Helgi kann'etta

Helgi Hjörvar hefur nú stigið fram og boðist til að taka við keflinu af Árna Pál. Víst er að hann mun hneppa "hnossið", enda enginn annar frambærilegur innan sífellt minnkandi Samfylkingar. Þau tvö sem hellst komu til greina hafa ekki áhuga. Össur dreymir um Bessastaði og Kata Júl hefur fengið nóg.

Og víst er að Helgi kanna að stjórna, hefur góða reynslu úr atvinnulífinu.

Árið 1989, stuttu áður en hann tók til við stjórnmál, stofnaði hann fyrirtæki með sínum vin og félaga Hrannari Arnarsyni. Þetta fyrirtæki kölluðu þeir Arnarson og Hjörvar. Saga þessa fyrirtækis var stutt en skrautleg. Innan fimm ára var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta, en þá voru skuldir þess komnar upp í rétt tæpar 82 milljónir króna á þáverandi verðlagi, jafngildir um 206 milljónum í dag.

Það þótti vinsælt að vinna hjá þeim félögum, Helga og Hrannari, alltaf líf og fjör auk þess sem laun voru bæði vel skömmtuð og utan kerfis.

Helgi hafði þó vit á að yfirgefa vin sinn og gekk úr fyrirtækinu um eða eftir áramótin 91/92 og sneri sér að stjórnmálum. Áður en hann yfirgaf þennan vettvang höfðu þó verið stofnuð nokkur fyrirtæki; Aðföng hf, VSKM hf, Manntafl ehf og Útgáfuþjónustan MM ehf. Öll fóru þessi félög á hausinn og litlar sem engar eignar fengust móti skuldum.

Sem fyrr segir, þá yfirgaf Helgi félaga sinn þegar ljóst var að allt væri komið í þrot og ekki lengra haldið. Það kom því í hlut Hrannars að taka á sig uppgjör vegna þessara fyrirtækja. Rúmum þrem árum eftir að Helgi lét sig hverfa, náði Hrannar að forða sér frá gjaldþroti með nauðarsamningum. Upp í skuldina, sem hljóðaði upp á 82 milljónir, fengust 13 milljónir, á þáverandi verðlagi. Á verðlagi dagsins í dag væru þessar upphæðir 206 milljónir og 33 milljónir.

Það má því segja að þau litlu afskipti sem Helgi Hjörvar hefur haft af atvinnulífinu sé góður grunnur undir stjórnmálastarfið og víst að það mun nýtast honum vel sem formanns Samfylkingar.

Hann kann'etta.

 


mbl.is Helgi Hjörvar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég lendi reyndar í ótrúlegu veseni með .þetta útgáfufyrirtæki, þeir byrjuðu að senda mér eitthvert rit, sem ég hafði aldrei beðið um, og ég gerði ekkert í, fyrr en blóðum fór að fjölga svo fékk ég reikning, sem ég neitaði að borga vegna þess að ég hafði aldrei beðið um þessi viðskipti, þetta lenti gott ef ekki er í lögfræðingi, þetta var rétt fyrir hrun þesa fyrirtækis.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2016 kl. 12:37

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Undarlegt dómgreindarleysi sem hrjáir þetta lið. Samfylkingin er ónýtt vörumerki. Það er bara staðreynd og fólkið sem var í forystu á sér ekki viðreisnar von.  Menn gleyma ekki svo glatt óheiðarleika eins og þessi pistill sannar. Eins lengi og Helgi Hjörvar er í fréttum munu einhverjir rifja upp viðskiptasögu hans. Nýr formaður mun engu breyta fyrir þetta flokksræksni sem núverandi forystumenn hafa sannanlega keyrt í þrot bæði siðferðilega og ekki síður málefnalega.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2016 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband