84.000 fótboltavellir!

Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að vitna til Heimildarinnar á þessu vefsvæði.

Eftir síðasta pistil minn vitna ég þó glaður til aðsendrar greinar er birtist á þeim miðli. Grein sem skrifuð er af norskum orkuráðgjafa til okkur íslendinga um þróun vindorkuvera í Noregi og áhrif þeirra. Þetta er varnaðargrein hans til okkar íslendinga sem allir ættu að lesa. Hvers vegna þessi grein birtist einungis á Heimildinni en ekki öðrum fjölmiðlum, verður fólk svo að spyrja sig sjálft. Víst er að hann hefur sent greinina til allra helstu fjölmiðla landsins, en kannski lestur greinarinnar skýri hvers vegna aðrir fjölmiðlar þegi. Það eru jú peningarnir sem tala, eða öllu heldur smá von um að einhverjir molar hrynji niður af gnægtaborðinu.

Þessi norski orkuráðgjafi heitir Sveinulf Vagen. Hann fer nokkuð vel yfir hvernig mál hafa þróast í vindorkumálum í Noregi, upphafið, loforðin og svikin. Ræðir um hvernig fjármögnun er háttað og hvert arðurinn fer. Hann útskýrir líka þróun orkuverðs vegna vindorkuframleiðslu og þar kemur fram það sem margoft má sjá í mínum fyrri skrifum, að vindorkuverum er útilokað að starfa á smáum orkumörkuðum og því nauðsynlegt að tengja slíka orkumarkaði stærri mörkuðum. Jafnvel norski orkumarkaðurinn er allt of smár til reksturs vindorkuvera. Hvað þá um okkar ofursmáa orkumarkað hér á landi. Þetta leiðir til hækkunar á orkuverði, svo miklar að fyrirtæki neyðast til að flytja starfsemi sína úr landi eða leggja hana niður. Rekstrargrundvöllur þeirra hrynur.

Það er þó lokasetning þessarar greinar Svenulf Vagen, "En því miður er skjótfenginn ríkulegur gróði mikið aðdráttarafl fyrir tækifærasinnaða fjármagnseigendur, banka og lobbíista, meðan sjálfbærar lausnir og eðlilegur afrakstur heilla minna", sem segir allt sem segja þarf.

Ég hvert alla til að lesa þessi aðvörunarorð Svenulf Vagen til okkar íslendinga. Vonandi er enn hægt að stöðva þessa þróun hér á landi. Við getum enn lært, það er enn hægt að stöðva þessa öfugþróun, en til þess þurfa landsmenn að vakna!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband