Sakleysinu fórnað

Fram kemur að félagið Sýrey er stofnað árið 2005 og stofnandi þess var eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur.

Fram kemur að eiginmaður Álfheiðar gengur úr félaginu ári síðar og hefur ekki afskipti af því eftir það.

Þá kemur einnig fram að samkvæmt fyrirtækjaskrá er eigandi Sýreyjar frá upphafi Holt  Investment Group, skráð á Bresku jómfrúareyjum.

Allt eru þetta saklausar upplýsingar, eiginmaður Álfheiðar var stofnandi fyrirtækis sem var í eigu annars fyrirtækis sem hafði aðsetur á Bresku jómfrúareyjum.  

Í ljósi þess að Álfheiður var einungis varaþingmaður á þessum tíma, verður ekki séð að þetta skipti miklu máli, ekki fyrr en nú, eftir að hún hefur hafnað því að eiginmaður hennar hafi tengst félagi sem hafði aðsetur í skattaparadís.

Þar með fórnar Álfhildur sakleysi sínu og fellur í sömu gryfju og þeir sem vændir eru um að vera ekki trúverðugir.


mbl.is Félagið stofnað fyrir Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt.  Því sökin er ekki "ertu núna" heldur "varstu einhvern tíma" tengdur aflandi.

Kolbrún Hilmars, 14.4.2016 kl. 15:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau eru öll svo saklaus og maður sér þau fægja geislabaugana svo þeir gljá vel og lengi.  Hvað er eiginlega að þessu liði.  Burt með það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2016 kl. 15:51

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kolbrún, á það ekki við um suma þeirra sem ruv og vinstriflokkar hafa sagt vera ótrúverðuga og hafa atað saur í gríð og erg?

Gunnar Heiðarsson, 14.4.2016 kl. 16:16

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Ásthildur, flestir þingmenn ættu að finna sér annað starf og kemur það ekkert endilega Panamaskjölunum við, heldur almennum skortur þeirra á skynsemi á flestum sviðum.

Eitt sinn kastaði ég fram hugmynd sem einhver hvíslaði að mér, að þeir sem heima sitja í kosningum og þeir sem gera atkvæði sitt ógilt, fái sína fulltrúa í þingsal. Þ.e. að auð atkvæði og ógild ásamt þeim sem heima sitja, verði úthlutað auðum stólum í þingsal.

Kannski stjórnmálamenn færu að vanda sig og hlusta á þjóðina ef slík regla væri tekin upp, þegar þeir sæju fram á að ná ekki þingsætum vegna þess að svo margir stólar skuli vera auðir.

Þetta myndi líka spara ríkissjóð verulegar fjárhæðir, auk þess sem vart er séð að þörf sé 63 þingmanna til að setja lög yfir 330.000 manna þjóð.

Víst er að margur ætti auðveldara með að ákveða sig í kosningum, ef slík kosningaregla yrði tekin upp.

Gunnar Heiðarsson, 14.4.2016 kl. 16:28

5 identicon

Hvað er athugavert við það að hafa tengst fyrirtæki 2006, skráðu að  Bílds­höfða 14, sem er í eigu fyrirtækis sem flytur til Tortola 2010, 4 árum eftir að afskiptum lauk?

Ekki ber ég neina ábyrgð á eða fylgist með neinu sem ég losaði mig við fyrir 4 árum síðan.

Gústi (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 16:28

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er aukaatriði, Gunnar.  Þeir sem sér óafvitandi lentu í hinum óvenjulega þjónustuvilja bankanna fyrir hrun eiga að vera jafnir hinum úr því sem komið er.  Sekir sem saklausir. 
Það er leiðinlegt að viðurkenna að saklausir þurfi að afsanna sekt sína þegar reglan er sú að sekt þurfi að sanna á þá seku.  En þetta virðist "þjóðin" vilja!

Kolbrún Hilmars, 14.4.2016 kl. 16:45

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég get vel tekið undir það Kolbrún. Það verður vart breytt því sem skeði fyrir hrun, en það hlýtur þó að vera full krafa til stjórnmálamanna að þeir sýni einhvern lærdóm af því.

Viðbrögð Álfheiðar ber ekki merki um mikinn lærdóm. Hún sver af sér eitthvað sem alger óþarfi er að sverja af sér. Hefði verið heiðarlegra að segja hlutina beint út. Með þessum viðbrögðum er hún að feta í spor þeirra sem hún sjálf hefur gagnrýnt.

Ég er ekki viss um að þjóðin sé sammála þeim sem hæst hafa látið undanfarna daga, sé sammála þeim sem vilja að dómstóll götunnar taki við af því dómskerfi sem við höfum kosið okkur og byggt upp.

Það er sama hvort við notum tölur lögreglu um fjöldann í mótmælunum eða þær tölur sem aðstandendur þeirra halda fram, þarna mætti einungis brot þjóðarinnar. Hins vegar hafði þessi svo mjög smái hluti þjóðarinnar sterkt verkfæri, þ.e. ruv, svo rödd þessa fólks varð mun sterkari en efni stóðu til.

Það er engum ofsögum sagt að lýðræðið hjá okkur hafi staðið tæpt í síðustu viku, tæpara en nokkur tímann áður. Um tíma leit út fyrir að fámennur en hávær hópur fólks væri að ná tökum á landinu, án aðkomu þjóðarinnar.

Réttarkerfið ER hrunið og óvíst að takist að koma því á réttan kjöl strax. Menn hafa verið saksóttir og dæmdir af fólki sem ekkert umboð né þekkingu hefur til þeirra starfa. Mannorð fólks hefur verið troðið í skítinn.

Verst er þó að munnsafnaður margra þingmanna hefur gengið fram af fólki. Þar eru viðhöfð orð sem engum sæmir að láta frá sér og beinar lygar fluttar í þingsal. Sú soraorðræða sem menn þekkja í athugasemdakerfum vefmiðla bliknar í samanburði við orðaforða sumra þingmanna. Má þar nefna menn eins og Guðmund Steingrímsson, Björn Val Gíslason, Steingrím Sigfússon og marga fleiri. Af virðingu minni við kvenþjóðina ætla ég ekki að telja upp nöfn þeirra þingkvenna sem tekið hafa þátt í þessum soraflutningi, en vissulega má nefna margar. Menn geta bara flett upp í fjölmiðlum og séð hversu langt sumir gengu í aumingja- og óþverraskapnum.

Gunnar Heiðarsson, 14.4.2016 kl. 17:44

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Gunnar, þú segir

"Þá kemur einnig fram að samkvæmt fyrirtækjaskrá er eigandi Sýreyjar frá upphafi Holt  Investment Group, skráð á Bresku jómfrúareyjum."

Hvar kemur það fram??  Sigurmar ber þetta tilbaka og segir að þetta sé einfaldlega rangt.

Ert þú ekki bara að bera út einhverjar gróusögur?  Fjalla um efni sem þú hefur ekki hundsvit á?

Ég skil ekki með ykkur moggabloggara, það er eins og þið leggið ykkur fram við að virka heimskari en þið eruð!!

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/04/14/sigurmar-neitar-ad-hafa-att-aflandsfelog-morgunbladid-se-ad-reyna-ad-koma-hoggi-a-alfheidi-ingadottur/

Skeggi Skaftason, 15.4.2016 kl. 12:53

9 identicon

Gunnar stekkur auðvitað á smjörklípuna sem DO hendir út fyrir hundana. Hefur komið fram að maðurinn er ekki í panamaskjölunum.

jónas (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 15:56

10 identicon

Eitthvað virðist mogginn hafa fyrir sér, í það minnsta stemma dagsetningarnar ekki alveg:

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/04/15/sigurmar_stofnadi_felagid_i_mars/

Þessi tiltekna lögfræðistofa í Panama er alls ekki eina fyrirtækið sem heur verið að aðstoða menn við að stofna fyrirtæki þarna svo það segir ósköp lítið að einhvert tiltekið nafn finnist þar eða ekki.

Það er svo annað mál að mér finnst þetta galdrabrennufár frekar fáránlegt og gildir þá einu hver á í hlut. Ágætt að hafa í huga að sá sem laug fyrst heitir Jóhannes og kallar sig blaðamann.

ls (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 16:14

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skeggi, moggabloggarar eru ekki heimskari en aðrir; sennilega bara jafnvígir.  En er eitthvað athugavert við það að allir, hvar sem teljast á pólitíska litrófinu, séu jafnsettir?  Er jafnaðarhugsjónin ef til vill endanlega dauð í þessu samfélagi?

Kolbrún Hilmars, 15.4.2016 kl. 17:49

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Skeggi, vel getur verið að ég hafi ekki hundsvit, ekki mitt að dæma það. Menn hafa þó orðið ráðherrar þó þeir opinberlega hafa viðurkennt að þeir hafi ekki hundsvit og staðfestir rannsóknaskýrsla Alþingis það.

Það hafa komið fram gögn, t.d. á vef mbl.is, gögn með myndum af undirskriftum og dagsetningum. Samkvæmt þeim fer ekki milli mála að Holt Investment var eigandi Sýreyjar frá upphafi. Það kemur einnig fram að Holt Investment var með skráð heimili á Tortóla þegar Sýrey var stofnað og sótti um íslenska kennitölu ári síðar.

En ef þú hefur lesið sjálfan pistilinn sem þessar athugasemdir eru hengdar við, þá ættir þú að sjá að sú staðreynd að eiginmaður Álfheiðar hafi verið stofnandi þessa fyrirtækis fer ekki í taugarnar á mér.

Það er hitt hvernig Álfheiður brást við þegar hún var spurð um þetta, sem pirrar mig óstjórnlega. Hún afneitaði því og setti sig þar með við hlið þeirra stjórnmálamanna sem stjórnarandstaðan og hún sjálf, telur ekki trúverðuga.

Svona framkoma er hræsni af verstu sort!!

Gunnar Heiðarsson, 15.4.2016 kl. 17:49

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tek undir hvert orð með þér Is.

Gunnar Heiðarsson, 15.4.2016 kl. 17:50

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kolbrún, við skulum vona að jafnaðarhugsjónin sé ekki dauð. Hins vegar er Samfylkingin dauð, enda sá flokkur aldrei verið fulltrúi jafnaðarhugsjónarinnar.

Gunnar Heiðarsson, 15.4.2016 kl. 17:54

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vel svarað í athugasemd #12 Gunnar og þá sérstaklega í firstu málsgrein.

Jammm Össur ertu ennþá með forsetaembættið í maganum?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.4.2016 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband