Málið er skuggalegra en haldið hefur verið fram

Það er ljóst að sæstrengur er kominn mun lengra í kerfinu hér enn menn hafa látið í veðri vaka og ekki annað séð en að ráðherrar sé mjög vel meðvitaðir um þá staðreynd. Þetta skýrir kannski hvers vegna nokkrir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir þó þar kannski fremst í flokki, leggja slíka ofuráherslu á samþykkt 3. orkumálapakka ESB. Ráðherrar hafa vísvitandi logið að þjóðinni.

Fyrir skömmu sagði Þórdís að "sum svör vildu menn ekki heyra" og bætti við "að talað væri niður til þeirra sem best vissu um málið".

Þetta eru vissulega orð að sönnu hjá ráðherranum. Hún hengir sig á álit eins lögfræðings, sem hann tók sér tvo heila daga til að semja. Annað vill hún ekki heyra og í hvert sinn sem hún er spurð erfiðra spurninga um málið, talar hún þóttalega til viðspyrjandans, rétt eins og kom fram á Alþingi, er hún svaraði fyrirspurn SDG.

Engu skiptir í huga ráðherrans þó norskur lögfræðingur með sérþekkingu á ESB rétti, sjái málið í allt öðru og skelfilegra ljósi. Eftir að hafa farið yfir lögfræðiálit það er ráðherrann keypti og tekið sér góðan tíma til þess, komst þessi evópufræðingur að því að ekki stóð steinn yfir steini í hinu keypta áliti, sem ráðherrann velur að nota sem sitt leiðarljós. Álit evrópusérfræðingsins er samhljóða áliti nokkurra íslenskra lögfræðinga, með sérþekkingu á ESB rétti, sem og hinna ýmsu fræðinga sem þekkja einna best til þessa máls, sumir búnir að kynna sér það í þaula.

Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu aðeins að íhuga stöðu sína. Þeir hafa í sínu farteski umboð frá æðstu stofnun flokksins, landsfundi, um að hafna þessum pakka frá Brussel. Fari þeir gegn sínu baklandi þurfa þeir sennilega flestir að finna sér aðra vinnu eftir næstu kosningar. Það er alveg ljóst að það eru sumir ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokks sem draga þennan vagn fáviskunnar út í drullusvaðið. Framsókn er þar bara attaníossi og gerir það sem þarf til að halda stólum. Hugsun þeirra nær ekki fram til næstu kosninga. Og VG er kominn í þá stöðu að þeir geta ekki með neinum hætti gengið til kosninga. Alveg er á kristaltæru að Þórdís mun ekki njóta náðar kjósenda í sínu kjördæmi, breyti hún ekki afstöðu sinni í þessu máli.

Þá spyr maður sig; hvers vegna láta ráðherrar sjálfstæðisflokks svona? Ein skýringin er að þeir séu þegar komnir með sæstreng svo langt að erfitt er að snúa við, en það skýrir þó ekki allan illviljann til landsmanna. Getur verið að þetta fólk sem fremst stendur í samþykkt 3. orkupakka ESB, eða eittvað fólk sem er því nátengt, eigi einhverra hagsmuna að gæta?

 

3. orkumálapakki ESB snýr fyrst og fremst að orkuflutningum milli landa, auk ýmissa annarra aukaverkana. Á þeirri forsendu er lögfræðiálitið sem ráðherra keypti, byggt. Þó er ljóst að þó enginn strengur komi, munu áhrif pakkans verða nokkuð víðtæk. Um það má lesa í mörgum greinum sem ritaðar hafa verið, af fólki sem hefur mun meiri þekkingu en ég á þessu máli. Þar hefur Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, kannski verið fremstur í flokki, en ljóst er að hann hefur mikla og víðtæka þekkingu á málinu. Nú er ljóst að eina forsendan sem finnst í hinu pantaða áliti ráðherrans er brostin og strengur til Bretlands kominn á fullt rek.

Hingað til hefur fyrst og fremst verið deilt um hvort 3. orkupakki ESB sé bara slæmur fyrir okkur íslendinga eða hvort hann er mjög slæmur. Þetta var í sjálfu sér réttmætt deila, meðan hægt var að telja fólki trú um að enginn strengur væri á leiðinni. Nú þarf ekki lengur að deila um þetta og eftir stendur að samþykkt þessa pakka mun valda þjóðinni skelfingu.

Atvinnufyrirtæki munu leggja upp laupana, sum fljótlega en önnur, eins og stóriðjan, þegar gildandi raforkusamningar falla úr gildi. Þegar er ljóst að garðyrkjubændur munu allir hætta sinni starfsemi, enda rekstrargrundvöllur þeirra nánast brostinn nú þegar, eftir að orkufyrirtækin hér á landi hættu að selja þeim umframorku. Annar landbúnaður mun leggjast af, þar sem hækkun orkuverðs mun verða þeim ofviða og í framhaldi af því mun ferðaþjónustan skerðast gífurlega, enda landið þá komið í auðn á stórum svæðum.

Eftir munu einhver kaffihús í miðbæ Reykjavíkur standa og hinn nýi Landspítali, sem á að taka í gagnið á svipuðum tíma og lagningu strengsins er lokið, mun standa nánast tómur. Landsmenn verða að stærstum hluta fluttir úr landi.

Þetta er ekki glæsileg sýn sem fyrir augum ber, fái þessir misvitru ráðherra Sjálfstæðisflokks framgengt vilja sínum og lygum.

Hugguleg gjöf sem þeir ætla að færa þjóðinni, á fyrsta ári annarrar aldar sjálfstæðisins!!

 

 

 

 


mbl.is Ice Link-strengurinn á lista ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan greinargóða pistil Gunnar.

Já, það er æ fleirum að verða ljóst að núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins er hættulegust allra flokka, hvað stöðu sjálfstæðis og fullveldis okkar varðar.  Brotavilji ráðherra flokksins gegn landsfundarályktuninni er algjör.  Ekkert annað en stundargræðgi forystunnar ræður þar ríkjum og vitaskuld hafa þeir Framsóknarflokkinn með, líkt og við einkavinavæðingu bankanna sem hrundu svo haustið 2008 og landstjóri frá AGS svo skipaður yfir helferðarstjórn Samfylkingar og Vg. 

Nei, ekki er það vænlegt, taka tvö hafin og nú er það fallvötnin og aðrar orkuauðlindir þjóðarinnat sem skal einkavinavæða, rétt eins og bankana á sínum tíma.  Þetta er hins vegar miklu alvarlegri hlutur en bankahrunið var.  Nú er sjálft fullveldið og sjálfstæði lands og þjóðar lagt undir af forystusauðum Sjálfstæðisflokksins og með aftaníossum Framsóknarflokks og Vg.

Guð blessi Ísland, land og þjóð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 22:01

2 identicon

Það er sjaldgæft að maður finni áhugaverða og góða bloggpistla.  Og enn sjaldgæfara að þeir snerti svo við manni að maður skynji og skilji alvöru þess sem pistillinn fjallar um.  Þessi pistill er af þeirri gerð.  Alvaran er algjör og sviðsmyndin teiknuð upp af því raunsæi að manni bregður við.

Hjartans þakkir fyrir þennan pistil Gunnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 22:32

3 identicon

Vel sagt Pétur Örn.  Þetta er einmitt pistill sem er skrifaður af algjöru raunsæi.  Ísland verður ekki bara hjálenda meginlands Evrópu, heldur urð og grjót, mergsogin auðn.  M.a.s. orkan til álveranna verður nýtt til að knýja áfram iðnver í Bretlandi og Þýskalandi.  Þau munu ganga fyrir. Réttur íslenskrar þjóðar verður lítill sem enginn hvað þetta varðar.  Lífeyrissóðirnir munu hrynja.  Allt mun hrynja, þjóðin verður á vergangi sem umrenningar.  Slíkur er bjarnargreiði gróðapunga og gróðabudda í forystusveit ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins og aftaíossa Framsóknarflokksins og Vg. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 23:13

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og þú getur þakkað foringja þínum og átrúnaðargoði, Sigmundi Davíð, fyrir hversu langt hugmyndin að sæstrengnum er komin.  Þrátt fyrir brexit er haldið áfram í stjórnkerfinu og hjá Landsvirkjun að undirbúa lagningu þessa sæstrengs eins og engin pólitísk fyrirstaða verði þegar orkupakkinn verður samþykktur. Nú er enginn Ólafur Ragnar til að stoppa afglöp alþingis.  Guðni forseti er bara hlýðinn embættismaður sem aldrei mun beita neitunarvaldi forseta.  Þannig að málið er tapað áður en orrustan er háð.  Og Björn Bjarnason hefur verið ráðinn uppá 25 milljónir til að réttlæta fullveldisframsalið. Og gulrótin fyrir landsmenn verður sú að nokkrar breytingar á stjórnarskránni munu renna átakalaust í gegnum þingið.  Þar af sú nauðsynlegasta sem mun heimila framsal valds til ESB.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2018 kl. 23:23

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka ykkur báðum, Símon og Pétur.

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2018 kl. 23:36

6 identicon

Jóhannes Laxdal, það er ekkert til sem heitir -þrátt fyrir brexit-  málið snýst um lagningi sæstrengs til Bretlands, og þar með á orkumarkað breskra og þýskra iðnvera.  Breskir auðkýfingar eru nú þegar búnir að kaupa upp jarðir í massavís hér á landi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 23:40

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mér er slétt sama hver eða hverjir komu þessari vitleysu af stað, Jóhannes. Það sem máli skiptir er að hún verði stöðvuð áður en dýpra er sokkið í fenið. Stundum fara menn af stað með einhverja endemis þvælu, vegna vankunnáttu. Þeir sem hafa kjark til að viðurkenna slíkt og taka sönsum, eru meiri menn.

Ég tek undir með þér að erfitt er að ímynda sér að Guðni setji sig upp á móti þessu, enda hans bakland einnig þóknanlegt öllu því sem frá ESB kemur. Við skulum þó ekki afskrifa hann alveg strax, en vera samt viðbúnir því versta. Einungis ein laus er eftir, ef Guðni skrifar undir lög um samþykki orkupakkans, það er uppsögn EES.

Það er sorglegt hvernig búið er að fara með Björn greyið, hann á betra skilið frá sínum flokki en það að orðspor hans sé sett í ruslflokk, svona undir lok hans starfsævi.

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2018 kl. 23:47

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er enginn stuðningur við þeirri hugmynd að segja upp EES, Gunnar.  Sérstaklega ekki þegar 2 brjálæðingar ,Pútin og Trump bítast um völd yfir og allt i kringum okkur. Sú staða beinlínis ýtir okkur í fang ESB

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2018 kl. 23:59

9 identicon

Björn Bjarnason reyndist fullfær um það sjálfur að snúast í hálfhring og fallast í samfylktan faðm ESB systur sinnar, Valgerðar Bjarnadóttur.  

- Margt er líkt með skyldum -

Og varðandi Guðna Thorlacius skulum við strax muna, að hann fékk ritræpu þegar hann reyndi að fá  þjóðina til að samþykkja Icesave, til að ESB uþsóknin fengi skjótari afgreiðslu í Brussel.  Nei, við skulum alveg gleyma því að eitthvert liðsinni berist okkur frá Guðna Thorlaciusi. 

Nú skiptir öllu að blása til sóknar, leiftursóknar, gegn forystu þess flokks sem ætlar að stinga þjóðina rýtingsstungu í bakið.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 00:05

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kannski er ekki mikill stuðningur við úrsögn úr EES ennþá, Jóhannes. Hann er þó nokkur og þarf lítið til að auka hann. Þegar landsmenn átta sig hversu mikil svik við þjóðina samþykkt orkupakkans er, munu margir lítt vilja tengjast ESB.

Pútín og Trump koma því máli ekkert við, auk þess sem síðustu fréttir segja okkur að mesta hættan við heimsfriðinn komi úr hvorugri þeirri átt. Nýleg ummæli forseta Frakkland auk þeirrar óvissu hver muni taka yfir völdin í Þýskalandi, eru mun stærri ógn en orð einhvers ruglaðs gamalmennis vestan Atlantsála. Guð forði okkur frá ESB!

Gunnar Heiðarsson, 11.11.2018 kl. 00:40

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Víst voru margir Sjálfstæðismenn hafa horft til Brussel, Jóhannes og er núverandi formaður einn þeirra. Allir muna þegar hann tók svo kalt mat á Icesave málið að hausinn á honum fraus. Er sennilega ekki enn þiðnaður.

Ég tek undir að nú þarf vissulega að blása til sóknar, áður en verr fer.

Gunnar Heiðarsson, 11.11.2018 kl. 00:45

12 identicon

Þessi pistill þinn Gunnar er sem svaland aftanblær eftir þokuna í dag sem einkenndi Styrmi, Palla Vill og Halldór.  Við því var ekkert að segja annað en að baenda á hið augljósa, aftur og aftur hjá Halldóri blessuðum.  Þeir þrír hafa verið út á þekju, en hressast vonandi strax á morgun, en svona var þetta í dag:

Guð blessi Ísland.

Þá ertu kominn, enn og aftur, á sokkaleistana Halldór minn, nákvæmlega eins og samfylkturviðreisnarpírati.  Nú reynið þið allir, helstu moggabloggararnir að forðast að ræða um orkumálapakka ESB.  Röflið ykkur rænulausa um að eitt skref sé stigið með frú Reykás (segir Styrmir), að ESB sé dautt og því sé baráttan gegn orkumálapakkanum væntanlega óþörf (spurning til Palla Vill) og að við skulum berja sem mest á Ragnari Þór og einhverjum pírötum, því þá þurfi ekkert að fjalla um hlut Björns Bjarnasonar og ráðherra Sjálfstæðisflokksins  í þeim leiðangri (Halldór Jónsson).  Riddararnir raunamæddu berjast nú allir við vindmyllurnar, en gleyma fallvötnum lands og þjóðar.  Þetta er mjög eftirtektarvert, en sorglegt að verða vitni að, í dag.  Allir á sokkaleistunum á gljáfægðu og flugsleipu parketgólfi fáránleikans.

Guð blessi Ísland.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 01:09

13 identicon

Og eigum við að minna á að Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og olíuleitandi, er tengdasonur Björns Bjarnasonar.  Það skýrir og hálfsnúning Björns.  Þetta e allt svona.  Skyldleiki og vensl.  Einkavinavæðing orkuauðlinda landsins er hafin, í slagtogi með ríkustu mönnum Bretlands, mönnum sem svífast einskis þegar eigin græðgi er annars vegar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 02:04

14 identicon

Jónas Þór Guðmundsson var formaður kjararáðs sem veitti þingmönnum, ráðherrum og æðstu embættismannklíkunni launahækkanir langt umfram aðra.  Hann er vinur Bjarna Benediktssonar.  Hann er nú stjórnarformaður Landsvirkjunar, tilbúinn til að brytja það niður svo breskir auðkýfingar, vinir Gulla, geti keypt orkuauðlindir landsins og ráðið hér verði raforku til íslenskra neytenda.  Í þeirra eign, já, ég sagði ... í þeirra eign, ef svo fer fram sem horfir,  raforkuverðið verpur sprengt upp í hæstu hæðir, enda verið að þjóna stærstu iðnverum Bretlands og Þýskalands, en íslensk heimili verða stungin með bresk/þýskum rýtingi í bakið, allt fyrir gróða vina og venslmenna Bjarna.  Þetta er plan þeirra, nakið og rotið.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 02:26

15 identicon

Segið Styrmi að minnast nú orða sinna í skýrslutökunni eftir hrunið, sem þó var barnaleikur miðað við það sem nú er hafið:

Þetta er allt ógeðslegt.  Það er ekkert, engar hugsjónir, ekkert.  Bara blóðug valdabarátts og valdagræðgi ... græðgi og enn meiri græðgi.

Um fullveldi og sjálfstæði lands og þjóðar er þeim öllum drullusama ... bara græðgi, þeirra eigin græðgi og þeir nýta sér völdin til að nauðga þjóðinni og stinga hana svo rýtingsstungu í bakið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 02:39

16 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér Gunnar kærlega fyrir þessa skýru og greinargóðu yfirferð um áætlanir Breta og Evrópusambandsins varðandi arðrán auðlinda Íslands, með nýtingu raforkunar sem fyrsta skrefið.

Það er einungis eðlilegt að Evrópa ásælist auðlindir okkar, en öllu alvarlegara er sú sorglega staðreynd að þeir Íslendingar er ganga erinda þessara erlendu hagsmuna fyrir eigin ávinning eru auðvitað ekkert annað en fyrirlitlegir landráðamenn sem verðskulda þar af leiðandi ekkert annað en hefðbundna refsingu föðurlandssvikara sem flestir ættu að vita hver er.

Það er huggun harmi gegn að lesa athugasemdir og fróðlegar viðbætur Péturs Arnars, Jóhannesar Laxdals og sérstaklega þó Símonar Péturs frá Hákoti við greinargerð þína og styrkir það væntingar um að stöðva megi þann illa ásetning, þegar járnkarlar á borð við þessa föðurlandsvini, auk allra sannra Íslendinga sameinast um að koma í veg fyrir glæpinn.

Jónatan Karlsson, 11.11.2018 kl. 16:08

17 identicon

Þakka þér Gunnar.

Við erum ansi mörg sem sjaldan eða aldrei tjáum okkur um pólitísk álitamál en höfum samt mikinn slagkraft ef við stöndum saman. Undirskriftalisti virkaði vel í síðustu þvingunaraðgerðum þökk sé ÓRG. Spurningin er hvort núverandi forseti hefur sama kjark og þor.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 16:22

18 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Gunnar og þakka þér fyrir góðan pistil og

svo óhugnalega sannan.

Því miður er það svo, að á þing hefur sópast inn

allskonar lið, sem enga virðinug hefur fyrir landi og þjóð.

Það heldur að þingmannaeiðurinn sé eitthvað sem þarf

að samþykkja til að komast á spenann/laun.

Því miður Sigurður Bjarklin, þá er þetta forseta efni

okkar sneytt öllu því sem að ÓRG hafði.

Hann mun skrifa undir allt, sem frá þingi kemur,

enda ESB/EU maður fram í fingurgóma.

Þetta vita þeir og stóla á, sem vilja Íslandi illt.

Gleymum ekki hans skrifum eftir hrun, hvernig hann

reyndi að réttlæta ICESAFE á þjóðina.

Enda fékk hann, sem Símon Pétur frá Hákoti orðaði

snilldarlega "ritdrullu"

Svo einfallt og sorglegt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.11.2018 kl. 17:33

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans þakkir, Gunnar Heiðarsson og þið aðrir landvarnarmenn hér, fyrir einarða og hetjulega baráttu ykkar í þessu stórmáli íslenzks fullveldis og þjóðarhags. Ekkert annað en fullur þjóðarsigur kemur til greina, eins og í Icesave-málinu!

Jón Valur Jensson, 11.11.2018 kl. 18:47

20 identicon

Félagar, nú hefur Ómar Ragnarsson einnig brugðið upp mynd hryllingsins rétt eins og Gunnar gerir hér.  Mér virðist sem nær allir moggabloggararnir ætli að berjast af krafti í orustunni um land okkar, aðeins Björn Bjarnason er í sinni gjótu sem Gollum.  Leyfum greyinu að vera í sinnu gjótu í friði við að leita sem sturlaður að -my precious- Það hæfir honum best.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 21:42

21 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er þörf umræða.  Best af öllu er að tengjast ESB eins lítið og kostur er.  Það fyrirbrigði er uppsett sem frekjustjórnunarapparat til að gína yfir öllu, stóru og smáu, sér í lagi þegar kemur að orku- og auðlindum.  Við Íslendingar höfum þurft að blæða vegna gerræðislegra stjórnhátta þessara stjórnhátta.

- Landhelgisstríðið við Breta
- Hriðjuverkalög Breta í bankahruninu
- Viðskiptabann vegna makríls
- Grúpputenging viðskiptabanns við Rússa bitnar harðast á Íslendingum
- ....og margt fleira...

Best er að halda sig sem lengst frá þessum yfirgangsseggjum og þreyta kerfisþrælana þar til þeir gefast upp.

Vandamál Íslenskra stjórnvalda og embættismanna hefur fram að þessu verið að gleypa allt hrátt sem þeim hefur verið rétt frá ESB.  Sjaldnast er reynt að telja fram sérstöðu og staðsetningu Íslands, til að fá réttlátari útfærslu á verkefnum, sem illa eiga við lítið samfélag.  Nefni sem dæmi að skipta upp RARIK í tvö fyrirtæki, framleiðslu orku og hitt við að dreifa orku.

Benedikt V. Warén, 13.11.2018 kl. 11:33

22 Smámynd: Benedikt V. Warén

Smá leiðrétting  .....stjórnhátta þessara stjórnhátta.  í   ....stjórnhátta þessara frekjutappa.

Benedikt V. Warén, 13.11.2018 kl. 11:35

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert fyndinn, Símon Pétur!

En Björn Bjarnason er hvimleiður mótherji í þessu máli, afar fastækinn að birta villandi pistla um málið, en leyfir ekki umræður um þá! -- ólíkt okkar pistlum.

Og að honum Benedikt Warén er sannarlega mikill liðsstyrkur og rök hans góð.

Jón Valur Jensson, 14.11.2018 kl. 13:48

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

FAST-SÆKINN !

Jón Valur Jensson, 14.11.2018 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband