Varstu "tekinn" Gylfi ?

Hvenær hafa þessir samningar snúist um annað en pólitík, Gylfi?

Þið vinirnir hafið ekki farið dult með það. Þið hafið í sameiningu beytt ykkur hart í icesavemálinu og ESB aðlögunarferinu. Svo langt gekk sá áróður að þið gerðust brotlegir við stjórnarskránna þegar þið tengduð icesavekosningunna saman við kjarasamninga og reynduð þannig að hafa áhrif á skoðanir þúsunda manna. Sem betur fer fyrir ykkur voru lögin um icesave felld, annars er hætt við að þið hefðuð verið kærðir fyrir óeðlileg afskipti af þeirri kosningu.

Vinur þinn, Vilhjálmur Egilsson hefur ekki viljað segja mörg styggðaryrði gegn ríkisstjórn þinni, Gylfi. Ekki meðan hann taldi sig getað notað tengsl þín innan hennar til að ná fram sínum málum. Nú þegar ljóst er að ríkisstjórnin ætlar að vinna samkvæmt venju, að gera ekki neitt, vill hann að þú samþykkir ályktun með sér gegn samherjum þínum. Auðvitað getur þú það ekki, þú svíkur ekki flokkinn!!

Það gagnar lítið nú að tala um að verið sé að nota samningana í pólitískum tilgangi, það hefur verið gert frá upphafi viðræðnanna. Og hvað er það annað en pólitísk afstaða þegar þú getur ekki smþykkt neikvætt plagg gegn ríkisstjórninni, eftir að þú gafst eftir til vinar þíns allt er snýr að réttlátri leiðréttingu kjara launafólks, sem þessir samningar eiga jú að snúast um!!

Það er hárrétt hjá þér Gylfi, ASÍ er fullfært um að velja sér sína andstæðinga. Það gerði ASÍ strax í upphafi þesara kjaraviðræðna, ASÍ valdi launafólkið sem sinn andstæðing!!


mbl.is Viðræðuslit í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband