Kjarkleysi, getuleysi og undanlátsemi

Austur í Öræfum hélt VG flokkráðsfund um helgina. Á fundinum hélt formaður flokksins ræðu, eins og tíðkast á slíkum fundum. Í þessari ræðu sinni, undir kjörorðinu "þora, geta og gera", fór formaðurinn um víðan völl, ræddi um stefnu flokksins í flestum málaflokkum. Af fréttum að ráða var sem þar færi stjórnmálamaður í atkvæðaleit, eins og hún væri komin í einhvern kosningaham, en ekki starfandi forsætisráðherra sem alla ábyrgð ber á stjórn landsins.

Á þessum fundi voru auðvitað samþykktar ýmsar ályktanir. Sú sem mest kom á óvart var ályktun um orkumál, en hún hljóðaði upp á að hætt yrði við áform um sölu á orku til útlanda um sæstreng. Þessi ályktun skítur nokkuð skökku við, af tveim ástæðum.

Í fyrsta lagi vinnur ríkisstjórn Katrínar að því hörðum höndum að Alþingi samþykki orkupakka 3 frá ESB, en hann færir vald yfir orkunni frá ríkisstjórn og þingi yfir til yfirþjóðlegra stofnana. Hvernig þetta tvennt fer saman , að færa valdið yfir orkunni frá landinu en á sama tíma að ætla að halda því valdi, er með öllu óskiljanlegt. Ekki hefur komið fram í fréttum hvernig umræðan um þessa ályktun fór fram, hver flutti hana eða hvaða skoðun fundarmenn höfðu um hana. Hvort þarna eru skilaboð frá flokknum til formannsins að hætta við áform um samþykkt op3.

Í öðru lagi er þessi ályktun nokkuð umhugsunarverð. Í umræðum á Alþingi um op3 hafa stjórnarliðar klifað á því trekk í trekk að ekki standi til að leggja sæstreng til annarra landa. Hvernig er hægt að hætta við það sem ekki er ætlunin að gera?! Kannski forsætisráðherra skýri það fyrir okkur velsælum kjósendum!

Allt tal um þor, getu og framkvæmd er því sem hjómið eitt. Í samskiptum stjórnvalda við erlend öfl opinberast kjarkleysi, getuleysi og undanlátsemi!       


mbl.is Þurfum alltaf að bera loftslagsgleraugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tvískinnungurinn hjá þessu liði er svo yfirgengilegur að maður fær exem og grænar bólur á ra....... í hvert skipti, sem hugurinn hvarflar að þessu lið, sem betur fer gerist það ekki oft......

Jóhann Elíasson, 1.9.2019 kl. 09:15

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er orðið nauðsynlegt að fá afrit af fundargerð sameiginlegu EES nefndarinnar þeas. þegar íslendingar báðu um undanþágur frá orkupakkanum en fengu ekki. Það hljóta að vera einhverjar skýringar í fundargerðinni " HVERS VEGNA EKKI".

Þessi fundargerð er nauðsynlegt að fá fram í ljósi þeirrar umræðu sem átt sér hefur stað á Alþingi þar sem einbeittur vilji Ríkisstjórnar hefur komið fram um að samþykkja Orkupakka 3.

Maður veltir fyrir sér hvort einhverjar hótanir hafi verið hafðar uppi þ.e. ef íslendingar samþykkja ekki pakkann. 

Eggert Guðmundsson, 1.9.2019 kl. 11:38

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Jóhann.

Það má svo sem skoða þessa fundargerð, Eggert. Ekki að það breyti svo sem miklu. Hafi hótanir átt sér stað þá og fulltrúar okkar lyppast niður, sannar það eitt að kjarkleysið er algjört.

Að ekki skuli vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til að standa vörð þjóðarinnar, er með eindæmum.

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2019 kl. 14:24

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Rakst á þessa athugasemd vegna fréttar um 3 orkupakkann sem skrifuð var af Mörtu Bergmann -

"Norður í Skagafirði stendur lítill minnisvarði þar sem Örlygsstaðabardagi var háður. Á honum stendur ártalið 1238 og Brot þjóðveldisins. Skömmu eftir Örlygsstaðabardga misstu Íslendingar stjórn á eigin málum. Aldir tók að endurheimta sjálfstæðið. Núna á mánudaginn verður annað brot á sjálfstæðinu framið. Sama ástæða erlendur undirlægjuháttur og draumur um auð og viðurkenningu fárra manna. Í samræmi við fyrri hefð væri því réttast að úthluta núverandi ráðamönnum "jarlstign Evrópusambandsins". Svo gætum við hin pöpullinn (populistarnir) látið reisa annan stein á Austurvelli til minningar annað niðurlag þjóðarinnar árið 2019."

Eggert Guðmundsson, 1.9.2019 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband