Er Gulli nú endanlega búinn að tapa sér

Í dag kynnti Gulli pantaða skýrslu um nýtingu vindorku á Íslandi. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, það sem kemur verulega á óvart er hversu skýrsluhöfundar virðast þekkja lítið til málefnisins.

Í einföldu máli eru tillögur skýrsluhöfunda þessar: 

Vindorkuver eiga að vera undir rammaáætlun, nema einhver vilji virkja utan rammans. Þá skal sá kostur "tekinn útfyrir rammaáætlun". Þetta segir að hér skal tekið upp villta vestrið í vindorkuframleiðslu. 

Vind skal frekar virkja þar sem landi hefur verið raskað. Þarna er í raun opnað á allt landið. Vissulega er það svo að sumir telja sig vera komna upp í óbyggðir þegar farið upp fyrir Ártúnsbrekkuna, en þeim til fróðleiks er blómleg byggð hringinn kringum landið. 

Skýrsluhöfundar gera mikið úr því að nærsamfélagið fái notið ávaxta vindorkunnar. Kannski þeir hafi lært þetta orðfæri út í Noregi, þar sem gjarnan heyrast slík loforð til að fá byggingaleyfi fyrir vindorkuver. Minna fer fyrir efndum, enda fráleitt að einhver arður myndist við virkjun vinds. Flest eða öll slík orkuver erlendis lifa á styrkjum þjóðríkja. Þó berjast þau í bökkum.

Ekkert er tekið á allri þeirri mengun sem vindorkuver láta frá sér. Reyndar reynt að gera lítið úr sjónmenguninni með ofangreindri tillögu um að reisa slík orkuver þar sem landi hefur verið raskað, sem aftur gefur skotleyfi á allt landið. Ekkert rætt um aðra mengun, s.s. gífurlegt magn örplastmengunar, SF6 gasmengun og olíumengun í jarðveg frá vindtúrbínum. Ekki er heldur lagt til að vernda svæði fugla, eins og arnarins, fálkans, rjúpunnar og þess fjölda farfugla er hingað kom eða hafa hér viðkomu. Þar er í raun allt landið undir.

En Gulli vill virkja, eðlilega. Hann á ágætis land undir eins og eitt vindorkuver. Kollegi hans í ríkisstjórn, Ási Daða. er heldur lengra kominn. Hann er tilbúinn að reisa vindmillur, hefur þegar útvegað öll tilskilin leyfi sveitarstjórnar í sinni heimabyggð. 

Það voru hins vegar ummæli Gulla, í kynningu á kvöldfréttum rúv sem urðu ástæða þessa pistils. Þar grípur hann áðurnefnda tillögu um hvar æskilegast sé að byggja vindorkuver og nefnir svæði þar sem háspennulínur liggja. Að lítil röskun yrði af því, þar sem háspennumöstur væru þegar til staðar. Honum til upplýsingar þá er hæstu línumöstur um 50 metrar á hæð og þykir mörgum nóg um. Vindtúrbínur eru hins vegar nokkuð hærri, eða fimm sinnum hærri. Það segir þó ekki alla söguna, því hagkvæmni vindtúrbína liggur í stærðinni, því stærri, því minna tap á rekstrinum. Nú er farið að framleiða vindtúrbínur sem eru 350 metra háar og farið að hanna slík tól sem ná upp í 450 metra hæð. Má því ætla að nýjustu og hagkvæmustu vindtúrbínurnar verð reistar hér, þegar brjálæðið hefst. Hæsta mannvirki á Íslandi er mastrið á Gufuskálum, 412 metrar á hæð og það snýst ekki. Hæstu byggingar eru turninn við Smáratorg og Hallgrímskirkja, vel innanvið 80 metrar á hæð.

Þegar ráðherra leggur að jöfnu línumastur sem er að hámarki 50 metra hátt við vindtúrbínu sem er frá 250 metrum á hæð og uppúr, með spaðahafi um eða yfir 200 metrum, spöðum sem snúast þegar vind hreyfir. Þá vissulega spyr maður hvort viðkomandi ráðherra sé endanlega búinn að tapa glórunni, eða var kannski engu að tapa?


mbl.is Nærsamfélög hafi endanlegt ákvörðunarvald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Er hann ekki bara svo grunnur að hann heldur að hægt sé að bæta þessu inn á núverandi dreifikerfi án þess að uppfæra það?

Rúnar Már Bragason, 13.12.2023 kl. 22:39

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hann hefur alltaf verið glórulaus Gunnar.

Takk fyrir pistilinn.

Magnús Sigurðsson, 14.12.2023 kl. 06:23

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er langt síðan hann missti vitið, ef hann hefur nokkurntíma haft eitthvað slíkt.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.12.2023 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband