Syndaaflausn

Kaþólska kirkjan býður upp á að fólk geti keypt sig laust frá syndum og ræðst þar upphæð syndaaflausnar gjarnan af mikilfengleik syndarinnar. Auðvitað sjá allir að þarna er ekki um annað að ræða en peningaplokk kirkjunnar. Við sem stöndum utan kaþólsku kirkjunnar eigum svolítið erfitt með að skilja þennan hugsanahátt, þó sumir innan þeirrar kirkju telji þetta góða lausn frá syndum sínum. Að geta mætt með nokkrar spesíur til klerksins og þurrkað þannig út framhjáhald eða aðrar syndir sínar.

Í dag eru hins vegar annarskonar syndaraflausnir seldar. Hægt er að kaupa sig frá þeirri synd að losa lífsandann, co2, út í andrúmsloftið. Þessi viðskipti standa nú í blóma, þvert á trúarskoðanir og lönd. Hér á Íslandi er hópur sem er duglegur að selja slík aflausnarbréf og eru kaupendur þar bæði fólk og fyrirtæki. Þessi hópur segist geta létt þeirri synd af fólki með því einu að moka ofaní skurði landsins. Ólíkt syndaaflausn kaþólsku kirkjunnar, veit enginn í raun hvert það fé fer er borgað er fyrir þessa nútíma synd.

En nú er komið babb í bátinn. Í nýjasta Bændablaði er fróðleg grein um rannsóknir á meintri losun co2 úr þurrkuðu landi, reyndar fyrsta íslenska rannsóknin hér á landi sem er opinberuð. Að þessari rannsókn standa 7 fræðingar, hver á sínu sviði. Niðurstaðan er vægast sagt fróðleg og hætt við að margur er keypt hefur syndaaflausn af votlendissjóði muni eiga erfitt um svefn næstu vikurnar. Þeir hafa verið blekktir og synd þeirra lítið minni en áður.

Skemmst er frá að segja að opinberar tölur, er byggja á tölum er IPCC hefur kokkað upp, eru nærri 90% ofmetnar. Þannig að sá er keypti sér syndaaflausn fyrir að aka hringveginn er enn stór syndugur, fékk aflausn fyrir einungis 132 km af 1.320 km er ekið var. Þetta er auðvitað skelfilegt fyrir viðkomandi!

Plottið er það sama og hjá kaþólsku kirkjunni þó undir öðrum formerkjum sé.

Hér má lesa skýrsluna, á blaðsíðum 20 og 21


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband