Hæfir skel kjafti

Sverrir Mar Albertson tók sæti Kristjáns Gunnarssonar í miðstjórn ASÍ. Þetta atvik átti sér stað að morgni þess dags er verkfall bræðslumanna átti að hefjast. Seinnipart þess sama dag dró Sverrir verkfallsboðunina til baka, hálftíma fyrir verkfall! Menn geta svo velt því fyrir sér hvaða ástæður Sverrir Mar hafði til þessa.

Sjálfur bar hann því við að ekki væri grundvöllur fyrir verkfallinu, þar sem tvær bræðslur ætluðu ekki í verkfall. Starfsmen annarar þeirra höfðu þó gefið út að þeir tækju eingöngu við þeim skipum sem þar landa að staðaldri. Varðandi hina, Helguvík, er það að segja að afköst hennar er mjög lítil, eða nálægt einn og hálfur sólahringur með meðalstórt skip. Þessar tvær bræðslur höfðu því lítil áhrif á verkfallið, auk þess sem Færeyingar, Norðmenn og Danir öfðu allir sett á löndunarbann vegna verkfallsins.

Með því að draga verkfallið til baka til að þóknast félögum sínum innan ASÍ og SA, vann Sverrir skemdarverk á verkalýðshreyfingunni. Hann tók vopnin af sínum umbjóðendum og færði SA á silfurfati. Hann gerði út um að starfsmenn bræðslanna gætu fengið nokkra umbun þess að þær eru að raka inn peningum!!

Þá má ekki gleyma þætti Kristjáns Gunnarssonar, formanns verkalýðs og sjómanafélags Keflavíkur, sem opinberaði á eftirminnanlegan hátt vangetu sína í Kastljósinu. Í kjölfarið varð hann að segja sig úr stjórn Sparisjóðs Keflavíkur, honum var vikið sem formanni SGS og settur úr miðstjórn ASÍ. Hann telur sig þó vera hæfann til að stjórna stéttarfélagi. Hanns fyrsta og eina verk eftir þessar hremmingar, sem að öllu jöfnu hefðu einnig kostað stól formanns í stéttarfélagi, var að sjá til þess að loðnubræðsla sem ekki hefur verið í notkun um nokkurt skeið, yrði startað aftur. Og dagsetningin? Að morgni þess dags er verkfall átti að hefjast í öllum bræðslum landsins, utan einni! Menn geta spurt sig hvort um tilviljun er að ræða!!

Aftur að Sverri Mar. Hann hefur verið talsmaður "samræmdrar launastefnu", þeirri er Vilhjálmur Egilsson hannaði. Svo sterkur er vilji hans fyrir þessari stefnu að í fréttum fyrir nokkrum dögum sagði hann að félagar í Afli stæðu allir að baki þessarar stefnu, að enginn andstaða væri fyrir henni innan Afls. Samt hafði stór hópur félagsmanna Afls boðað verkfall í bræðslum, tveim dögum áður! Þá hafa starfsmenn Fjarðaráls fengið aukna þóknun fyrir sín störf, enda það fyrirtæki í útfluttningi og stendur vel!! Svo sterkur er vilji hanns til að hjálpa SA, að hann rænir sína umbjóðendur vopnum sínum og færir SA!!

Gylfi Arnbjörnsson hefur fengið góðann bandamann til að halda uppi stefnu vina sinna í SA!!

 


mbl.is Sverrir í miðstjórn ASÍ í stað Kristjáns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona selja menn sig.Djöfuls ógeð þessar afætur í ASÍ.

magnús steinar (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband