Fáfræði stjórnmálamanna
4.9.2019 | 07:21
Björn Bjarnason heldur því fram í pistli sínum að "atlagan að ees hafi mistekist" og á þar við atkvæðagreiðslu um op3.
Þetta er stór misskilningur hjá Birni, andstaðan gegn op3 var hjá flestum vörn fyrir ees samningnum, sem nú hefur tapast. Eftir samþykkt op3 er fátt eftir en barátta gegn ees.
Við sem alla tíð höfum verið andsnúin þeim samning, fengum því afhent vopn í hendur, til baráttu gegn ees, afhent á silfur fati frá stjórnvöldum. Fylgið gegn ees mun stór aukast þegar op3 fer að bíta og þess er skammt að bíða, því miður.
Mánudagurinn 2. ágúst mun verða í mynni hafður og stjórnmálaskýrendur og sagnfræðingar framtíðar eiga eftir að nota aðgerðir alþingis þann dag sem kennsluefni í fáfræði stjórnmálamanna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Gunnar.
Er nokkuð meir um málið að segja??
"Mánudagurinn 2. ágúst mun verða í mynni hafður og stjórnmálaskýrendur og sagnfræðingar framtíðar eiga eftir að nota aðgerðir alþingis þann dag sem kennsluefni í fáfræði stjórnmálamanna.".
Ég held ekki, allavega ekki meðan til er sjálfstæður fræðimaður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.9.2019 kl. 12:07
Góður og greinilegur pistill að venju Gunnar, -fyrir utan 2. ágúst.
Magnús Sigurðsson, 4.9.2019 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.