Hvað skal kjósa?

Nú eru innan við tvær vikur til kosninga og enn hafa frambjóðendur ekki minnst á stóru málin. Það er rifist um dægurmál líðandi stundar, sama hversu smá þau eru. Athugasemdir samfélagsmiðla virðast ráða orðum frambjóðenda.

Enn hefur ekkert verið rætt um orkupakka4, ees/esb samstarfið eða neitt sem máli skiptir fyrir framtíð okkar lands. Ekki er rætt um vindmillubarónana sem flykkjast til landsins og vilja leggja undir sig hvern hól fyrir vindmilluófreskjur, ófreskjur af þeirri stærð að fólki er framandi. Það er ekkert rætt um erlenda auðjöfra sem kaupa hér bújarðir, gjarnan til að komast yfir laxveiðihlunnindi sem þeim fylgja. Þá forðast frambjóðendur að segja hug sinn til hálendisþjóðgarðs, vilja sennilega ekki styggja þann flokk sem að líkindum mun ráða hvernig stjórnarsamstarf verður eftir kosningar. 

Það er einungis einn flokkur, Miðflokkurinn, sem hefur rætt þessi mál, mál sem skipta framtíð okkar mestu. En þar sem fjölmiðlar landsins virðast hafa bundist höndum um að útiloka þann flokk frá pólitískri umræðu fyrir þessar kosningar, koma frambjóðendur þess flokks illa frá sér boðskapnum. Einungis einn fjölmiðill virðist standa frambjóðendum Miðflokks opinn, Bændablaðið. Sá miðill gerir ekki greinarmun á stjórnmálastefnu þeirra sem þar vilja láta ljós sitt skína. Allir fá þar áheyrn. Enda eini alvöru fjölmiðill þessa lands.

Með sama áframhaldi, meðan frambjóðendur vilja ekki eða þora ekki að gefa upp sína stefnu í stóru málunum, meðan þeir forast í smámálum dagsins í dag, er ekki nema einn flokkur sem kemur til greina að kjósa, það er sá flokkur sem þorir að nefna stóru málin, þorir að taka afstöðu til framtíðar og lætur ekki hversdagsleg dægurmál draga sig niður í svaðið.

Kjósendur, skoðið stefnumál flokkanna. Allir flokkar nema Miðflokkur eru með nákvæmlega sömu stefnu, froðu um ekki neitt. Þar er enginn munur á Sjálfstæðisflokki eða VG né neinum flokk þar á milli. Sjálfstæðisflokkur er kominn á fulla ferð í auglýsingum, þar sem sömu málum er lofað og fyrir síðustu kosningar, kosningarnar þar á undan og kosningarnar.... Það sama má segja um Samfylkingu, þó forustan láti minna metna innan flokksins um að halda uppi merki aðildarumsóknar og evru. Forusta þess flokks veit að það er gott að geta verið beggja megin borðsins og lætur því þá sem mega missa sig um erfiðu málin. Viðreisn er að festast í evru rugli og ESB aðildarumsókn. Það kemur ekki á óvart, enda flokkurinn flís frá Sjálfstæðisflokki vegna þess máls. Framsókn er farinn að hlaupa um skóga. Formaðurinn ætlar að fjárfestra í fólki. Daginn sem hann færði þjóðinni þann boðskap, afhenti hann vegagerðinni smá auka milljónir, til að setja upp klósett hringinn í kringum landið. Hvernig næsta fjárfesting formannsins verður, verður gaman að sjá.  Um Pírata þarf ekkert að ræða, þeir eru bara píratar. Flokkur fólksins á erindi á þing, þó ekki sé nema vegna þess eina máls sem hann er stofnaður um. Hann verður þó aldrei ráðandi á þingi. Svo skulum við bara biðja guð að forða okkur frá því að kapítalistarnir sem kalla sig sósíalista komist á þing.

Það ætti ekki að vera erfitt fyrir hugsandi fólk að kjósa, einungis einn flokkur sem kemur til greina. Fyrir hina getur vandinn orðið meiri, enda fátt sem skilur forarflokkanna í sundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Jamm

Íslenski hesturinn hefur fimm gangtegundir, en íslenska ríkisstjórnin aðeins þrjár: Seinagang, vandræðagang og aulagang..

.Kjósum Íslenska Hestinn !

XM

Haukur Árnason, 12.9.2021 kl. 23:49

2 identicon

Það stendur nú aðeins í mér að Miðflokkurinn skuli stökkva á sama lýðskrumsvagninn og flestir hinna að lofa peningum upp úr vösunum á útgerðinni. Að hana skuli skattleggja meir en önnur fyrirtæki þessa lands. 

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.9.2021 kl. 08:55

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Amen á eftir efninu!

Jón Þórhallsson, 13.9.2021 kl. 10:18

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Miðflokkrinn stekkur ekki hann er vakur eins og þarfast þjónninn og skilar mörg þúsund hestöflum án þess að svitna,þegar Ísland kallar.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2021 kl. 00:59

5 identicon

Sæll Gunnar.

Í Grindavík er ekkert vandamál með
hvað skuli kjósa, - menn láta andaglasið um það!

Ekki er gott að nota svokallaðan borðdans við þetta
enda eru þetta þvílíkar kosningafrenjur í handanlífinu
að allt leikur á reiðiskjálfi, - og afar lítið eftir
af borðum sem sjálfstæðir Grindvíkingar geta verið stolltir af.

Húsari. (IP-tala skráð) 15.9.2021 kl. 17:33

6 identicon

Sæll aftur!

Ein er sú spurning sem andaglasið ræður alls ekki við
en hún er hvernig á því geti staðið í lýðræðisríki
að kl. 00.00.00, þegar menn verða sjötugir þá
verða skoðanir þeirra á öllum hlutum og þar með talin pólitík
ekki virtar viðlits; þeir hinir sömu mynda safnheitið gamalmenni
og yfirleitt er það látið nægja í stað nafns og kennitölu nema þegar ættingjar þurfa á peningum að halda.

Hef aldrei fengið nein haldbær rök fyrir þessu undri,
ekki frekar en því undri sem framar gengur þessu en það er
ap ALLIR stjórnmálaflokkar hafa samþykkt þetta fyrirkomulag
með þegjandi þögninni, þeim er greinilega slétt sama þótt þetta agalega,heimska,heimtufreka og grálúsuga pakk sæti mannréttindabrotum
af þessu tagi.

Verði þeim að því þegar talið verður uppúr kössunum!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.9.2021 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband