Gíslataka ?

Vissulega má segja að SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu. En hvernig gat það skeð?

Sjaldan veldur einn þegar tveir deila. Þetta sannast hér sem áður.

Hvar var Gylfi Arnbjörnsson þegar SA ákvað að tengja fiskveiðistjórnun við gerð kjarasamninga?

Þetta mál kom upp strax við upphaf kjaraviðræðna. Þá átti Gylfi vissulega að stoppa það af og gera vini sínum Vilhjálmi Egilssyni það ljóst að þessi mál yrðu ekki tengd saman. Það gerði Gylfi hins vegar ekki!!

Sú krafa að þessi mál yrðu aðskilin kom fram strax í upphafi frá a.m.k. einum formanni í stéttarfélagi, en hann fékk bágt fyrir.

ASÍ er nákvæmlega jafn sekt SA þessari gíslatöku. ASÍ átti og hafði alla möguleika á að stöðva þetta leikrit strax við upphaf samninga en sviðsljósið heillaði!! Þar með hafði ASÍ kastað teningnum og ekki varð aftur snúið og ekki séð fyrir endann á þessum skrípaleik.

Enn sannast vangeta ASÍ og forusta hennar til að standa vörð launþega!!


mbl.is Tala um gíslatöku LÍÚ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Það gleimist einn gerandi sem er forsenda fyrir þessari stöðu og það er Jóhanna&co

Brynjar Þór Guðmundsson, 16.4.2011 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband