Gatslitnar nærbuxur

Þessi yfirlýsing eftirlitsstofnunnar EFTA er jafn haldlítil sem gatslitnar nærbuxur.

Að heimilt sé að setja bann við vistun eigna á lágskattasvæðum, bara ef þau eru utan EES svæðisins breytir engu. Þeir sem enn hafa verið nafngreindir varðandi svokölluð Panamaskjöl, geymdu allir sínar eignir innan EES landa, þó bakfyrirtæki hafi verið stofnuð utan þeirra.

Skilgreining á lágskattalandi er að skattar í viðkomandi landi séu að ákveðnu hlutfalli lægri en skattar í heimalandi fjáreigandans. Við getum fundið mörg lönd innan EES þar sem skattar eru mun lægri en hér á landi og munu þau því kallast lágskattaríki samkvæmt þeirri skilgreiningu.

Það sem kannski mest hefur verið gagnrýnt í þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarna daga, er leyndarhyggjan. Og sannarlega er hægt að skríða undir slíka vernd innan EES. Nægir að nefna Lúxemborg og Danmörk í því samandi, en bankaleynd í þeim löndum er heilagri en páfinn. Sjálfsagt má finna fleiri lönd innan EES þar sem bankaleyndin er í hávegum höfð, þó sennilega standi Lúxemborg þar ofar öðrum, enda núverandi forseti ráðherraráðs ESB sem gerði það land að einhverju "besta" og mesta feluríki fyrir fé auðmanna, "dásamlegri" skattaparadís.

Þessi yfirlýsing eftirlitsstofnunnar EFTA segir því ekki neitt. Samkvæmt henni eru allir þeir sem nefndir hafa verið hér á landi varðandi Panamaskjölin alsaklausir. Þeir skiptu við banka innan EES landa og geymdu sitt fé þar. Að banki þeirra skuli síðan hafa stofnað fyrirtæki utan EES landa, utanum eitthvað skjal, breytir þá engu.

Það fer síðan eftir heiðarleik hvers og eins, hvort hann taldi þessa eign til skatts hér á landi eða ekki. En jafnvel sá eini sem hefur orðið uppvís að skattsvikum upp á nærri eitthundarð milljónir króna, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingar, er saklaus samkvæmt þessari skilgreiningu eftirlitsstofnunnar EFTA, jafnvel þó hann hafi ekki talið sitt fé fram til skatts hér á landi.


mbl.is Mega banna vistun eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband