Sögufölsun !!

Starfsgreinasambandið segir að þegar icesave II var felldur hafi skuldatryggingarálagið hækkað og aftur nú þegar forsetinn vísaði lögum um icesave III til þjóðarinnar. Þetta er ekki rétt hjá SGS og undarlegt að samtök sem vilja láta taka sig alvarlega skuli láta svona frá sér.

Staðreyndin er að skuldatryggingarálagið hefur farið lækkandi allt síðasta ár, hvort sem það er frávísun icesave II að þakka eða ekki. Nú varð hins vegar hækkun á skuldatryggingarálaginu, en það kemur icesave ekkert við, heldur er það vegna ástandsins í norður Afríkuríkjunum og þeirri óvissu sem það veitir. Skuldatryggingaálag flestra ríkja hækkaði, ekki bara hér á landi. Olíuverð hefur einnig hækkað af sömu sökum. SGS heldur kannski að áhrif forseta Íslands séu svona mikil að öll heimsbyggðin fari á taugum þegar hann hreyfir sig!

Þá heldur SGS því fram að ekki sé gjá milli þings og þjóðar og rökstyður það með því að þingmenn úr þrem flokkum samþykkti frumvarpið. Þessi rök segja það eitt að ekki er eins mikil ósamstaða innan þingsins um þetta mál og áður, ekkert um hvort gjá sé milli þings og þjóðar. Það kemur í ljós að loknum kosningum.

Þá segir SGS að gjaleyrishöft séu óviðunnandi, mikið rétt, en vart verður séð að hægt verði að aflétta þeim eftir að icesave samningurinn hefur verið samþykktur. Óhjákvæmileg lækkun gengis við afnám gjaldeyrishaftana mun fell forsendur icesave samningsins og hann rjúka upp úr öllu valdi!

Þá telur SGS að lausn icesave sé forsenda fyrir auknu lánsfé inn í landið. Þetta hefur marg oft verið afsannað, reyndar vart hægt að sjá að nokkur hafi áhuga á að lána þjóð sem þegar er skuldsett upp í rjáfur og bætir ofaná það enn einu láninu, sem þar að auki hefur óútfylltan reitinn fyrir lánsupphæðina!

Annað hvort er höfundur þessarar fréttatilkynningar SGS að reyna að falsa söguna, eða hann hefur einfaldlega ekki meira vit milli eyrnanna! Í öllu falli er þessi fréttatikynning SGS til skammar.

 


mbl.is Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Ég er alveg sammála þér..........

Eyþór Örn Óskarsson, 22.2.2011 kl. 23:28

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er allt reint!!

Eyjólfur G Svavarsson, 23.2.2011 kl. 00:26

3 identicon

Hjartanlega sammála! Það mætti fara að hreinsa aðeins til í Alþýðusambandinu og Co. Því ekki eru menn þar á bæ að hugsa um umbjóðendur sína.

Sævar H. (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband