Að flækja fyrirsjáanleikann

Umhverfis- orku og loftlagsráðherra (nokkuð dýr titill) telur að auka þurfi fyrirsjáanleik í kaupum á rafbílum. Fyrirsjáanleikinn var hins vegar nokkuð skýr, allt fram undir síðastliðið vor. Ívilnanir voru miðaðar við kaup á fyrstu 15.000 bílunum, en áttu síðan að leggjast af. Þetta vafðist ekki fyrir neinum og fyrirsjáanleikinn mjög skýr. En á vordögum ákvað ríkisstjórnin, eftir kröfum innflytjenda bílanna, að hækka þetta mark í 20.000 bíla. Þar með var fyrirsjáanleikinn horfinn út í veður og vind. Og enn ætlar ráðherrann með langa titilinn að auka á flækjustigið. Nú með hálfkveðnum vísum um nýjar ívilnanir til kaupa á rafbílum. Ekkert kemur þó fram í hverju þær ívilnanir liggja. Hann flækir bara fyrirsjáanleikann.

Við Íslendingar erum einstaklega nýjungagjarnt fólk. Þurfum alltaf að versla það nýjasta sem kemur á markaðinn. Því er næsta víst að jafnvel þó engar ívilnanir hefðu komið til og jafnvel þó eigendur rafbíla hefðu frá upphafi þurft að greiða sinn hluta til vegakerfisins, væri rafbílaeign lítið minni en hún er í dag. Það þurfti engar skattaívilnanir til að þjóðin færi á kostum þegar flatskjáir komu fyrst á markað. Snjallsímavæðingin hér á landi hefur tekist með ágætum þó engar skattaívilnanir komi til. Nú er hvert mannsbarn frá grunnskólaaldri með slík tæki í vasanum og flestir eru með dýrustu og nýjustu símana hverju sinni. Efnahagur skiptir þar litlu, snjallsíminn er látinn ganga fyrir öðrum nauðsynjum.

Megin ástæða þess að ekki eru fleiri rafbílar hér á landi er ekki skattaívilnanir. Ástæðan er að framleiðendur hafa ekki undan að framleiða rafbíla. Innflytjendur fá ekki nægt magn til landsins. Fleiri mánaða bið er eftir slíkum bílum hjá flestum umboðum. Þarna skipta skattaívilnanir minnstu máli.

Staðreyndin er sú að kaupendur rafbíla eru fyrst og fremst þeir er betur hafa það. Hástéttin og millistéttin. Hástéttin þarf ekki ívilnanir og millistéttin sem slíka bíla verslar, tekur bara hærra lán í bönkunum, enda þeir einstaklega viljugir til að lána til slíkra kaupa. Þeir sem minnst hafa milli handanna verða hins vegar að aka áfram á eldsneytisbílum. Það fólk hefur ekki efni á að nýta sér þessar skattaívilnanir. Hins vegar lendir á því fólki auknir skattar svo hægt sé að niðurgreiða bílana fyrir hástéttina!

 


mbl.is Boðar nýjar ívilnanir vegna rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo er það þessi gengdarlausa" ofurtrú á rafmagnsbílana, sem verið er að innprenta fólki en það jaðrar við HELGISPJÖLL að gagnrýna rafmagnsbíla á nokkurn hátt.  Það var mjög gott viðtal á Útvarpi Sögu við Kristinn Sigurjónsson um rafmagnsbílana og "ágæti" þeirra og hvet ég alla til að hlusta á það.......

Jóhann Elíasson, 18.9.2022 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband