Erum á réttri leið

Umræðan um orkupakka 3, frá ESB, tekur á sig nýja mynd. Nú er sendiherra ESB á Íslandi farinn að tjá sig um það mál í fjölmiðlum. Þó það sé vissulega stór undarlegt og ekki talið eðlilegt í störfum sendiherra að skipta sér af pólitískum málum í sínu gistiandi, er þetta því miður ekki einsdæmi. Forveri hans frá ESB gerði slíkt hið sama í tengslum við umræðuna um aðildarumsókn okkar að ESB, á sínum tíma. Þeim sendiherra var gert að yfirgefa landið, eftir þau afskipti sín og það sama hlýtur að gilda um þann sem nú er fulltrúi ESB á Íslandi. Það eru eðlileg viðbrögð og gild um allan heim. Hitt er svo önnur saga, hvers vegna ríkjasamband er með sendiherra hér á landi, slíkar stöður eiga einungis þjóðríki að hafa.

Eitt er þó víst, að þegar ESB er farið að senda sinn fulltrúa í fjölmiðla hér á landi,er ljóst að málið er mjög heilagt ESB og sannar það eitt að við sem gegn þessum orkupakka tölum, erum á réttri leið.

Ekki ætla ég að ræða grein sendiherrans hér, að öðru leyti en því að þar sannar hann það sem haldið hefur verið fram, að áhrif neitunar tilskipunarinnar mun einungis heimila ESB að óvirkja þær tilskipanir er snúa að sama máli, þ.e. orkumálum.

Þetta er vissulega þarft í umræðuna, nú þegar einu rökin sem eftir eru hjá þeim sem tilskipunina vilja samþykkja, eru að sjálfur EES samningurinn gæti verið í húfi ef hún ekki verður samþykkt. Jafnvel stjórnmálaskýrendur fengnir til að tala því máli.

Svo rammt kveður reyndar að þeim málflutningi nú, að enginn þeirra sem tilskipunina vilja samþykkja kemur í fjölmiðla án þess að nefna einmitt þetta atriði. Þetta hengja þeir örfáu þingmenn Sjálfstæðisflokks, sem þora að tjá sig um málið, sig einmitt á þó þeir segist andvígur tilskipuninni. Vilja fá að vita hvað áhrif neitun tilskipunarinnar hefur á EES samninginn! Ættu þessir þingmenn ekki frekar að spyrja hvað gott samþykkt hennar hefur fyrir Ísland?!

Það er búið að afsanna hið keypta lögfræðiálit ráðherrans um málið, það liggur ljóst fyrir að strengur milli Íslands og Bretlands er á plönum ESB og nú hefur sendiherra ESB á Íslandi sannað að EES samningurinn er ekki að veði þó tilskipuninni verði hafnað, einungis kaflinn um orkumál.

Því er eina spurningin sem eftir er; hvað gott hefur þessi pakki fyrir okkur Íslendinga? Öðru þurfa þingmenn ekki að spyrja sig.

Hitt er ljóst, að þessi orkupakki mun hafa mikil áhrif fyrir ESB, það sanna afskipti sendiherra þeirra af pólitískum innanlandsmálum hér á landi. Þó snúa þau áhrif ekki að orkumálum innan ESB, enda orkuframleiðslugeta okkar einungis brotabrot af orkuþörf landa ESB, svo lítil að engu skiptir. Þarna eru einungis um völd ESB að ræða, völd til að ráða sem allra mestu.

Við sem tölum gegn orkupakka 3, frá ESB, erum greinilega á réttri leið!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Takk fyrir stórkostlega grein Gunnar, enda hef ég ekki séð neitt annað frá þér og alveg stórgóða greiningu á málum.  Svo er annað sem ég vildi nefna.  Nú eru menn farnir að tala um að ef orkupakki þrjú verði ekki samþykktur, setji það EES samningnum í uppnám.  VÆRI ÞAÐ EINHVER SKAÐI?  Þannig er að TILSKIPANIR ESB ERU ALLTAF AР TEYGJA SIG LENGRA OG LENGRA INN Í SJÁLFSTÆÐI LANDSINS OG HALDI SVONA ÁFRAM VERÐUM VIÐ KOMIN BAKDYRAMEGIN INN Í ESB, ÁÐUR EN VIÐ VITUM AF.  Svo er annað sem þarf að hafa í huga.  Þessi "stóri markaður" sem ESB er, er um 500 milljónir manna svo í mars á næsta ári, þegar Bretar ganga út, MINNKAR þessi markaður um 64 milljónir, verður um 436 milljónir.  Jörðin telur um 7 og hálfan milljarð.  ÞANNIG AÐ ESB ER EKKI NEMA TÆP 6% AF HEILDARMARKAÐNUM.  VÆRI EKKI NÆR FYRIR OKKUR AÐ EINBEITA OKKUR AÐ 94% MARKAÐNUM, SEM ÞAR AÐ AUKI KOSTAR OKKUR EKKI SJÁLFSTÆÐIÐ EINS OG 6% MARKAÐURINN..

Jóhann Elíasson, 15.11.2018 kl. 12:32

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki myndi ég sakna EES samningsins, Jóhann, enda hef ég verið í andstöðu við þann samning frá upphafi. Taldi Alþingi hafa gengið allt of langt er hann var samþykktur þar, með minnsta möguleika meirihluta og án aðkomu þjóðarinnar, enda nokkuð ljóst að hann hefði fallið ef hún hefði ráðið.

Hitt er annað, að þetta er nú eina haldreipi þeirra sem tilskipunina vilja samþykkja, að EES samningurinn gæti verið í húfi.

Sendiherrann hefur nú afsannað það, þó grein hans hafi verið einn allsherjar hræðsluáróður að öðru leiti. Þar með eru síðustu rök fyrir samþykkt orkupakkans fallin. Tel ekki rök sem fram kom í málflutningi Samfylkingarstelpunnar sem mætti í Kastljós, fyrr í vikunni. Þar talaði hún um að við ættum að samþykkja þennan pakka til að koma norsku ríkisstjórninni til hjálpar! Hvenær hafa Norðmenn komið okkur til hjálpar?!

Reyndar er sama hvort við samþykkjum eða ekki, við munum alltaf hjálpa Norðmönnum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Verði pakkinn samþykktur munum við hjálpa norsku ríkisstjórninni, verði hann felldur hjálpum við norskum almenning.

Gunnar Heiðarsson, 15.11.2018 kl. 13:17

3 identicon

Við erum á réttri leið.  Takk Gunnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2018 kl. 13:33

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Líklega hefur þú á réttu að standa Gunnar, í ljósi þess að einustu rök talsmanna orkupakkans eru þau að EES samningurinn gæti komist í uppnám og hvað með það?

Þeir þingmenn sem opinberlega samþykktu þann samning sem ógnar beinlínis hagsmunum og fullveldi Íslands á svo veikum rökum, væru í raun að gangast við stórfeldum óheilindum.

Jónatan Karlsson, 15.11.2018 kl. 13:44

5 identicon

Höfum í huga hver Michaeil Mann er, starfaði lengi sem talsmaður barónessunnar og þingmanns í bresku lávarðadeildinni, Catharine Ashton.

Næst hótar þessi tjallakútur hryðjuverkalögum á okkur, sanniði til.

Líkindinmeð Icesave eru tjallanum kunnug.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2018 kl. 13:49

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ef EES samningurinn er í húfi við að taka ekki upp þriðja orkupskka ESB, er EES ekki að fjalla um samning, heldur tilskipun.  

Þetta er bara enn ein birtingarmyndin í frekjustjórnun ESB.  Ef þú gerir ekki eins og ég segi skaltu hafa verra af.

Yfirgangurinn er takmarkalaus og full ástæða til að róa ESB-liðana aðeins niður og sýna þeim svart á hvítu að þeir ráði ekki öllu.

Benedikt V. Warén, 15.11.2018 kl. 14:52

7 identicon

Hlálegast af öllu er þó að fylgjast með ótta Björns Bjarnasonar við að Sjálfstæðisflokkurinn sé að missa fylgi.  Hans helsti andstæðingur virðist vera Miðflokkurinn,aumingja EES og laumu ESB sinninn Björn Bjarnason er kominn með Sigmund Davíð á heilann.  Fylgi Sjálfstæðisflokksins er í frjálsu falli.  Miðflokkurinn bætir hins vegar endalaust við sig.  Aumingja Björn Bjarnason.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2018 kl. 15:06

8 identicon

Eftir því sem Björn hamast meira og meira gegn Sigmundi Davíð

eykst fylgi Miðflokksins, á kostnað Sjálfstæðisflokksins, skiljanlega.

Sjálfstæðisflokkurinn er í frjálsu falli, skiljanlega:

Forystan yfirgaf flokkinn, eins og Halldór Jónsson orðar það vel.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2018 kl. 15:20

9 identicon

Og nú mun flokkurinn yfirgefa forystuna.

Forystan kallar sig Sjálfstæðisflokkinn,

en alvöru sjálfstæðismönnum finnst sem þeir eigi þar ekki lengur heima, skiljanlega.

Gamli 40% flokkurinn kominn niður í 19,7% fylgi, og enn fækkandi.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2018 kl. 15:56

10 identicon

Þakka þér Gunnar fyrir góða greiningu. Mér flaug í hug að þessi samningur við ESB minnir óhugnanlega mikið á vistarböndin forðum. Vistarböndin hindruðu alla framþróun á Íslandi um margar aldir. Samningar hljóta alltaf að vera tvíhliða. Allt sem kemur frá ESB er einhliða. Það er ekki samningur. Það er ofríki.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 16.11.2018 kl. 08:24

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Orkupakki eitt og tvö höfðu þau áhrif, að hægt er að selja hreinleika raforkunnar okkar úr landi og flytja inn í staðinn bókhaldslega mengun frá Evrópu vegna framleiðslu þeirra á kjarnorku, kolum, olíu og gasi.  Garðyrkjubændur gátu þar af leiðandi ekki auglýst afurð sína sem hreina, þó orkan til þeirra væri sú hreinasta í heimi. 

Hins vegar kom patent-lausn á því frá skrfiræðinu.  Ef garðyrkjubændur borguðu sérstaklega fyrir orkuna, gátu þeir fengið það vottað að þeir framleiddu sína afurð með vistvænni orku.  Tær snill það, eða hitt þó heldur.  Á hvaða vegferð erum við eiginlega? Hvar eru vistvænu Íslendingarnir núna?  Hvar er VG-grúppan?  Eru þeir komnir með hausinn á kaf í sandinn?

Sjá umfjöllun um þetta í Bændablaðinu. https://www.bbl.is/frettir/frettir/87-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-kolum-oliu-og-gasi/20353/

Auk þess var Íslendingum gert að skipta RARIK upp í tvö fyrirtæki.  RRARIK framleiddi rafmagn og Orkusalan dreifði.  Auðvita sjá allir að illmögulegt væri að koma orkunni til sín, nema eiga viðskipti við Orkusöluna, sem eitt ber ábyrgð á dreifikerfinu.  Tæknilega er hægt að kaupa raforkuna frá öðrum en RARIK, en fæstir taka þátt í slíkum skrípaleik vegna þess að einungis er um að ræða bitamun en ekki fjár, þega kemur að verði fyrir hverja kílóvattstund.

En auðvita verður að taka þátt í þessu, vegna þess að það sítur svo vel út á pappír.  Heilbrigð skynsemi víkur hér sem oftar, fyrir flottri uppsetningu í Excel.

Benedikt V. Warén, 16.11.2018 kl. 09:00

12 identicon

Það er góður pistill Palla Vill

þar sem hann líkir laumu-ESB sinnunum við þjófa

sem staðnir hafa verið að verki, 

Þeir standa nú berrassaðir

og benda á aðra en sjálfa sig.

Slíkur er háttur siðblindrs vesalinga,

laumu-ESB sinnanna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2018 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband