Það er gott að vera heimskur
24.1.2023 | 16:08
Að minnsta kosti skil ég ekki hvernig á því stendur að forstjóri olíufélags Sameinuðu furstadæmanna skuli vera skipaður sem forseti Loftlagsráðstefnu Sameiniðuþjóðanna. Ég skil heldur ekki hvaða erindi sami maður, sem býr við Persíuflóa, sem er í ca. 5500 km fjarlægð frá heimskautsbaug, í beinni loftlínu, á heiðurssæti í þann félagsskap er kallast Arctric Circle. En eins og fyrrum forseti vor bendir á, þá er það vanþekking mín, eða heimska, sem orsakar það skilningsleysi.
Hitt veit ég að það eru til nægir peningar hjá þeim sem ráða ríkjum þar syðra, með harðstjórn og einræði. Ég veit líka að sumum þykir ágætt að vinskast við auðuga menn, jafnvel þó þeir hafi á sínum yngri árum talað fyrir alræði öreiganna. Þá er ekki horft í mannkosti heldur hversu veski manna er þungt.
Þarna sannast svart á hvítu að það er ekki viljinn til að vernda náttúruna sem dregur fjölda manns saman á einn stað nokkrum sinnum á ári, hvort heldur til að ræða "manngert veður" eða "háska norðurslóða", oftast einn eða tveir í hverri einkaþotu. Þar ræður peningagræðgin öllu atferli manna.
En samkvæmt mínum gamla forseta, sem ég hef oft á tíðum mært, er ég bara heimskur. Kannski þarf ég að endurskoða álit mitt á þessum manni.
![]() |
Skilur gagnrýni á skipun forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Standa Sameinuðu Furstadæmin það hátt að hækkun sjávar hefur lítil áhrif á þau? Eða eru þetta flöt smáríki við fjöruborðið sem fara á kaf? Þarf að búa undir bráðnandi jökli, skafa ís af bílrúðum og elska ísbirni til að hafa hagsmuna að gæta?
Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2023 kl. 18:16
Eru Sameinuðu furstadæmin tilbúin að hætta allri olíuvinnslu í þeim tilgangi, Vagn?
Gunnar Heiðarsson, 24.1.2023 kl. 18:49
Allavega ekki ef við látum eins og þetta komi þeim ekkert við. Svo er vinnslan ekki vandamálið, það er notkunin og þar stendur á okkur.
Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2023 kl. 20:07
Ha,ha, góður Vagn. Þetta er einhver besti brandari sem ég hef heyrt.
Gunnar Heiðarsson, 24.1.2023 kl. 22:08
Nota Sameinuðu arabísku furstadæmin ekki dropa af olíu sjálf?
Theódór Norðkvist, 25.1.2023 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning