Honum til minnkunar

Forseti lýðveldisins setti enn niður í ræðu sinni við setningu alþingis. Gjá hefur myndast milli þings og þjóðar og dýpkaði heldur þegar forsetinn ákvað að leggja blessun sína yfir meðferð alþingis á svokölluðu orkupakka máli. Því máli sem rýtinginn rak milli þings og þjóðar. Í þessari ræðu sinni við setningu alþingis hafði forsetinn tækifæri til að skýra fyrir þjóðinni hvers vegna hann valdi þá leið, en kaus þess í stað að tala um öfga og útúrsnúninga og vísar þar orðum sínum til þeirra á alþingi sem tóku afstöðu með þjóðinni. Þetta var óþarfi hjá forsetanum en hans verkefni á að vera að sameina þjóðina, ekki sundra henni. Til þess verks höfum við þá 63 þingmenn sem sitja á alþingi.

Það er orðið nokkuð öfugsnúið þegar það þykir vera öfgar að vilja standa á rétti eigin þjóðar, að það skuli vera talið merki um einhverskonar þroska að vilja fórna tilverurétti sínum og sinna. Hver þjóð á að hugsa um eigin hag og borgara sinna fyrst og síðan að koma öðrum þjóðum sem minna mega sín til hjálpar. Viðskipti leiða síðan af sér afrakstur slíkrar tillögunnar.

Frá endurreisn lýðveldisins og fram undir síðustu aldamót hagaði íslenska þjóðin sér á þann veg og átti í góðum samskiptum við flestar eða allar þjóðir heims. Viðskipti okkar gengu nokkuð vel, fyrir utan tímabíl er við vorum að færa landhelgi okkar út, en þá sneru okkar næstu nágrannar við okkur baki um tíma. En aðstoð fékkst á þeim tíma frá löndum sem voru okkur fjær. Þessi samskipti við okkar nágranna löguðust þó fljótt aftur og fátt sem skyggði á. Við vorum sjálfstæð þjóð og réðum okkar málum frami fyrir öðrum þjóðum heims. Það var ekki fyrr en á síðasta áratug síðustu aldar, sem alþingi ákvað að tengja Ísland frekari böndum við ESB, án samstarfs við þegna landsins, sem þetta tók að breytast til hins verra. Þetta kalla sumir alþjóðahyggju og telja hana merki þroska og alls hins góða. Andstæða alþjóðahyggjunnar er sjálfstæðishyggja. Í hugum sumra eru þessar tvær stefnur ósamrýmanlegar, þó vissulega þær geti hæglega setið hlið við hlið. En fyrst og fremst verður það að byggja á virðingu fyrir sjálfstæði hverrar þjóðar og valdi hennar til að ráða sínum málum sjálf.

Orkupakki 3 frá ESB er enn einn bautasteinninn til alþjóðahyggjunnar, þar sem hluta af sjálfstæði okkar er fórnað. Það er skylda alþingis að standa vörð Þjóðarinnar, sama hversu alþjóðasinnaðir þingmenn eru og það er einnig skylda forsetans að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Þegar upp kemur staða þar sem efast er um hvort sjálfstæði sé fórnað, skal forsetinn grípa inn í. Það er hans skylda, reyndar eina skyldan sem einhverju máli skiptir. Þar á ekki að þurfa að leggja fram neina sönnun, einungis grun! Þingmenn og forseti eru kjörnir til skamms tíma og hafa enga heimild til að fórna sjálfstæðinu á einn eða neinn hátt. Þeir hafa heldur ekki heimild til að framkvæma stjórnarathafnir sem veikt geta sjálfstæðið eða leitt til þess að einhverjum detti til hugar að það hafi veikst. Þetta vald hefur þjóðin ein!!  

Forsetinn er eini varnagli þjóðarinnar gegn yfirgangi og einræðistilburðum alþingis og er ætlaður til þess. Vera varnagli fyrir því að hér geti komið upp svipuð staða og gerðist m.a. í Þýskalandi, á fjórða áratug síðustu aldar, þegar þjóðkjörin stjórn náði að sölsa undir sig alla stjórn landsins og stofna einræðisríki þar sem mannréttindi voru gerð að engu. Forsetinn á að hafa vit til að greina þegar gjá myndast milli þings og þjóðar og kjark til að grípa inní með tilheyrandi aðgerðum. Það liggur síðan í hlutarins eðli að í framhaldinu er þjóðinni gert að ákveða sjálf hvort hún er sammála alþingi eða hvort hún hafnar stjórnarathöfn þess. Þannig getur forsetinn verið frjáls frá því að taka afstöðu til tiltekins máls, heldur færir valdið til þjóðarinnar.

Núverandi bóndi á Bessastöðum valdi að taka afstöðu og ítrekaði hana frammi fyrir þjóðinni við setningu alþingis. Það er honum til minnkunar.


mbl.is Óvissa annað orð yfir framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar frændi - sem og aðrir gestir, þínir !

Afar vönduð: sem myndræn lýsing þín Gunnar, á hinni raunverulegu atburðarás í okkar samfélagi:: síðustu áratugi / sem ár og misseri.

Heilt GLJÚFUR - hefur myndazt á milli almennings og valdhafa í landinu að undanförnu / hugtökin gjár og gil, eiga einfaldlega ekki við lengur, eins og komið er málum.

46menningarnir: ásamt Guðna Th. Jóhannessyni gerðu nú bezt í því, að yfirgefa landið sjálfviljug: og varanlega, svo mögulegt væri að hefja huglæga sem hlutlæga endurreisn jafnvel hér, að nýju.

Með baráttukveðjum - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2019 kl. 23:12

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt frændi, kannski er réttara að tala um gljúfur en gil.

Ekki er víst að 46menningarnir fengju landvistarleyfi í erlendri höfn, alla vega ekki til framtíðar, ef þeir tækju upp sjálfviljugir að flýja fósturjörðina.

Kveðja af Skaganum

Gunnar Heiðarsson, 11.9.2019 kl. 06:26

3 identicon

Þarna sést enn og einu sinni hans rétta hrokafulla andlit.

Halldór (IP-tala skráð) 11.9.2019 kl. 09:48

4 Smámynd: Snorri Hansson

Hm.. Lesandi góður vinsamlega lestu aftur athugasemd Óskars Helga Helgasonar.

Snorri Hansson, 11.9.2019 kl. 10:07

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er kannski full mikið sagt að forsetinn sé hrokafullur Halldór, en hann er vissulega mjög utangátta þegar kemur að varðstöðu um sjálfstæði okkar þjóðar.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem núverandi Bessastaðabóndi tekur afstöðu gegn íslenskri þjóð. Hann var vel virkur meðal þeirra sem vildu samþykkja icesave samningana, sér í lagi þann fyrsta, kenndan við Svavar Gestson. En sá samningur hefði fært Bretum dómsvald yfir öllum deilumálum vegna þess samnings og viðurlög við getuleysi í framkvæmd hans, af okkar hálfu, yfirfærsla á eignum ríkisins til Bretlands.

Þennan samning studdu núverandi Bessastaðabóndi bæði í ræðu og riti. Því er ljóst að hann sér fullveldi okkar í einhverju öðru ljósi en flestir landsmenn.

Gunnar Heiðarsson, 11.9.2019 kl. 20:14

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er öllum hollt að lesa skrif Óskars frænda míns, Snorri. Menn þurfa ekki að vera honum sammála í öllu, en enginn þarf að efast um hollustu hans til lands og þjóðar.

Gunnar Heiðarsson, 11.9.2019 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband