Baulan bliknar

Franska fyrirtækið Qair ætlar að reisa "nokkrar" vindmillur í landi Hvamms í Borgarfirði, kalla þá virkjun Múlavirkjum. Nafnið stafar væntanlega af því að vindmillurnar munu rísa á múlanum ofan Hvamms, nánast við hlið Baulunnar.

Það er svolítið erfitt að gera sér grein fyrir umfangi þeirra áætlana sem margir erlendir aðilar hafa í huga hér á landi. Þar hefur mest borið á franska fyrirtækinu Qair, norska fyrirtækinu Zephyr og ítalska fyrirtækinu EM orka. Umfangið er mikið, stór landsvæði hafa verið "pöntuð" undir þessi áform en það er þó stærð vindmillana sem mann óar mest. Nokkuð fer eftir hvenær vindorkufyrirtækin létu gera fyrir sig matsáætlanir, en því yngri sem þær eru því hærri verða vindmillurnar. Ástæðan er einföld, valdar eru stærstu vindmillur sem fást á hverjum tíma er matsáætlun er gerð. Hagkvæmni vindmilla liggur jú í stærð þeirra og því víst að þegar að framkvæmdum kemur munu þær allra stærstu verða fyrir valinu. Í dag eru þær stærstu sem framleiddar eru farnar að nálgast 300 metra á hæð.

Þetta eru stærðir sem erfitt er að gera sér í hugarlund, rétt svona eins og laun bankastjóra voru fyrir hrun. Þetta eru stærðir sem almenningur þekkir ekki. Hér ætla ég þó að gera smá tilraun til að varpa örlitlu ljósi á þessar stærðir og nota til þess það orkuver er Qair hyggst byggja á múlanum ofan Hvamms í Borgarfirði. Samkvæmt matsáætlun fyrir þá virkjun er gert ráð fyrir að vindmillurnar verði um 230 metrar á hæð. Þær munu, eins og áður segir, verða byggðar á múlanum við Hvamm. Hæð þessa múla er um 300 - 400 metra yfir sjávarmál og ef þar rís slík vindmilla mun hún ná 530 - 630 metra hæð yfir sjávarmál. Stolt Borgfirðinga, sjálf Baulan, er sögð sjást frá nánast hverjum bæ í héraðinu. Hæð hennar yfir sjó er um 930 metrar, Holtavörðuheiðin er hæst 407 metrar yfir sjó og Skarðsheiðin er 1056 metrar yfir sjó. Þessar vindmillur munu því verða töluvert hærri í landslaginu en Holtavörðuheiðin. Reyndar slaga hátt upp í hæð Baulunnar.

Þetta segir þó einungis hálfa söguna. Hinu megin Norðurárdals, nánast beint á móti Múlavirkjun, mun rísa annað vindorkuver, upp á Grjóthálsi. Þær vindmillur verða í svipaðri hæð í landslaginu og væntanlega álíka háar. Því verður tryggt að þeir sem hugsanlega gætu falið sig fyrir vindmillum Múlavirkjunar, verða berskjaldaðir fyrir vindmillunum á Grjóthálsi.

Ef allar áætlanir þessara erlendi vindbaróna gengur eftir er ljóst að ekki verður hægt að ferðast um vesturland án þess að vindmillur mengi sýn. Ef farið er frá höfuðborgarsvæðinu munu fljótt blasa við slíkar ófreskjur á Brekkukambi, fyrir ofan Hvalfjörðinn. Þegar komið er fyrir Hafnarfjall koma síðan í ljós vindmillurnar við Baulu og á Grjóthálsi. Þær munu skerða náttúrusýn yfir Holtavörðuheiðina, en áður en af henni er komið munu vindmillur í landi Sólheima blasa við. Ef beygt er til vestur við Bauluna, yfir í Dalina. munu vindmillur Grjóthálsi fylgja sýn, þar til vindmillur við Hróðnýjarstaði taka við og nánast á sama tíma vindmillur á fjallinu ofan Garpsdals og vindmillurnar í landi Sólheima einnig.

Ég veit ekki hvort einhver er nokkru vísari um stærð og umfang áætlana erlendu vindbarónana, hér á Vesturlandi. Þetta er þó smá tilraun til að gera fólki skiljanlegar stærðirnar sem verið er að tala um.

Það mun verða nýtt manngert landslag, þar sem stolt borgfirðinga, Baulan, mun blikna. Það verður vart til sá blettur á Vesturlandi þar sem ekki sér til risa vindmilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk fyrir pistla þína um óskapnaðinn sem vindmyllur munu skila landinu. Til samanburðar þá er Hallgrímskirkja 70 metrar og í samanburði þarf þá 4 Hallgrímskirkjur.

Rúnar Már Bragason, 6.10.2022 kl. 18:56

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það mun liggja nærri Rúnar

Gunnar Heiðarsson, 6.10.2022 kl. 19:38

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skarðsheiðin er reyndar 1053 metrar yfir sjávarmáli en það skiptir engu höfuðmáli í þessu máli. Nú þegar liggur það fyrir að alla leið frá Hvammstangavegamótum og Hrútafjarðarhálsi og suður á veginn undir Hafnarfjalli eða á 140 kílómetra kafla Þjóðvegar eitt, stefna vindbarónarnir einbeittir að því að vindmyllugarðar muni varða útsýnið.  

Ómar Ragnarsson, 6.10.2022 kl. 22:06

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað er Skarðsheiðin 1053 metrar Ómar. Veit ekki hvernig þessi villa kom til hjá mér, bjó við rætur hennar til langs tíma og ætti að vita betur.

Fyrir þann sem kemur að norðan eru vindmillur ekki sloppnar frá augum hans þó hann sé kominn að Hafnarfjalli, því strax og komið er á Fiskilækjamela sést til vindmilla Zephyr á Brekkukambi og þær hverfa ekki augum fyrr en komið er ofaní göngin.

Gunnar Heiðarsson, 6.10.2022 kl. 22:29

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thad er med ollu oskiljanlegt hvers vegna erlend fyrirtaeki eiga ad fa ad vada yfir Islenskt landslag a skitugum skonum og reisa her vindmillugarda, eins og enginn se morgundagurinn. Sennilega er thetta eitthvad tengt ofognudinum i Brussel og allri theirri ovaeru sem thadan vellur. Half noturlegt ad sja innlendar hlaupatikur vindbaronanna reyna ad ljuga upp gull og graena skoga, sem af thessu brolti a ad hljotast. Fara thar fremstir i flokki hrunverjar og annad landsolulid. 

 Vonandi standa menn i lappirnar og koma i veg fyrir ad thessi ofognudur fai ad risa her a landi. Ma eg tha frekar bydja um ad virkjad verdi vatnsafl, eins og reynst hefur best fram ad thessu.

 Kvedja ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.10.2022 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband