Ekki má það minna vera

Auðvitað þurfum við að gera vel við allt fólkið sem hjálpar ráðherrunum að stjórna landinu. Annars gæti illa farið.

Nýtt 6000 fermetra húsnæði, fyrir tvö ráðuneyti er það minnsta sem hægt var að finna, enda kostar hver farmeter ekki nema rétt um eina milljón króna. Minna má það ekki vera. Ríkisbankinn, sem selur eiganda sínum þetta fína húsnæði, hangir á horriminni og þarf nauðsynlega að minnka höll sína örlítið.

Hvert erum við landsmenn komnir?! hvert eru stjórnvöld komin, sem slíka gjörninga gera. Það eitt að Landsbankinn reisi sér hurðarás um öxl með byggingu eins allra dýrast húsnæðis á landinu, er sannarlega gagnrýni vert. Sér í lagi þar sem bankinn er í eigu landsmanna. Þegar síðan þetta ríkisfyrirtæki selur eiganda sínum rúmlega þriðjung af því húsi sem hann hafði byggt, á verði sem er einstakt, verður öll gagnrýni á stjórnendur landsins gagnslaus. Það stoðar lítið að gagnrýna fávíst fólk!

Kannski er allt það fólk sem á að hjálpa ráðherrum við stjórn landsins ekki starfi sínu vaxið. Kannski er allt of margt fólk sem fær það hlutverk að reyna að tryggja að ráðherrar haldi sönsum. Kannski er allt þetta fólk engu betra en ráðherrarnir sem það á að passa.

Þegar ekki er hægt að halda hér uppi sómasamlegu heilbrigðiskerfi, ekki hægt að koma börnum læsum út á lífið, ekki hægt að halda uppi matvælaframleiðslu í landinu svo vel sé og ekki er hægt að sýna öldruðum þann sóma að þeir fái eytt elliárunum með reisn og svo framvegis, er varla til fjármagn til kaupa á dýrasta húsnæði landsins, svo blýantsnagararnir hafi það gott. Ein milljón undir hvern stól, fjórar milljónir til að hægt sé að setjast á klósettið, er vissulega vel í lagt.

Fyrir þessa sex milljarða sem húsnæðið kostar okkur landsmenn, hefði verið hægt að gera svo margt annað og betra. Best hefði þó verið að minnka halla ríkissjóðs um þá upphæð.

Fólk sem situr efst í fílabeinsturni veit lítið um raunveruleikann sem fyrir neðan er. Nú er fílabeinsturnunum fjölgað sem aldrei fyrr.

Það er vissulega farið að koma upp ónotatilfinning í maga manns. Ástandið í landinu, ekki síst stjórnmálum, er farið að minna helst til mikið á árin fyrir hrun. Flottræfilshátturinn orðin helsta aðalsmerkið!!


mbl.is Ráðuneytin flytja eftir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband