Pawel brugðið

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar er brugðið. Innviðaráðherra vill að borgin standi við gerðan samning. Það er nýlunda fyrir borgarfulltrúann, enda ráðherrar þessarar ríkisstjórnar og þeirrar síðustu, ekki verið að fetta fingur út í að borgin túlki samninga við ríkið eftir sínu höfði.

Megin málið er þó að borgarfulltrúinn bendir á samning frá 2013, máli sínu til stuðnings og gerir lítið úr samningi sem gerður var 2019. Það er þó kannski rétt fyrir borgarfulltrúann að átta sig á þeirri staðreynd að þegar tvennir samningar standast á, þá er það ætíð hinn nýrri sem tekur yfir þann eldri. Annað getur einfaldlega ekki gengið upp. Í samningnum frá 2013 var norður-suður brautin tryggð til ársins 2022, en í samningnum frá 2019 er hún tryggð þar til annar flugvöllur hefur verið byggður. Að öryggi vallarins verði ekki skert frekar en orðið er. Ekki mjög flókið.

Það er hins vegar rétt hjá borgarfulltrúanum, að hvorugur samningurinn fjallar um uppbyggingu borgarinnar á svæðinu, hvorki innan né utan flugvallar, enda varla þörf á að tíunda það. Það er fjallað um að öryggi flugvallarins skuli óskert og innviðauppbyggingu vegna starfsemi vallarins. Það ætti að duga. Ef rekstraraðili flugvallarins telur rekstraröryggi skert með uppbyggingu við flugbrautina, þá verður sú uppbygging auðvitað að bíða þar til rekstur vallarins hættir.

 


mbl.is Harður tónn ráðherra ekki í takt við sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rangt að í 2019 samkomulaginu segi að öryggi flugvallarins skuli óskert. Þar segir aðeins að rekstraröryggi og að flugvöllurinn geti þjónustað innanlandsflugið á fullnægjandi hátt skuli tryggt.

Spurningin er bara hversu mikið er hægt að skerða öryggi flugvallarins áður en rekstraröryggi og þjónusta við innanlandsflug telst vera ófullnægjandi.

Vagn (IP-tala skráð) 7.5.2022 kl. 03:22

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er auðvitað útúrsnúningur hjá þér Vagn.

Að öryggi flugvallarins skuli óskert er ekki hægt að túlka á annan hátt en að ekki megi skerða það meira en orðið er. Það er ekkert hægt að hártoga það neitt frekar.

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2022 kl. 07:35

3 identicon

"Að öryggi flugvallarins skuli óskert" er ekki minnst á í 2019 samkomulaginu. Þar er ekki orð um öryggi flugvallarins, aðeins rekstraröryggi sem er ekki það sama. Þannig að hvernig skilja beri "að öryggi flugvallarins skuli óskert" kemur málinu ekkert við.

Ég vitna beint í samkomulagið en þú bætir við, umorðar og túlkar eftir egin höfði það sem segir í samkomulaginu og vitnar svo í egin tilbúning. Hvor er þá með útúrsnúninga og hártoganir, svo ekki sé minnst á rangfærslur?

Vagn (IP-tala skráð) 7.5.2022 kl. 11:13

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur yfir..."

Það þarf einstaka lesblindu til að túlka þetta á annan hátt en svo að ekki skuli skerða öryggi flugvallarins, meira en þegar hefur verið gert. Rekstraröryggi hlýtur að vera öryggi flugs til og frá vellinum. Rekstur flugvallar snýr jú að flugi til og frá honum, ekki satt.

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2022 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband