis á þessu þingi. Það mál þarf að skoða vel, svo við missum ekki ákvarðanavald yfir gulleggi okkar, raforkunni. Það verður ekki aftur snúið, ef þingmenn standa ekki í lappirnar í því máli!!

 


mbl.is Vegið að grunnstoðum EES-samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hin nýja, spenn­andi, kraft­mikla, fjöl­menn­ing­ar­lega para­dís"­

 

Fyrir ekki löngu síðan varð allt vitlaust innan sænsku stjórnmálaelítunnar vegna ummæla sem Trump lét frá sér um slæmt ástand í Svíþjóð, vegna stefnu þeirra í innflytjendamálum, eða öllu heldur stefnuleysis og þeirra vandamála sem því stefnuleysi fylgdi.´

Styttra er síðan norskum stjórnmálamanni var nánast vísað burt af sænskri grund, fyrir að nefna þennan vanda, sem Svíar hafa byggt sér.

Í báðum þessum málum varð sænska stjórnmálaelítan frávita af bræði, fullyrti að enginn vandi væri af innflytjendum þar í landi og fordæmdi alla þá sem efuðust.

Nú er ástandið orðið svo slæmt að forsætisráðherra landsins hótar að láta herinn í málið. Í umræðum á sænska þinginu sagði leiðtogi Svíþjóðardemókrata:

Þetta er hin nýja Svíþjóð; hin nýja, spenn­andi, kraft­mikla, fjöl­menn­ing­ar­lega para­dís ­sem svo marg­ir á þessu þingi hafa bar­ist fyr­ir svo lengi.“

Árið 2016, ári áður en þeir tveir stjórnmálamenn sem voguðu sér að nefna vandamál í Svíþjóð, voru 300 skotárásir og í þeim létust 106 manns. Hafi það ekki verið vandamál er ljóst að tíðni skotárása og dauðsfalla hefur aukist töluvert, úr því sænskir stjórnmálamenn, bæði innan og utan ríkisstjórnar, telji þörf á að kalla út herinn til að berjast gegn innflytjendum! Enn hafa tölur fyrir árið 2017 verið opinberaðar.

 


mbl.is Sænski herinn gegn glæpagengjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrsögn úr EES

Það er ljóst að ný ríkistjórn þarf að bregðast við dómi EFTA dómstólsins. Niðurstaðan er óviðunandi og vekur upp spurningar um hvort viljaleysi núverandi landbúnaðarráðherra eigi sõk á hvernig komið er, hvort slegið var slöku í málsvõrninni. Það leyndi sér ekki gleði hennar yfir dómnum, í fréttamiðlum.

Nú þekki ég ekki hvort hægt er að áfrýja dómum þessa dómstóls. Ef þetta er endanlegur dómur, er einungis eitt úrræði eftir, úrsögn úr EES.

Ef þessi dómur stendur, er ljóst að forsendur veru okkar í EES eru brostnar. Þegar sá samningur var samþykktur af Alþingi var fullyrt að í engu væri verið að hefta sjálfstæði þjóðarinnar. Þegar svo er komið að við ráðum ekki lengur hvað við flytjum til landsins, ráðum ekki hvort við setjum lýðheilsu ofar gróðabraski verslunar, er ljóst að við eigum ekki lengur erindi innan EES.


mbl.is Sérstaðan tapast með bakteríunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leggjast flatur undir kúgara sinn

Mikið rétt hjá formanni utanríkismálanefndar, EES samningurinn þjónar ekki lengur okkar hagsmunum. Ástæða þess er einkum sú að annar aðili þessa samnings, þ.e. ESB, hefur tekist að túlka samninginn á sinn veg og gert okkur að taka hér upp íþyngjandi lög og reglur, sum hver í andstöðu við okkar stjórnarskrá. Þetta hefur tekist hjá ESB vegna þess að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki verið sínu starfi vaxnir að standa vörð um hag Íslands og að eftir upphaflega samningnum yrði unnið.

Það kom skýrt fram þegar þessi samningur var samþykktur af Alþingi, framhjá þjóðinni, að engin ákvæði hans brytu í bága við stjórnarskrá okkar. Á þeirri forsendu einni gat Alþingi samþykkt þennan samning án aðkomu þjóðarinnar. Nú er ljóst að þetta stenst ekki lengur og því þessi samningur ekki lengur í gildi.

Það er ljóst að ESB hefur neytt aflsmunar gegn okkur Íslendingum, varðandi túlkun EES samningsins. Þó vissulega megi saka íslenska stjórnmálamenn um linkind gegnum árin, varðandi framkvæmd samningsins, er það eftir sem áður aflsmunur stærri aðilans sem hefur ráðið um framkvæmd hans. Þetta kallast í daglegu tali kúgun.

Augljósasta aðferðin til að losna undan kúgara er auðvitað að koma sér burt frá honum, slíta öll tengsl.

Formaður utanríkismálanefndar vill hins vegar leggjast flöt undir kúgarann!! Það er ekki bara aumingjalegt sjónarmið heldur beinlínis hættulegt.


mbl.is Segir EES ekki duga lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðganir lýsa þeim sem þær nota

Maður verður eiginlega alveg orðlaus að hlusta á þjóðkjörna fulltrúa landsins flytja slíka tillögu, sem þingmenn VG gera. Svo arfavitlaus sem hún er og algjörlega út í hött. Og ekki nóg með að þetta fólk vilji fá að móðga erlenda þjóðhöfðingja, heldur virðist það setja sig upp á móti því að menn séu dæmdir fyrir að kasta bensínsprengjum að erlendum sendiráðum. Hvað býr eiginlega í höfði fólks sem svona talar?

Þetta kallar þetta fólk málfrelsi. Þvílík afbökun!!

Málfrelsi, sem og öllu frelsi, fylgja takmarkanir. Það er sjálfsögð kurteisi og ætti ekki að þurfa að ræða frekar, að þjóðhöfðingjar erlendra ríkja, sem eru þjóðkjörnir af eigin þjóð, fái notið verndar fyrir móðgunum, í það minnsta þeirra landsmanna sem við sem þjóð kjósum til forsvars fyrir okkur. Auðvitað getur okkur mislíkað stjórnarfar annarra landa og hvernig þjóðhöfðingjar þeirra haga sér. Þá á að rökræða slíkt á réttum vettvangi og færa rök fyrir máli sínu. Móðganir munu aldrei skila neinum árangri.

Beri slíkar rökræður ekki árangur, að okkar mati, höfum við sem þjóð einungis um tvennt að velja, að sætta okkur við það stjórnarfar sem aðrar þjóðir velja sér gildi áfram hjá þeim, nú eða að slíta stjórnmálasambandi við þær.

Það sem vekur ugg hjá manni, við að sjá og heyra þessa tillögu VG á Alþingi, er hvort það fólk sem hana flytjur hafi virkilega ekki vit eða þroska til að stunda eðlilega gagnrýnisumræðu. Hvort þetta fólk sé svo skini skroppið að telja móðganir vera það eina sem dugi í kappræðum.

Illa er farið fyrir íslensku lýðræði, þegar svo þenkjandi fólk nær kjöri til Alþingis. Þá er hætt við að erfitt reynist fyrir okkur að rökstyðja slæmt stjórnarfar annarra þjóða!!

 

 


mbl.is Löglegt verði að móðga þjóðhöfðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er EES samningurinn enn í gildi?

Á öndverðum tíunda áratug síðustu aldar gerðist Ísland aðili að EES samningnum. Mjög skiptar skoðanir voru meðal landsmanna um þessa för og í skoðanakönnunum voru andstæðingar samningsins alltaf með töluverða yfirhönd yfir þeim sem samninginn vildu. Þá lá fyrir að yfir 75% þjóðarinnar vildi fá að kjósa um samninginn. Þrátt fyrir þetta tók Alþingi einhliða ákvörðun um að fullnusta þennan samning.

Eitt var það sem andstæðingar óttuðust mikið var framsal sjálfstæðis þjóðarinnar, að með þessum samning væri verið að gangast undir yfirþjóðlegt vald, sem væri Alþingi okkar og dómsvaldi æðra. Til að fá úr þessu skorið skipaði þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson nefnd sem ætlað var að leggja mat á hvort EES samningurinn og fylgiskjöl hans bryti á einhvern hátt í bága við stjórnskipan Íslands. Í þessa nefnd voru skipaðir; Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari, Gunnar G Schram prófessor og Stefán Már Stefánsson prófessor. Að auki var Ólafur W Stefánsson skrifstofustjóri skipaður í nefndina af hálfu Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra.

Í stuttu máli var niðurstaða nefndarinnar að EES samningurinn bryti ekki í bága við stjórnskipan Íslands né stjórnarskrá og nefndu nefndarmenn sérstaklega í því sambandi bókun 35 með samningnum, sem fjallar um að aðildarríkjum sé ekki gert að framselja löggjafarvald yfir til stofnana EB (ESB). Þá nefndu þeir einnig að engar tilskipanir eða lög sem stofnanir EB (ESB) sett, tækju gildi innan EES nema samhljóma samþykki allra aðildarríkja væri um slíkt, að hvert og eitt ríki samningsins hefðu neitunarvald gegn slíkum tilskipunum eða lögum.

Síðan EES samningurinn var innleiddur hér á landi hefur orðið mikil breyting í Evrópu. Evrópubandalagið (EB) var látið víkja fyrir Evrópusambandinu (ESB) árið 1993, þegar Maastrichtsamningurinn var tekinn upp og efldi það mjög stofnanir sambandsins gegn aðildarríkjunum. Evra var síðan lögleidd sem gjaldeyrir ESB um aldamót og þrátt fyrir að ströng skilyrði væri til aðildarríkja um upptöku þessa nýja gjaldeyris, bar ákafi framkvæmdastjórnarinnar til þess að dreifa þessum gjaldeyri sem víðast, hana ofurliði og mörg ríki sem fengu að taka upp evru þó þau uppfylltu ekki öll skilyrðin.

Stæðsta og veigamesta breytingin varð þó þegar Lissabon sáttmálinn tók gildi, 1. desember 2010. Í raun er þessi sáttmáli ígildi stjórnarskrá sambandsins en breytingarnar eru þó meiri en bara að þarna sé verið að gera ESB að einhverskonar ríki. Vægi stærri þjóða jókst verulega á kostnað þeirra sem minni eru og neitunarvald einstakra ríkja innan ráðherraráðsins var afnumið. Í kjölfar gildingu þessa sáttmála hefur framkvæmdastjórnin gert sig sífellt gildari og er farin að tala opinskárra um eina Evrópu, það er að þjóðríkin eigi ekki að fá neinu ráðið. Jafnvel er nú opinberlega talað um stofnun ESB hers, að ESB verði gert að hernaðarveldi.

Þrátt fyrir þessar dramatísku og kannski ekki svo huggulegu breytingar sem orðið hafa innan Evrópu, á ekki fleiri árum en raun ber vitni, hefur EES samningurinn aldrei verið endurskoðaður. Og það sem verra er, að yfirgangur framkvæmdastjórnar ESB nær út fyrir sambandið sjálft og yfir í EES samninginn. Þó hafa aðildarríki hans ekki átt neinn þátt í að búa til þá ófreskju sem ESB er orðið í dag og ekki neitt til unnið að yfirgangur framkvæmdastjórnar eigi erindi til okkar.

Eins og framkvæmd EES samningsins er orðin í dag er ljóst að hann er farinn að ganga freklega  á íslensku stjórnarskránna. Bæði er svo komið að framkvæmdastjórn telur sig geta sett hvaða tilskipanir sem þeim sýnist og skipað EES löndum að fullgilda þær hjá sér, sama hversu fávitalegar sem þær eru. Þá er Evrópudómstóllinn sífellt oftar farinn að skipta sér að innanríkismálum okkar, án allrar heimildar, samkvæmt bókun 35, sem fylgdi gerð EES samningsins.

Það vekur því vissulega upp spurningu hvort þessi samningur sé yfirleitt í gildi ennþá. Það má kannski líta framhjá þeirri staðreynd að gagnaðili okkar að þessum samningi er ekki lengur til, þar sem Evrópubandalagið var aflagt ári eftir undirskrift EES samningsins. Það má líta framhjá því að við hverja dramatíska eðlisbreytingu sem orðið hefur á samstarfi því sem nú kallast ESB, hefði kannski þurft að framselja þann samning. Þ.e. frá EB yfir til ESB og síðan aftur milli gamla ESB og þess nýja þegar Lissabon sáttmálinn tók gildi. Framhjá þessu er svo sem hægt að líta.

En það verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að samningnum er ekki lengur fram haldið samkvæmt því sem upphaflega var ætlað, þ.e. að hver þjóð innan samningsins hafi neitunarvald gagnvart tilskipunum og lagasetningum og um að framsal dómsvaldsins yrði ekki fært undir stofnanir sambandsins.

Eins og áður segir þá var langt frá því að eining væri meðal þjóðarinnar um upptöku EES samningsins, þó nokkuð góð eining væri um að þjóðin fengi að kjósa um þann samning. Alþingi kaus að líta framhjá þessum staðreyndum. Langt var frá því að raunverulegt mat hafi legið fyrir um hagnað okkar af samningnum, þó ýmsar upphæðir hafi verið nefndar. Þær byggðu bara á hagnaðnum, óhagræði og tapi af samningnum var haldið frá fólki. Á þessum tíma vorum við aðili að EFTA og erum reyndar enn. Vel má hugsa sér að megnið af þeim ágóða sem talið er að EES samningurinn hefur gefið okkur, hefði mátt ná í gegnum EFTA. Ekki er að sjá að Sviss, sem aldrei hefur samþykkt EES samninginn heldur látið EFTA duga sér, hafi glatað við það nokkru tækifæri innan Evrópu. Flest eða allt sem hefur komið EES ríkjum til góða í samskiptum við ESB, hefur fallið Sviss í hag einnig. Hins vegar hefur Sviss tekist að halda ýmsu ESB rugli, frá sínum landsmönnum.

Það er vissulega kominn tími til að endurskoða EES samninginn og koma honum í það horf sem hann var upphaflega. Ef ekki er vilji innan framkvæmdastjórnar til slíkrar endurskoðunar ættum við Íslendingar alvarlega að endurskoða aðild okkar að þessum samning og skoða hvort EFTA geti ekki dugað okkur, svona eins og Svisslendingum.

Hugmyndir fyrrverandi og núverandi stjórnvalda um að breyta stjórnarskránni til samræmis við virðingu framkvæmdastjórnarinnar á þessum samning er hins vegar út í hött!


mbl.is EES framar íslenskum lögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband