Hvað er nauðungarvistun?

Er ekki rétt að byrja á byrjuninni og fá skilgreiningu á því hvað nauðungarvistun er, áður en hlaupið er með mál fyrir dómstóla? Einhvern veginn hefði maður haldið að slíkt ætti ekki að vefjast fyrir lögfræðingum, en greinilega virðist það þó vera.

Fram hefur komið, oftar en einu sinni, að starfsfólk sóttvarnarhótels meini engum að yfirgefa hótelið. Hins vegar er fólki þá bent á að slíkt sé brot á sóttvarnarlögum og málið tilkynnt til lögreglu. Hvernig í ósköpunum er þá hægt að tala um vist á hótelinu sem nauðungarvistun? Fólk hefur val, því er ekki haldið nauðugu.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að um nokkuð langt skeið hafa gilt reglur um að fólk sem kemur erlendis frá þurfi að fara í tvöfalda skimun og vera í einangrun á milli þeirra. Þar hefur ekkert breyst. Það eina sem hefur breyst er að sökum þess að sífellt hefur færst í aukanna að fólk brjóti þessa sóttkví, hefur verið ákveðið að vista fólk á sérstöku hóteli, við komuna til landsins. Þetta er þó ekki nein nauðungarvistun, þar sem fólki er ekki meinað að yfirgefa hótelið. Þeir sem það velja munu hins vegar eiga á hættu sektir vegna brota á sóttvarnarlögum. Þar hefur ekkert breyst, einungis auðveldara að fylgjast með hverjir fremja slík brot.

Ekki verður því annað séð en að fólk fari fyrir dómstóla til að freista þess að fá afnumin lög sem gera því erfiðara að brjóta lögin.

Hvert erum við eiginlega komin, þegar lögfræðingar og stjórnmálamenn taka þátt í slíkri ósvinnu?


mbl.is „Ekki eðlilegur málshraði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta vefst ekkert fyrir lögfræðingum, það ert bara þú sem ert að láta þetta vefjast fyrir þér.

Ef stjórnvald skyldar þig til að dvelja á tilteknum stað og meinar þér að yfirgefa hann að viðlagðri refsingu þá er það nauðungarvistun.

Þeir sem hafa reynt að yfirgefa sóttvarnabúðirnar í Þórunnartúni hafa ekki reynst frjálsari til þess en svo að fimm mínútum seinna kemur löggubíll og pikkar viðkomandi upp og fer með hann aftur í prísundina, sem er handtaka og þar með frelsissvipting.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2021 kl. 17:55

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert þá sem sagt að segja að allir þeir sem hafa þurft að sæta sóttkví, hvort heldur heima hjá sér eða annarsstaðar hafi verið í nauðungarvistun, Guðmundur. Til hvers eru þá sóttvarnarlög?

Þessi málflutningur er svo frámunalega vitlaus að engu tali tekur. Sóttkví er ekki og getur aldrei verið talin nauðungarvistun. Sóttkví er til varnar því að veiran berist inn í landið, en hún getur hvergi annarsstaðar komið en erlendis frá.

Þeir sem velja að ferðast til annarra landa eiga að vita að við heimkomu þurfa þeir að sæta sóttkví. Svo hefur verið um langt skeið. Sú breyting að fólk fái ekki að halda þá sóttkví á stað sem það sjálft velur, heldur verði að dvelja á hóteli völdu af ríkisvaldinu, er eingöngu tilkomið vegna þess að ekki er hægt að treysta fólki. Það einfaldlega fer ekki að þeim lögum!

Því á enginn að þurfa að láta sem þessi ráðstöfun komi á óvart, hefur reyndar verið rædd sem möguleiki í nokkra mánuði, en trú stjórnvalda á heiðarleika fólks hefur frestað ákvörðuninni, jafnvel þó sífellt fleiri hafi brugðist því trausti. Þetta hefur skaðað þjóðina meira en góðu hófi gegnir.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2021 kl. 18:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að loka fólk inni á hótelherbergi og leyfa því ekki að fara út undir bert loft á meðan er nauðungarsvistun. Skilgreiningin fer ekki eftir því hver sé tilgangurinn með vistuninni, sem dæmi er algengt að menn sem glíma við veikindi sé nauðungarsvistaðir ef talið er þeir séu sjálfum sér eða öðrum hættulegir vegna ástands síns.

Að leyfa fólki að taka út sóttkvínna heima hjá sér með heimild til að fara í göngugerðir o.s.frv. er miklu léttvægara.

Annars þurfum við ekkert að vera að þrefa um þetta, héraðsdómur er búinn að úrskurða vistunina í Þórunnartúninu ólögmæta.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2021 kl. 18:32

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Var að lesa frétt um að héraðsdómur hefði dæmt dvöl á sóttvarnarhóteli ólögmæta. Þetta er hneyksli aldarinnar!

Hvað kemur næst? Munu ekki allir sem þurfa að sæta sóttvörn fara með málið fyrir dómstóla? Sé ekki mun á því að dvelja á hóteli eða í heimahúsi Nauðungin er söm eftir sem áður og viðurlögin við broti þau sömu!

Héraðsdómi tókst þarna að ónýta sóttvarnarlög með öllu. Hver einasta grein þeirra er nú í voða.

Auðvitað verður málinu vísað til æðra dómstigs og eina sem stjórnvöld geta gert þar til niðurstaða fæst þar, er að loka landinu. Að fara að fordæmi annarra þjóða og einungis heimila fólki för yfir landamærin, hafi það ríka ástæðu til. Verði það ekki gert er út um varnir landsins!

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2021 kl. 18:37

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er greinilegt að þú veist ekkert um hvað málið snýst.

Þér finnst hneyksli að dómstólar dæmi lögum samkvæmt, þegar það væri fyrst hneyksli ef þeir gerðu það ekki.

Héraðsdómur "ónýtti" ekkert sóttvarnalög, heldur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð heilbrigðisráðherra samræmdist þeim ekki. Engin grein sóttvarnalaganna er í voða, heldur reglugerðin sem nú þarf að setja í tætarann og skrifa nýja.

Svo hvet ég þig til að kynna þér staðreyndir málsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2021 kl. 18:46

6 identicon

Það er merkilegt Gunnar að þér þykir þessi freslissvipting í lagi, þessi öfgasóttvarnarlög og reglur eru með öllu hræðilegar og það ætti með réttu að dæma höfunda þeirra fyrir brot gegn mannkyninu, ég skil ekki hvernig nokkur manneskja getur varið þetta.

Að refsa öllum út af því að einhverjir örfáir fara ekki eftir reglunum er bara ekki í lagi.

Það er búið að hræða úr þér líftóruna út af einhverju sem er ekki mikið verra en mjög slæm flensu ár sem hér hafa komið, þessar aðgerðir eru og munu svo sannarlega taka fleiri líf en þau bjarga sem mun koma í ljós á næstum árum þegar fólk fer að hrynja niður vegna hjartaáfalla og krabbameins.

Halldór (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 18:59

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðmundur

Málið snýst fyrst og fremst um það að fólk hefur ekki farið að sóttvarnarlögum, við komu til landsins. Hefur ekki haldið þá sóttkví sem því ber og nánast útilokað að fylgjast með því. Þessu þarf að bregðast við og það var gert. Nú hafa þau viðbrögð verið dæmd ómerk af fyrsta stigi dómskerfisins. Eftir er að sjá hvort æðra dómstig samþykki dóm þess fyrsta.

Meðan málið er í þeim farvegi er ekki um annað að ræða en loka nánast landamærunum. Fólki er einfaldlega ekki treystandi til að halda sóttkví í eigin húsi. Dæmin sanna það.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2021 kl. 20:40

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þínu innleggi er ekki svarandi Halldór. Vona bara innilega að þú, eða einhverjir þér nærri, fái ekki covid.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2021 kl. 20:41

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar.

Málið (fyrir dómstólum) snerist fyrst og fremst um að fjöldi fólks var sviptur frelsi sínu án lagaheimildar, sem er skaðabótaskylt brot gegn stjórnarskrá og varðar ráðherraábyrgð.

Ég ítreka góðfúslega hvatningu um kynna þér staðreyndir.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2021 kl. 22:01

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guðmundur,vissir þú ekki að fólkið í sóttkví Þórunnartúns var leyft að fara út í göngu og skoða t.d. hið sögufræga hús Höfða,það er ekki að neita þeim um að komast undir bert loft; meðan ríkið gegnir frumskyldu sinni að verja borgara sína gegn veiruvá,rétt eins og lögregla og björgunarsveitir við Geldingargosið. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2021 kl. 15:41

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga.

Hvort sem einhverjir (ekki allir er staðfest) hafi fengið að fara út í smástund til að fá sér ferskt loft, breyti það því að ekki að ákvæði reglugerðar um að þvinga fólk til að dvelja í sóttvarnahúsi átti sér ekki stoð í lögum. Þess vegna braut hún í bága við stjórnarskrá sem er alvarlegt mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2021 kl. 23:33

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guðmundur samt skrifarðu kl.18;32-"Að loka fólk inni á hótelherbergi og leyfa því ekki að fara út undir bert loft á meðan er nauðungarsvistun."                                                               Er þetta ekki að halla réttu máli,? Var einhver lögreglu bíll kominn innan fárra mínótna? Það fylgir því einnig alvara að hvetja þig til að kynna þér málin. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2021 kl. 15:09

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga.

Eftir að nokkrir voru búnir að fá að fara út undir bert loft, komu einhver skilaboð að ofan og því var hætt þannig að þeir sem áttu þá eftir að fá sér ferskt loft fengu það ekki.

Já það kom löggubíll eftir stutta stund á eftir þeim sem yfirgaf sóttvarnahúsið áður en vistunin var úrskurðuð ólögleg. Þetta kom fram í umfjöllun fjölmiðla um málið.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2021 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband