Klærnar viðraðar

Framkvæmdastjórn ESB viðraði klærnar aðeins í morgun, þegar sett var bann á útflutningi bóluefnis gegn covid til Íslands og reyndar fleiri landa. Eftir bréfaskriftir forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnarinnar, varð að niðurstöðu að ESB ætli að standa við gerðan samning um bóluefnasendingar til Íslands, a.m.k. samkvæmt þeirri dreifingaráætlun sem í gildi er. Hvað svo veit enginn.

Framkvæmdastjórn ESB og þá einkum forseti hennar, hefur farið mikinn síðustu daga. Hótanir flæða í allar áttir og krafa um að staðið sé við gerða samninga gagnvart ESB. Undarleg er þó þessi barátta framkvæmdarstjórnarinnar, þegar hún telur réttlætanlegt á sama tíma að brjóta samninga við aðrar þjóðir.

Harka framkvæmdastjórnarinnar er komin á nýtt stig, hættulegt stig. Auðvita vita allir að ESB er ekki klúbbur góðgerðasamtaka. Þessi klúbbur var fyrst stofnaður um viðskipti, hörð viðskipti. Seinna þróaðist hann yfir í einskonar ríkjasamband og leynt og ljóst er verið að skerða völd aðildarríkja í þeim eina tilgangi að klára það verk sem Hitler mistókst, að setja alla Evrópu undir eina stjórn. Síðastliðin ár hefur þessi árátta smitast út fyrir sjálft sambandið og höfum við hér upp á Íslandi ekki farið varhluta af því, vegna aðildar okkar að EES samningnum. Samningi sem Alþingi samþykkti fyrir um þrem áratugum síðan, með minnsta mögulega meirihluta þingmanna og algerlega án aðkomu þjóðarinnar.

Í krafti þess samnings var gert samkomulag við ESB um dreifingu á bóluefni hingað til lands. En sem fyrr, horfir framkvæmdastjórnin öðrum augum til EES samningsins en til var stofnað í upphafi, enda var ESB ekki til þá, heldur var þessi klúbbur nokkurra Evrópuríkja einungis bandalag um viðskipti. Kallaðist Evrópubandalagið.

En sem fyrr segir, þá viðraði framkvæmdastjórn ESB klærnar, þó þær hefðu verið dregnar inn til hálfs gagnvart Íslandi, eftir alvarlegar athugasemdir forsætisráðherra. Gagnvart ýmsum öðrum löndum eru klærnar þó enn úti og tilbúnar í slaginn. Ef eitthvað stefnir heimsfriðinum í voða, er það framkvæmdastjórn ESB og þar fremst í flokki Ursula von der Leyen.  Heimurinn hefur ekki efni á stjórnmálamönnum eins og þeim sem fylla framkvæmdastjórn ESB, stjórnmálamönnum sem ekkert lýðræðislegt umboð hafa að baki sér.

Við lifum á viðsjárverðum tímum, þar sem allt getur farið á versta veg!

 


mbl.is Gengur í berhögg við EES-samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaðan höfum við Íslendingar fengið bóluefni gegn Covid-19 og hefur ekkert verið og verður ekkert flutt út af bóluefnum frá Evrópusambandsríkjunum?! cool

24.3.2021 (í gær):

Bann Evrópusambandsins við útflutningi bóluefna snertir Ísland ekki

24.3.2021 (í dag):

"While our Member States are facing the third wave of the pandemic and not every company is delivering on its contract, the European Union is the only major OECD producer that continues to export vaccines at large scale to dozens of countries. But open roads should run in both directions."

"
The European Union remains committed to international solidarity and will therefore continue to exclude from this scheme vaccine supplies for humanitarian aid or destined to the 92 low and middle income countries under the COVAX Advance Market Commitment list." cool

"
Since the start of this mechanism, 380 export requests to 33 different destinations have been granted for a total of around 43 million doses. Only one export request was not granted.

The main export destinations include the United Kingdom (with approximately 10.9 million doses), Canada (6.6 million), Japan (5.4 million), Mexico (4.4 million), Saudi Arabia (1.5 million), Singapore (1.5 million), Chile (1.5 million), Hong Kong (1.3 million), Korea (1.0 million) and Australia (1.0 million)." cool

Þorsteinn Briem, 25.3.2021 kl. 09:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hungary Today, 24.3.2021 (í gær):

"According to the deadlines of Sputnik V procurement plan of Hungary [sem er í Evrópusambandinu], a total of 1 million 600 thousand doses of Sputnik V were due in Hungary by Tuesday, March 23. This falls short of the contract. cool

The contract allows the buyer to terminate the agreement if the seller delays the delivery of their products, however this is is unlikely to happen since Hungary needs these vaccines."

"Sputnik V is currently being analyzed by the European Medicines Agency (EMA) and may soon be authorized in the Union." cool

Þar að auki hefur Lyfjastofnun Evrópu (EMA) samþykkt bóluefni Janssen gegn Covid-19, fyrstu skammtarnir af því bóluefni eru væntanlegir hingað til Íslands nú í apríl og einungis eina sprautu þarf af því bóluefni. cool

Þorsteinn Briem, 25.3.2021 kl. 09:16

3 identicon

ESB var ekki með neinn samning við okkur um að sjá til þess að bóluefnaframleiðendur í ESB löndum afgreiddu okkur á undan ESB, þvert á samninga þess við bóluefnaframleiðendur. Og ESB gætir hagsmuna ESB landa, það er hlutverk þess og tilgangurinn með tilveru þess.

ESB er með samning við okkur um að sjá til þess að við fáum bóluefni afgreidd eins og ESB ríkin. Sá samningur stendur og verður efndur. Og ESB er með samning við bóluefnaframleiðendur sem veitir ESB vissan forgang en bóluefnaframleiðendur hafa hingað til hundsað.

ESB er ekki að brjóta neina samninga með því að þvinga bóluefnaframleiðendur innan ESB til að standa við gerða samninga við ESB og afgreiða það sem samið hefur verið um og borgað fyrir áður en aðrir eru afgreiddir.

Vagn (IP-tala skráð) 25.3.2021 kl. 09:51

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú er komið að því að Íslendingar eigi að segja EES samningnum upp áður en hann veldur meiri skaða en hann hefur nú þegar gert.....

Jóhann Elíasson, 25.3.2021 kl. 10:11

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vagn, ESB setti Ísland á lista yfir lönd sem ekki mætti afgreiða bóluefni til. Um það er ekki deilt. Eftir að forsætisráðherra sendi bréf til Ursulu von der Leyen, var þessi tilskipun dregin til baka, munnlega. Enn er Ísland á listanum!

Hvergi kemur fram í mínum pistli að ESB hafi lofað okkur einhverju meiru magni en þjóðum ESB. Hins vegar var gert samkomulag um að við myndum fá hlutfallslega sama magn og þær. Það samkomulag var brotið, þó síðan hafi verið dregið í land. Þó var einungis talað um að núverandi dreifingaráætlun muni halda. Um framhaldið er ekki vitað.

Bóluefnaframleiðendur keppast við að framleiða bóluefni. Afkastagetan er ekki næg ennþá, enda vilja allir fá sem mesta sem fyrst. Framferði ESB gagnvart þeim er virkilega ámælisverð. Það voru fleiri en ESB sem gerðu samninga við framleiðendurna og ef allir höguðu sér eins og ESB gerir, væri skollin á heimsstyrjöld.

Framleiðendurnir hafa gefið út hvernig þeir dreifa efninu, eftir framleiðslugetu. Þar er horft til þess hvenær samningar voru gerðir og magn þeirra. Þeir sem gerðu fyrstu samningana eru fremstir í röðinni og reynt að deila efninu hlutfallslega eftir magnpöntun. ESB var einfaldlega síðast til að gera samninga við framleiðendurna og pöntuðu allt of lítið magn í fyrstu samningum. Því á ESB enga kröfu umfram aðra til bóluefnaframleiðenda.

Þetta framferði framkvæmdastjórnar óttast ég.

Gunnar Heiðarsson, 25.3.2021 kl. 16:06

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jóhann

EES samningurinn hefur, eins og allir samningar, kosti og galla.

Margir hafa fengið væn laun við að skoða þennan samning, gegnum árin. Bæði uppgjafa pólitíkusar sem og skrifstofublækur. Sammerkt með öllum þeim skýrslum sem gefnar hafa verið út um EES samning er, að "rannsakendur" horfa einungis til kosta hans, líta alfarið hjá ókostunum. Því hefur aldrei verið gerð fullkomin könnun á því hvort vegur hærra, kostir eða ókostir þessa samnings.

Þegar samningurinn var gerður var um viðskiptasamning að ræða. Enda Evrópu bandalagið allt annars eðlis en Evrópusambandið er í dag. Það er mikill eðlismunur á bandalagi þjóða eða sambandi þeirra. Það sér hver maður. Það er spurning hvort ekki hefði þurft að taka EES samninginn upp þegar eðli samstarfs nokkurra Evrópuríka breyttist, hvort EES samningurinn sé í raun gildur í dag.

En verst er þó að þegar þessi samningur var samþykktur á Alþingi, var það gert með minnsta mögulega meirihluta og einungis vegna þess að fullyrt var að hann gengi ekki í berhögg við íslenska stjórnarskrá. Þjóðin fékk engu um þetta ráðið, enda vissu þáverandi valdhafar að meðal hennar var tæplega meirihluti. Ekki liðu mörg ár frá samþykkt hans er farið var að tala um að breyta stjórnarskránni, svo hún félli nú að þessum samningi. Í dag er hætt að ræða það, stjórnarskráin einfaldlega þverbrotin í lok hvers þingtímabils, þegar tilskipanir eru afgreiddar á færibandi Alþingis, án nokkurrar skoðunar.

En já, það er kominn tími til að segja þessum samningi upp og þó fyrr hefði verið. Jafnvel þó finna megi ýmsa kosti hans eru ókostirnir farnir að lama hér allt. Reglugerðafarganið frá ESB búið að yfirtaka hér allt, með tilheyrandi bólgnun ríkisbáknsins, sem þó nær ekki nokkurri yfirsýn yfir það.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 25.3.2021 kl. 16:28

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir fyrir vel ígrundað svar, eins og þín er von og vísa....

Jóhann Elíasson, 25.3.2021 kl. 16:42

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hér er svo listinn frá ESB, hann er enn inni á heimasíðu þeirra:

*List of countries included: Albania, Armenia, Azerbaijan, Belarus, Bosnia and Herzegovina, Georgia, Israel, Jordan, Iceland, Lebanon, Libya, Liechtenstein, Montenegro, Norway, North Macedonia, Serbia and Switzerland.

Gunnar Heiðarsson, 25.3.2021 kl. 17:16

9 identicon

ESB samdi um forgang þegar lán og styrkir voru veittir framleiðendum snemma á þróunarferlinu. Löngu áður en dropi af bóluefni var til og farið var að semja um tímasetningar. Mörgum mánuðum á undan þeim sem bóluefnaframleiðendur hafa verið að afgreiða.

Samkomulagið við ESB heldur og verður efnt. Bannið nær aðeins til þess sem bóluefnaframleiðendur vilja selja framhjá forgangi ESB og hafa verið að selja.

Eina samningsbrotið í öllu þessu er brot bóluefnaframleiðenda sem nú geta ekki selt og flutt út bóluefni sem ESB keypti forgang að nema með leyfi ESB. Þeir sem sömdu síðsumars, haust og í vetur um magn og afhendingardaga þurfa nú að bíða meðan bóluefnaframleiðendur virða forgang ESB sem þeir hafa hingað til hundsað.

Vagn (IP-tala skráð) 25.3.2021 kl. 21:16

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rangt að esb hafi gert einhverja samninga samhliða styrkveitingu til þróunar bóluefnis, Vagn.

Og það voru fleiri ríki sem styrktu þá þróun, sum hlutfallslega mun meira en esb. Þar má nefna Bretland, Kanada og Bandaríkin sem helstu styrktaraðila bóluefnaframleiðenda. Reyndar voru Bandaríkjamenn fyrstir til slíkrar aðstoðar.

Því hefur esb engar forsendur umfram aðra til að krejast forgangs, þvert á móti.

Gunnar Heiðarsson, 26.3.2021 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband