Þingsköp

Sjálfsagt geta sumir sagt orðið þingsköp sé dónalegt. En til að svo megi vera, þurfa viðkomandi að hafa einstaklega takmarkaðan og saurugan hugsanahátt.


mbl.is Þingsköp dónalegt orð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þessi krakkakjáni sem telur að hugtakið þingsköp gæti verið dónalegt orð hefur greinilega enga hugmynd um hvað orðið þýðir eða hver uppruni þess er. Hvað ætli hún myndi segja um "eigi má sköpum renna"? Ég neita að trúa því að nokkur hugsandi maður með lágmarkskunnáttu í íslensku taki mark á þessu barnahjali.

corvus corax, 20.2.2016 kl. 12:23

2 identicon

Þeim þykir eflaust orðið drengskaparheit líka ljótt

Grímur (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 12:54

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eigum við ekki bara að segja að í ljósi kvennabyltingarinnar hafi það verið mjög óheppilegt að tengja þessi tvö orð saman á þennan hátt. Sköp er hér dregið af sköpulag og persónulega finnst mér sú merking ekki ná yfir það sem hugtakið þingsköp/fundarsköp eiga að merkja.  Einhver hefur greinilega farið offari í orðasmíðinni og ekki gætt að réttri þýðingu. Hér er ekki verið að tala um sköp í merkingunni örlög/forlög.

Kvensköp; gott og gilt
Þingsköp;  afleitt

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2016 kl. 13:26

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jóhannes, er viðhengið "sköp" í orðinu þingsköp ekki dregið af orðinu skapa? Svona rétt eins og í málshættinum sem corvus corax nefnir hér fyrir ofan.

Kannski er ég svona gamaldags, en ég get ekki með nokkru móti tengt þetta við sköp kvenna.

Það er eins gott að þessir blessaðir unglingar, sem hafa ekki fallegri hugsanahátt en þann sem fram kemur í fréttinni, búi ekki í enskumælandi landi. Íslenskan er fjölbreytt tunga þó vissulega megi snúa út úr sumum orðum hennar. Enskan er aftur svo fátæk að mörg orð hafa svo margbrotna merkingu að útilokað er að skilja þau nema í setningarlegu samhengi.

Orðið þingsköp er bæði fallegt orð og skýrir vel hvað við er átt, svo á einnig við um orðið drengskaparheit, enda á orðið drengskapur jafnt við um konur sem karla.

Gunnar Heiðarsson, 20.2.2016 kl. 13:40

5 identicon

Góðan daginn

Sem barn hafði ég gaman af því að renna mér klofvega á stigahandriðum ef færi gafst. Nú sé ég alveg fyrir mér varúðarskilti á slíkum handriðum: Hér má eigi sköpum renna!

Skarfurinn.

sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 14:31

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvað um  sköp-un alheimsins?

Spyr sá sem ekki veit, pung-sveittur við tölvuna.  Má ég vera það?

Benedikt V. Warén, 20.2.2016 kl. 14:37

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jóhannes, er viðhengið "sköp" í orðinu þingsköp ekki dregið af orðinu skapa? Svona rétt eins og í málshættinum sem corvus corax nefnir hér fyrir ofan

Nei, þarna er ekki átt við að skapa. Orðskrípin þingsköp/fundarsköp vísa til fyrirkomulags/reglu sbr.ordrung í þýzku.  Enda nota stjórnmálafræðingar líka hugtök eins og reglu yfir það sem sköp merkja í orðasambandinu þingsköp

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2016 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband