Sagan kennir okkur

Nú er hafið fjórða eldgosið á Reykjanesinu, á þrem árum. Það hófst með miklum krafti en þegar þetta er skrifað hefur dregið verulega úr því. Óhemju magn hraunelfu hefur skilað sér upp á yfirborðið á ótrúlega skömmum tíma.

Nú, sem fyrr, var fyrirvari gossins lítill sem enginn. Þetta virðist einkenna eldgos á þessu svæði, jarðvísindamenn hafa ekki þekkingu til að segja til um gos, þó þeim hafi tekist nokkuð vel að staðsetja þau, svona að vissu marki. Þekking íslenskra jarðvísindamanna er þó talin ein sú besta í heimi, en náttúran lætur slíkt ekki glepja sér sýn.

En sagan kennir okkur og vissulega má draga lærdóm af þessari sögu jarðelda á Reykjanesi síðustu þrjú ár. Jörð skelfur illilega, landris verðu mikið og á það til að hlaupa milli staða, jarðfræðingar eru á tánum. Síðan dregur úr skjálftum og landrisi, jarðfræðingar róast og fara jafnvel að ýja að því að atburðum sé lokið í bili. Þá gýs. Annað sem má læra er að gosin virðast eflast með hverju gosi.

Það ætti því að vera auðvelt fyrir almannavarnir að gera rýmingaráætlanir. Meðan jörð skelfur er lítil hætta, meðan land rís er lítil hætta. Hins vegar þegar dregur úr landrisi og skjálftum, þarf að fara að huga að rýmingu og þegar jarðfræðingar róast er komið skýrt merki um að tímabært sé að rýma svæði. Því stærri svæði sem gosum fjölgar.


mbl.is „Þurfum að endurskoða okkar rýmingarvinnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband