Að útvíkka samstarf

Það má túlka á ýmsa vegu að "útvíkka samtarf". Fyrir ESB er túlkun þess þó einföld; enn frekari völd.

Útvíkkun samstarfs við ESB táknar það eitt að við höldum áfram þeirri óheilla vegferð að verða hluti af sambandinu, án þess þó að Alþingi eða þjóðin komi að þeirri ákvörðun. Þetta hentar einstaklega vel núverandi ríkisstjórn, en eins og ráðherra bendir á er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar að ganga opinberlega í ESB, þó margur stjórnarliðinn horfi þangað hýru auga. Hin leiðin þykir henta betur, að sneiða sjálfstæðið í litlum sneiðum yfir til ESB, hægt en örugglega þar til ekki verði aftur snúið.

Samstarf okkar við Evrópulönd, hvort sem þau eru innan ESB eða ekki, er með ágætum. Þetta samstarf er vissulega mikilvægt okkur, jafnt sem þeim og ber að hlúa að. Hins vegar er ekki það sama að segja um samstarf okkar við ESB, gegnum EES samninginn. Þar þarf að bæta úr. Túlkun þess samnings af hálfu ESB er skýr og því miður hafa stjórnvöld hér á landi ekki staðið í lappirnar í að verja þau gildi sem sá samningur var gerður um. Því hefur oftar en ekki hallað á okkar hlut í því samstarfi.

Þegar svo forsætisráðherra okkar gefur því undir fótinn að það samstarf þurfi að "útvíkka" er voðinn vís.


mbl.is Katrín og Scholz vilja útvíkka samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona fara fláráðar konur að að koma vilja sinum fram ! ..Þetta er ekkert nytt fra þessum stað !

rhansen (IP-tala skráð) 25.1.2023 kl. 17:12

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það kom áramótaspá þar sem kom fram að stjórnin myndi springa á árinu. Katrín er jú að færa sig nær Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum, en efast þó um að VG taki það skref að styðja ESB aðild.

Sú atburðarás sem mér finnst frekar líkleg er að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og kannski Framsókn myndi stjórn, annað hvort þegar þessi klárar kjörtímabilið, eða ef þessi springur eins og spáð var. Við erum að stefna inní nýja hruntíma, alveg einsog 2007, það er alveg augljóst, sérstaklega miðað við erlendar fréttir um uppsagnir í stórfyrirtækjum, osfv.

Ingólfur Sigurðsson, 25.1.2023 kl. 17:16

3 identicon

Að "útvíkka samtarf" má túlka á ýmsa vegu. En hvort þessi túlkun þín sé túlkun ESB, eða á einhvern hátt tengd raunveruleikanum, ætla ég að efast um.

Vagn (IP-tala skráð) 25.1.2023 kl. 21:20

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eins og rhansen kemur inn á þá er þarna blaðrað um landráð með því að fara út um víðan völl með fláræði í sinni einföldustu mynd.

Magnús Sigurðsson, 26.1.2023 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband