Færsluflokkur: Evrópumál
N-K-P
21.10.2021 | 01:10
Í tæpa hálfa öld var starfrækt áburðarframleiðsla á Íslandi. Þar var reyndar einungis framleitt nitur, eða köfnunarefni (N), en önnur íblöndunarefni flutt til landsins. Tilbúinn túnáburður samanstendur að stærstum hluta til af nitur(N), en einnig eru í honum kalí (K) og fosfór, eða þrífosfat (P). Af þessu kemur skammstöfunin N-K-P. Auk þess eru ýmis önnur bætiefni í túnáburði s.s. kalsíum, brennisteinn og í einstaka tilfellum bór. Öll eru þessi efni til að bæta og efla gróður túna.
Nútímabóndinn lætur rannsaka tún sín og kaupir síðan þann áburð sem hentar hverju túni. Það er gert til hámarka afurðir og lágmarka kostnað, að einungis sé borið á það sem þarf. Enda tilbúinn áburður sennilega stærsti einstaki kostnaðarliður bænda.
En nú horfir illa. Framleiðsla á tilbúnum áburði, sér í lagi nitur, eða köfnunarefni, krefst mikillar orku. Eins og áður segir fór sú framleiðsla fram hér á landi í nærri hálfa öld. Eftir að EES samningurinn tók gildi reyndist ekki lengur rekstrargrundvöllur fyrir slíkri verksmiðju og var starfsemin lögð niður. Ódýrara var að flytja bara inn áburð, frá Evrópu.
Af ástæðum sem ekki verða raktar hér, er nú svo komið að raforkuverð þar ytra er orðið svo hátt að áburðarverksmiðjur loka. Verðið á tilbúnum áburði hefur þegar hækkað um 140%, en það dugir ekki til. Því munu bændur ekki bara standa frammi fyrir þeirri staðreynd að áburðarverð verði óviðráðanlega hátt fyrir þá, meiri líkur eru á að áburður muni bara alls ekki fást í vetur.
Það vekur upp spurningu um hvort ekki sé kominn grundvöllur fyrir slíkri framleiðslu hér á landi. Við eigum nægt rafmagn. Þá er nokkuð til að vinna í kolefnisspori og gjaldeyrissparnaði að framleiða áburð hér á landi. Þar sem EES samningurinn virkar jú í báðar áttir, eða svo er manni sagt, er kjörið fyrir okkur að hugsa stórt í þessu sambandi og framleiða einnig áburð fyrir lönd á meginlandinu. Engar líkur eru á að orkuverð þar ytra eigi eftir að lækka sem neinu nemur, auk þess sem sú orka sem notuð hefur verið til þessarar framleiðslu kemur að stórum hluta frá orkuverum sem knúin eru jarðefnaeldsneyti.
Það væri ekki lítil uppbót fyrir landið okkar, ef við gætum selt út hreina afurð, í stað þess að hún sé framleidd óhrein erlendis. Þá munum við ekki einungis spara gjaldeyri heldur afla hans að auki. Og bændur á meginlandinu gætu barið sér á brjóst og sagst nota hreinan áburð, án þess að þurfa að vera í einhverjum vafa um hreinleikann.
Hins vegar er ástandið graf alvarlegt eins og staðan er í dag. Þegar hefur verð hækkað langt umfram það sem nokkuð bú getur borið og líklegt að algjör skortur muni verða næsta vor, á þessari lífnauðsynlegu vöru fyrr bændur. Einhverjum gæti dottið í hug að segja að bændur hætti bara að nota tilbúinn áburð og beri bara skít á túnin. Jú, jú, það eru svo sem rök. En án tilbúins áburðar verður sprettan minni, sem þýðir að bændur þurfa þá að stækka tún sín og stækkun túna þýðir að þurrka þarf þá upp fleiri mýrar. Mýrar verða ekki þurrkaðar upp á einni svip stundu og tún verða ekki ræktuð í einni svipan. Þá er ekki alveg í takt við tíðarandann að bændur taki upp á því í stórum stíl að ræsa fram mýrar.
Þá er kannski rétt að benda á að framleiðsla á nitur, eða köfnunarefni, er í raun binding kolefnis úr andrúmslofti. Aukaafurðin sem til verður við þessa framleiðslu kallast súrefni (O2). Þannig að kolefnisbókhald þjóðarinnar mun þá njóta góðs af.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kosið um aðild að ESB
18.9.2021 | 08:48
Það stefnir í skelfingu fyrir land og þjóð gangi þessi spá eftir. Það þarf ekki annað enn að horfa til stjórnunar Reykjavíkurborgar, með öllum þeim hneykslum sem reglulega koma upp í stjórn hennar og hvernig fjárhagur borgarstjórnar er, til að átta sig á hvernig fer fyrir landinu, taki sömu flokkar við landsstjórninni.
En það er þó ekki það sem skelfilegast verður fyrir þjóðina. Peningasukk má leiðrétta eftirá, að vísu með sárum aðgerðum og stjórnleysi má búa við um stuttan tíma án teljandi skaða til framtíðar. Verra er að þessir flokkar munu leggja ofuráherslu á framsal sjálfstæðis okkar til erlendra aðila, eða eins og það heitir á máli ESB, "sjálfstæðinu er deilt". Það verður ekki svo auðveldlega leiðrétt til baka.
Þar með yrðum við áhrifalaus með öllu um okkar málefni, yrðum jaðarsvæði samtaka sem stjórnast frá miðju. Þar sem allar ákvarðanir eru teknar til að efla miðjuna á kostnað jaðarsvæðanna. Þetta er vitað, núverandi jaðarsvæði ESB hafa orðið illa úti og þegar eitthvað á bjátar, bankahrun eða heims faraldur, jaðarsvæðin eru látin blæða, til að halda miðjunni gangandi. Og við, hér mitt á milli Evrópu og Ameríku, erum margfalt fjær miðju ESB en nokkurt núverandi jaðarsvæði þess. Því er ljóst að við munum alltaf verða verst úti þegar eittvað bjátar á.
ESB eru deyjandi samtök, sem haldið er á lífi með gífurlegum fjárframlögum aðildarríkja. Fyrir nokkru líkti einn helsti ESB sinni Íslands, til margra ára, inngöngu okkar í ESB við að flytja inn í brennandi hús. Þetta hús brennur enn.
Kjósendur, um þetta verður kosið um næstu helgi, aðild Íslands að ESB. Áttið ykkur á því.
![]() |
Vinstri sveifla þegar vika er eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað skal kjósa?
12.9.2021 | 21:19
Nú eru innan við tvær vikur til kosninga og enn hafa frambjóðendur ekki minnst á stóru málin. Það er rifist um dægurmál líðandi stundar, sama hversu smá þau eru. Athugasemdir samfélagsmiðla virðast ráða orðum frambjóðenda.
Enn hefur ekkert verið rætt um orkupakka4, ees/esb samstarfið eða neitt sem máli skiptir fyrir framtíð okkar lands. Ekki er rætt um vindmillubarónana sem flykkjast til landsins og vilja leggja undir sig hvern hól fyrir vindmilluófreskjur, ófreskjur af þeirri stærð að fólki er framandi. Það er ekkert rætt um erlenda auðjöfra sem kaupa hér bújarðir, gjarnan til að komast yfir laxveiðihlunnindi sem þeim fylgja. Þá forðast frambjóðendur að segja hug sinn til hálendisþjóðgarðs, vilja sennilega ekki styggja þann flokk sem að líkindum mun ráða hvernig stjórnarsamstarf verður eftir kosningar.
Það er einungis einn flokkur, Miðflokkurinn, sem hefur rætt þessi mál, mál sem skipta framtíð okkar mestu. En þar sem fjölmiðlar landsins virðast hafa bundist höndum um að útiloka þann flokk frá pólitískri umræðu fyrir þessar kosningar, koma frambjóðendur þess flokks illa frá sér boðskapnum. Einungis einn fjölmiðill virðist standa frambjóðendum Miðflokks opinn, Bændablaðið. Sá miðill gerir ekki greinarmun á stjórnmálastefnu þeirra sem þar vilja láta ljós sitt skína. Allir fá þar áheyrn. Enda eini alvöru fjölmiðill þessa lands.
Með sama áframhaldi, meðan frambjóðendur vilja ekki eða þora ekki að gefa upp sína stefnu í stóru málunum, meðan þeir forast í smámálum dagsins í dag, er ekki nema einn flokkur sem kemur til greina að kjósa, það er sá flokkur sem þorir að nefna stóru málin, þorir að taka afstöðu til framtíðar og lætur ekki hversdagsleg dægurmál draga sig niður í svaðið.
Kjósendur, skoðið stefnumál flokkanna. Allir flokkar nema Miðflokkur eru með nákvæmlega sömu stefnu, froðu um ekki neitt. Þar er enginn munur á Sjálfstæðisflokki eða VG né neinum flokk þar á milli. Sjálfstæðisflokkur er kominn á fulla ferð í auglýsingum, þar sem sömu málum er lofað og fyrir síðustu kosningar, kosningarnar þar á undan og kosningarnar.... Það sama má segja um Samfylkingu, þó forustan láti minna metna innan flokksins um að halda uppi merki aðildarumsóknar og evru. Forusta þess flokks veit að það er gott að geta verið beggja megin borðsins og lætur því þá sem mega missa sig um erfiðu málin. Viðreisn er að festast í evru rugli og ESB aðildarumsókn. Það kemur ekki á óvart, enda flokkurinn flís frá Sjálfstæðisflokki vegna þess máls. Framsókn er farinn að hlaupa um skóga. Formaðurinn ætlar að fjárfestra í fólki. Daginn sem hann færði þjóðinni þann boðskap, afhenti hann vegagerðinni smá auka milljónir, til að setja upp klósett hringinn í kringum landið. Hvernig næsta fjárfesting formannsins verður, verður gaman að sjá. Um Pírata þarf ekkert að ræða, þeir eru bara píratar. Flokkur fólksins á erindi á þing, þó ekki sé nema vegna þess eina máls sem hann er stofnaður um. Hann verður þó aldrei ráðandi á þingi. Svo skulum við bara biðja guð að forða okkur frá því að kapítalistarnir sem kalla sig sósíalista komist á þing.
Það ætti ekki að vera erfitt fyrir hugsandi fólk að kjósa, einungis einn flokkur sem kemur til greina. Fyrir hina getur vandinn orðið meiri, enda fátt sem skilur forarflokkanna í sundur.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Klærnar viðraðar
25.3.2021 | 00:50
Framkvæmdastjórn ESB viðraði klærnar aðeins í morgun, þegar sett var bann á útflutningi bóluefnis gegn covid til Íslands og reyndar fleiri landa. Eftir bréfaskriftir forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnarinnar, varð að niðurstöðu að ESB ætli að standa við gerðan samning um bóluefnasendingar til Íslands, a.m.k. samkvæmt þeirri dreifingaráætlun sem í gildi er. Hvað svo veit enginn.
Framkvæmdastjórn ESB og þá einkum forseti hennar, hefur farið mikinn síðustu daga. Hótanir flæða í allar áttir og krafa um að staðið sé við gerða samninga gagnvart ESB. Undarleg er þó þessi barátta framkvæmdarstjórnarinnar, þegar hún telur réttlætanlegt á sama tíma að brjóta samninga við aðrar þjóðir.
Harka framkvæmdastjórnarinnar er komin á nýtt stig, hættulegt stig. Auðvita vita allir að ESB er ekki klúbbur góðgerðasamtaka. Þessi klúbbur var fyrst stofnaður um viðskipti, hörð viðskipti. Seinna þróaðist hann yfir í einskonar ríkjasamband og leynt og ljóst er verið að skerða völd aðildarríkja í þeim eina tilgangi að klára það verk sem Hitler mistókst, að setja alla Evrópu undir eina stjórn. Síðastliðin ár hefur þessi árátta smitast út fyrir sjálft sambandið og höfum við hér upp á Íslandi ekki farið varhluta af því, vegna aðildar okkar að EES samningnum. Samningi sem Alþingi samþykkti fyrir um þrem áratugum síðan, með minnsta mögulega meirihluta þingmanna og algerlega án aðkomu þjóðarinnar.
Í krafti þess samnings var gert samkomulag við ESB um dreifingu á bóluefni hingað til lands. En sem fyrr, horfir framkvæmdastjórnin öðrum augum til EES samningsins en til var stofnað í upphafi, enda var ESB ekki til þá, heldur var þessi klúbbur nokkurra Evrópuríkja einungis bandalag um viðskipti. Kallaðist Evrópubandalagið.
En sem fyrr segir, þá viðraði framkvæmdastjórn ESB klærnar, þó þær hefðu verið dregnar inn til hálfs gagnvart Íslandi, eftir alvarlegar athugasemdir forsætisráðherra. Gagnvart ýmsum öðrum löndum eru klærnar þó enn úti og tilbúnar í slaginn. Ef eitthvað stefnir heimsfriðinum í voða, er það framkvæmdastjórn ESB og þar fremst í flokki Ursula von der Leyen. Heimurinn hefur ekki efni á stjórnmálamönnum eins og þeim sem fylla framkvæmdastjórn ESB, stjórnmálamönnum sem ekkert lýðræðislegt umboð hafa að baki sér.
Við lifum á viðsjárverðum tímum, þar sem allt getur farið á versta veg!
![]() |
Gengur í berhögg við EES-samninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vitlaust gefið
26.11.2020 | 16:09
Nú um næstu áramót fellur svokallaður Kyoto samningur úr gildi og við tekur svonefndur Parísar sáttmáli. Við þessi tímamót þurfa þjóðir heims að stand skil á sínum "syndum". Svo virðist vera sem um sé að ræða tvennskonar uppgjör, annarsvegar með kaupum á einhverju sem kallast CER eininga og enginn veit hvað er eða hvert það fé fer, eða með kaupum á því sem kallast ETS einingar, en sú upphæð mun renna ósskipt inn í óendurskoðaða reikninga ESB. Sumir halda því fram að þarna sé val á milli, en víst er að bæði ESB og ICE vilja fá sitt.
Nokkur munur virðist vera á hvor leiðin verður valin, ef um val er að ræða. Það mun kosta okkur um 200 milljónir ef keypt eru CER bréf en allt að 20 milljarða ef evrópsku ETS bréfin eru keypt. Þessar tölur eru auðvitað með fyrirvara, þar sem ég veit auðvitað ekki hver "synd" okkar er, ekki frekar en forsætisráðherra. En mismunurinn er þó nokkuð réttur, miðað við verðmun þessara bréfa.
Það er hins vegar nokkuð undarlegt að forsætisráðherra skuli ekki vita hver upphæðin er, einungis mánuði áður en greiðsluseðill er prentaður. Það þætti lélegur heimilisbókari sem ekki vissi útgjöld sín mánuð fram í tímann. Það er ekki eins og þetta sé einhver óvænt uppákoma, hefur víst legið fyrir í nokkur ár, eða frá því Ísland gerðist aðili að samningnum.
200 milljónir eru nokkuð stór upphæð, að ekki sé nú talað um 20 milljarðar. Hvað um þessa peninga verður veit víst enginn, nema auðvitað viðtakandinn, en hann er alltaf til staðar þegar peningar fara á flakk. Ef valin verður dýrari kosturinn, sem umhverfisráðherra hefur talað fyrir, er ljóst að aldrei verður hægt að finna móttakanda fjárins, enda ekki verið hægt að endurskoða reikninga ESB í áratugi, vegna fjármálaóreiðu á þeim bænum. Ef ódýrari kosturinn er valinn, sem formaður loftlagsráðs Gumma vill, mun einnig verða erfitt að rekja slóð peningana. Að vísu munu þeir fara frá okkur í alþjóðlega gjaldeyrismiðsstöð. Hvað svo veit enginn.
En svo er auðvitað stóra spurningin, hvers vegna þurfum við að kasta hundruðum eða þúsundum milljóna króna út í loftið? Hvers vegna var ekki endirinn skoðaður strax í upphafi?
Það er ljóst öllum sem einhverja glóru hafa í kollinum að það var vitlaust gefið til okkar, þegar ákveðið var að gangast að þessum samningi og þeim sem á eftir komu. Viðmiðunarár Kyoto samningsins var 1990. Hvers vegna það ár var valið hefur engum tekist að komast að, en fyrir okkur hér á Íslandi er þetta kolrangt viðmið. Á sjötta áratug síðustu aldar hófust hér á landi markviss orkuskipti í húshitun heimila og var því markmiði að mestu náð fyrir árið 1990, upphafsári Kyoto samningsins. Aðrar þjóðir voru ekki enn farnar að huga að slíkum orkuskiptum þá og margar eiga enn langt í land með það markmið. Hvað heimili varðar er kostnaður við kyndingu heimila einn stærsti útgjaldaliðurinn, sér í lagi ef kynnt er með olíu eða kolum. Ólíkt öðrum þjóðum höfðum við því ekki möguleika á að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti í þessum lið, sem aftur leiðir til þess að einkabíllinn er tekinn fyrir af miklum móð. Hvergi í víðri veröld eru lagðir eins miklir skattar á einkabílinn eins og hér á landi. Í strjálbýlu landi er einkabíllinn ekki lúxus, heldur bráð nauðsynlegur. Því er ljóst að upphafsmarkmið Kyoto samningsins er glórulaust fyrir okkur og með ólíkindum að það hafi verið samþykkt.
Ekki ætla ég að fara út á þá braut að ræða sjálfa "loftlagsvána" núna. Læt nægja að tala um þá skattpíningu sem stjórnmálamenn stunda í nafni hennar. Aflátsbréfin, bæði þau sem fyrirtæki versla með sín á milli sem og hin sem þjóðir þurfa að greiða sem syndaaflausn, munu auðvitað alltaf lenda á almúganum, til viðbótar við alla þá skatta sem stjórnmálamenn leggja beint og óbeint á þegna landa sinna í nafni loftlagsvár. Hvernig í andskotanum mun það minnka mengun? Halda menn virkilega að hægt sé að kaupa sig frá vandanum, ef hann er á annað borð til staðar?
Verst er að nú er staðan orðin slík, vegna endalausra og stórkostlegrar skattlagningar í nafni loftlagsvár, að ráðamenn vita hvorki upp né niður hvað er hvað eða hver þurfi að borga hverjum. Andsvar forsætisráðherra við spurningu formanns Miðflokksins, á Alþingi í dag, sannar þetta.
Hræsnin og hálfvitaskapurinn er allsráðandi.
![]() |
Kemur í ljós hve há fjárhæðin verður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Já Ísland, eða þannig
16.10.2020 | 00:46
Til er hópur fólks hér á landi sem kallar sig "já Ísland". Réttnefni þessa hóps ætti auðvitað að vera "nei Ísland", þar sem markmið þessa hóps er að koma Íslandi undir erlend yfirráð og skerða þannig sjálfsstæðið, eða "deila því" eins og talsmenn hópsins hafa stundum nefnt.
Ljóst er að þessi hópur ætlar sér stóra hluti í næstu kosningum. Beitt er öllum tiltækum ráðum, aflóga stjórnmálamenn og fyrrverandi ráðherrar eru dregnir upp á dekk og látnir skrif margar greinar í fréttamiðil hópsins, Fréttablaðið. Stjórnmálaflokkur hópsins, Viðreisn, lætur sitt ekki eftir liggja í umræðunni, en allir vita tilurð þess stjórnmálaflokks.
Efnisleg rök hópsins eru enn jafn ódýr og áður og jafn fá. Þar er einkum rætt um evruaðild. Notað er tækifærið þegar yfir heiminn gengur óværa sem lamað hefur allt athafnalíf, með tilheyrandi vandræðum fyrir flestar þjóðir. Þessu hefur fylgt að krónan okkar hefur lækkað nokkuð í verðgildi miðað við evruna, en þó ekki meira en svo að kannski megi tala um leiðréttingu.
Síðast þegar þessi hópur lét til sín taka hafði annað áfall gengið yfir heimsbyggðina. Ísland fór verr út úr því áfalli en margar aðrar þjóðir, enda hafði bönkunum verið komið í hendur glæpamanna, sem svifust einskis. Það hafði verið gert í krafti EES samningsins, sem Alþingi samþykkti með minnsta mögulega meirihluta án aðkomu þjóðarinnar.
Þessi hópur þagnaði þó fljótt þegar hagur landsins okkar fór snarlega að vænkast, mun hraðar en hjá öðrum löndum. Þar kom krónan okkur til hjálpar. Þá var ekki stemmning fyrir orðræðu hópsins og hann lét lítið á sér bera. Stjórnmálaflokkurinn hafði hins vegar verið stofnaður og lenti í hálfgerðri tilvistarkreppu, gat ekki talað um hugðarefni sitt og fór því að stunda popppúlisma af heilum hug. Vart mátti koma fram frétt um eitthvað sem betur mátti fara án þess að þingmenn flokksins stykkju fram í fjölmiðla eða tóku það upp á Alþingi. Það ástand varir enn.
Undanfarna daga hafa svokallaðir stjórnarskrársinnar látið mikið til sín taka. Heimta einhverja stjórnarskrá sem aldrei var samin, einungis sett mikið magn fallegra orða á blað og þjóðin spurð hvort notast ætti við þann orðaforða við gerð nýrrar stjórnarskrár. Ferlið um breytingu stjórnarskrár hófst að frumkvæði þáverandi formanns Samfylkingar, sem hafði náð því að gera formann annars stjórnmálaflokk að einum stærsta lygara þjóðarinnar, og sótt um aðild að ESB. Eitt stóð þó í veginum, en það var gildandi stjórnarskrá. Þann stein þurfti að taka úr götunni og upphófst þá eitthvert mesta sjónarspil sem um getur og stendur það enn. Allt til að Ísland geti orðið hjálenda ESB.
Á þeim tíma er já Ísland lét mest til sín taka í umræðunni, eftir hrun, voru stofnaðir nokkrir aðrir hópar þeim til andsvars. Því miður virðist lítið heyrast frá þeim í dag, þó þessi landráðahópur ríði nú röftum í fjölmiðlum landsins. Fari fram sem horfir mun sjálfstæði landsins verða að veði eftir næstu kosningar.
Því er full ástæða til að kalla upp á dekk alla þá sem unna sjálfstæði þjóðarinnar!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ríki í ríkinu
9.10.2019 | 21:56
Opinberlega var farið að skoða lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands árið 2012. Fram að því var litið á menn sem töldu þetta kost, sem einhverskonar sérvitringa eða jafnvel ekki alveg með fulla fimm. Það er því ljóst að ef Landsvirkjun hefur fengið heimild til rannsókna á þessu sviði, mun sú heimild hafa verið gefin af ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu. Aldrei hefur þetta verið rætt á alþingi og því spurning hvort sú heimild hafi verið lögmæt, ef hún á annað borð var gefin. Kannski hefði þingmaðurinn frekar átt að leggja fram spurningu til ráðherra um hvort og þá hvenær slík heimild var gefin.
Það má líka furðu sæta að Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu landsmanna, skuli vera stikk frí frá því að gefa upp hvernig fjármunum þess er varið og jafnvel komist hjá að svar þeim fulltrúum eigenda sem sitja á alþingi, um sama efni. Hafi fyrirtækið fengið slíka heimild, sem forseti alþingis getur kannski manna best svarað þingmönnum um, er það í sjálfu sér nógu slæmt, sér í lagi án aðkomu alþingis og umræðu út í þjóðfélaginu. Hitt er verra að Landsvirkjun skuli geta haldið leynd yfir þeim rannsóknum, valið að gefa út þær upplýsingar sem henta en haldið öðrum leyndum. Hver er þá áreiðanleiki þeirra rannsókna? Hvað annað er falið fyrir eigendum fyrirtækisins?
Það er ljóst að Landsvirkjun hefur verið í sambandi við væntanlega aðila um lagningu þessa strengs og kaupendur orkunnar. Þó hafa stjórnvöld ekki, svo vitað sé, gert neina samninga um lagninguna eða sölu orkunnar. Kannski forstjóri Landsvirkjunar sé búinn að ganga frá þeim smá málum og þegar það loks kemur fyrir alþingi verði afsökunin á sama veg og með op3, að málið sé komið svo langt að ekki verði aftur snúið.
Það er ljóst að endurskoða þarf stöðu forstjóra og stjórn Landsvirkjunar. Hvort sem heimild hafi verið gefin fyrir rannsóknum á sæstreng, eða ekki, er algjörlega út í hött að þetta fólk geti starfað sem ríki í ríkinu. Landsmenn eiga heimtingu á að fá að vita hver gaf leifi fyrir þessum rannsóknum, hvenær, hversu mikið þær hafa kostað fyrirtækið og þá um leið eigendur þess, hversu langt þessar rannsóknir eru komnar og síðast en ekki síst öll samskipti Landsvirkjunar við væntanlega aðila sem ætla sér að leggja strenginn.
Svona til að árétta þá er Landsvirkjun framleiðandi orku, ekki flytjandi. Því er í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtækið sé að kanna flutning orkunnar til annarra landa. Það verkefni á að vera í höndum Landsnets, eftir að alþingi hefur tekið ákvörðun um slíkt, eða ACER. Í öllu falli eiga slíkar rannsóknir að vera opnar landsmönnum á allan hátt.
![]() |
Í stuttu máli er þetta óþolandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fáfræði stjórnmálamanna
4.9.2019 | 07:21
Björn Bjarnason heldur því fram í pistli sínum að "atlagan að ees hafi mistekist" og á þar við atkvæðagreiðslu um op3.
Þetta er stór misskilningur hjá Birni, andstaðan gegn op3 var hjá flestum vörn fyrir ees samningnum, sem nú hefur tapast. Eftir samþykkt op3 er fátt eftir en barátta gegn ees.
Við sem alla tíð höfum verið andsnúin þeim samning, fengum því afhent vopn í hendur, til baráttu gegn ees, afhent á silfur fati frá stjórnvöldum. Fylgið gegn ees mun stór aukast þegar op3 fer að bíta og þess er skammt að bíða, því miður.
Mánudagurinn 2. ágúst mun verða í mynni hafður og stjórnmálaskýrendur og sagnfræðingar framtíðar eiga eftir að nota aðgerðir alþingis þann dag sem kennsluefni í fáfræði stjórnmálamanna.
Kjarkleysi, getuleysi og undanlátsemi
1.9.2019 | 07:51
Austur í Öræfum hélt VG flokkráðsfund um helgina. Á fundinum hélt formaður flokksins ræðu, eins og tíðkast á slíkum fundum. Í þessari ræðu sinni, undir kjörorðinu "þora, geta og gera", fór formaðurinn um víðan völl, ræddi um stefnu flokksins í flestum málaflokkum. Af fréttum að ráða var sem þar færi stjórnmálamaður í atkvæðaleit, eins og hún væri komin í einhvern kosningaham, en ekki starfandi forsætisráðherra sem alla ábyrgð ber á stjórn landsins.
Á þessum fundi voru auðvitað samþykktar ýmsar ályktanir. Sú sem mest kom á óvart var ályktun um orkumál, en hún hljóðaði upp á að hætt yrði við áform um sölu á orku til útlanda um sæstreng. Þessi ályktun skítur nokkuð skökku við, af tveim ástæðum.
Í fyrsta lagi vinnur ríkisstjórn Katrínar að því hörðum höndum að Alþingi samþykki orkupakka 3 frá ESB, en hann færir vald yfir orkunni frá ríkisstjórn og þingi yfir til yfirþjóðlegra stofnana. Hvernig þetta tvennt fer saman , að færa valdið yfir orkunni frá landinu en á sama tíma að ætla að halda því valdi, er með öllu óskiljanlegt. Ekki hefur komið fram í fréttum hvernig umræðan um þessa ályktun fór fram, hver flutti hana eða hvaða skoðun fundarmenn höfðu um hana. Hvort þarna eru skilaboð frá flokknum til formannsins að hætta við áform um samþykkt op3.
Í öðru lagi er þessi ályktun nokkuð umhugsunarverð. Í umræðum á Alþingi um op3 hafa stjórnarliðar klifað á því trekk í trekk að ekki standi til að leggja sæstreng til annarra landa. Hvernig er hægt að hætta við það sem ekki er ætlunin að gera?! Kannski forsætisráðherra skýri það fyrir okkur velsælum kjósendum!
Allt tal um þor, getu og framkvæmd er því sem hjómið eitt. Í samskiptum stjórnvalda við erlend öfl opinberast kjarkleysi, getuleysi og undanlátsemi!
![]() |
Þurfum alltaf að bera loftslagsgleraugun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vatnshausar og vindhanar
30.8.2019 | 08:25
Það er hreint með ólíkindum að hlusta þingmenn og suma fræðimenn ræða un orkupakka 3. Það er eins og þeir skilji ekki, eða vilji ekki skilja eðli málsins. Öll rök andstæðinga op3 er afskrifuð, sama hver eru. Ýmist eru þau talin rugl, stundum að þau skipti ekki máli og einstaka menn reyna að halda því fram að sem sjálfstæð þjóð þá munum við ávallt hafa síðasta orðið. Þetta á sérstaklega við þegar rætt er um frum ástæðu þess að ESB samdi þessa tilskipun, flutning á orku milli landa. Þar hafa menn gengið svo langt að telja til hafréttarsáttmálann, sér til stuðnings.
Eðli tilskipunar ESB um 3 orkupakkann er einfalt, eins og með allar tilskipanir frá ESB. Eðlið er að framselja eða deila valdi. Um það snúast allar tilskipanir ESB. Þær eru settar fram til að samræma hluti milli aðildarlanda ESB/EES og slíka samræmingu er ekki með nokkru móti hægt að ná fram nema öll aðildarlöndin deili sjálfstæði sínu um viðkomandi málaflokk, um það sem tilskipunin segir. Þetta á einnig við um op3. Öll lönd ESB geta sótt um undanþágu frá hluta slíkra tilskipana, þó sjaldnast slíkar undanþágur séu veittar. Lönd EES hafa einnig möguleika á slíkum undanþágum gegnum sameiginlegu EES nefndina. Öll löndin þurfa þó að gera þetta eftir ákveðnu kerfi, ESB löndin við samþykkt tilskipunarinnar á Evrópuþinginu og EES löndin gegnum sameiginlegu EES nefndina. Ekkert land getur sett sér sjálft lög um einhverjar undanþágur, enda væri ESB þá fljótt að flosna upp.
Af sömu sökum eru lög og reglugerðir ESB æðri öðrum lögum einstakra aðildarlanda og sama gildir um þau lög og reglur sem sett eru í löndum EES vegna tilskipana sem þau samþykkja. Að þingmenn skuli ekki skilja þessa staðreynd, sem reyndar hefur svo oft reynt á, bæði hér á landi sem og í öðrum löndum ESB/EES, stappar furðu!
Þegar þjóð framselur, deilir eða afsalar sér einhverju valdi, hefur hún ekki lengur sjálfstæði á því sviði. Þetta er deginum ljósara og ætti að vera öllu sæmilega vitibornu fólki ljóst.
Með orkupakki 3 afsala þær þjóðir sem hann samþykkja yfirráðum yfir orkuflutningi milli landa. Það segir sig sjálft að þar er verið að færa valdið um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður til tengingar Íslands við Evrópu verði. Alþingi mun engu ráða og það mun ekki koma Hafréttarsáttmálanum við á nokkurn hátt. Alþingi hefur þá framselt, deilt eða afsalað sér (eftir því hvaða orð menn vilja nota) þeirri ákvörðun. Til að framfylgja þessu var stofnað sér embætti innan ESB, eins konar orkustofnun ESB eða ACER. Sú stofnun mun einungis þurfa að svara framkvæmdarstjórn sambandsins. Í hverju landi er síðan settur á stofn Landsreglari, Orkustofnun mun verða breytt í Landsreglara hér á landi, sem einungis þarf að svara ACER, reyndar gegnum ESA í löndum EES. ESA hefur hvorki þekkingu né vald til að gera athugasemdir við skipanir frá ACER, mun einungis koma þeim áfram.
Ef deilumál kemur upp um framkvæmd tilskipunarinnar, mun sú deila verða leyst á sama vettvangi og önnur lög hér á landi, sem til eru komin vegna tilskipana frá ESB, fyrir efta dómstólnum. Það er eðlilegt, þar sem við höfum jú framselt, deilt eða afsalað okkur valdinu yfir málinu, líka dómsvaldinu.
Að stjórnvöld skuli halda til streitu þessu máli er hreint með ólíkindum. Þau segjast ætla að setja fyrirvara, að taka einungis upp hluta tilskipunarinnar, en samt að samþykkja hana alla! Er ekki allt í lagi í kollinum á þessu fólki?! Ef það er virkilega vilji til að fá undanþágur, þá að sjálfsögðu á að fara þá leið sem fær er, einu réttu leiðina og senda pakkann aftur til sameiginlegu nefndarinnar. Þar er vettvangurinn til að sækja undanþágur, ekki Alþingi Íslendinga, né nokkuð annað þjóðþing þeirra ríkja sem undir tilskipunina falla.
Það er virkilegur efi í huga manns að stjórnarliðar meini virkilega það sem þeir segja, að þeir viti að heimatilbúnar undanþágur eru ekki pappírsins virði. Hvenær hafa þessir þingmenn verið spurðir um hug sinn til sæstrengs? Aldrei. Þó hafa sumir ráðherrar talað fjálglega um að slíkur strengur gæti orðið þjóðinni til heilla. Hvernig? Það hefur enginn getað sagt.
Því styrkist sá grunur að stjórnvöld séu vísvitandi að samþykkja op3 til þess eins að koma á sæstreng. Það er allt klárt til slíkrar lagningar og búið að fjármagna hana. Víst er að sumir ráðherrar og kannski einhverjir þingmenn munu hafa beinan hagnað af tengingu Íslands við hinn stóra og "góða" raforkumarkað í Evrópu.
Þegar þeir hrökklast af þingi, í næstu kosningum, munu sumir fá viðurnefnið vatnshausar og aðrir vindhanar.
![]() |
Umræðum um þriðja orkupakkann lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |