Að kasta steini í glerhúsi

Vissulega er það rétt hjá Ólínu, að alþingi hefur sett niður. Þó er ekki hægt að segja að vantrausttillagan og umræðan um hana sé einhver vendipungtur í því sambandi, þó oddvitar ríkisstjórnarinnar og sumir stjórnarþingmenn hafi verið vægst sagt ómálefnalegir í þeirri umræðu.

Sú tillaga er frekar afleiðing en orsök þess að þingið hefur sett svo mikið niður.

Aðfarir stjórnarflokkana og innbyrðisdeilur innan og milli þeirra er höfuð ástæða þess að fólk ber ekki meiri virðingu fyrir þinginu en raun ber vitni.

Í þeim deilum hefur Ólína Þorvarðardóttir verið dugleg í skítkastinu, sérstaklega í þá þingmenn samstarfsflokksins sem henni þykir ekki vera nægjanlega leiðitamur stefnu Samfylkingarinnar.

Því kemur það úr hörðustu átt þegar Ólína Þorvarðardóttir talar um að þingið hafi sett niður.


mbl.is Alþingi hefur sett niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband