Ekki ég heldur

Ég skil ekki heldur hugmyndafræði Viðreisnar, reyndar ekki heldur hugmyndafræði VG, eða Pírata, eða Framsóknar, eða Samfylkingar, eða Sjálfstæðisflokks. Stefnumál þessara flokka er að vísu með örlítið mismunandi blæ, litlum þó, en verk þeirra algjörlega þau sömu. Þar er enginn munur á. Skil reyndar ekki hvers vegna þarna er um sex flokka að ræða, þegar þeir gætu hæglega sameinast í einn flokk. Og Sósíalistaflokkur gæti hæglega verið innan þess flokks.

Stjórnmálamenn allra þessara flokka sýna sömu fávitaeinkennin þegar þeir komast til valda og stjórnmálamenn allra þessara flokka eru jafn hundónýtir í stjórnarandstöðuhlutverkinu. Þar er enginn munur, ekki frekar en á verkum, eða öllu heldur verkleysi þeirra.

Það er sorglegt að hlusta á stjórnmálamenn tala til þjóðarinnar þessa dagana. Þar er enginn dugur né geta, einungis loforð sem vitað er að munu ekki standa, í flestum tilfellum loforð sem eru orðin svo slitin af kosninganotkun að þau hanga vart lengur saman. Smámálum hampað meðan stóru málunum er haldið í felum!

Svei þessu fólki öllu saman!

 


mbl.is Líf skilur ekki hugmyndafræði Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sammála..

Einhver sagði að ástæðan fyrir þessu dugleysi sé sú

að búið er að "FEMÍNÍSERA" alla pólitíkina og

engin leyfir sér lengur að segja eða gera eitthvað

og eiga það á hættu að vera stimplaður 

rasisti, fasisti eða eitthvað verra og nóg

er til af þeim lýsingar orðum sem henta

rétttrúnaðinum til að þagga í þeim sem þora.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.5.2022 kl. 19:04

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Sigurður.

Hluta af vandanum má vissulega skrifa á þetta en einnig hitt að stjórnmálamenn eru búnir að afsala valdi sínu til embættiskerfisins. Þeir hafa ekki þor né dug til að taka á því.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2022 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband