Erfiðara að komast til Tene

Þetta er vissulega stórt hagsmunamál fyrir Ísland, en fjarri því að vera það stærsta. Lang stærsta hagsmunamál Íslands, eftir að EES samningurinn var samþykktur, er auðvitað sú ákvörðun Alþingis að taka þátt í orkustefnu ESB. Þar var stærsti naglinn negldur með samþykkt orkupakka 3 og svo virðist sem verið sé að negla enn stærri nagla varðandi orkupakka 4, bakvið tjöldin. En einnig má nefna önnur stór mál, sem eru stærri en þetta, s.s. Icesave samninginn, sem Alþingi samþykkti tvisvar en þjóðin hafnaði jafn oft. 

En auðvitað væri slæmt ef flug skerðist til og frá landinu. Reyndar virðist, samkvæmt fréttum, þetta fyrst og fremst snúa að millilendingum flugvéla yfir hafið. Það bitnar á flugfélögum, sem eru ekki burðug fyrir. Skelfilegra væri þó ef þetta gerði erfiðara fyrir landann að komast til Tene, eða fyrir stjórnmálamenn að hoppa út um allan heim í tíma og ótíma.


mbl.is Stærsta hagsmunamál Íslands frá upptöku EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála þér þarna.  "VANDAMÁLIÐ ER AÐ VIÐ SKYLDUM NOKKURN TÍMA UNDIRGANGAST EES SAMNINGINN".  Og við erum ekkert annað en VIÐHENGI Norðmanna í dag OG VIÐ HÖFUM EKKERT GAGN AF ÞESSUM SAMNINGI EINUNGIS ÓHAG.  ÞAÐ ER TÍMI TIL KOMINN AÐ SEGJA ÞESS "SKRÍMSLI UPP.........

Jóhann Elíasson, 6.3.2023 kl. 11:27

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Gunnar, -svo má bæta því við að þjóðin var aldrei spurð að því hvort hún kærði sig um að gera Keflavík að transit flugvelli með allri þeirri aukningu og þeim flækingum sem svoleiðis flugvelli fylgir.

Stærsta hagsmunamálið er úr því sem komið er að segja upp EES samningnum.

Magnús Sigurðsson, 6.3.2023 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband