Færsluflokkur: Kjaramál
Allt á áætlun hjá stjórnvöldum ?
2.3.2011 | 07:36
Þetta er allt að hafast hjá ríksstjórninni! Ekki nema 58 sem fá uppsagnarbréf í tveim fyrirtækjum þessi mánaðarmótin.
Hvar endar þessi vitleysa? Hvenær ætla ráðamenn að vakna og fara að stjórna landinu af einhverju viti?
Er þetta kanski með ráðum gert? Er stjórnvöldum endanlega að takast að koma hér á sósílísku ríki, í anda hinna föllnu ráðstjórnarríkja í Sovét?
Og félagarnir Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson eru duglegir við að aðstoða stjórnvöld á þessari vegleið, með því að hald launum fólks niðri og sjá til þess að öll fyrirtæki í útfluttningi græði á tá og fingri, á kostnað allra annar í landinu!!
58 missa vinnuna hjá Heilsustofnun NLFÍ og Heklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gylfi Arnbjörnson bullar enn
28.2.2011 | 17:08
Það væri gaman að fá nánari skýringar frá Gylfa um hvað hann á við! Er staða krónunar eitthvað veikari núna en þegar hann samþykkti að hjálpa vini sínum, Vilhjámi Egilssyni?
Þegar þessir menn ákváðu að launafólk skyldi skammtað lús úr hnefa, var nákvæmlega sama staða krónunnar og nú, gjaldeyrishöft og óvissa!
Gylfi gefur í skyn að óvissa hafi skapast af ákvörðun forseta að vísa lögum um ríkisábyrgð icesave eigi einhverja sök, það er eins fjarri sanni og hugsast getur! Óvissan hefst eftir að kosið hefur verið!
Einhver óvissa mun koma fram til skamms tíma, ef lögin verða felld. Ef þau verðasamþykkt er fyrst hægt að tala um raunverulega óvissu og það til næstu 35 ára!!
Það fyrsta sem skeður við samþykkt laganna er að gengið mun eithhvað falla og gjaldeyrishöftin munu festast í sessi þar til samningurinn hefur verið upp fylltur.
Gylfi leggur ríkisstjórninn það verk að gjaldeyrishöft eigi að afnema og gengi krónunnar skuli hækkað um a.m.k. 15%. Hvernig þetta tvennt á að fara saman væri gott að fá skýringu á? Það vita allir að gengið mun lækka við afnám gjaldeyrishaftana, hversu langt niður eða til hvað langs tíma veit hinsvegar enginn. Með samþykkt icesave er ógerlegt að afnema gjaldeyrishöftin, af þeirri einföldu ástæðu að þá munu forsendur samningsins bresta, vegna lækkunar krónunnar. Þær fjárhæðir sem menn vilja nota, 60 - 233 miljarðar eru þá ekki lengur til staðar! Frekar nær að tala um 300 - 700 miljarða!!
Gylfi Arnbjörnsson ætti að lesa vel icesave samningan og einnig úttekt Gamma á þeim, áður en hann fer með svona bull í fjölmiðla! Þá kæmist hann að þeirri staðreynd að við 4% breytingu á gengi og 10% lakari innheimtu eigna, hækkar samningurinn um heil 800%!!
Best væri þó ef Gylfi Arnbjörnsson leggði af afskipti af stjórnmálum og sneri sér að því sem honum ber, að standa vörð um kjör launafólks í landinu!!
Nú þarf að spá í hvert orð sem maður ritar um þennan mann, þar sem hann hyggst nú fara í mál vegna skrifa um sig. Með þessu hefur Gylfi tekið sér til fyrirmyndar störf og gerðir útrásarguttana sem rændu landið, en allir vita að ekki má anda á þá án þess að málaferlum sé hótað.
Þó er ágreiningsefnið kannski það sem lýsir manninum best, en hann ætlar í mál vegna þess að röng bíltegund var nefnd í skrifunum. Þetta minnir á fimm ára krakka í sandkassa sem eru að rífast um hvort eigi ríkara pabba!!
Það er verulegt umhugsunarefni fyrir launafólkið í landinu, hvernig á því standi að maður sem virðist ekki hafa meiri þroska, skuli vera efstur þeirra sem eiga að gæta hagsmuna þeirra!!
Veik staða krónu setur kjaramál í óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Icesave og óvissan
27.2.2011 | 20:01
Menn tala mikið um að ef lögin um ríkisábyrgð á icesave samningana verði felld af þjóðinni, muni það leiða til meiri óvissu.
Skoðum málið aðeins.
Verði lögin felld má búast við að málið fari fyrir dómstóla, þar sem það átti þó heima frá fyrsta degi. Þó er alls ekki víst að svo verði. En gefum okkur það að dómstólaleið verði valin, þá mun fyrst verða skorið úr um málið hjá ESA og þaðan komi leiðbeinandi dómur. Að því loknu er það ákvörðun ríkisstjórna Breta og Hollendinga hvort þær fari með málið fyrir Íslenskan dóm. Vissulega er þetta óvissa og ekki ljóst hvernig fer.
Verði lögin samþykkt tekur samningurinn gildi. Þá fyrst erum við komin í óvissu. Samkvæmt úttekt Gamma á samningnum getur kostnaðurinn við hann verið á bilinu 26 - 233 miljarðar. Nokkuð stórt bil og nægt til að óvissan er alger. En skoðum aðeins úttekt Gamma, sem ég þó treysti nokkuð, enda hef ég ekki forsendur til annars.
Fyrir það fyrsta eru þær forsendur sem Gamma gefur fyrir sínum útreikningum frekar þröngar, þó niðurstaðan sé vægast sagt víð.
Þessi mynd segir meira en mörg orð. Þarna eru settar upp þær fjórar sviðsmyndir sem Gamma leggur til grundvallar sínu áliti.
Sviðsmynd 1, 26 miljarðar, gerir ráð fyrir auknum forgangi á útgreiðslum auk 2% styrkingu krónunnar á ársfjórðungi. Hvoru tveggja nánast óraunhæfar forsendur.
Sviðsmynd 2, 44 miljarðar, gerir ráð fyrir endurgreiðslum samkvæmt samningi, auk 2% styrkingu krónunnar á ársfjórðungi.
Sviðsmynd 3, 67 miljarðar, gerir ráð fyrir endurgreiðslum samkvæmt samningi og óbreyttu gengi krónunnar.
Sviðsmynd 4, 233 miljarðar, gerir ráð fyrir 2% lækkun gengis krónunnar á ársfjórðungi, fyrsta greiðsla úr þrotabúinu dragist til 1. jan. 2012 og endurheimtur úr þrotabúinu rýrni um 10%. Þarna erum við farin að nálgast raunveruleikann.
Varðandi gengið er útilokað að gera ráð fyrir öðru en að gengi krónunnar muni lækka við afnám gengishaftana. Hvort það rétti sig af aftur mun tíminn leiða í ljós, en að gera ráð fyrir 2% hækkun á ársfjórðungi frá deginum í dag og svo langt sem menn kjósa, er fjarstæða. Það eitt að ætla að reyna að spá en gengi gjaldmiðla langt fram í tímann er útilokað, þó sérfræðingar Gamma eyði mörgum blaðsíðum í skýrslunni við það. Áreiðanleikinn mælist ekki fjölda blaðsíðna!
Að hægt verði að greiða fyrstu greiðslu úr þrotabúinu á réttum tíma er nánast útilokað, jafnvel vart hægt að reikna með að hægt verði að greiða þá greiðslu 1. jan. 2012. Ástæðan er sá fjöldi dómsmála sem eru í gangi, en þeim verður öllum að ljúka áður en til greiðslu getur komið.
Um verðmæti þrotabúsins er hins vegar mesta óvissan. Ekki hefur verið gerð óhlutdræg könnun á verðmæti þess, einungis notast við þær tölur sem þrotabúið gefur sjálft upp. Inn í þetta spila fjölmargir þættir, sem flestir eru utan okkar Íslendinga að hafa áhrif á. Stæðsta óvissan er um framtíð og örlög evrunnar, ef hún fellur verulega er hætt við að verðmæti eignanna lækki verulega. Fall evru eða einhverjir aðrir erfiðleikar á erlendum mörkuðum munu þar að auki líklega leiða til enn meiri vandræða hér á landi og munu þá tveir óhagstæðir kraftar koma saman hjá okkur!
Gamma hefði auðveldlega getað bætt við fleiri sviðsmyndum þar sem upphæðir væru mun hærri, en það er enginn tilgangur með því þar sem sviðsmynd fjögur er komin langt umfram greiðslugetu okkar. Því engin ástæða til að vera að bæta þeim við. Þó skal hafa í huga að samkvæmt samningnum getur lokaupphæð tæknilega orðið yfir 700 miljarðar!!
Það sem þó sker þó augu er að við breytingu gengis um 4%, frestun á fyrstu greiðslu um nokkrar vikur og skerðingu á eignarsafni um 10%, hækkar "skuldin" úr 26 miljörðum í 233 miljarða, eða um tæp 800%!! Þar vega mest endurheimturnar og gengisþróun!!
Því verður ekki annað sagt en að með samþykkt þessara laga er óvissan mun meiri en með fellingu þeirra!!
Við skulum heldur ekki gleima þeirri staðreynd að nú leggja færir erlendir lögfræðingar nótt við dag til að reyna að fá neyðarlögunum hnekkt. Þessi vinna er algerlega óháð samþykkt eða fellingu samningsins við Breta og Hollendinga.
Ef þessum lögum verður hnekkt má búast við að lokatala samningsins verði nokkuð mikið fyrir ofan 233 miljarða og mun þá væntanlega taka við það ákvæði samningsins er fjallar um hámarksgreiðslu, en það kveður á um 20 - 30 miljarð á ári í allt að 30 ár!! Þó ekki meira en sem nemur 5% af tekjum ríkissjóðs eða 1,3% af vergri þjóðarframleiðslu, ef hún er hærri.
Því verður ekki séð annað en að óvissan við að samþykkja lögin sé mun meiri en að fella þau!!
Lánshæfismatið versnaði ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búnir að semja en vita bara ekki um hvað !!
25.2.2011 | 20:35
Þetta lýsir vel þeirri vitfyrringu sem ríkir í herbúðum ASÍ, undir forustu Gylfa Arnbjörnssonar, vinar og hellsta bandamanns Vilhjálms Egilssonar.
Það er búið að semja um eingreiðslu þann 1. mars, en þeir vita þó ekki hversu háa né hvort um prósentu eða krónutöluhækkun er að ræða! Vilhjálmur á eftir að tilkynna þeim það!
Það er búið að semja til þriggja ára, en þó er ekki vitað um hvað! Vilhjálmur hefur ekki enn sagt þeim það!
Þá segir Finnbjörn að vinnan gangi vel, en hann virðist þó ekki vita hvaða vinna!! Enda ekki von, þar sem þeir félagar Gylfi og Vilhjálmur halda þeirri vinnu fyrir sig, aðrir fá bara að vita niðurstöðuna sem Vilhjálmur lætur Gylfa samþykkja!!
Það er magnað að verða vitni að því rugli sem í gangi er, ekki aðeins hafa þeir sem telja sig öðrum hæfari til að ákveða kjör launafólks, bannað því að semja á frjálsum og eðlilegum grundvelli, heldur hafa þeir skaðað samtök launafólks og fært gagnaðilanum öll vopn sem launafólkið hafði.
Þessir menn hafa unnið verkalýðshreyfingunni meira tjón en orðum verði lýst og fært hana aftur fyrir miðja síðustu öld!! Aumingjaskapur og gunguskapur þessara manna er algjör og þeim til háborinnar skammar!!
Sögubækur framtíðar munu nota aðferðir þessara manna sem eitt besta dæmið um hvernig á að sundra og eyðileggja samtök sem byggð eru til að standa vörð sinna félagsmanna, sem dæmi um hvernig best er að rífa slíkan félagsskap niður innanfrá!!
Launahækkun gildi frá 1. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ASÍ er EKKI stjórnmálasamtök
23.2.2011 | 19:44
Gylfi Arnbjörnsson er löngu búinn að missa sjónar á sínu verkefni! Hann notar nú ASÍ sem sinn vettvang til að koma fram sínum stjórnmálaskoðunum!!
Alþýðusamband Íslands eru samtök stéttarfélaga og sem slík eiga þau að standa vörð félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem að ASÍ standa. Núverandi forseti ASÍ hefur þó algjörlega hundsað þetta verk sitt. Hann stendur vörð fjármagnseigenda, sest við hlið atvinnurekenda og flytur þeirra mál í kjarabaráttu og stundar pólitískan slag undir merkjum sambandsins!! Við þessi hugðarefni sín beitir hann hirð sinni, miðstjórninni!
Jafnframt telur miðstjórn ASÍ það vera hlutverk Alþýðusambandsins að leitast við að upplýsa félagsmenn sína sem allra best í aðdraganda hennar um kosti og galla þeirra valkosta sem eru í boði.
Þessi setning sýnir svo ekki verður um villst á hvaða villigötu miðstjórn ASÍ er, undir stjórn Gylfa Arnbjörnssonar.
Þegar Gylfi á að vera að vinna að því að endurheimta þá kjaraskerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir, telur hann meira um vert að leggja krafta sína og ASÍ í pólitískan slag til að fá samþykktan icesave samninginn! Samning sem mun í besta falli leggja á hvern Íslending 12.000 evra klafa til að tryggja tiltölulega fáum erlendum fjármagnseigendum 20.000 evra innistæðu. Reyndar hafa þessir fjármagnseigendur fengið þessa upphæð greidda, vegna ákvörðunar ríkisstjórna Breta og Hollendinga. Sú ákvörðun var þó ekki tekin vegna góðmennsku í garð innustæðueigendanna og því síður vegna vinskapar við okkur Íslendinga. Sú ákvörðun var tekin til þess eins að reyna að komast hjá bankahruni í eigin löndum! Því miður dugði þetta þeim þó ekki, enda icesave lítið á mælikvarða fjármálakerfis þessara landa, þó það sé stórt fyrir okkur!
Gylfi Arnbjörnsson ætlar þó að vinna áfram að því að hjálpa vini sínum Vilhjálmi Egilssyni, við að koma á samning sem leggur enn meiri hörmungar á launafólkið í landinu. Við það hefur hann hirð sína, miðstjórnina, sér til aðstoðar.
Þeir félagar verða þó að muna þá staðreynd að þeir þurfa að fá slíkann samning samþykktan af launafólkinu sjálfu!!
Póltísk sýn Gylfa Arnbjörnssonar á ekki heima innan verkalýðshreyfingarinnar. Því síður samræmist vinskapur hans við fjármagnseigendur, sjónarmiðum verkalýðshreifingarinnar. Vinskapur Gyfla við Samtök atvinnulífsins eru vægast sagt óviðeigandi og honum til skammar!
Úr því Gylfi Arnbjörnsson virðist eiga svo erfitt með að standa að baki sínum skjólstæðingum, ætti hann að yfirgefa þann vettvang sem hann er nú á og stefna á það sem honum virðist hjartfólgnara, Samfylkingunni!! Ef hann fær ekki inni hjá þeim, gæti hann alltaf fengið vinnu hjá vini sínum Vilhjálmi Egilsyni, sem bílstjóri ef ekkert annað er í boði!!
ASÍ hvetur alla til að greiða atkvæði um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hæfir skel kjafti
23.2.2011 | 16:58
Sverrir Mar Albertson tók sæti Kristjáns Gunnarssonar í miðstjórn ASÍ. Þetta atvik átti sér stað að morgni þess dags er verkfall bræðslumanna átti að hefjast. Seinnipart þess sama dag dró Sverrir verkfallsboðunina til baka, hálftíma fyrir verkfall! Menn geta svo velt því fyrir sér hvaða ástæður Sverrir Mar hafði til þessa.
Sjálfur bar hann því við að ekki væri grundvöllur fyrir verkfallinu, þar sem tvær bræðslur ætluðu ekki í verkfall. Starfsmen annarar þeirra höfðu þó gefið út að þeir tækju eingöngu við þeim skipum sem þar landa að staðaldri. Varðandi hina, Helguvík, er það að segja að afköst hennar er mjög lítil, eða nálægt einn og hálfur sólahringur með meðalstórt skip. Þessar tvær bræðslur höfðu því lítil áhrif á verkfallið, auk þess sem Færeyingar, Norðmenn og Danir öfðu allir sett á löndunarbann vegna verkfallsins.
Með því að draga verkfallið til baka til að þóknast félögum sínum innan ASÍ og SA, vann Sverrir skemdarverk á verkalýðshreyfingunni. Hann tók vopnin af sínum umbjóðendum og færði SA á silfurfati. Hann gerði út um að starfsmenn bræðslanna gætu fengið nokkra umbun þess að þær eru að raka inn peningum!!
Þá má ekki gleyma þætti Kristjáns Gunnarssonar, formanns verkalýðs og sjómanafélags Keflavíkur, sem opinberaði á eftirminnanlegan hátt vangetu sína í Kastljósinu. Í kjölfarið varð hann að segja sig úr stjórn Sparisjóðs Keflavíkur, honum var vikið sem formanni SGS og settur úr miðstjórn ASÍ. Hann telur sig þó vera hæfann til að stjórna stéttarfélagi. Hanns fyrsta og eina verk eftir þessar hremmingar, sem að öllu jöfnu hefðu einnig kostað stól formanns í stéttarfélagi, var að sjá til þess að loðnubræðsla sem ekki hefur verið í notkun um nokkurt skeið, yrði startað aftur. Og dagsetningin? Að morgni þess dags er verkfall átti að hefjast í öllum bræðslum landsins, utan einni! Menn geta spurt sig hvort um tilviljun er að ræða!!
Aftur að Sverri Mar. Hann hefur verið talsmaður "samræmdrar launastefnu", þeirri er Vilhjálmur Egilsson hannaði. Svo sterkur er vilji hans fyrir þessari stefnu að í fréttum fyrir nokkrum dögum sagði hann að félagar í Afli stæðu allir að baki þessarar stefnu, að enginn andstaða væri fyrir henni innan Afls. Samt hafði stór hópur félagsmanna Afls boðað verkfall í bræðslum, tveim dögum áður! Þá hafa starfsmenn Fjarðaráls fengið aukna þóknun fyrir sín störf, enda það fyrirtæki í útfluttningi og stendur vel!! Svo sterkur er vilji hanns til að hjálpa SA, að hann rænir sína umbjóðendur vopnum sínum og færir SA!!
Gylfi Arnbjörnsson hefur fengið góðann bandamann til að halda uppi stefnu vina sinna í SA!!
Sverrir í miðstjórn ASÍ í stað Kristjáns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sögufölsun !!
22.2.2011 | 22:38
Starfsgreinasambandið segir að þegar icesave II var felldur hafi skuldatryggingarálagið hækkað og aftur nú þegar forsetinn vísaði lögum um icesave III til þjóðarinnar. Þetta er ekki rétt hjá SGS og undarlegt að samtök sem vilja láta taka sig alvarlega skuli láta svona frá sér.
Staðreyndin er að skuldatryggingarálagið hefur farið lækkandi allt síðasta ár, hvort sem það er frávísun icesave II að þakka eða ekki. Nú varð hins vegar hækkun á skuldatryggingarálaginu, en það kemur icesave ekkert við, heldur er það vegna ástandsins í norður Afríkuríkjunum og þeirri óvissu sem það veitir. Skuldatryggingaálag flestra ríkja hækkaði, ekki bara hér á landi. Olíuverð hefur einnig hækkað af sömu sökum. SGS heldur kannski að áhrif forseta Íslands séu svona mikil að öll heimsbyggðin fari á taugum þegar hann hreyfir sig!
Þá heldur SGS því fram að ekki sé gjá milli þings og þjóðar og rökstyður það með því að þingmenn úr þrem flokkum samþykkti frumvarpið. Þessi rök segja það eitt að ekki er eins mikil ósamstaða innan þingsins um þetta mál og áður, ekkert um hvort gjá sé milli þings og þjóðar. Það kemur í ljós að loknum kosningum.
Þá segir SGS að gjaleyrishöft séu óviðunnandi, mikið rétt, en vart verður séð að hægt verði að aflétta þeim eftir að icesave samningurinn hefur verið samþykktur. Óhjákvæmileg lækkun gengis við afnám gjaldeyrishaftana mun fell forsendur icesave samningsins og hann rjúka upp úr öllu valdi!
Þá telur SGS að lausn icesave sé forsenda fyrir auknu lánsfé inn í landið. Þetta hefur marg oft verið afsannað, reyndar vart hægt að sjá að nokkur hafi áhuga á að lána þjóð sem þegar er skuldsett upp í rjáfur og bætir ofaná það enn einu láninu, sem þar að auki hefur óútfylltan reitinn fyrir lánsupphæðina!
Annað hvort er höfundur þessarar fréttatilkynningar SGS að reyna að falsa söguna, eða hann hefur einfaldlega ekki meira vit milli eyrnanna! Í öllu falli er þessi fréttatikynning SGS til skammar.
Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
96% þjóðarinnar vill einungis fá 2,5% launahækkun !!
21.2.2011 | 20:42
Gylfi Arnbjörnsson er duglegur að flytja mál vinar síns, Vilhjálms Egilssonar.
Þessir menn komu sér saman um þá hugmynd Vilhjálms að hér skuli ráða sameiginleg launastefna og að hækkun launa skuli miða við getu þeirra fyrirtækja sem verst standa í dag. Vissulega góð hugmynd, en eingöngu fyrir eigendur fyrirtækjanna. Fyrir launafólk er þetta skelfing!!
Það eru þó ekki allir formenn stéttarfélaga sammála þessu rugli og vilja meina að að þau fyrirtæki sem geta borgað hærri laun, fái að gera það. Það eru einkum þau fyrirtæki sem eru í útflutningsgeiranum sem hafa burði tl að borga betur í dag, vegna gengis krónunnar og hækkana á erlendum mörkuðum. Innan þessa fyrirtækja er öll stóriðjan og öll fiskvinnslan, auk þeirra fyrirtækja sem þau þjóna.
Í umræðunni hafa þeir félagar Gylfi A og Vilhjálmur E spurt þeirrar undarlegu spurningar hvort laun þessa fólks ætti þá að lækka ef gengi krónunnar hækkar! Vægast sagt undarleg spurning, sérstaklega af hálfu Gylfa!
Skoðum aðeins söguna. Hvað skeði við hrun bankanna? Fyrir hrun voru launþegar á hinum almenna vinnumarkaði á launum sem var ekki í neinum tengslum við kjarasamninga, allir voru yfirborgaðir á einn eða annan hátt, miðað við þá. Þegar hrunið reið yfir var fyrsta verk atvinnurekenda að lækka laun þessa fólks niður á taxta, að auki voru starfshlutföll í mörgum tilfellum lækkað og stór hluti fólks missti vinnuna. Því er spurning Vilhjálms E svolítið undarleg, þegar hans umbjóðendur hafa einmitt verð að fara þá leið sem hann spyr um!!
Verktakabransinn hrundi fyrst. Hvaða vinnuvélastjórnandi var á launum upp á 172,000 á mánuðu fyrir hrun? Enginn, nema kannski nokkrir réttindalausir útlendingar, enginn Íslendingur lét bjóða sér slík laun! Þessi upphæð er þó nálægt þeim taxta sem þessir menn áttu að vera á, á þessum tíma. Við hrunið þurftu menn samt að sætta sig við þessi laun, þeir sem á annað borð héldu vinnu!
Varðandi útflutningsiðnaðinn, sem stóð frekar illa á þessum tíma vegna stöðu krónunnar, var einungis um að ræða taxtalaun, engar yfirborganir á neinn hátt. Eftir hrun varð starfsumhverfi þessara fyrirtækja mun skárra og raka þau flest inn gróða núna. Enn eru þó launþegar þeirra á strípuðum taxtalaunum.
Því má segja að þeim félögum Gylfa A og Vilhjálmi E þyki allt í lagi að fyrirtæki geri vel við sína starfsmenn þegar vel gengur hjá þeim, en að ekki megi festa slíkt á blað. Útflutningsgeirinn er þó undarþeginn þessu leyfi þeirra!!
En hvaða fyrirtæki eru það sem illa standa hér á landi? Ég nefndi verktakageirann, hann hefur einfaldlega verið þurkaður út og sú litla starfsemi sem enn er þar í gangi, er rekin með bullandi tapi. Þökk sé stjórnvöldum! Byggingariðnaður er einnig nánast útþurkaður. Þau fyrirtæki sem þessum geirum þjóna eru einnig illa sett.
Varðandi verslun og þjónustu eru fyrirtæki mjög misjafnlega sett. Sum standa illa en önnur betur, flest hafa þó hækkað sínar gjaldskrár til móts við það tap sem þau hafa orðið fyrir. Öll fyrirtæki sem þjóna útflutningsgeiranum ættu að vera í nokkuð góðum málum. Þar má til dæmis telja járniðnaðinn, þó að vísu slippstöðvar séu sumar illa settar. Það er þó ekki hruninu að kenna heldur því að útgerðamenn hafa tekið þá stefnu að halda ekki við flotanum, heldur keyra hann áfram án viðhalds. Þetta er tímabundinn vandi sem af augljósum ástæðum mun leysast. Það er takmarkaður tími sem þessi stefna útgerðarfyrirtækjanna getur gengur upp!
Að öðru leyti er vandi verslunar og þjónustu einkum þeim félögum Gylfa A og Vilhjálmi E að kenna, vegna þeirra stefnu undanfarin ár að launataxtar skuli vera lágir. Ekki var vilji til að hækka þá til samræmis við raunveruleg laun þegar vel gekk. Vandi verslunar og þjónustu væri minni í dag ef það hefði verið gert, þá gæti launafólk í dag nýtt sér þessa þjónustu, þrátt fyrir allar þær hækkanir sem þessi geiri hefur óhikað lagt á sína verðskrá! Og enn ætla þessir menn að auka vanda þessa geira!!
Rikið er vissulega illa sett. Þó mætti áætla að það hefði borð fyrir báru í launahækkunum. Þegar það hefur getu til að leggja 18 miljarða í einn sparisjóð, til að tryggja innistæður tiltölulega fárra einstaklinga, þegar það hefur getu til að greiða 26 miljarða til ólögvarðrar fjárkröfu erlendra stórþjóða, þegar það hefur getu til að henda ótilteknum miljörðum í ESB viðræður og þegar það hefur getu til að kasta miljörðum í gæluverkefni ráðherra, ætti það að hafa getu til að hækka laun starfsmanna sinna!! Enda hefur verið sleginn tónninn hjá ríkinu með hækkun laun dómara!! Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að ríkið græðir mest á almennum launahækkunum!! Það er varlegt að áætla að af hverri krónu sem ríkið greiðir sínu fólki í laun, skili 50 aurar sér strax til baka og síðan aðrir 25 aurar eftir ýmsum krókaleiðum!
Verslun og þjónusta hefur markvisst hækkað sínar gjaldskrár, ríki hækkar skatta sem aldrei fyrr og leggur að auki nýja skatta á launafólkið, skatta sem bitna beint á pyngju þeirra. Það er erfitt að reikna út hverjar skerðingar launafólkið hefur orðið fyrir eftir hrun, þar sem nánast daglega eru fréttir af hækkunum og skattaálögum. Því er útreiknað tap í dag orðið úrelt á morgun! Þó má áætla að tapið standi nálægt 12 - 15% í dag. Þetta er sú hækkun sem þarf til þess eins að leiðrétta tap launafólks.
Ef menn vilja vera réttsýnir og taka vel á þeim fyrirtækjum sem illa standa væri ekki óraunhæft að fara fram á hækkun launa um helming þessa, eða 6 - 7%. Að þetta yrði notað sem grunnur fyrir þau fyrirtæki sem verst standa. Önnur fyrirtæki ættu að hækka laun sinna launþega um það tap sem þeir hafa orðið fyrir, það ættu lang flest fyrirtæki að geta. Síðan á að leyfa þeim fyrirtækjum sem eru í útflutningi að verðlauna sína starfsmenn eitthvað umfram það, að verðlauna því fólki sem sætti sig við strípaða launataxta þegar annað fólk í landinu naut góðs af "góðærinu".
Tillögur félaganna Gylfa og Vilhjálms eru þó upp á 2,5% launahækkun!! 96% þjóðarinnar segist vera sammála samræmdri launastefnu, en hversu margir þeirra vita í raun að sú stefna mun gefa þeim 2,5% launahækkun, þegar þeir hafa þurft að taka á sig skerðingar upp á allt að 15%!! Það kom alla vega ekki fram í könnuninni að fólk væri að kjósa um 2,5% launahækkun!!
Tökum eitt dæmi, fyrirtæki A og fyrirtæki B. Fyrirtæki A er vel rekið og sýnir gróða en fyrirtæki B stendur illa, hugsanlega vegna offjárfestingar eða lélegrar stjórnunar. Geta B til hækkunar launa er einungis 2,5%, annars er orðið tvísýnt um rekstur þess. Því er samið upp á 2,5% launahækkun fyrir bæði fyrirtækin, jafnvel þó A hafi hæglega getað hækkað laun sinna starfsmanna um 12 - 15%, og jafnvel átt eftir gróða. Hvað réttlæti er í slíkri stefnu? Hvers vegna eiga starfsmenn A að líða fyrir rekstur B? Hvers vegna má A ekki veita sínum starfsmönnum hlut í sínum gróða? Hvers vegna má A ekki gera sitt fyrirtæki eftirsóttara sem vinnustað og fá þá hugsanlega hæfara fólk til vinnu? Hvers vegna má fyrirtækið A ekki stuðla að aukinni framleiðni hjá sér?
Það sér hver hugsandi maður hvert "samræmd launastefna" mun leiða okkur. Hún er vissulega til hagsbóta fyrir fyrirtæki landsins, en einungis til mjög skamms tíma. Þetta er eins og að pissa í skó sinn, ylurinn er ágætur fyrst en síðan er kuldinn enn meiri en áður! Fyrir launafólk er þetta hins vegar einungis til hins verra, allt frá upphafi!!
Þeir félagar hafa sagt að hærri laun leiði til aukinnar verðbólgu. Sami gamli frasinn sem dreginn er upp við hverja einustu samninga! Það eru ekki launahækkanir sem skapa verðbólgu, það eru hækkanir á vörum og þjónustu sem það gera, ásamt geigvænlegri skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Við lifum þegar við bullandi verðbólgu, hún er aðeins falin!! Hækkanir launa leiða til þess eins að fólk getur þá hugsanlega staðið við sínar skuldbindingar og á fyrir mat og nauðsynjum! Aðrar eru afleiðingar launahækkana ekki.
Ég hef ekkert minnst á bankana í þessu bloggi og ætla ekki að gera. Þó vil ég benda á þá staðreynd að þeir hafa fengið fært á silfurfati allar eigur landsmanna. Þetta hafa þeir fengið í boði stjórnvalda og á Gylfi Arnbjörnson einnig stóran þátt í þeim gjörningi!!
Þá hef ég ekki talað um áreiðanleika þessarar könnunar, ég vil trúa því að þeir sem framkvæma slíkar kannanir láti ekki kaupa sig. Þó hlýtur maður að vera svolítið efins þegar 96% landsmanna segist vilja fá aðeins 2,5% launahækkun. Þetta minnir óneitanlega á það sem í gangi var í ráðstjórnarríkjunum, meðan þau voru til. Einnig fer nokkur hrollur um mann þegar skoðað hver það er sem að þessari skoðanakönnu stendur. Ég endurtek þó að ég vil ekki trúa því að þeir sem slíkar kannanir gera séu falir.
ASÍ: Nær allir vilja sameiginlega launastefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gylfi enn í pólitík
21.2.2011 | 09:50
Gylfi Arnbjörnson á að snúa sér að því sem honum ber, að stand vörð um kjör launafólks. Hann á ekki að skipta sér að pólitík og ALLS EKKI að taka þátt í hræðsluáróðri ríkisstjórnarinnar!
Ef Gylfi hefur einhver rök fram að færa er honum frjálst að gera það, sem persónan eða Samfylkingarmaðurinn Gylfi Arnbjörnsson, ekki sem forseti ASÍ.
Svona hræðsluáróðri á hann þó algerlega að halda fyrir sig. Ef hann ekki getur það á hann að yfirgefa stól forseta ASÍ og leggja sína litlu krafta í Samfylkinguna. Það er ljóst að launafólk mun ekki syrgja hann!!
Ábyrgðin liggur nú hjá þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gylfi er gjörsamlega búinn að missa sig !!
18.2.2011 | 14:11
Það er stór merkilegt þegar sá maður sem telur sig vera fulltrúa launafólks í landinu skuli gagnrýna hækkanir launa. Gylfi ætti að líta á þetta sem vopn í þeirri baráttu sem hann á að vera í! Þess í stað fer þessi maður með látum og gagnrýnir þessar hækkanir!
Hvern telur Gylfi tilgang ASÍ vera? Að agnúast út í það að einhver fái launahækkun?
Nei, tilgangur ASÍ er að sanda vörð um félagsmenn stéttarfélaganna, tilgangur ASÍ er að gagnrýna þær álögur sem á launafólk er sett, tilgangur ASÍ er að standa vörð um kjör launafólks og síðast en ekki síst á ASÍ að vinna að auknum kjarabótum fyrir launafólk. Ekkert af þessu hefur Gylfi Arnbjörnsson sýnt hin minnsta vilja til að vinna að!!
Hann hefur hins vegar verið duglegur að styðja stjórnvöld í því skattabrjálæði sem hún nú stundar, hann hefur verið duglegur að hjálpa vini sínum Vilhjálmi Egilssyni við að mergsjúga launafólkið og nú þegar hann fær í hendur vopn til að vinna að því sem honum er ætlað, kastar hann því á glæ með yfirlýsingum um að þetta komi á "óheppilegum tíma".
Fyrir launafólk gat tímasetningin ekki verið betri!! Á Gylfi við að betra hefði verið að þessi hækkun til dómara upp á rúm 12,5% hefði komið eftir að hann sjálfur var búinn að ganga frá samningi fyrir launafólkið í landinu upp á 2,5%?!
Maðurinn er gjörsamlega búinn að tapa sér. Það er spurning hvað launafólkið í landinu ætlar að láta þennann svikara komast langt, áður en það rís upp á afturlappirnar og hendir honum frá borði.
Forseti ASÍ gagnrýnir kjararáð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)