Icesave og óvissan

Menn tala mikið um að ef lögin um ríkisábyrgð á icesave samningana verði felld af þjóðinni, muni það leiða til meiri óvissu.

Skoðum málið aðeins.

Verði lögin felld má búast við að málið fari fyrir dómstóla, þar sem það átti þó heima frá fyrsta degi. Þó er alls ekki víst að svo verði. En gefum okkur það að dómstólaleið verði valin, þá mun fyrst verða skorið úr um málið hjá ESA og þaðan komi leiðbeinandi dómur. Að því loknu er það ákvörðun ríkisstjórna Breta og Hollendinga hvort þær fari með málið fyrir Íslenskan dóm. Vissulega er þetta óvissa og ekki ljóst hvernig fer.

Verði lögin samþykkt tekur samningurinn gildi. Þá fyrst erum við komin í óvissu. Samkvæmt úttekt Gamma á samningnum getur kostnaðurinn við hann verið á bilinu 26 - 233 miljarðar. Nokkuð stórt bil og nægt til að óvissan er alger. En skoðum aðeins úttekt Gamma, sem ég þó treysti nokkuð, enda hef ég ekki forsendur til annars.

Fyrir það fyrsta eru þær forsendur sem Gamma gefur fyrir sínum útreikningum frekar þröngar, þó niðurstaðan sé vægast sagt víð.

icesave_svidsmyndir_gamma1 Þessi mynd segir meira en mörg orð. Þarna eru settar upp þær fjórar sviðsmyndir sem Gamma leggur til grundvallar sínu áliti.

Sviðsmynd 1, 26 miljarðar, gerir ráð fyrir auknum forgangi á útgreiðslum auk 2% styrkingu krónunnar á ársfjórðungi. Hvoru tveggja nánast óraunhæfar forsendur.

Sviðsmynd 2, 44 miljarðar, gerir ráð fyrir endurgreiðslum samkvæmt samningi, auk 2% styrkingu krónunnar á ársfjórðungi.

Sviðsmynd 3, 67 miljarðar, gerir ráð fyrir endurgreiðslum samkvæmt samningi og óbreyttu gengi krónunnar.

Sviðsmynd 4, 233 miljarðar, gerir ráð fyrir 2% lækkun gengis krónunnar á ársfjórðungi, fyrsta greiðsla úr þrotabúinu dragist til 1. jan. 2012 og endurheimtur úr þrotabúinu rýrni um 10%. Þarna erum við farin að nálgast raunveruleikann.

Varðandi gengið er útilokað að gera ráð fyrir öðru en að gengi krónunnar muni lækka við afnám gengishaftana. Hvort það rétti sig af aftur mun tíminn leiða í ljós, en að gera ráð fyrir 2% hækkun á ársfjórðungi frá deginum í dag og svo langt sem menn kjósa, er fjarstæða. Það eitt að ætla að reyna að spá en gengi gjaldmiðla langt fram í tímann er útilokað, þó sérfræðingar Gamma eyði mörgum blaðsíðum í skýrslunni við það. Áreiðanleikinn mælist ekki fjölda blaðsíðna!

Að hægt verði að greiða fyrstu greiðslu úr þrotabúinu á réttum tíma er nánast útilokað, jafnvel vart hægt að reikna með að hægt verði að greiða þá greiðslu 1. jan. 2012. Ástæðan er sá fjöldi dómsmála sem eru í gangi, en þeim verður öllum að ljúka áður en til greiðslu getur komið.

Um verðmæti þrotabúsins er hins vegar mesta óvissan. Ekki hefur verið gerð óhlutdræg könnun á verðmæti þess, einungis notast við þær tölur sem þrotabúið gefur sjálft upp. Inn í þetta spila fjölmargir þættir, sem flestir eru utan okkar Íslendinga að hafa áhrif á. Stæðsta óvissan er um framtíð og örlög evrunnar, ef hún fellur verulega er hætt við að verðmæti eignanna lækki verulega. Fall evru eða einhverjir aðrir erfiðleikar á erlendum mörkuðum munu þar að auki líklega leiða til enn meiri vandræða hér á landi og munu þá tveir óhagstæðir kraftar koma saman hjá okkur!

Gamma hefði auðveldlega getað bætt við fleiri sviðsmyndum þar sem upphæðir væru mun hærri, en það er enginn tilgangur með því þar sem sviðsmynd fjögur er komin langt umfram greiðslugetu okkar. Því engin ástæða til að vera að bæta þeim við. Þó skal hafa í huga að samkvæmt samningnum getur lokaupphæð tæknilega orðið yfir 700 miljarðar!!

Það sem þó sker þó augu er að við breytingu gengis um 4%, frestun á fyrstu greiðslu um nokkrar vikur og skerðingu á eignarsafni um 10%, hækkar "skuldin" úr 26 miljörðum í 233 miljarða, eða um tæp 800%!! Þar vega mest endurheimturnar og gengisþróun!!

Því verður ekki annað sagt en að með samþykkt þessara laga er óvissan mun meiri en með fellingu þeirra!!

Við skulum heldur ekki gleima þeirri staðreynd að nú leggja færir erlendir lögfræðingar nótt við dag til að reyna að fá neyðarlögunum hnekkt. Þessi vinna er algerlega óháð samþykkt eða fellingu samningsins við Breta og Hollendinga.

Ef þessum lögum verður hnekkt má búast við að lokatala samningsins verði nokkuð mikið fyrir ofan 233 miljarða og mun þá væntanlega taka við það ákvæði samningsins er fjallar um hámarksgreiðslu, en það kveður á um 20 - 30 miljarð á ári í allt að 30 ár!! Þó ekki meira en sem nemur 5% af tekjum ríkissjóðs eða 1,3% af vergri þjóðarframleiðslu, ef hún er hærri.

Því verður ekki séð annað en að óvissan við að samþykkja lögin sé mun meiri en að fella þau!!

 


mbl.is Lánshæfismatið versnaði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband