Já Ísland, eða þannig

Til er hópur fólks hér á landi sem kallar sig "já Ísland". Réttnefni þessa hóps ætti auðvitað að vera "nei Ísland", þar sem markmið þessa hóps er að koma Íslandi undir erlend yfirráð og skerða þannig sjálfsstæðið, eða "deila því" eins og talsmenn hópsins hafa stundum nefnt.

Ljóst er að þessi hópur ætlar sér stóra hluti í næstu kosningum. Beitt er öllum tiltækum ráðum, aflóga stjórnmálamenn og fyrrverandi ráðherrar eru dregnir upp á dekk og látnir skrif margar greinar í fréttamiðil hópsins, Fréttablaðið. Stjórnmálaflokkur hópsins, Viðreisn, lætur sitt ekki eftir liggja í umræðunni, en allir vita tilurð þess stjórnmálaflokks.

Efnisleg rök hópsins eru enn jafn ódýr og áður og jafn fá. Þar er einkum rætt um evruaðild. Notað er tækifærið þegar yfir heiminn gengur óværa sem lamað hefur allt athafnalíf, með tilheyrandi vandræðum fyrir flestar þjóðir. Þessu hefur fylgt að krónan okkar hefur lækkað nokkuð í verðgildi miðað við evruna, en þó ekki meira en svo að kannski megi tala um leiðréttingu.

Síðast þegar þessi hópur lét til sín taka hafði annað áfall gengið yfir heimsbyggðina. Ísland fór verr út úr því áfalli en margar aðrar þjóðir, enda hafði bönkunum verið komið í hendur glæpamanna, sem svifust einskis. Það hafði verið gert í krafti EES samningsins, sem Alþingi samþykkti með minnsta mögulega meirihluta án aðkomu þjóðarinnar.

Þessi hópur þagnaði þó fljótt þegar hagur landsins okkar fór snarlega að vænkast, mun hraðar en hjá öðrum löndum. Þar kom krónan okkur til hjálpar. Þá var ekki stemmning fyrir orðræðu hópsins og hann lét lítið á sér bera. Stjórnmálaflokkurinn hafði hins vegar verið stofnaður og lenti í hálfgerðri tilvistarkreppu, gat ekki talað um hugðarefni sitt og fór því að stunda popppúlisma af heilum hug. Vart mátti koma fram frétt um eitthvað sem betur mátti fara án þess að þingmenn flokksins stykkju fram í fjölmiðla eða tóku það upp á Alþingi. Það ástand varir enn.

Undanfarna daga hafa svokallaðir stjórnarskrársinnar látið mikið til sín taka. Heimta einhverja stjórnarskrá sem aldrei var samin, einungis sett mikið magn fallegra orða á blað og þjóðin spurð hvort notast ætti við þann orðaforða við gerð nýrrar stjórnarskrár. Ferlið um breytingu stjórnarskrár hófst að frumkvæði þáverandi formanns Samfylkingar, sem hafði náð því að gera formann annars stjórnmálaflokk að einum stærsta lygara þjóðarinnar, og sótt um aðild að ESB. Eitt stóð þó í veginum, en það var gildandi stjórnarskrá. Þann stein þurfti að taka úr götunni og upphófst þá eitthvert mesta sjónarspil sem um getur og stendur það enn. Allt til að Ísland geti orðið hjálenda ESB.

Á þeim tíma er já Ísland lét mest til sín taka í umræðunni, eftir hrun, voru stofnaðir nokkrir aðrir hópar þeim til andsvars. Því miður virðist lítið heyrast frá þeim í dag, þó þessi landráðahópur ríði nú röftum í fjölmiðlum landsins. Fari fram sem horfir mun sjálfstæði landsins verða að veði eftir næstu kosningar.

Því er full ástæða til að kalla upp á dekk alla þá sem unna sjálfstæði þjóðarinnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góð grein að vanda,vonandi verðurðu ekki leiður að ég kem hér og tek heilshugar undir með þér. Ég á von að margir geri slikt hið sama á morgun,okkur vantar foringja. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2020 kl. 03:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það á sem sagt að vorkenna þeim sem vilja halda í mörlensku krónuna. cool

28.8.2020:

"Greiðslur af óverðtryggðum hús­næðislán­um gætu hækkað veru­lega ef stýri­vext­ir Seðlabank­ans þokast aft­ur upp á við. cool

Á þetta bend­ir Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

Sí­fellt fleiri taka óverðtryggð lán með breyti­leg­um vöxt­um, bæði þeir sem standa í hús­næðis­kaup­um og þeir sem end­ur­fjármagna eldri skuld­ir.

Rann­veig seg­ir ánægju­efni að fólk nýti sér lækk­andi vaxta­stig en ít­rek­ar að fólk þurfi að gera ráð fyr­ir því að greiðslur geti hækkað um­tals­vert.

Þannig hafi til dæmis komið fram að "hlut­laus­ir" stýri­vext­ir [Seðlabanka Íslands] væru um 4,5%, eða 3,5% hærri en nú­ver­andi meg­in­vext­ir bank­ans. cool

Í út­reikn­ing­um, sem Morg­un­blaðið hef­ur látið taka sam­an og birt­ir eru í blaðinu í dag, gætu greiðslur af meðal­hús­næðisláni hæg­lega hækkað um 50% ef vaxta­stig myndi hækka með fyrr­greind­um hætti."

Afborganir gætu hækkað um 50%

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%. cool

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá þremur mánuðum upp í rúm fjögur ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

26.8.2020:

Gengislækkun íslensku krónunnar eykur verðbólgu

28.8.2020:

Verðbólgan hér á Íslandi komin í 3,2%

29.9.2020:

Enn eykst verðbólgan hér á Íslandi og nú komin í 3,5%

Evrópusambandsríkin, til að mynda Þýskaland, Frakkland og Spánn, eru stærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir og við Íslendingar flytjum einnig mest inn frá Evrópusambandsríkjunum.

Frá síðustu áramótum hefur gengi íslensku krónunnar hrunið gagnvart evrunni um 20%. cool

Á sama tímabili hefur gengi evrunnar hins vegar hækkað um 7% gagnvart breska pundinu og 5% gagnvart Bandaríkjadal.

Stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu, eru og hafa alltaf verið miklu lægri en stýrivextir Seðlabanka Íslands og verðbólgan hefur verið miklu minni á evrusvæðinu en hér á Íslandi.

28.8.2020:

"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera. cool

Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."

"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi." cool

Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund

Þorsteinn Briem, 16.10.2020 kl. 03:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland og Noregur eru de facto í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu. cool

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða." cool

En enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins. cool

Þorsteinn Briem 17.2.2015:

Hér á Íslandi hafa nú verið gjaldeyrishöft í tæp sjö ár.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku viðskiptabankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti. cool

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi." cool

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð." cool

19.8.2018:

"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins [nú Miðflokksins].

Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.

Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.

Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.

"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."

Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands. cool

Þorsteinn Briem, 16.10.2020 kl. 04:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir Helga

Gunnar Heiðarsson, 16.10.2020 kl. 05:27

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég nennti nú ekki að grand lesa allt sem þú coperar inn í athugasemdakerfið hjá mér Þorsteinn, en sýnist megnið af því falla undir þá skilgreiningu er ég nefni pistlinum; fá rök og ódýr. Enda margt af því sem þú setur þarna inn ættað úr skrifum aðildarsinna gegnum árin. Eru því jafn vitlaus nú sem áður.

Gunnar Heiðarsson, 16.10.2020 kl. 05:33

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabæturcool

Þorsteinn Briem, 16.10.2020 kl. 06:03

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Kjör okkar ráðast fyrst og fremst af því hversu mikla verðmætasköpun við getum búið til í landinu Þorsteinn og hvað við getum flutt mikið  af þeim verðmætum úr landi. Tekjuöflun þjóðarbúsins. Afnám verðtryggingar kemur ekkert ESB aðild við.

Gunnar Heiðarsson, 16.10.2020 kl. 06:36

8 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek heilshugar undir allt sem þú segir Gunnar.

En myndin lýtur nú ekki vel út varðandi hvað skal kjósa.

Gamli Sjálfstæðisflokkurinn er horfinn og orðin að

einhverju dúkkulísu fyrirbrigði sem BB hefur engva stjórn á.

VG,Samfó,Píratar og Viðreisn er einn og sami drulluhaugurinn

með fjögut nöfn. Framsóknarmaddaman bíður venjulega eins og

portkona úti í horni, tilbúin fyrir hvern sem er fyrir stól

á þingi. Þetta er ekki gæfulegt eða hitt þó heldur.

Eins og staðan er í dag virðist SDG vera eini valkosturinn

og þorir að láta "Ybbana" heyra það, þeim til mikils angurs

vegna þess að hann hefur rétt fyrir sér.

Ég held að það sé nokkuð ljóst hvað kýs.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.10.2020 kl. 15:13

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Steini Briem er í uppáhaldi hjá mér vegna þess hversu fallega hann lýsti ástinni á Þingvöllum einn fagran morgun.Hann ætti að halda sig fagurbókmenntir en ekki þykjast vera með eitthvað vit á efnahagsmálum sem eru einskonar lokuð bók fyrir honum.

En þessir gengisspekingar sem heimta upptöku Evru ættu að minnast þess að hún kostaði 185 kr í ooktóber 2009þ Nú kostar hún 163. Þewir gleyma kostum krónunnar okkar þar sem hagvaxtarfasinn hjá okkur er allur annar en í ræflasambandi gömlu Evrópu. Bara af því að við erum sjálfstæð þjóð

Halldór Jónsson, 16.10.2020 kl. 15:34

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Hjaltested

Halldór Jónsson, 16.10.2020 kl. 15:35

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Sigurður

Það er rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkur er ekki svipur hjá sjón. Það er þó ekki vegna þess að hin gamla sjálfstæðisstefna flokksins sé orðin úrelt, heldur vegna þess að kjósendur flokksins hafa ekki haft hemil á forustu sinni. Það má laga.

Stofnun Viðreisnar var einskonar uppskurður á flokknum þar sem krabbamein átti að fjarlægja. Því miður varð nokkuð eftir af því krabbameini og það sem verra er, þeir einstaklingar hafa náð að gera sig gildandi innan flokks. Því er verk að vinna hjá kjósendum Sjálfstæðisflokk, að ljúka þeirri aðgerð sem hófst með stofnun Viðreisnar og koma þeim frá völdum innan Sjálfstæðisflokksins sem skaða hann. Kratar og sjálfstæðissinnar eiga ekki samleið.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 16.10.2020 kl. 15:42

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Það stoðar víst lítt að reyna að snúa Steina, enda oft erfitt að fólk til að skipta um trúarbrögð. Sér í lagi ef trúin er heit.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 16.10.2020 kl. 15:44

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Og takk fyrir þessi skrif Gunnar Heiðarsson

Halldór Jónsson, 16.10.2020 kl. 15:57

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill Gunnar.

Steini er bæði góður í fagurbókmenntun og að undirstrika hvað skiptir Íslendinga máli í athugasemdum sínum. Ég er ekki frá því að hann sé laumu fullveldissinni.

Varðandi íslensku krónuna er rétt að hafa það í huga að Íslendingar komust hvorki með skandinavíska ríkisdalnum né dönsku krónunni út úr moldakofunum og urðu að skipta á þurrkuðum fiski og ull á sléttu fyrir strútsfjaðrir og striga. 

Þó svo að íslenska krónan hafi fallið um 99.97% síðan hún var tekin upp 1919 þá skiptir það nákvæmlega engu máli, hún er skráð eins og íbúum landsins hentar.

Magnús Sigurðsson, 16.10.2020 kl. 17:40

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær grein Gunnar og tek ég undir hvert einasta orð í henni.  Varðandi krónuna, þá er efnahagsástandið hér á landi alls ekki henni að kenna, heldur hefur hagstjórnin verið algjörlega út í hött alveg frá lýðveldisstofnun og oftast ráðist af hagsmunagæslu og spillingu.

Jóhann Elíasson, 17.10.2020 kl. 11:15

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek einn Steina á þetta, þótt ekki þurfi annað en einn link til að sýna fram á ástæður málsins.

https://www.visir.is/g/2009864224d

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2020 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband