Vandi Íslands

Kannski er einn stærsti vandi landsins í stjórnmálum hræðsla forseta til að vísa stórum málum beint til þjóðarinnar. Hafa ekki kjark til að beita því aðhaldi að Alþingi sem embættinu ber.

Öll stærri mál er snúa að sjálfstæði okkar á að bera undir þjóðina. Það er útilokað að það vald geti legið hjá fámennri klíku er situr við Austurvöll. Svo átti að vera er EES samningurinn var samþykktur. Í raun eru síðan flest mál er skert hafa sjálfstæðið tengt þeirri aðför Alþingis að lýðræðinu. Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að sá samningur var og er risa mál í ákvörðunarrétti okkar sem sjálfstæð þjóð og þar sem ekki er í okkar stjórnarskrá skilyrtur aukinn meirihluti Alþingis í stórum ákvörðunum, verður þjóðin sjálf að fá að samþykkja þær, nú eða hafna slíkum ákvörðunum Alþingis. Þar er hlutverk forseta að taka í taumana. Gleymum ekki þeirri staðreynd að EES samningurinn var samþykktur með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Andstaða þjóðarinnar var mikil en þar sem samningurinn var ekki lagður fyrir hana er ekki vitað hvort meirihluti var fyrir þeirri samþykkt Alþingis.

Afsprengi þessa samning eru síðan einkavæðing bankanna og alger opnun á fjárflutninga úr landi, sem misindismenn voru fljótir að nýta sér og settu landið nánast á hausinn, orkupakkarnir sem hafa nú fært erlendu ríkjasambandi alger yfirráð yfir orkumálum okkar, þó að nafninu til við eigum orkuna ennþá. Landsala til erlendra aðila er að setja heilu sveitirnar í eyði. Þessi mál og fleiri átti þjóðin að fá að ákveða, ekki Alþingi.

Og fyrir Alþingi liggur síðan bókun 35 úr EES samningnum, sem gerir erlend lög æðri lögum frá Alþingi. Sú lagasetning á klárlega að fá dóm kjósenda.

Kata segist ætla að "fara sparlega með málskotsréttinn". Það þíðir væntanlega að hún mun ekki beita honum. Í það minnsta hefur hún nýlega yfirgefið ríkisstjórn sína, sem afsalaði orkumálum úr landi. Nú spretta upp allskyns milliliðir um sölu orkunnar okkar til okkar sjálfra og settur hefur verið á stofn orkumarkaður. Allt mun þetta hækka orkuverðið. Erlendir vindbarónar keppast við að komast yfir sem mest af ósnortinni náttúru okkar og ríkisstjórn Kötu hefur verið þeim notadrjúg í því starfi. Baráttan gegn þeim ósköpum sennilega töpuð og hér mun rísa hvert vindorkuverið af öðru með tilheyrandi mengun. Mest sjónmengun en mun hættulegri örplastmengun.

Undir stjórn Kötu hefur ríkisstjórnin, sem hún yfirgaf, unnið hörðum höndum að því að samþykkja bókun 35, við EES samninginn. Þegar núverandi ríkisstjórn lætur höggið falla og samþykkir þann óskapnað, mun Kata fara alveg einstaklega sparlega með málskotsréttinn, jafnvel svo að erfitt gæti orðið að finna hann aftur. Ekki að þörf sé á honum eftir samþykkt bókunar 35, Ísland verður ekki lengur sjálfstætt ríki. Getur ekki sett nein meiriháttar lög nema með samþykki erlendis frá.

Það er fráleitt að kjósa til forseta persónu sem hefur yfirgefið ríkisstjórn sína, sér í lagi meðan leifar hennar hökt enn.

Málskotsrétturinn verður aldrei of oft nýttur, hann er grunnur stjórnarskrárinnar. Á honum byggist sjálfstæði þjóðarinnar.


mbl.is Mun fara sparlega með málskotsréttinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær grein og ætti að vera lesin af ÖLLUM sem hafa kosningarétt.....

Jóhann Elíasson, 20.4.2024 kl. 11:12

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já, málskotsrétturinn hefur verið vannýttur frá upphafi.  Mili synd.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.4.2024 kl. 12:25

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill Gunnar, -sem oftast endranær. Vandi Íslands er nú þegar mikill og á eftir að verða meiri ef fer sem horfir.

Magnús Sigurðsson, 20.4.2024 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband