Eitt augnablik

Eitt augnablik hélt maður að loks væri eitthvað að rofa til í kolli ráðherra, eftir að fréttastofa rúv útvarpaði um miðjan dag í gær, frétt um að ráðherrann væri ekki viss um hvort meirihluti væri fyrir samþykkt tilskipunar ESB um orkupakka 3 og jafnvel mátti skilja á þeirri frétt að hún sjálf væri nokkuð andhverf honum. Að þetta væri vandi sem hún hafi, óumbeðið, fengið upp í hendurnar. En svo komu sjónvarpsfréttir, þar sem viðtalið var sent út. Þá varð ljóst að lítið hafði breyst, enn er setið við sama heygarðshornið.

En nú voru önnur rök uppi. Eftir að hið keypta lögfræðiálit ráðherrans hefur verið tætt í frumeindir og opinberað að lagning sæstrengs er kominn mun lengra en haldið hefur verið fram, hefur ráðherrann nú hengt sig á ný rök: Óvissu um hvað muni verða um EES samninginn, verði tilskipuninni hafnað.

Þvílík fyrra! Er ráðherrann að gera því skóna að Alþingi sé ekki fært að hafna tilskipunum frá ESB, án þess að setja sjálfan EES samninginn í uppnám? Til hvers þá að taka slíkar tilskipanir til þinglegrar meðferðar? Og hver er þá túlkun ráherrans á samningum, svona yfirleitt? Nú ef svo væri, að sjálfur EES samningurinn væri í uppnámi, þá er ljóst að sá samningur þjónar okkur ekki lengur og einfaldast að segja honum upp!

Í þeirri frétt sem þetta blogg er hengt við, heldur ráðherrann því fram að engin samskipti hafi verið höfð við ráðuneytið um lagningu á sæstreng til Bretlands. Þarna fer ráðherrann sennilega full langt í þægni sinni við sína yfirmenn, enda klárt mál að þessi strengur væri ekki á borði ESB og að ekkert fyrirtæki væri komið á fulla ferð í fjármögnun á lagningu hans, nema með vitund og vilja ráðuneytisins. Henni til varnar er hugsanlegt að hún viti ekki af þeim samskiptum, að embættismenn ráðuneytisins hafa þar farið að baki henni. Sé svo, er hún með öllu óhæf í stól ráðherra.

 

Þar sem ég hef nú skrifað nokkrar greinar þar sem fram kemur nokkur ádeila á Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, vil ég árétta að þar er ég alls ekki að deila á hana sem persónu. Hún fer hins vegar með forsjá þess máls sem ég deili hart á og að auki er hún, enn, þingmaður í mínu kjördæmi. Á þeim forsendum byggjast mín skrif.


mbl.is Ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ráð"herrann" setur kíkinn fyrir blinda augað og leppinn fyrir heila augað og sér því ekki yfirvofandi hættu. Ég er farinn að halda að það þurfi að setja á stofn sérstakan saksóknara sem rannsakar mútuþægni stjórnmálamanna og allra þeirra sem ESB hefur náð á sitt band með fjárgjöfum og allskonar sporslum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.11.2018 kl. 11:13

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það fer nú kannski að verða fulllangt gengið að skipa laglegar stelpuskjátur í stöður stjóra eða ráðherra, einungis til að fullnægja einhverjum svokölluðum jafnréttis þörfum, sem mér finnst reyndar að séu gengnar gjörsamlega úr hófi fram, en það er önnur saga.

Það virðist nokkuð ljóst af óljósum svörum ráðherra skjátunar við mjög beinskeyttum spurningum varðandi margumtalaðan orkupakka, að hún skilur- eða veit ekki alveg hverjir eru helstu kostir eða ókostir við samninginn, eða þá að hún hefur eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu.

Ég er nú því miður svo illa innrættur, að ég hallast helst að því að Bretar og Evrópusambandið hafi nú þegar með glöðu geði greitt nokkurar milljónir evra fyrir stuðning nokkura íslenskra óþokka og föðurlandssvikara, eins og sífellt fleira bendir til.

Jónatan Karlsson, 13.11.2018 kl. 14:45

3 identicon

Skiljanlega er Sjálfstæðisflokkurinn í frjálsu falli.  Hann mun aldrei bera sitt forna barr ef hann svíkur ályktun eigin landsfundar.  Þá mun hann enda sem 10% flokkur, hið mesta.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 15:42

4 identicon

Flóknara er þetta ekki.  Það eru margir fýsilegri kostir að kjósa fyrir sjálfstætt fólk.  Sjálfstæðisflokkurinn stendur alls ekki lengur undir nafni.  Engeyjarflokkurinn ohf. er réttnefni hans.  Samsettur úr Gollum í gjótu og geldingum á sokkaleistunum.  Svo einfalt er það og æ fleirum að verða algjörlega augljóst.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 16:21

5 identicon

Sæll Jónatan, algjörlega sammála þér,

enda er ekkert sem getur útskýrt viðsnúning

forystufólks Sjálfstæðisflokksins hvað varðar

að ganga í berhögg við landsfundarályktanir,

nema eitt:

Að tvö, þrjú eða fleiri af því fólki

hafi þegið 30 silfurpeninga,

ígildi nokkurra milljóna evra, hvert.

Ekkert annað en ein af seven deadly sins

getur útskýrt viðsnúninginn: Græðgin

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 17:09

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær ertu, Gunnar, í skrifum þínum og greiningu hér.

(Sjálfur hafði ég farið á mis við þessi viðtöl við frú ÞKRG.)

Góðir okkar samherjar hér líka á síðu þinni.

Það verður fullu aðhaldi haldið uppi á þessu sviði, m.a. með stofnun félagsskapar, eins og Bjarni verkfr. Jónsson boðaði skýrt í viðtali, ég held í gær, við Pétur á Útvarpi Sögu.

Og baráttan er rétt að hefjast --- en þjóðin er vöknuð!

Óánægjan með Sjálfstæðisflokkinn í þessu sambandi er líka farin að sjást í MMR-könnuninni sem birtist í dag, sbr. grein mína Ánægjuleg tíðindi: einungis smáflokkar orðnir eftir í pólitíkinni, skv. MMR

Ciao ciaissimo!

Jón Valur Jensson, 13.11.2018 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband