Eru vinir Guðmundar að að svíkja hann ?

Er Guðmundur nú loks að átta sig á að félagar hans í Samfylkingunni ætla ekki að koma til aðstoðar.

Guðmundur hefur verið duglegur talsmaður stjórnarinnar og nú loks er hann að átta sig á því að þau ætla ekki að koma með neinar raunhæfar eða haldbærar lausnir. Enda er það ekki í verkahring stjórnvalda að semja fyrir launafólkið, heldur er það verk í höndum stjórna stéttarfélaganna. Stjórnvöld eiga ekki að koma að málinu fyrr en allt annað hefur verið reynt.

Það sem stjórnvöld koma með í samningsgerðina er ekkert nema froða, eitthvað sem ekkert er fast í hendi. Þetta hefur marg sannast, ekki sýst nú upp á síðkastið þegar núverandi stjórn hefur verið dugleg að taka til baka eða draga úr ýmsum skattafsláttum og eftirgjöfum. Flest af þessu sem stjórnvöld hafa verið að taka til baka hefur komið inn í gegnum kjarasamninga!!

Þá hefur Guðmundur verið ötull stuðningsmaður Gylfa Arnbjörnssonar og Vihjálms Egilssonar um að sjá til þess að launafólk fái ekki leiðrétta þá skerðingu á kjörum sem orðið hefur frá hruni.

Það er aumingjaskapur manna eins og Guðmundar og Gylfa að geta ekki samið fyrir sitt fólk, heldur ætla þeir að láta stjórnvöld um að skammta því! Þessi aðferð er þekkt frá tímum ráðstjórnarríkjanna í Sovét, þar sem stjórnvöld ákváðu hvers lág laun fólk hefði. Þeir sem hafa örlítið meira en gullfiskaminni, muna hvernig kjör fólk bjó við þar!!

Forusta launafólks verður að átta sig á því að þeir kjarasamningar sem um verður samið þurfa að fá samþykki launafólksins. Ef sá samningur verður að stæðstum hluta byggður á "lausnum" stjórnvalda er hætt við að erfiðlega gangi að fá fólk til að trúa!! Það er ekki nóg með að fólk treysti ekki núverandi stjórnvöldum, sem bæði hafa sýnt að þau telji sig ekki bundin slíku samkomulagi nema rétt á meðan verið er að skrifa undir og einnig virðast lítinn áhuga á að koma með "lausnir". Þá er einnig ljóst að ný stjórn tekur við af þessari og engin trygging fyrir því að sú stjórn standi við loforð þessarar stjórnar!!

Það sem fæst inn í kjarasamning er fast í hendi!! Það sem samið er um sem grunnlaun getur fólk treyst á!! Það sem frá stjórnvöldum kemur er froða sem enginn veit hvort heldur eða ekki!!

Því á forusta launafólks að hætta þessum aumingjaskap og snúa sér að því sem henni er ætlað; að standa vörð um kaup þess og kjör!!

 


mbl.is Svekktir yfir ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Málið er að skipta verður um forystuna sjálfa í félögunum, losna fyrir fullt og allt við Guðmund og Gylfa sem vinna af öllu afli gegn alþýðu og verkamönnum og vinna fyrir peningaöfl og Vilhjálm í SA og ríkisstjórn peningaafla.  Nægir að segja að þeir vilja ICESAVE og aftur ICESAVE.  ICESAVE1+ 2 + 3 og munu aldrei hætta að heimta þessa kúgun yfir landsmenn. 

Elle_, 6.3.2011 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband