Maður skammast sín

Það er hreint með ólíkindum að enn skuli finnast fólk á Íslandi sem mærir voðaverk Pútíns í Úkraínu. Þar er gripið til ýmissa hrútskýringa, til að réttlæta þessi voðaverk.

Áhugi Úkraínu á að ganga í ESB er ein röksemdarfærslan. Hvað þarf Rússland að óttast þó Úkraína gangi í ESB? ESB er ekki hernaðarbandalag, einungis efnahagsbandalag. Þetta sést best á því að Finnar og Svíar, sem eru innan ESB, gera ekki ráð fyrir mikilli hjálp þaðan, þegar Pútín snýr sér að þeim. Því hafa þeir nú talað um að sækja um aðild að NATO.

NATO er varnarbandalag. Það hefur aldrei sýnt neina tilburði til innrásar í Rússland. Hins vegar hefur bandalagið horft til þess að setja upp sterkari varnir gegn því að Rússar geti ráðist inn í vestari hluta Evrópu. Þetta hafa menn gagnrýnt gegnum tíðina þannig að minna hefur orðið úr slíkum vörnum. Saga dagsins segir okkur þó að þessi vilji til aukinna varna er síst ofmetinn.

Flest Evrópuríki Varsjárbandalagsins sóttu um aðild að ESB við fall Sovéts og sum þeirra einnig um aðild að NATO. Úkraína varð eftir á þeim tíma, enda leppstjórn Rússa þar við völd framanaf. Þegar íbúum Úkraínu tókst að kasta þeirri leppstjórn af sér var farið að tala um aðild að ESB. Hugmyndir um aðild að NATO komu síðar. Þetta var kringum 2014 og svöruðu Rússar með því að innlima Krímskaga og senda málaliða sína inn í austurhéruð Úkraínu. Her Úkraínu tók til varna í austurhéruðunum en hefur látið Krímskagann vera. Áttu auðvitað að sækja þangað líka.

Því hafa Rússar og Úkraína nú átt í stríði í átta ár og árangur Rússa þar vægast sagt lítill. Í febrúar síðastliðinn gerði síðan Pútín alsherjarárás inn í Úkraínu.

Það eru fátækleg rök að Rússum hafi staðið hætta af því að Úkraína sækti um aðild að ESB og reynda einnig þó sótt væri um aðild að NATO. Ekki frekar en að Eystrasaltsríkin eru bæði í ESB og NATO. Rússum stóð engin ógn af því, en aftur gerði það möguleika Pútíns til að endurheimta gamla Sovétið nokkuð erfiðara fyrir, en það hefur verið markmið hans frá því honum voru færð völd yfir Rússlandi.

Enn aumari eru skýringar Pútíns, sem jafnvel sumir hér á landi taka undir, um að nauðsynlegt sé að afnasistavæða Úkraínu. Um það þarf ekki að hafa mörg orð, svo fádæma vitlaust sem það er.

Það sem kemur manni þó kannski mest á óvart í umræðunni hér á landi er að margir málsvarar Pútíns í stríðinu eru einmitt þeir sem hingað til hafa komið fram sem málsvarar frelsis. Þetta fólk, sumt hvert, er tilbúið til að trúa áróðursvél Pútíns, tilbúið til að trú manni sem setur ritskoðun í land sitt og skirrist ekki við að fangelsa þá sem fara á svig við þá ritskoðun. Þetta fólk hér á landi, sem þykist málsvarar frelsis, réttlætir með öllum hugsanlegum ráðum innrás Pútíns inn í Úkraínu, reynir að réttlæta ofbeldið sem þar viðhefst og viðbjóðinn. Það er með öllu útilokað að réttlæta innrás eins ríkis á annað.

Úkraína hefur ekki stundað hernað gegn Rússlandi, hefur einungis tekið til varna gegn málaliðum og hermönnum þeirra 2014 og varist allsherjarinnrás Rússa nú í vetur. Það er því aumt að til sé fólk hér á landi sem réttlætir ofbeldi Rússa.

Að mæla gagn þjóð sem ver sig gegn innrásarher er eitthvað það aumasta sem finnst í fari hvers manns! Maður skammast sín fyrir að til sé fólk hér á landi sem er þannig þenkjandi!


mbl.is Ógnarverk Rússa í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi já það finnast öfgahægri menn hér eins og í USA sem láta hatrið á alþjóðavæðingunni reka sig í fang Pútíns. 

Maður var svona rétt farinn að jafna sig á ruglinu í Útvarpi Sögu varðandi covid bóluefnin og fáránlegu samsæriskenningarnar þeirra Arnþrúðar og Halls Halls þegar þau fóru að afsaka gerræði Pútíns.  

Ég hef haft samúð með þessu útvarpi hingað til a.m.k. hvað varðar að það hefur skilað rödd eldri borgara betur en aðrir fjölmiðlar og ýmissa þeirra sem ekki eiga greiðan aðgang að umræðunni.  En gafst endanlega upp þegar ég sá eða heyrði viðbrögðin við innrás Pútíns. Eins má finna hér á moggabloggi sjálfupphafna talsmenn sjálfstæðis sem hafa tapað allri tiltrú af minni hálfu vegna öfga sinna og koma óorði á annars góðan málstað. 

Vissulega eru hinir nýju pólar í alþjóðapólitík og jafnvel innlendri, þjóðhyggja versus alþjóðahyggja og tel ég mig miklu fremur laðast að þjóðhyggjunni.  En ósköp eru þeir nú aumir og auðvirðilegir sumir samherjarnir í þeim ranni.  Þessir sem mæra skítmennið Pútín og heimsku þeirra Rússa sem honum fylgja og trúa!  Þá bið ég nú heldur um þá Biden og Macrón!

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.5.2022 kl. 01:11

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kreml hefur verið að dæla út falsfréttum í gríðarlegum mæli, þannig að það er ekkert skrýtið þó einhverjir hafi látið glepjast. Samt finnst mér menn ekki hafa neina afsökun, lesendum ber skylda að kanna áreiðanleika þeirra heimilda eða fullyrðinga sem lagðar eru fram.

Theódór Norðkvist, 9.5.2022 kl. 10:51

3 identicon

Sæll Gunnar,

Er það ekki mjög gott og fallegt allt þetta frelsi, þegar að stjórnvöld í Úkraínu geta svona óhindrað verið í því að drepa sitt eigið rússnesku ættað fólk þarna í Donbass (Doneskt og Luhansk), eða yfir 14.000 manns síðastliðin átta ár (eða frá 2014), þú?  Eiga ekki Rússar að vera bara í því að horfa uppá þetta endalaust, og það án þess að gera eitt eða neitt, þú? 
Stjórnvöld í Úkraínu stóðu aldrei við Minsk 1 eða hvað þá Minsk 2 friðarsamkomulagið, nú og af hverju talar þú ekkert um það allt saman eða þessa heimastjórn sem að átti að veita bæði Doneskt og Luhansk skv. bæði Minsk 1 og Minsk 2  ? 

Hver var að segja að við ættum að kaupa allt frá þessari "áróðursvél" Volodymyr Zelenskyy eða núna frá þér?
Hvernig er það eiga ekki Rússar að styðja allan þennan lífefnahernað sem að Bandaríkjamenn eru og hafa verið með á 30 stöðum í Úkraínu, svona af því þetta eru svona líka stórhættuleg vopn, og auk þess svona líka nálægt Rússlandi, þú?
Er það hugsanlegt að þú (Gunnar) hefðir eitthvað mótmælt þessu stríði sem að stjórnvöld í Úkraínu voru búin að skipuleggja svona vel í mars mánuði með stórhættulegum lífefnahernaði(Biological weapons) gegn Donbass?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.5.2022 kl. 09:19

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að Úkraína sé kannski sjálfri sér verst í aðildarumsókn að ESB. Þar er verið að banna fjölmiðla og stjórnmálaflokka og ritskoða fréttaflutning, nú fyrir utan spillinguna þar sem hver höndin á eftir annarri mokar fé í eigin vasa og á aflandsreikninga. 

Rússland líka, en nú er Rússland ekki að sækja um aðild að ESB.

Geir Ágústsson, 10.5.2022 kl. 15:05

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Athugasemd þín staðfestir blogg mitt, Þorsteinn. Öllu snúið á haus til að þóknast kommúnistahöfðingjanum.

Það voru málaliðar Pútíns sem réðust inn í Dombashérað, undir vernd rússneska hersins, 2014. Úkraínuher hefur einungis verið að verjast þeirri innrás. Það voru Rússar sem brutu samkomulagið, ekki Úkraína. Það voru Rússar sem innlimuðu Krím undir sinn hatt, það voru Rússar sem réðust inn í austurhéruð Úkraínu og það voru Rússar sem gerðu alsherjarárás á Úkraínu í febrúar.

Sögufalsanir úr ranni Pútíns virðist vera sem einhver unaðsdrykkur fyrir suma! Verða sennilega ekki ánægðir fyrr en Rússar hafa náð aftur þeim landsvæðum er þeir glötuðu við fall Sovétríkjanna. Það er og hefur alla tíð verið stefna Pútíns og hann hefur ekki farið neitt leynt með það! Hefur aldrei samþykkt fall USSR.

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2022 kl. 15:14

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki neinn málsvari ESB, Geir, eins og skrif mín hingað til bera skýrt merki um. Tel reyndar að EES samningurinn, sem bindur Ísland við sambandið vera okkur óhagstæðan. Þetta er skoðun mín gagnvart Íslandi.

Hins vegar getur verið að ýmsar aðrar þjóðir sjái sér hag í aðild og þá er það þeirra að ákveða slíkt. Við vitum að fyrst eftir fall USSR gengu margar þjóðir þess í ESB, sumar hafa grætt á því aðrar tapað. En meginmálið er að ef einhver þjóð telur sér hag í inngöngu, er það hennar einnar að ákveða slíkt.

Það er alveg rétt hjá þér að maður verður nokkuð hugsi yfir þeirri þróun sem virðist vera innan ESB þessa stundina og óttast að sú þróun muni rata til Íslands gegnum EES samninginn. Enn hafa þó ekki heyrst raddir frá ESB um að svo skuli skerða málfrelsið að upp verði tekin rússnesk aðferð við brotum á þeim. En hver veit.

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2022 kl. 15:26

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir, þú og fleiri hafa gagnrýnt Úkraínu fyrir að láta nýnasista vaða uppi. Allt í lagi með það, en síðan eru þeir gagnrýndir fyrir að banna stjórnmálaflokka.

M.ö.o. þeir fá skammir fyrir að leyfa nýnasisma og þeir fá skammir fyrir að banna nýnasisma! Hvað eiga þeir að gera til að þóknast sumum? Þetta minnir mig á söguna um feðgana og asnann.

Fyrst löbbuðu þeir báðir og leiddu asnann. Þá sagði fólk: Meiri fíflin þessir feðgar, af hverju sitja þeir ekki á asnanum, er hann ekki til þess?

Þá lét faðirinn soninn setjast á asnann. Þá sögðu þeir sem sáu það: Meiri letinginn þessi sonur, lætur gamla manninn labba meðan hann sjálfur situr eins og kóngur á asnanum.

Þá lét faðirinn son sinn stíga niður af asnanum og settist sjálfur upp á dýrið. Þá sagði fólkið - þetta er algjör hneisa, láta strákgreyið labba í hitanum og sitja sjálfur á asnanum.

Úr varð að feðgarnir settust báðir upp á asnann. Ætlið þið að drepa dýrið, spurði þá fólkið. Þetta endaði með að þeir ákváðu að bera asnann á öxlunum, sem varð til að þeir misstu hann þegar þeir voru að fara yfir brú eina og hann drukknaði.

Það verður aldrei hægt að gera öllum heiminum til geðs. Þeir sem reyna það, eru asnar. Laun heimsins eru vanþakklæti.

Theódór Norðkvist, 10.5.2022 kl. 17:05

8 identicon

Gunnar,
Þetta er nú bæði öfugur áróður hjá þér miðað við það sem að hann Zelenski karlinn hefur verið að segja, eða með að Rússar eiga að hafa byrjað þetta stríð þann 24. febrúar 2022
Því auðvita byrjaði þetta stríð með því að neo- Nazista herliðið Azov hóf innrás m.a. á barnaheimili og saklausa rússnesku ættaða borgara þann 6. apríl 2014, þú? Það var greinilega mjög mikilvægt að ráðast á barnaheimili og svona leikskóla til að sýna fram allt rassahatrið þarna strax  í byrjun gegn öllu þessu rússnesku ættaða fólki, þú? Því auðvita eiga menn eins og þú að styðja alla svona ultra, ultra þjóðerniskennd í Úkraínu, þar sem að  rússnesku ættuðu fólki er hreinlega bannað að tala rússnesku, ekki satt?    



"War in Donbas (before 2022 invasion). 
The overall number of confirmed deaths in the war in Donbas, which started on 6 April 2014, was estimated at 14,200–14,400 through 31 December 2021, including non-combat military deaths.[9] Most of the deaths took place in the first two years of the war between 2014 and 2015, when major combat took place before the Minsk agreements."

Gunnar, Allt þetta neo- Nazista lið Azov og Right Sector o.s.frv. er greinilega eitthvað sem að þú vilt styðja svona sérstaklega áfram, svona rétt eins og NATO og Bandaríkin hafa gert, ekki satt?





Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.5.2022 kl. 18:21

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það þýðir ekkert að tjónka við þennan Þorstein, ég er margbúinn að hrekja Kremlarlygarnar frá honum, það hefur engin áhrif á hann. Bara eitt lítið dæmi, þessar 14 þúsundir eru allir fallnir í átökunum, úkraínskir sem rússneskir hermenn (eða uppreisnarseggir.)

Almennir borgarar sem hafa fallið voru í kringum 3600 fyrir hryðjuverkaárásina 24. febrúar ef ég man rétt, nenni ekki að fletta því upp. Þar getur auðvitað bæði verið um Rússa og Úkraínumenn að ræða. Það skiptir sennilega engu máli, 5. herdeild Pútíns hér á landi lætur staðreyndir  yfirleitt ekki þvælast fyrir sér.

Eina sem ég get mælt með fyrir Þorstein er að sækja um starf sem blaðafulltrúi Pútíns. Hann getur þá verið honum samferða fram fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag þegar þar að kemur. Ég hef jafnvel verið að íhuga hvort hægt sé að kæra svona menn fyrir brot á hegningarlögunum, 100. greinina sem fjallar um bann við að styðja í orði eða verki hryðjuverkasamtök eins og rússneski herinn óneitanlega er.

Theódór Norðkvist, 10.5.2022 kl. 20:27

10 identicon

Theódór Norðkvist

Þú hefur EKKI hrakið neitt, nú og hvað þá komið með einhver svör, heldur bara komið með þetta sama og áður, eða "Kremlarlygarnar" og hér "..ef ég man rétt, nenni ekki að fletta því upp.".    
Varðandi neo- Nazista Azov, Right Sector og aðra þvílíka hryðjuverkamenn, sem að þú ert svona á því að styðja áfram í Úkraínu, þá er verið að safna öllum þessum hryðjuverkamönnum saman fyrir "
stríðsglæpadómstólinn í Haag",  svo og öllum upplýsingum er tengjast þessu neo- Nazista hryðjuverkaliði og allri þessari lífefnavopnaframleiðslu í Úkraínu svona líka gegn alþjóðalögum, þú?   








Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.5.2022 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband