Færsluflokkur: Bloggar
Hvers vegna Ísland
6.2.2023 | 11:01
Hvað veldur því að erlendir aðilar sækjast svo mjög eftir landi undir vindorkuver, hér á landi? Ekki er það vegna orkuverðsins, svo mikið er víst og varla verður það skýrt með hugmyndum um vetnis og rafeldsneytisverkmiðjur. Þær þurfa stöðuga orku, ekki raunhæft að keyra þær bara þegar vindur blæs. En hvað hangir þá á spýtunni? Hvers vegna að reisa hér vindorkuver í stórum stíl?
Þarna kemur einkum tvennt til, sæstrengur til meginlandsins og þannig tenging orkukerfis okkar inn á "alvöru" orkumarkað, markað sem er óseðjandi með háu orkuverði. Hitt atriðið vegur þó kannski þyngra, en það eru peningar. ESB hefur þegar eyrnamerkt mikla fjármuni sem styrki til vindorkuverkefna á Íslandi, eða um 3.2 milljörðum evra (um 500 milljörðum íslenskra króna). Það er því eftir miklu að slægjast og mikilvægt að komast framarlega í röð styrkumsækjenda.
Eitt er þó alveg á hreinu, þessir aðilar eru ekki að hugsa um hag lands og þjóðar og enn síður um íslenska náttúru. Þeir eru ekki heldur með hugann við minnkun co2 í andrumslofti. Þeirra hugur liggur allur að því hvernig hægt er að græða sem mest á þessu brölti. Þegar í boði eru styrkir af þeirri gráðu sem okkur landsmönnum eru framandi og þegar ljóst er að mun auðveldara er að fá heimild til tengingar okkar orkukerfis við orkukerfið á meginlandinu, er Ísland að sjálfsögðu einn besti kostur sem þekkist, hér á vesturhveli jarðar. Auðvelt að snúa pólitíkusum um fingur sér að ekki sé nú talað um hversu lítið fjármagn þarf til að fá fjársvelta bændur og fjársvelt sveitarfélög á sitt band. Og ekki er verra þegar ráðherrar eiga lönd sem eru föl undir ósómann.
Ætla ekki að tala um hreinleik vindorkuvera í þessum pistli en bendi á að vindorkuver flokkast nú í sama flokk og olíukynnt raforkuver. Gasorkuver er talið hreinna fyrir náttúruna en vindorkuver. Þar kemur margt til en þó er ekki rætt um örplastmengun vindtúrbína í þeirri flokkun.
Það er erfitt að sjá tilganginn í því að eyða hér stórum hluta náttúrunnar og upplifun af perlum hennar, í nafni loftlagsins. Að gera Ísland að ruslakistu í þeim tilgangi. Sér í lagi þegar nota á stórmengandi risastórar vindtúrbínur, í hundruðum talið, til þess verkefnis. Hver er þá hagurinn?
Ég er ekki með loftlagskvíða, einfaldlega vegna þess að hiti jarðar sveiflast upp og niður og ekkert sem við getum við því gert. Vonandi hlýnar eitthvað meira áður en kólna tekur á ný. Ég er hins vegar með kvíða yfir því hvernig við umgöngumst jörðina okkar. Þar má margt bæta. Samfara gífurlegri fólksfjölgun hefur sóðaskapur gagnvart jörðinni margfaldast og sóun á öllum sviðum mikil. Verr er þó að í nafni loftlagsins er verið að tæma ýmsar náttúruauðlindir sem eru af takmörkuðu magni til á jörðinni, hleypa út í andræumsloftið baneitruðu gasi sem er margfalt hættulegra en CO2 og sleppa gígatísku magni af örplasti út í náttúruna. Þeir sem það stunda reyna að telja okkur trú um að með því sé verið að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir, þegar í raunin er verið að sóa enn frekar auðlindum jarðar og sóða hana enn frekar, verið að vinna að því hörðum höndum að gera jörðina óbyggilega fyrir næstu aldamót.
Hvenær ætlar skynsemin að vakna í höfðum stjórnmálamanna? Það hefur stundum heyrst að við sem berjumst gegn vindorkuverum, á þeim skala sem til stendur að byggja hér á landi, séum eins og Don Kíkóti. Það er þó ekki allskostar rétt. Sú sögupersóna barðist gegn vindmillum af því hann hélt þær vera riddarar óvinarins. Honum var lítt ágengt. Við berjumst gegn ofurvindorkuverum, af því þetta eru ofurvindorkuver. Þar er engin tálsýn. Hitt er kannski umhugsunarvert að meðan heimurinn er á heljarþröm, hugsa þjóðarleiðtogar heims um það eitt að berjast gegn byggingarefni alls lífs á jörðinni, CO2. Þar mætti hugsa sér að Don Kíkótar væru á ferð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
TF-SIF
3.2.2023 | 16:32
Mikið er rætt um áætlaða sölu á einu flugvél Landhelgisgæslunnar og virðist sem ráðherra sé þar nokkuð einn á báti. Helstu rök hans fyrir sölunni er hversu lítið hún er notuð hér á landi, hafi að mestu verið í verktöku suður í höfum. Eitt er alveg víst, meðan vél er suður í höfum flýgur hún lítið hér við land, þannig að þar er kannski skýringin einfaldari en ráðherra telur.
Þegar farið var að leigja flugvél Landhelgisgæslunnar til landamæravörslu á Miðjarðarhafinu, urðu einnig miklar umræður um tilvist þessarar flugvélar og hvert skylduverkefni hennar væri. Rökin þá, fyrir þeirri leigu, voru að þannig skapaðist tekjulind af vélinni, tekjur sem kæmu fjársveltri Landhelgisgæslunni til góða. En nú skal þessi tekjulind tekin af stofnuninni, með einu pennastriki. Einnig skal með sama pennastriki skert varsla landhelginnar og viðbrögð við náttúruvá landsins. Þó vélin sé að mestu við Miðjarðarhafið tekur ekki nema örfáa klukkutíma að fljúga henni heim, sé þörf á. En auðvitað á hún ekki að þurfa að dveljast þar syðra, hún á alltaf að vera til taks hér á landi.
Tekjuvandi Landhelgisgæslunnar er eitthvað sem maður man alla tíð. Þó myndu flestir vilja að rekstur hennar yrði stór aukinn. Það er ekki bara landhelgin sem hún ver, það er ekki bara fiskiskipin sem treysta á hjálp frá henni, heldur fer ekki síður stór hluti af starfsemi Gæslunnar til leitar og björgunar á landi. Landhelgisgæslan er okkar öryggisnet þegar á bjátar. En til að svo megi vera með sóma, þarf aukið fjármagn og það segja stjórnmálamenn að sé ekki til.
Í síðustu fjárlögum var framlag til Gæslunnar aukið um heilar 600 milljónir og dugði ekki til. Þessi upphæð er reyndar hlægileg, þegar mið er tekið af því hvernig fjármunum er annars ráðstafað af stjórnvöldum. Sem dæmi hækkaði eitt verkefni um 50 milljarða, bara rétt sí svona. Það verkefni sneri þó ekki að björgun úr lífsháska, vörnum landsins eða viðbrögðum við náttúruvá, það verkefni er einungis til þess að borgarstjóri og Samfylking geti efnt sín kosningaloforð!
![]() |
Mikilvægt að halda sannleikanum til haga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Votlendissjóður - RIP
3.2.2023 | 01:18
Þann 30. apríl 2018 tók Votlendissjóður formlega til starfa. Verndari sjóðsins var forseti Íslands. Nú er staða sjóðsins óræð, framkvæmdastjórinn rekinn og ekki víst hvort eða hvenær sjóðurinn getur tekið til starfa að nýju.
Á heimasíðu Votlendissjóðs segir að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun, rekin á framlögum frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Þegar skoðað er hver þessi samfélagslegu ábyrgu fyrirtæki eru, samkvæmt sömu heimasíðu, sést að flest fyrirtækin sem þar eru nefnd, eru fyrirtæki sem geta sett þennan stuðning beint út í selda vöru eða þjónustu. Það eru því ekki þau fyrirtæki sem halda sjóðnum uppi, heldur þeir einstaklingar sem neyðast til að versla við þau.
En nóg um það. Hver er svo vandi sjóðsins í dag? Jú, honum hefur ekki enn tekist að fá vottun á sölu kolefnisbréfa. Þau fyrirtæki sem hingað til hafa talið sig vera að kaupa þar vottaða vöru, standa nú uppi með að hafa verið plötuð. Og auðvitað lendir sá kostnaður einnig á þeim einstaklingum er þurfa að versla við þau fyrirtæki. En hvers vegna hefur sjóðnum ekki tekist að fá slíka vottun, á tæplega fimm ára starfstíma sjóðsins? Ekki hefur vantað á yfirlýsingar frá sjóðnum um ágæti endurheimt votlendis. Þar hafa kannski yfirlýsingarnar verið nokkuð djarfar og jafnvel litast meira af óskhyggju en staðreyndum.
Þegar sjóðurinn hóf göngu sína vísuðu forsvarsmenn hans gjarnan til rannsókna, máli sínu til bóta. Þær rannsóknir hafa hins vegar ekki verið opinberaðar landsmönnum og þegar eftir er gengið er talað um erlendar rannsóknir og nú undir það síðasta vitnað til innlendrar rannsóknar frá áttunda áratug síðustu aldar. Ekki man ég til að mikið hafi verið spáð í losun á koltvístring úr jörðu á þeim tíma, en vel getur verið að einhver rannsókn hafi verið gerð þá. Út frá þessum "rannsóknum" öllum, hefur sjóðnum tekist að telja fólki trú um að losun á framræstu landi sé svo mikil að sennilega mætti rækta þar tómata yfir vetrartímann.
Framræsla lands hér á landi lauk að mestu í byrjun níunda áratug síðustu aldar, hafði reyndar dregið verulega úr henni nokkru fyrr. Frá þeim tíma hafa flestir skurðir, sem ekki eru umhverfis ræktarlönd og viðhaldið, gróið upp og margir orðnir uppfylltir. Skurðir í votlendi fyllst aftur af náttúrulegum ástæðum á ótrúlega skömmum tíma, meðan skurðir í vallendi standa eitthvað betur, þar er frekar að þeir grói og verði til frekar ljóstillífunar, þ.e. vinnslu á súrefni og föngunar kolefnis, úr andrúmsloftinu. Áhrif losunar er því orðin hvervandi miðað við það sem var. Þá er stór hluti þessara skurða í vallendi, einungis hluti þeirra í votlendi. Það sýnir sig líka þegar skoðuð eru afrek Votlendissjóðs, þar sem reynt er með veikum mætti að breyta fornu valllendi í votlendi, með fyllingu skurða. Jafnvel hægt að sjá afrek sjóðsins við að reyna að breyta skriðum í votlendi. Þetta er eðlilegt, þar sem erfitt er oft á tíðum að nálgast uppfulla skurði í blautum mýrum til að fylla þá enn frekar. Valllendið er hentugra fyrir stór jarðvinnutæki, til að athafna sig.
En það er þó ekki svo að engar rannsóknir hafi farið fram hér á landi, um losun co2 úr landi. Slíka rannsókn gerði fræðingar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, sumarið 2021. Niðurstaðan var sláandi, reyndar svo að þeir töldu bráð nauðsynlegt að gera enn frekari rannsóknir á þessu sviði. Í stuttu máli kom í ljós að tölur Votlendissjóðs voru ofáætlaðar um allt að 90%. Hvort þessi einstaka rannsókn sé fullkomlega rétt fæst ekki úr skorið fyrr en frekari rannsóknir hafa farið fram. Hitt er ljóst að ofáætlun Volendissjóðs er gífurleg, hvort heldur hún er 90% eða eitthvað minni. Kannski er það ástæða þess að sjóðnum hefur ekki tekist að fá vottun.
Þessi rannsókn var birt í Bændablaðinu, á sínum tíma. Eftir þá birtingu hefur ekkert til hennar spurst, né hafa frekari rannsóknir farið fram, eða a.m.k. þá mjög vel faldar. Svo vel tókst að fela þessa skömm að jafnvel ráðherrar hafa ekki haft um hana hósta né stunu, sem er í raun stór merkilegt. Sér í lagi vegna þess að stór hluti losunar Íslands er talin koma frá landnytjum. En þar er auðvitað stuðst við sömu útreikninga og Votlendissjóður notar. Óskhyggjan færð fram fyrir raunveruleikann.
Ekki græt ég það þó Votlendissjóður gefi upp öndina. Ef einhver alvara er í því að minnka losun co2 út í andrúmsloftið er þeim peningum sem sjóðurinn hefur verið að leika sér með, betur varið annað. En auðvitað er sýndarmennskan þarna alráðandi.
![]() |
Ekki áfellisdómur yfir störfum framkvæmdastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EGO borgarstjórnar reynist landanum dýrkeypt
2.2.2023 | 01:23
Íslenskir fjölmiðlar eru pólitískir í sínum störfum, um það verður ekki deilt. Sumir stjórnmálamen og stjórnmálaflokkar eiga hægara með að koma sínum málum á framfæri en aðrir, það á einnig við um ýmsa hópa í samfélaginu. Fréttamenn eru fljótir til að flytja hvaða vitleysu sem er, ef það kemur úr hálsi "réttra" manna og þegar sum málefni eru til umfjöllunar eru tilkallaðir "sérfræðingar" sem styrkja fréttir fjölmiðla. Aðrir stjórnmálamenn komast ekki að, jafnvel þó þeir komi fram með málefni sem rík þörf er fyrir þjóðina að fá fréttir af.
Síðastliðinn þriðjudag (31/1) steig þingmaður í pontu Alþingis og lagði spurningar fyrir innviðaráðherra. Þær spurningar sneru að borgarlínu og samgöngusáttmála Alþingis við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, um þá staðreynd að nú þegar hefðu áætlanir um þau verkefni hækkað um 50 milljarða króna og að einn einstakur liður þeirra hækkað úr 2,74 milljörðum upp í 17,72 milljarða, eða um 15 milljarða, Það gerir að sá einstaki liður áætlunarinnar hækkar um 650%. Enginn fjölmiðill, ekki einn einasti, hefur flutt fréttir af þessari umræðu á Alþingi, enda viðkomandi þingmaður ekki í náð fréttamiðla.
Um fyrirspurnina og fátækleg svör ráðherra má lesa í tenglum hér að neðan, en kannski það sem mest kom á óvart var að það virðist sem búið sé að færa fjárveitingarvaldið frá Alþingi yfir til Betri samgangna og einhvers stýrihóps sem í sitja ráðherrar og forsvarsmenn sveitarfélagana á svæðinu. Að sá hópur geti sóað fjármunum ríkissjóðs að eigin vild, án afskipta Alþingis. Sumir segja stjórnarskránna ónýta, en þar kemur þó skýrt fram að fjárveitingarvaldið liggur hjá Alþingi og engu fé megi eyða úr sjóðum ríkisins nema með samþykki þess.
Einhverjum kann að finnast þetta lítil frétt, sérstaklega vegna þess hver stingur á kýlinu. En þetta er engin smáfrétt. Fyrir utan þann augljósa sannleik að Vegagerðin er stórkostlega fjársvelt, getur ekki haldið við vegakerfinu um landið, svo börn sem keyrð eru til skóla vítt um landið mæta þangað ælandi eftir torfærur ferðarinnar, nefni sem dæmi Vatnsnesveg, þá er 50 milljarða hækkun borgarlínuverkefnis ekki nein smá upphæð. Munum að í fyrstu var talað um að kostnaður yrði um 70 milljarðar.
Það er ekki eins og ríkissjóður sé að springa undan peningum og ekki eru sveitarfélögin betur sett, sér í lagi sjálf höfuðborgin. Því verður að sækja þessa peninga með einhverjum hætti til landsmanna. Ef við gefum okkur að þessari upphæð yrði bara skipt jafnt á hvert mannsbarn í landinu, mun þessi kostnaðarauki þýða kostnað fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu upp á rúmlega hálfa milljón króna. Upphæðin yrði töluvert hærri ef einungis íbúar höfuðborgasvæðisins tækju hana á sig en það verður auðvitað ekki. Þetta eru ekki neinir smáaurar!
Þessi frétt á fullt erindi í fjölmiðla og þeir verða að hætta sínu dekri við pólitíkina. Fjölmiðlar eiga að flytja fréttir. Þar er auðvitað ruv sekast, þar sem sá fréttamiðill er í eigu landsmanna og rekinn fyrir fé sem hvert mannsbarn þarf að greiða, hvort sem vilji er til eða ekki. Aðrir fjölmiðlar eru reknir á öðrum grunni og kannski viðkvæmari fyrir þeirri hönd sem fæðir þá.
Hér má svo sjá umræðuna:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að bera saman melónur og epli
31.1.2023 | 12:50
Hvernig í ósköpunum ætlar umhverfis og samgöngunefnd Alþingis að draga lærdóm af Burnhead - Moss vindorkuverinu? Hvernig ætlar nefndin að nýta þann lærdóm til ákvörðunar um vindorkuver hér á landi.
Burnhead - Moss vindorkuverið saman stendur af 13 vindtúrbínum með uppsett afl hverrar þeirra um 2MW og hæð hverrar túrbínu um 126 metrar, miðað við spaða í toppstöðu.
Hér á landi eru áætlanir nokkuð stærri en þetta. Flestar hugmyndir hljóða upp á vindtúrbínur með um 6MW uppsett afl og hæð þeirra um og yfir 240 metrar, eða þrisvar sinnum öflugri og nærri helmingi hærri, hver vindtúrbína en þær sem reknar eru í Burnhead - Moss vindorkuverinu. Þá er fjöldi vindtúrbína í hverju vindorkuveri hér á landi, sjaldnast undir tuttugu og allt að 100 vindtúrbínum.
Það má alltaf blekkja fólk en þarna virðist umhverfis og samgöngunefnd helst vera að blekkja sjálfa sig. Ekki er hægt að trúa því að allt það fólk er hana skipa sé svona víðáttu heimskt!
Það er allra leiða leitað til að reyna að réttlæta það sem stjórnmálamenn virðast hafa lofað erlendum auðjöfrum, að gera Íslanda að einskonar villta vestri vindorkunnar. Fulltrúi Samorku flutti þjóðinni þann boðskap að ákvörðun um að fórna landi undir vindorkuver ætti að liggja hjá heimafólki, þ.e. landeigendum og sveitastjórnum. Að slíkt afsal náttúrunnar kæmi hvorki stjórnvöldum né þjóðinni við. Þetta er svo sem skiljanleg hugsun af þeirra hálfu. Það er auðveldara að bera smáaura á fátæka bændur og sveitastjórnir sem berjast alla daga í bökkum við að geta sinnt grunnþjónustunni. En þetta er þó svo brengluð hugsun, jafnvel þó hagsmunir kalli, að með ólíkindum er að þessi fulltrúi Samorku hafi látið hafa þetta eftir sér. Enn undarlegra er að hann stóð sperrtur þegar hann tilkynnti þetta og auðvitað datt blaðamanni ekki í hug að efast eða spyrja spurninga. Heimskulegast var er hann svo sagði að fjöldi vindtúrbína væri stórlega ýktar. Þær upplýsingar eru þó fengnar úr skýrslum sem tilvonandi vindorkuframleiðendur hafa kostað og sent til stjórnvalda. Varla eru þeir að kosta slíka skýrslugerð nema einhver alvara liggi að baki
Ráðherra orkumála er í klemmu, enda ber hann tvo hatta, annan fyrir málefni orkumála og hinn fyrir náttúruvernd. Þetta tvennt fer illa saman þegar talað er um vindorkuver. En hugur ráðherrans er skýr og þar er hann trúr sinni samfæringu. Hann sleppir að ræða náttúruna og sleppir að ræða orkuna. Hann heldur sig við peningana. Af veikum mætti nöldrar hann að fjármunirnir eigi að skila sér í "nærumhverfið". Ísland er nú ekki svo stórt að hægt sé að tala um eitthvað nærumhverfi, þegar náttúru þess er fórnað. En ráðherrann hugsar bara um peningana.
Sumir ráðherrar sem hafa beinan hag af því að vindorkuáformum verði komið á flot sem fyrst og náttúru landsins fórnað á altari Mammons. Umhverfis og samgöngunefnd ferðast á kostnað okkar til erlendra landa til að skoða vindorkuver. Hver það var sem skipulagði þá ferð hefur greinilega valið vel fyrir sinn ráðherra og annan, valið lítið og sætt vindorkuver í Skotlandi, með fáum og litlum vindtúrbínum. Það sést hvert plottið er.
Við umhverfis og samgöngunefnd get ég einungis sagt þetta: Ekki bera saman melónur við epli, berið saman melónu við melónu. Opnið á rökhugsunina. Þá getið þið sest niður og tekið ákvörðun um framhaldið og varið hina einstöku náttúru sem okkur er treyst til að vernda. Þið eruð jú fulltrúar náttúru landsins á Alþingi, ekki satt?
![]() |
Hjálpar okkur í vinnunni um vindorkuna sem er fram undan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að útvíkka samstarf
25.1.2023 | 17:05
Það má túlka á ýmsa vegu að "útvíkka samtarf". Fyrir ESB er túlkun þess þó einföld; enn frekari völd.
Útvíkkun samstarfs við ESB táknar það eitt að við höldum áfram þeirri óheilla vegferð að verða hluti af sambandinu, án þess þó að Alþingi eða þjóðin komi að þeirri ákvörðun. Þetta hentar einstaklega vel núverandi ríkisstjórn, en eins og ráðherra bendir á er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar að ganga opinberlega í ESB, þó margur stjórnarliðinn horfi þangað hýru auga. Hin leiðin þykir henta betur, að sneiða sjálfstæðið í litlum sneiðum yfir til ESB, hægt en örugglega þar til ekki verði aftur snúið.
Samstarf okkar við Evrópulönd, hvort sem þau eru innan ESB eða ekki, er með ágætum. Þetta samstarf er vissulega mikilvægt okkur, jafnt sem þeim og ber að hlúa að. Hins vegar er ekki það sama að segja um samstarf okkar við ESB, gegnum EES samninginn. Þar þarf að bæta úr. Túlkun þess samnings af hálfu ESB er skýr og því miður hafa stjórnvöld hér á landi ekki staðið í lappirnar í að verja þau gildi sem sá samningur var gerður um. Því hefur oftar en ekki hallað á okkar hlut í því samstarfi.
Þegar svo forsætisráðherra okkar gefur því undir fótinn að það samstarf þurfi að "útvíkka" er voðinn vís.
![]() |
Katrín og Scholz vilja útvíkka samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er gott að vera heimskur
24.1.2023 | 16:08
Að minnsta kosti skil ég ekki hvernig á því stendur að forstjóri olíufélags Sameinuðu furstadæmanna skuli vera skipaður sem forseti Loftlagsráðstefnu Sameiniðuþjóðanna. Ég skil heldur ekki hvaða erindi sami maður, sem býr við Persíuflóa, sem er í ca. 5500 km fjarlægð frá heimskautsbaug, í beinni loftlínu, á heiðurssæti í þann félagsskap er kallast Arctric Circle. En eins og fyrrum forseti vor bendir á, þá er það vanþekking mín, eða heimska, sem orsakar það skilningsleysi.
Hitt veit ég að það eru til nægir peningar hjá þeim sem ráða ríkjum þar syðra, með harðstjórn og einræði. Ég veit líka að sumum þykir ágætt að vinskast við auðuga menn, jafnvel þó þeir hafi á sínum yngri árum talað fyrir alræði öreiganna. Þá er ekki horft í mannkosti heldur hversu veski manna er þungt.
Þarna sannast svart á hvítu að það er ekki viljinn til að vernda náttúruna sem dregur fjölda manns saman á einn stað nokkrum sinnum á ári, hvort heldur til að ræða "manngert veður" eða "háska norðurslóða", oftast einn eða tveir í hverri einkaþotu. Þar ræður peningagræðgin öllu atferli manna.
En samkvæmt mínum gamla forseta, sem ég hef oft á tíðum mært, er ég bara heimskur. Kannski þarf ég að endurskoða álit mitt á þessum manni.
![]() |
Skilur gagnrýni á skipun forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vindorka og gallar hennar
23.1.2023 | 00:46
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að telja upp alla þá galla við að beisla vindinn til raforkuframleiðslu. Ætla hér einungis að nefna eitt dæmi, stöðugleika og áreiðanleik slíkrar orkuframleiðslu.
ESB hefur markað sér stefnu í orkumálum og illu heilli samþykkti Alþingi að ganga til liðs við þá stefnu. Okkur var talin trú um að þessi orkustefna hefði ekki áhrif hér á landi, nema ef lagður yrði sæstrengur til meginlandsins. Því miður er þetta ekki rétt, því í krafti þeirrar ákvörðunar Alþingis að ganga til liðs við ESB í orkustefnu, er þegar hafið hér á fullu aðlögun að þeirri stefnu, undir forsjá Orkumálastjóra, sem er sérlegur talsmaður orkustefnu ESB hér á landi og starfsmaður ACER, undirstofnunar ESB er sér um að framkvæma orkustefnu sambandsins. Má þar nefna að verið er að koma á svokölluðum raforkumarkaði, í fámenninu hér. Raforkumarkaði sem gerir í raun það eitt að bæta enn fleiri afætum á orkuna okkar.
En það er fleira sem fylgir þessari ákvörðun Alþingis, vindorka. Ráðherrar og þingmenn tala fjálglega um að allar ákvarðanir um nýtingu vindorku verði ákvörðuð af Alþingi. Það er rétt, svo langt sem það nær. Þó má gera ráð fyrir að þeir erlendu aðilar sem vilja reisa hér vindtúrbínur á hvern hól og hafa þegar eitt stór fé í rannsóknir og skýrslugerðir, vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð. Að látið verði á það reyna fyrir EFTA dómstólnum, ef íslensk stjórnvöld hafna öllum þeim fjölda umsókna sem þegar eru komnar og bíða á borðinu. Ekki er víst að Alþingi komi burðugt frá dómi þess dómstóls.
Þetta var nú bara smá útúrdúr, snúum okkur að stöðugleika og áreiðanleik vindorkunnar.
Danir hafa verið duglegir að reisa vindorkuver og einnig þjóðverjar. Svo vill til að þegar duglega blæs í Danmörku, er einnig góður blástur í norðurhluta Þýskalands. Þetta getur og hefur leitt til þess að suma daga verður orkuframleiðsla svæðisins mjög mikil en engin þegar lygnir. Mikil orkuframleiðsla leiðir til lækkunar á orkuverði, lítil hækkar það. Þarna á markaðurinn, eða öllu heldur framboðið, að stýra verði. En það er þó ekki svo. Þessi orkustefna ESB. sem ACER fylgir eftir og á að snúast einmitt um þetta, gerir það bara alls ekki. Með samþykki ACER hafa vindorkuframleiðendur í Þýskalandi getað greitt þeim dönsku fyrir að stoppa sín vindorkuver, svo halda megi uppi verði orkunnar.
Í Svíþjóð er einnig mikil vindorkuframleiðsla. Þar er hins vegar enginn tilbúinn að greiða vindorkuverum fyrir að stoppa þegar vel blæs og halda þannig orkuverði uppi. Það leiðir til þess að verð orkunnar getur orðið mjög lágt þegar blæs og hækkað aftur mikið þegar lygnir. Þetta eru vindorkuframleiðendur þar í landi mjög óhressir með, telja óréttlátt að þeir geti einungis selt sína orku þegar verðið er lágt. Eða öllu heldur að verðið lækki alltaf þegar orkuver þeirra geta framleitt raforkuna. Talsmaður vindorkuframleiðenda þar í landi hafa óskað eftir því að stjórnvöld bæti þeim "tapið".
Hvernig snýr þetta að litlu einangruðu orkukerfi, á eyju langt norður í Atlantshafi?
Þær áætlanir sem þegar hafa litið dagsins ljós, hér á landi, hljóða upp á fjölda vindorkuvera með samtals 3000 til 4000 MW uppsett afl. Það er þó ekki raunframleiðslugeta á ársgrunni, þar sem bæði vindur og viðhaldsstopp gera raunframleiðslu á ársgrunni mun minni. Þeir bjartsýnustu tala um 40% orkunýtingu en gera má ráð fyrir að hún sé mun minni.
En það er ekki orkan á ársgrunni sem er vandamálið, heldur frá degi til dags. Þegar vel blæs má þá búast við að framleiðslan verði mikil, mjög mikil, reyndar mun miklu meiri en heildarframleiðslan í dag. Svo þegar lygnir þá hverfur öll sú orka út úr kerfinu. Menn hafa talað um að hægt sé að samstilla vindorku við vatnsorku, þegar blæs sé lækkað í vatnsorkuverunum og þegar lygnir eru þau keyrð á fullu. Þetta er svo sem rökhugsun, meðan vindorkuver eru fá og lítil. Á alls ekki við um þau gígatísku áform sem erlendir aðilar hafa hér á landi.
Þó eru áhöld um hvort hagkvæmt sé að keyra saman vindorku og vatnsorku. Hagkvæmni vatnsorkunnar liggur í stöðugleikanum og ef hann er rofinn með því að keyra vatnsorkuverin upp og niður, eftir því hvernig vindur blæs, er hætt við að hagkvæmni þeirra sé fyrir borð borin og raforkuverð hækki hressilega.
Gallar vindorkuframleiðslu eru margir og óstöðugleiki í framleiðslu orkunnar sennilega þeirra stærstur, fyrir utan auðvitað að landinu og náttúrunni er fórnað.. Það fer enginn að kasta hundruðum milljarða í byggingu einhverskonar iðnaðar og þurfa síðan að treysta á duttlunga veðurguðina í rekstri. Það er slík fásinna að engu tali tekur.
Hins vegar geta sveiflur í rekstri vindorkuvera hér á landi, spilast ágætlega við samskonar rekstur á meginlandinu. Þegar vel blæs hér getur lognnið verið ráðandi þar. Þetta er það sem öll áform um vindorkuver hér á landi snúast um, að koma orkunni til meginlandsins. Að lagður verði sæstrengur milli Íslands og meginlands Evrópu. Þetta verður fólk að átta sig á og fylgifiskum þess. Allt tal um að hér muni rísa fjöldi vetnisverksmiðja sem gæti leitt af sér enn frekari framleiðslu, m.a. áburðarframleiðslu, er út í hött. Slík starfsemi þarf stöðuga og trygga orku.
Allt tal stjórnmálamanna er ákaflega loðið um þessi mál, engu líkara en ákvörðun sé þegar tekin, einungis eftir að finna einhverja leið til að opinbera hana. "Við verðum að leggja okkar að mörkum" er vinsæll frasi forsætisráðherra. Orkumálaráðherra slær úr og í, enda er hann með tvo hatta í ráðuneytinu, hatt orkumála og hatt umhverfismála. Þriðja hattinn mætti kannski líka nefna, hatt einkamála.
Í núverandi ríkisstjórn eru a.m.k. tveir ráðherrar sem hafa beinan hag af því að vindorkuáætlunum verði ýtt úr vör og seglin þanin. Fleiri mætti nefna sem hafa óbeinan hag af þessum áætlunum, gegnum fyrirtæki sem þeir tengjast. Því er ljóst að ríkisstjórnin og reyndar Alþingi, er óhæft il að taka ákvörðun um hvort eða hvernig vindur skal beislaður hér á landi. Stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að láta þjóðina sjálfa um þá ákvörðun, ef það er þá ekki orðið um seinan. Þjóðin á landið, með kostum þess og göllum.
Það er vægast sagt undarlegt að nokkrum manni detti til hugar, jafnvel þó trúin á manngert veður sé sterk, að það þjóni hagsmunum heildarinnar að land, sem býr að einstakri náttúru og hefur í marga áratugi verið með hreinustu orku í heimi, sé fórnað. Slíkt gera einungis fávitar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kostnaðaráætlun
15.1.2023 | 16:10
Það er nokkuð kómískt að lesa í upphafi hvers árs hversu langt yfir kostnaðaráætlun snjómokstur fer. Þetta á bæði við um ríki og sveitarfélög. Þessar fréttir hafa verið nær árvissar nú um langt skeið, sama hversu snjóþungt er.
Flestir reyna að gera sér í hugarlund hvernig bókhaldið mun ganga upp, fyrir hvert ár. Heimili, fyrirtæki sveitarfélög og ríkissjóður, þurfa að hafa einhverja hugmynd um rekstur komandi árs og gera því kostnaðaráætlun. Reyndar er kannski ekki slík áætlun sett á blað varðandi heimilisrekstur, er meira í höfði fólks, svona almennt. Fyrirtæki, sveitarfélög og ríki verða hins vega að hafa formið nokkuð fastara.
Í heimilisrekstri er nokkuð ljóst hver innkoman er og einnig föst gjöld. Matarkostnaður, húsaleiga eða afborganir húsnæðislána, rekstur bifreiðar og svo framvegis, er nokkuð fastur rekstrarliður heimila, þó sífellt hækkandi. Annar kostnaður eins og bilanir heimilistækja, veikindi og fleira, er aftur kostnaður sem erfiðara er að ráða í. Þann kostnað er jafnvel útilokað að áætla og flestir sem láta þar skeyta að sköpum, taki á þeim vanda eftir þörfum.
Varðandi fyrirtæki þá verður málið örlítið erfiðara. Þar geta tekjur orðið mismunandi og gjöld sveiflast, þó ekki alltaf í takt. Eftir sem áður þurfa fyrirtæki að koma saman einhverri vitrænni kostnaðaráætlun og notast þá gjarnan við söguna, þ.e. rekstur fyrri ára. Auk þess að spá í komandi ár. Sumum tekst nokkuð vel við þessa áætlanagerð og skila sínu búi nærri því sem ætlað var, en öðrum gengur verr.
Þegar kemur að sveitarfélögum og ríkissjóð virðist annað vera upp á teningnum. Þar standast áætlanir sjaldnast. Tekjur gjarnan ofætlaðar og gjöld vanætluð. Þetta á jafnt við um svokallaðan fastan kostnað sem og ófyrirséðan. Eitt er þó sammerkt með bæði ríki og sveitarfélugum, þau vanáætla snjómokstur á hverju ári, væntanlega til að láta sínar áætlanir líta betur út. Jafnvel á snjóléttustu árunum fer kostnaður við snjómokstur fram úr áætlun.
Reyndar er það svo að áætlun um snjómokstur getur aldrei orðið réttur. Það eru 99.99% líkur á að hann verði rangur. Veðurguðunum er slétt sama hvað stjórnmálamenn hugsa. Ef vel er áætlað og mokstur minni, verður afgangur og ef lágt er áætlað og mokstur meiri vantar uppá. Í báðum tilfellum er áætlunin röng. Þó er eðlilegra og móralskt betra að fá afgang en skort. Að áætlunin sé rífleg. Þegar hins vegar vanáætlað er ár eftir ár, sama hvernig snjóalög eru, er beinlínis verið að segja fólki ósatt um rekstur sveitarfélaga og ríkis. Þá er allt eins gott að sleppa þessum lið úr áætlunum þeirra og gefa einfaldlega upp kostnaðinn fyrir hvert ár, eftirá. Snjónum þarf alltaf að ryðja burt af götunum, sama hvernig sjóðir sveitarfélaga og ríkis standa.
Um áætlanir í framkvæmdum, sér í lagi á vegum ríkis og sveita, ætla ég ekki að skrifa. Það er sérstakur kapítuli og mun svæsnari.
![]() |
Kostnaður við snjómokstur í Kópavogi langt yfir áætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Glæran sem ekki er til en er þó tekin úr samhengi
14.1.2023 | 19:20
Glæra sem ekki er til, er óskýr og notuð við kennslu, rektor veit reyndar ekki hvaða kennslu. Hún veit hins vegar að þessi glæra, sem ekki er til, er tekin úr samhengi!
Það er mikið talað um "hugvíkkandi lyf" þessa dagana.
![]() |
Glæran ekki í kennslukerfi skólans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)