Að fórna náttúrunni til að bjarga henni

Það er hreint með ólíkindum hvernig Gulli lætur þessa dagana. Kemur með hvert ruglið á fætur öðru, í algjörri andstöðu við þau gildi sem flokkur hans stendur fyrir. Er orðinn mun nær Stalín í hugsun en sönnum íslenskum sjálfstæðissinna.

Fyrir stuttu lagði hann til að efla enn skrifræði ríkisbáknsins, með því að taka rekstur eftirlitsstofnanna, sem sveitarfélög hafa haft með höndum og setja undir rekstur ríkisins. Sagði það myndi einfalda hlutina! Hvenær hefur það einfaldað hluti að færa einhvern hluta stjórnsýslunnar fjær fólki? Það er einmitt akkilesarhæll þjóða að auka ríkisrekstur og merki um ráðstjórn! Hvernig hermir það við stefnu Sjálfstæðisflokks?

Frá því ráðherrann tók við embætti umhverfismála, hefur hann orðið sífellt harðari í predikun boðskaps loftlagskirkjunnar. Man ekki til að hann hafi haft slíkar skoðanir fyrir þann tíma, a.m.k. ekki opinberlega. Hvort þetta sýni hversu öflugt ráðuneytið sjálft er í þessum málaflokk, að ná að gera ráðherrann að leiksoppi sínum, eða hvort eitthvað annað búi að baki, skal ósagt látið. Í það minnsta er áhugi ráðherrans á hinum raunverulegu umhverfismálum þjóðarinnar heldur minni, en þar kemur auðvitað til að þar gæti hann átt persónulegra hagmuna að gæta.

Því má hugsanlega afsaka þessar síendurteknu predikanir hans á boðskap loftlagskirkjunnar sé til þess hugsaður að drepa öðrum veigameiri náttúruverndarmálum á dreif. Þar er auðvitað átt við þá skelfilegu stöðu sem landið stendur frammi fyrir í sölu á því til erlendra stórglæpona, sem hyggjast leggja það undir vindorku með tilheyrandi slátrunar á náttúrunni og laxaeldi sem hugsanlega mun útrýma íslenska laxastofninum.

Vandamálið er ekki hlýnun jarðar. Við erum rétt að stíga upp úr kaldasta tímabili frá síðustu ísöld, svo það getur einungis orðið til bóta fyrir heimsbyggðina. Verra hefði orðið ef haldið hefði áfram að kólna. Vandamálið er hins vega annað, fyrst og fremst sú gífurlega mannfjölgun sem hefur átt sér stað á jarðarkringlunni. Þann vanda er hins vegar erfitt að leysa. Þetta er stærsti vandi jarðar.

Annar stór vandi er boðskapurinn sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Hann hefur leitt af sér þá hugsun að allt sé réttlætanlegt, svo fremi það megi telja það þjóna boðskapnum, sama hversu heimskulegt það er eða augljóslega fáránlegt. Hægt væri að telja fjölda dæma þar um, svo sem að höggva tré í Ameríku og kurla þau í spað. Flytja síðan til Íslands og blanda við hana sementi. Flytja aftur hálfa leið til Ameríku og sturta í sjóinn. Sagt að þetta muni auka þörungamyndun í sjó. Á sama tíma fá fyrirtæki hér á landi fjármagn til að slá þörunga við landið og vinna úr þeim dýrafóður! Lengra verður varla komist í heimskunni, eða hvað?

Jú, því miður, það er hægt að komast lengra, mun lengra. Vindorka er einhver óumhverfisvænsti kostur til orkuöflunar. Þar kemur ekki hvað síst til sú mikla mengun er verður til við rekstur slíkra orkuvera. Baneitrað gas og örplast eru þar einna verst, auk olíumengunar í jarðvegi umhverfis slík orkuver. En þessi mengun er þó ekki verst, varðandi vindorkuverin. Landsvæðið sem þau þurfa fyrir hverja orkueiningu sem þau framleiða er hvergi meiri en einmitt í vindorkuverum. Sólarorkan kemur þar næst. Hér á landi eru áætlanir um gífurlegt magn vindorkuvera, sem hafa samanlagt margfalt meiri framleiðslugetu en landið þarf, meðan blæs. Þegar lygnir kemur hins vegar ekki nein orka frá þeim, ekki einu sinni til að hægt verði að rista sér brauð!

Hafi einhverjum þótt heimskulegt að höggva skóga í Ameríku og flytja þá í formi flísar til landsins, til þess eins að flytja þá flís aftur hálfa leið til Ameríku og sturta þar í sjóinn, ættu hinir sömu að vera jafn undrandi á að hægt sé að fórna náttúrunni í nafni þess að verið sé að bjarga henni!

Ef við aðeins skoðum söguna, bara örfá ár aftur í tímann, um svona 60 ár eða svo. Þá var einstaklega kalt á jörðinni og sumir loftlagsfræðingar töldu að við stefndum inn í nýja ísöld. Ástæðan var auðvitað söm og nú, mengun mannskepnunnar. Á þessum tíma voru veðuröfgar mun meiri en í dag. Árlega voru fréttir um mikil flóð í byggð, á suðurlandi í Borgarfirði og Eyjarfirði, auk annarra svæða. Bæir urðu einangraðir dögum saman vegna vatna. Skriðuföll voru einnig árlega í fréttum. Á hverju hausti komu fréttir um að fellibyljir herjuðu á suðurríki Bandaríkjanna, með skelfilegum afleiðingum. Auðvitað muna flestir stjórnmálamenn ekki þessa tíma og þegar þeir sem eldri eru og vitið hafa reyna að segja söguna eru þeir afgreiddir sem rugluð gamalmenni!

Allt var þetta þó eðlilegt. Veðuröfgar aukast ætíð þegar kaldara er. Skýrast dæmi þess var síðastiðinn vetur og vor, vestur í Bandaríkjunum. Veturinn á vesturströndinni var einstaklega kaldur, með mikilli snjókomu. Svo mikið snjóaði þar á sumum stöðum að þriggja hæða hús fóru á kaf í snjó. Svo voraði og allur þessi snjór bráðnaði. Mikil flóð fylgdu á eftir og uppistöðulón sem hafa undanfarin ár verið nánast tóm, yfirfylltust. Vatnsbúskapur þar vestra nú hefur ekki verið eins góður í áratugi. Ef ekki hefði snjóað svo mikið, ef hefði verið hlýrra, svona eins og undanfarin ár, væru miðlunarlón þar vestra sennilega jafn tóm nú og á sama tíma og í fyrra.

Gamalmenni geta sannarlega verið rugluð, en það er þó alls ekki einsleitt. Yngra fólkið. einkum það sem vill láta að sér kræla í stjórnmálum ætti kannski oftar að hlusta á eldra og vitrara fólk. Gulli ætti kannski að skreppa heim í sinn heimabæ og taka eldra fólk þar tali. Láta það lýsa hvernig ástandið var um Borgarfjörðinn á kuldaárunum á áttunda áratugnum. Hann þarf ekki einu sinni að fara á elliheimilið til að afla sér þekkingar. Einungis að hitta þar fólk á förnum vegi er upplifði þessa tíma.

Að ætla að fórna náttúrunni til að bjarga náttúrunni er hins vegar fráleitt.


mbl.is „Við viljum Ísland sem er loftslagsþolið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Miðað við fæðingatíðni síðustu 10 ára þá fer mannkyni líklega að fækka um 2030. Þannig að maanfjölgun er ekki langtíma vandamál. 

Rúnar Már Bragason, 19.10.2023 kl. 20:21

2 identicon

Einnig má nefna að síðasta sumar á suðurhveli jarðar var það kaldasta í áratugi en ekki ein frétt um það á RÚV.

ÓRG kemur nú fram og boðar að nú sé allra allra síðasti séns að gera eitthvað og allt fari til h**v***s innan fimm til tíu ára. En þetta hefur verið sagt samfellt síðustu 30 árin og aldrei gerist neitt.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2023 kl. 21:00

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Rúnar Már, fæðingatíðni hefur heldur lækkað.

En áttum okkur á því að fyrir einni öld var fjöldi mannkyns á jörðinni einungis um einn og hálfur milljarður, er að detta í 8 milljarða þessa dagana. Áætlað er að jafnvel þó fæðingatíðni sé farin að lækka, muni enn eiga eftir að fjölga mannkyni um 2 milljarða, næstu þrjátíu ár, eða þar til jafnvægi næst. Fækkun mun síðan taka mun lengri tíma og vandséð að nokkurn tímann verði náð þeim fjölda mannkyns er var fyrir um eitt hundrað árum síðan. 

Auðvitað gæti komið til kjarnorkustríðs eða stór loftsteinn falli á jörðina. Þá mun fækkun mannkyns verða mjög snögg, jafnvel algjör útrýming.

Gunnar Heiðarsson, 19.10.2023 kl. 23:13

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Boðskapur loftlagskirkjunnar er vægast sagt fyndin, Þorsteinn. Ekki einungis að þar sé haldið fram sömu frösunum aftur og aftur, áratugum saman, heldur geta trúboðarnir ekki komið sér saman um hver boðskapurinn á að vera. Í dag kom alveg ný tala um hækkun sjávar, vegna bráðnunar Grænlandsjökuls. Hann hljóðaði upp á að sjávarstaða muni hækka um heila tvo metra á komandi árum!

Auðvitað er það þó svo að bræðslumark vatns er við núll gráður. Einstaka daga yfir sumarið nær hiti upp á Grænlandsjökli að komast upp undir  mínus tíu gráður, svona yfir há daginn. Flesta daga sumarsins er kuldinn þó meiri.  Bráðnun úr Grænlandsjökli er fyrst og fremst í skriðjöklum sem ná fram í sjó og við vitum hlutfall íss fljótandi í sjó.

Bullið og ruglið er ævintýralegt og skömm að fyrrum forseti vor skuli leggja nafn sitt við það. En hann er jú vanur að elta tískustrauma. Var drjúgur að mæra útrásarglæpamennina, meðan þeir stjórnuðu hér manni og mús. Það sem verst er, að ÓRG er ekki vitlaus maður og sjálfsagt búinn að átta sig á ruglinu. Hann er hins vegar einstaklega viljugur til að vera í sviðsljósinu og að gerast trúboði loftlagskirkjunnar er vís leið til vinsælda, enn sem komið er. Víst er þó að í framtíðinni verður þessum manni ekki hampað sem hetju.

Gunnar Heiðarsson, 19.10.2023 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband