Don Kíkóti

Stjórnvöld vilja taka þriðjung landsins undir þjóðgarð, setja yfir hann skipaða stjórn án aðkomu kjósenda. Ekki verður séð hver tilgangurinn er í raun, annar en einhverskonar minnisvarði fyrir ákveðna stjórnmálamenn. Náttúruvernd mun fórnað með þessum garði, enda hugmyndir um stjórnun hans með öllu óverjandi. Auk þess liggja engar áætlanir fyrir um kostnað eða fjármögnun þessa ævintýris.

Þeir sem að þessu standa bera gjarnan fyrir sig orðinu náttúruvernd, eins og það orð eitt og sér geti réttlætt allt. Náttúruvernd er meira en bara orðið eitt, náttúruvernd byggir á að vernda náttúruna. Ekki verður séð að tilgangur þess að taka einn þriðja af landinu undan lýðræðislegri stjórn og setja undir skipaða stjórn embættismanna stuðli með neinum hætti að frekari náttúruvernd. Enda fer ekki saman hljóð og mynd hjá þessu fólki, þar sem að á sama tíma og talað er um náttúruvernd, er einnig sagt að erlendu ferðafólki muni fjölga á svæðinu. Fyrir cóvið var verið að berjast við of mikinn fjölda erlendra ferðamanna á viðkvæmustu svæðunum!

Á sama tíma og þetta fólk skreytir sig með orðinu náttúruvernd fitlar það við hugmyndir um stórfellda "ræktun" vindmilla á landinu. Fara þar fyrir erlendum fjórplógsmönnum sem hugsa um það eitt að græða sem mest og láta aðra taka afleiðingunum. Varla er til sá dalur eða fjall á landinu þar sem ekki hefur sést til manna vera að mæla vindhraða og meta aðstæður fyrir vindmillur.

Nokkrir staðir eru lengra komnir, búnir að gera plön og sumir fengið þau samþykkt af viðkomandi stjórnvöldum hér á landi. Þegar þessi plön eru skoðuð er víðast verið að tala um vindmillur sem skaga meir en 200 metra upp í loftið, nærri þrisvar sinnum hærri en vindmillur Landsvirkjunar, sem sumum þykja þó nógu háar! Þessar vindmillur eru hreint út sagt ófreskjur á að líta og framleiðslugeta þeirra um 4,5mw, þegar vindur er hagstæður. En þróun vindmilluframleiðslu er hröð, enda líftími þeirra nokkuð stuttur og allir vilja stækka við sig. Í dag eru til vindmillur sem framleitt geta allt að 16mw, við bestu vindskilyrði. Spaðar þeirra eru yfir 100 metra langir svo heildar hæð slíkra milla fer nokkuð vel á þriðja hundrað metra. Ljóst er að eftir að erlendu vindmillibarónarnir hafa fengið tilskilin leyfi hér, mun krafa þeirra um "örlítið" stærri millur koma upp. Ekki verður séð að neinn sveitarstjórnarmaður eða stjórnvöld muni lyfta hönd gegn því.

Náttúruvernd er meira en orðið sjálft, eins og áður segir. Þetta virðast stjórnmálamenn hins vegar ekki skilja. Þeir líta þetta orð sem skrautfjöður í hatt sinn, til nota þegar við á en skipta síðan um hatt þegar skrautfjöðrin er til trafala.

Don Kíkóti barðist við vindmillur og þóttist mikill hermaður. Íslenskir stjórnmálamenn berjast fyrir villum og þykjast miklir menn. Sýn íslensku stjórnmálamannanna er söm og Don Kíkóta, þó baraáttan sé öfug.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um þjóðgarð á miðhálendinu, sem er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, og fyrsta umræða hefur farið þar fram um frumvarpið. cool

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðlendur í sameign þjóðarinnar innan miðhálendislínu verði gerðar að þjóðgarði, sem yrði sá stærsti í Evrópu og
í raun stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði.

Lögð er áhersla á að stjórn þjóðgarðs á miðhálendinu verði hjá bæði ríkinu og sveitarfélögunum og þjóðgarðinum verði skipt í sex rekstrarsvæði. cool

Frumvarp til laga um þjóðgarð á miðhálendinu

Þjóðgarður á miðhálendinu, nú þegar friðlýst svæði og virkjanasvæði - Kort - Desember 2019

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. cool

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land."

9.12.2020:

"Tæp 63 prósent landsmanna sögðust styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í könnun árið 2018 og einungis tæp 10 prósent voru andvíg." cool

Vaxandi stuðningur við þjóðgarð á hálendinu undanfarinn áratug

28.1.2021:

"Umhverfisráðherra hefur kynnt tillögur um reglur sem eiga að gilda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.

Samkvæmt þeim er landinu skipt í þrjú svæði, svæði þar sem alfarið verður bannað að reisa vindorkuver, svæði þar sem ákveðnar hömlur verða settar á leyfi fyrir vindmyllur og loks svæði þar sem heimilt verður að virkja vindorku með samþykki viðkomandi sveitarfélags." cool

Lög og reglur verði settar um vindmyllur

"Þjóðlenda er skilgreind í þjóðlendulögum sem "landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi"."

"
Fram að gildistöku þjóðlendulaga voru til landsvæði á Íslandi sem enginn eigandi var að. Með lögunum er íslenska ríkið lýst eigandi þessara svæða auk þeirra landsréttinda og hlunninda þar sem aðrir eiga ekki, og þau nefnd þjóðlendur." cool

Þjóðlendur - Yfirlitskort

Þorsteinn Briem, 23.2.2021 kl. 19:11

2 identicon

Ef af þjóðgarði verður, verða vindmyllur þá ekki bannaðar innan hans? Mun því ekki helmingur vandræða þinna leysa a.m.k. hluta hins helmingsins? laughing

Nonni (IP-tala skráð) 23.2.2021 kl. 20:23

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Eiginlega held ég að það vanti fleiri Dona Kíkóta hér á landi.

Hann var með þetta.

En við erum ekki með þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2021 kl. 21:18

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefur enginn áhuga á að setja upp vindmillur á hálendinu Nonni, nema kannski Landsvirkjun. Því mun stofnun hálendisþjóðgarðs litlu breyta um fyrirætlanir erlendu vindmillubarónana. Þeir vilja byggja sínar millur svo nærri byggð sem mest má vera. Það er það óhugnanlega við þetta, það mun blasa við okkur á fjöllum og dölum hvert sem farið verður um landið, utan hálendisins. Náttúruspjöllin eru því meiri, fuglalíf mun gjörspillast og byggð nærri þessum ófreskjum að stórum hluta leggjast af vegna lágtíðnimengunar.

Það er ekki að ástæðulausu að þessir erlendu barónar velja Ísland sem áhugaverðan stað fyrir sínar ófreskjur. Víða erlendis er nánast útilokað að fá heimild til að setja þær upp, nema með miklum tilkostnaði fyrir ströndum landa.

Gunnar Heiðarsson, 23.2.2021 kl. 22:31

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Don Kíkóti var svolítið ruglaður, eins og þú veist. Held að engin ástæða sé til að fagna fleiri slíkum inn í stjórnmálastéttina.

Kveðja af Skaganum

Gunnar Heiðarsson, 23.2.2021 kl. 22:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Það má vera Gunnar.

En hann barðist samt við vindmyllur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2021 kl. 23:24

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Náttúrvernd er fórnað með stofnun þjóðgarðs" er sagt hér að ofan. Á hverju byggja andstæðingar hans það? Hvaða dæmi geta þeir nefnt um það?

Eftir sérstök ferðalög mín í 30 þjóðgarða og friðuð svæði í Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Portugal, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi auk ferða um 18 virkjanasvæði í þessum löndum, hef ég hvergi séð dæmi um slíkt, heldur þvert á móti. 

Ómar Ragnarsson, 24.2.2021 kl. 21:27

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eins og frumvarpið er lagt fram verður ekki séð að það leiði til frekari friðunar náttúrunnar. Nú þekki ég ekki lög um þjóðgarða erlendis, þó ég hafi heimsótt einhverja þeirra. Varla eru þau þó á þann veg er þetta frumvarp sem hér er lagt fram.

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2021 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband