Færsluflokkur: Kjaramál
Óþægilegt ?
28.7.2011 | 07:52
Hagfræðing ASÍ þykir "óþægilegt" að sjá verðbólguna rjúka upp. Það er nokkuð hóflega tekið til orða, en varla við stóryrðum að búast á þeim bænum. Það má ekki tala illa um ríkisstjórn Jóhönnu, vinkonu forseta ASÍ. Menn hugsa fyrst og fremst um eigið starf áður en þeir tjá sig og ekki víst að þessi hagfræðingur héldi starfi sínu ef hann gagnrýnir ríkisstjórnina. Það má ekki styggja forseta ASÍ!
Þó bendir þessi hagfræðingur á þá augljósu staðreynd, með varfærnislegu orðalagi, að sú aukna verðbólga sem orðið hefur síðustu sex mánuði er ekki vegna nýgerðra kjarasamninga, enda tóku þeir ekki gildi fyrr en við síðustu mánaðarmót! Hann forðast þó að benda á þá augljósu staðreynd að ríkisstjórninni hefur mistekist.
Sú staðreynd að verðbólgan er farin af stað aftur og það án aukinna umsvifa eða uppbyggingar í arðbærum framkvæmdum, er ekki óþægileg í hugum launafólks, hún er einfaldlega skelfileg!!
Óþægilegt að sjá þessar tölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
AMX og Evrópuvaktin
27.7.2011 | 08:30
Ég er einn af þeim sem lít nánast daglega á hina ýmsu vefmiðla, sérstaklega þá sem rita um Evrópumál og pólitík. Breytir þar einu hvort ég er sammála þessum miðlum eða ekki, enda öllum hollt að skoða mál út frá sem víðustu sjónarhorni.
Eftir að fréttir bárust af því að ríkisstjórnin væri búin að missa tökin á verðbólgunni hafa einhverjir ákveðnir pistlahöfundar á AMX og Evrópuvaktinni farið hamförum og kenna þar nýgerðum kjarasamningum um. Þvílík öfugmæli!!
Svo ramt hefur borið á þessum áróðri þessara pistlahöfunda að vart er hægt að fara inn á þessa vefi lengur. Látum vera þó AMX sé með svona áróður, en að Evrópuvaktin skuli gera það sama er aftur verra. Þessi miðill sem hefur verið duglegastur allra miðla að flytja fréttir að vettvangi ESB og að gagnrýna þá helferð sem verið er að draga okkur í á þeim vettvangi, er með þessum áróðursskrifum um launahækkanir og verðbólgu, að grafa undan trúverðugleik sínum.
Það lá ljóst fyrir að kjarasamningarnir myndu leiða til verðbólguskots, ef ekkert annað yrði gert. Og þar liggur hundurinn grafinn. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum til mótvægis við og til hjálpar fyrirtækjum landsins. Þessu trúðu forsvarsmenn atvinnulífsins, jafnvel þó þessi ríkisstjórn hafi marg sýnt að hún er ekki trúverðug! Þó á það verðbólguskot eftir að koma fram, svo stjórnvöld hafa enn tíma til að hysja upp um sig buxurnar.
Þá er merkilegt að ætla að verðbólgan skuli hoppa upp um rúm 3% þegar laun hækka einungis um 4%. Sá reikningur gengur einfaldlega ekki upp. Flest fyrirtæki, sem eitthvað framleiða, þurfa fleira en vinnuaflið, þau þurfa væntanlega eitthvað hráefni, orkugjafa og tæki einnig. Oftar en ekki er sá hluti mun stærri en launakostnaður. Þá má ekki gleyma skattlagningu stjórnvalda.
Þá er merkilegt er að menn skuli kenna nýgerðum kjarasamningum um þetta verðbólguskot nú þar sem þeir tóku ekki gildi fyrr en við síðustu mánaðarmót, eða eftir það tímabil sem verðbólguskotið myndaðist.
Ástæður þessa verðbólguskots nú er ekki hægt að rekja til nýgerðra kjarasamninga, nema því aðeins að fyrirtækin hafi tekið forskot á sæluna og hækkað sínar vörur og þjónustu fyrirfram. Getuleysi stjórnvalda til að hafa stjórn á efnahgsmálunum og getuleysi til að koma atvinnulífinu af stað er mun líklegri ástæða.
Það er ljóst að fjármál ríkisins hafa farið úr böndum og að sjálf sögðu ætlar fjármálaráðherra að leysa það með aukinni skattlagningu, enda kann hann engin önnur ráð. Að taka á vandanum, óstjórn í rekstri ríkisins, er ofar hans skilning.
Það væri nær fyrir pistlahöfunda AMX og Evrópuvaktarinnar að halda sig við það sem þeir gera best, AMX í spaugilegri gagnrýni á stjórnvöld og Evrópuvaktin í fréttaflutningi frá Evrópu og þó sérstaklega ESB og gagnrýni á það ferli sem verið er að draga okkur út í á þeim vettvangi.
Ef þessir miðlar ætla að breyta stefnu sinni er hætt við að fyrir þeim fari eins og sumum öðrum vefmiðlum, að þeir verði einskonar eyði eyja í heimi vefmiðla!
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bullukollurinn enn á ferð
1.6.2011 | 14:27
Gylfi Arnbjörnsson, sá er á heiðurinn af þeirri skömm sem launafólki var færð í síðustu kjarasamningum, bullar enn!
Nú segir hann að sú þáttaka sem lífeyrissjóðum landsins er gert til að taka þátt í að hjálpa fjölskyldum landsins sé brot á kjarasamningum! Í hvaða heimi er maðurinn eiginlega. Það er nú svo sem ekki hátt fallið af þeim samningum, ef satt væri!
Hvernig Gylfi kemst að því að 1,7 milljarðar úr sjóðum lífeyrissjóðanna geti verið brestur á kjarasamningum, þegar sjóðirnir hafa sóað og sólundað hundruðum milljarða í sukk og svínarí og þar er Gylfi Arnbjörnsson ekki saklaus.
Ef ekki hefði komið til þess gífurlega gengisfalls krónunnar eftir hrun bankanna, ef við hefðum til dæmis verið bundnir af evrunni, eins og Gylfi þráir svo heitt, hefðu lífeyrissjóðirnir farið beina leið á hausinn, allir sem einn, í kjölfar hrunsins. Heiðurinn af því falli hefði meðal annars mátt þakka títtnefndum Gylfa Arnbjörnssyni!!
Að lífeyrissjóðirnir skyldu lifa þær hremmingar af er eingöngu íslensku krónunni að þakka, þeirri krónu sem Gylfi vill fórna!!
Á sama tíma og ætlast er til að lífeyrissjóðirnir komi örlítið til hjálpar við uppbygginguna, eru þeir að kasta tugum milljarða í hendur á erlendum fjárglæframönnum. Hvernig kemur það að kjarasamningum Gylfi?
Gylfi Arnbjörnsson ætti að fara að hafa vit á að þegja, það fer honum best!
Gagnrýna lífeyrisskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stefán er bjartsýnn
19.5.2011 | 04:25
Það verður að segjast eins og er að viðleitni Stefáns er þakkaverð, en bjartsýni mannsins er vissulega mikil.
Hann telur brýnt að góð þáttaka verði í kosningu um samninginn og það í félagi þar sem einungis 17% kusu til stjórnar fyrir skemmstu! Fyrir það fyrsta er þessi samningur þannig að hvorki er hægt að samþykkja hann né fella, svo aumingjalegur er hann.
Vissulega mun starfsfólk í verslunum njóta mestu hækkunar samningsins, enda það fólk á svo skammarlegum launum að vart er hægt að tala um þau. En því miður verður það fólk lítið betur sett eftir samninginn, hækkunin sem það fær, þó ágæt sé í prósentum talið, er ekki upp á svo margar krónur.
Þegar nefnd ríkisstjórnarinnar komst að því síðasta sumar að lágmarksviðmið launa hafi þá verið rúm 200.000 í ráðstöfunartekjur, semja þessir menn um að heildar lágmarkslaun skulu vera sú sama upphæð EFTIR ÞRJÚ ÁR!!
Sveiattan!!
Reyna að fá fólk til að kynna sér kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aumingjaskapur ASÍ er algjör !
18.5.2011 | 22:44
Póstmenn hafa samið og tilefni til að óska þeim til hamingju.
Þessi samningur er sagður sambærilegum þeim samningi sem ASÍ og SA gerðu. Samt gefur þessi samningur póstmönnum 20% launahækkun á samningstímanum meðan ASÍ samningurinn gefur einungis um 11% hækkun. Varla getur það talist sambærilegur samningur.
Má þá búast við að næsti hópur sem semur muni fá enn hærri hækkun sinna launa? Þá verði sagt að hann sé sambærilegur samningi póstmanna.
Póstmenn eru vissulega ekki ofsælir af þessari hækkun og gott fyrir þá, en þetta sýnir svo ekki verður um villst hversu lélegur samningur ASÍ og SA er!
Það er ljóst þegar fyrirtæki sem er í verktöku fyrir ríkið getur samið um launahækkun upp á 20%, ættu einkafyrirtæki að ráða við slíka hækkun einnig. Flest einkarrekin fyrirtæki sem eru í útflutningi hafa sannarlega efni á frekari launahækkunum og þau sem eru á innlendum markaði hafa þegar hækkað sínar gjaldskrár, því ættu þau flest að ráða við þetta.
Það eru reyndar nokkrar greinar sem standa virkilega illa, byggingariðnaður, verktakaiðnaður og ríki og bæjarfélög eru verst sett. En þegar þjónustufyrirtæki, í verktöku ríkisins, getur samið um nærri helmingi hærri launahækkun en ASÍ og SA, er deginum ljósara að forsvarsmenn ASÍ hafa ekki staðið vaktina sem skildi.
Þetta er enn ein sönnun getuleysis og aumingjaskapar forustu ASÍ!!
Póstmenn sömdu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætti þá ekki að verða í vandræðum með að greiða hærri laun
16.5.2011 | 10:55
Það er magnað, nú eftir að búið er að skrifa undir nauðar kjarasamnig, skuli hvert fyrirtækið af öðru koma fram með sína reikninga er sýna góða stöðu þeirra. Fyritæki sem voru svo illa stödd meðan á kjarasamningum stóð að ekki var hægt að semja um nema smánarhækkun til launþega. Hækkun sem var svo smánarleg að ekki einu sinni er vert að fara í verkfall vegna þeirra!!
Að forusta launþega skuli láta plata sig svona aftur og aftur er með ólíkindum. Hvers vegna skoðar forustan ekki staðreyndir? Varla eru þessar upplýsingar að koma fram nú, korteri eftir undirskrift?
Ef forusta launþega væri að vinna sína vinnu, myndi hún að sjálf sögðu kynna sér staðreyndir í stað þess að láta SA segja sér fyrir verkum!!
Handónýt forusta ASÍ lætur draga sig á asnaeyrum aftur og aftur!!
1,1 milljarðs hagnaður Haga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sagan endurtekur sig
12.5.2011 | 08:21
Varla er blekið þornað á pappírnum þegar ríkisstjórn Jóhönnu svíkur loforð sín. Þettta endurtekur sig nú gagnvart aðilum vinnumarkaðarins, eins og sumarið 2009, þetta er í stíl við vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar. Og á þessum svikaloforðum eru kjarasamningar byggðir.
Krafa SA um að sjávarútvegsmál yrðu tengd samningum var vissulega ósanngjörn, en hún kom til fyrst og fremst vegna aumingjaskapar forustu ASÍ. Sú forusta stóð sig ekki í upphafi samninga og því komst SA svo langt með það mál sem raunin varð á.
Það er vissulega skiljanlegt, sérstaklega nú, að SA hafi viljað tengja þessi tvö mál saman, þeir vissu að loforðum stjórnvalda er ekki treystandi, en það var í valdi ASÍ að stoppa það í fæðingu. Það var ekki gert.
Þessi krafa var mjög sterk hjá SA um tíma, en endaði í því að engar breytingar yrðu gerðar á þessum málum nema í sátt við aðila í sjávarútvegi. Nú hafa stjórnvöld svikið það loforð. Orð sjávarútvegsráðherra lýsa best hugsanahættinum innan stjórnarliðsins, þegar hann var spurður hvort aðilum sjávarútvegs hefðu verið kynnt þau drög sem verið var að vinna að. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til þess!
Því er spurning hvort nokkur einasta ástæða sé til að ætla að þau standi við gefin loforð til launþega. Þau voru svo sem ekki mikil en nóg samt til að samningurinn er byggður á þeim loforðum.
Það er magnað að þeir félagar Gylfi og Vilhjálmur, sem stóðu í forustu fyrir samtök atvinnulífsins í þessum samningum, skildu láta plata sig eina ferðina enn. Þeir taka trúanleg orð frá ríkisstjórn sem hefur marg oft verið staðin að svikum við gefin loforð, meira að segja gagnvart þeim sjálfum og umbjóðendum þeirra. Þessir menn eru engan veginn starfi sínu vaxnir!
Þeir menn sem setja puttann aftur yfir eld kertisins sem þeir brendu sig á, eru ófærir um að læra af reynslunni. Þaðá vissulaga við um forustu bæði ASÍ og SA.
Þessi samningur sem gerður var hefur ekki enn verið samþykktur af launafólki. Líklegt er þó að það muni verða gert, þar sem áróðurinn er mikill í fjölmiðlum um að svo verði. Hinir ýmsu menn sem kalla sig sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum, keppast nú um að segja að þessi samningur sé of hár, gefi of mikið til launþega. Þetta er vissulega gert til að koma þeirri hugsun í huga fólks að það sé að fá meira en því ber!
Ef þessi samningur verður einhverjum fyrirtækjum að falli er frekar spurning hvort þau eigi tilverurétt yfirleitt!
Það er þó ljóst að skattastefna stjórnvalda og allir þeir steinar sem þau hafa lagt í götu þeirra sem vilja byggja upp, er ekki hagkvæmt fyrir fyrirtækin. Forsemnda þess að við getum unnið okkur út úr kreppunni er vissulega að hagur fyrirtækja verði bættur. En launakröfur koma því máli ekki við.
Þau fyrirtæki sem ekki ráða við þessa örlitlu leiðréttingu munu falla, hverjar sem aðgerðir stjórnvalda eru. Sú örlitla leiðrétting sem launafólki er færð, leiðrétting sem er svo lítil að hún mun sennilega vera horfin þegar fyrsta útborgun samnings kemur til, breytir litlu í því sambandi.
Það er ljóst að stjórnvöld ætla ekki og ætluðu aldrei að standa við gefin loforð. Því er þessi kjarasamningur marklaus, bæði fyrir launþega sem og atvinnurekendur!
Þessi ríkisstjórn er óhæf og á að setja hana af. Hún hefur þegar valdið þjóðinni óbætanlegum skaða með svikum og beinum lygum. Því verður að boða til kosninga svo fljótt sem verða má, áður en enn verr fer!!
Ekki staðið við gefin loforð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vöflubrandari sáttasemjara
10.5.2011 | 19:49
Samningurinn er ekki vöflu virði, það veit Aðalsteinn.
Nú bíður hans það verkefni að bera þennan handónýta samning undir sína félagsmenn, ekki er víst að það gangi vel og eins víst að samningurinn verði felldur.
Þá verður styrkur fyrir Aðalstein að hafa ekki tekið þátt í vöflufíflaskap sáttasemjara!
Skrifuðu undir en höfnuðu vöfflum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af hverju ?
6.5.2011 | 07:20
Hvers vegna hækka laun í verslun um allt að 22%? Er það kannski vegna þess að þessi laun hafi verið til skammar? Þau verða það reyndar eftir sem áður, þar sem þessi 22% gefa þessu fólki ekki nema 34.000 króna hækkun, rétt rúm 20.000 eftir að RIKIÐ hefur hirt sitt! Hvað skyldi það vera stór hluti af þeim launum sem Margrét fær? Hvað ætli hún þurfi að vinna marga klukkutíma fyrir þeirri upphæð!
En það er hægt að taka til í verslunargeiranum. Hvaða þörf er á að hafa fjölda matvöruverslana opna allan sólahringinn? Hvers vegna getur fólk ekki verslað á dagtíma? Hvað þarf verslunin að borga mikið með sér á nóttunni? Þetta er sagt vera gert til að auka þjónustuna. Það er klárt mál að neytendur báðu ekki um þetta. Og ef þörf er á opinni matvöruverslun að nóttu til, getur ein slík annað öllu höfuðborgarsvæðinu!
Það er annars merkilegt að landsmenn utan stór Reykjavíkur komast mjög vel af án þess að hafa opnar verslanir á nóttinni. Hvers vegna geta Reykvíkingar þetta ekki? Eru þeir eitthvað tregari en annað fólk? Þessi óþarfa þjónusta kostar peninga, þeir koma annars vegar fram í hærra vöruverði og hins vegar í lærri launum starfsfólks!! Viðskiptavinurinn og afgreiðslufólkið skiptir þessum kostnaði milli sín!
Ég óska starfsfólki í verslunum til hamingju, þó litið sé fyrir þetta fólk að gleðjast yfir!!
22% hærri laun í verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bull er þetta
6.5.2011 | 06:55
Atvinnurekendur væla, ríkisstjórnin lætur SÍ væla fyrir sig og Gylfi er kátur! Það þarf lítið til að kæta þann mann!
Kaupmáttur er væntanlega sá máttur sem einhver hefur til að kaupa eitthvað. Samkvæmt því eykst kaupmáttur ekkert við þennan nauðgunarsamning. Þær fáu krónur sem launþeginn fær munu allar fara í að rétta örlítið af þá skelfilegu skuldastöðu sem þeir flestir eru komnir í, sumir vegna stökkbreyttra lána en flestir vegna þess að þessi hópur hefur nánast einn þurft að bera byrgðar bankahrunsins! Þá má ekki gleyma því að RÍKIÐ hirðir nærri helminginn strax við útborgun. Það verða engar krónur eftir til að kaupa neitt fyrir. Sú hækkun sem Gylfi sjálfur fær út úr þessum samning er þó mun meiri í krónum talið og gerir honum kannski kleift að versla eitthvað.
Atvinnurekendur væla og segja kostnað við þennan samning geta sett einhver fyrirtæki á hausinn. Það er ekki þessum samning að kenna. Ef svo væri eru þessi fyrirtæki ekki á setjandi. Ef einhver fyrirtæki rúlla er það vegna þess að rekstrarskilyrði þeirra eru ekki næg og þar á ríkisstjórnin að koma að málum, ekki launþegar. Það er ljóst að fjöldi fyrirtækja taka þessum samning sem happdrættisvinning, fyrirtæki sem vel eru rekin, fyrirtæki sem eru í útflutningi og fyrtæki sem þau þjóna.
Hagfræðingur SÍ sagði, áður en skrifað hafði verið undir, að þetta væru of háar kjarabætur. Enn og aftur, þetta eru ekki kjarabætur, einungis örlítið skref til leiðréttingar, enn vantar mikið upp á.
Þá hefur ríkisstjórnin gefið út hvað hún ætlar að skattleggja landsmenn mikið vegna þessa samnings. Það eru heilir 60 milljarðar, takk fyrir!! Og sú upphæð verður sótt í vasa okkar, hvort sem stjórnvöld efna sín loforð um aðgerðir eða ekki!!
Verðbólga er sögð eiga að fara upp. Sumir jafnvel sagt um einhver prósent, þó Jóhanna hafi verið hógvær og talað um hálft. En hvernig getur það skeð, hverng getur verðbólga aukist við það eitt að fólk geti borgað ölítið meira af lánum sínum? Er það kannski vegna þess að ríkið mun fá nærri helming þeirrar hækkunar sem samið var um? Munu tekjur ríkissjóðs aukast svo mikið við þessa samningsgerð, að þar verði hæg að sóa fé? Væri þá ekki ráð fyrir stjórnvöld að taka launþegana sér til fyrirmyndar og nota þetta fé til að greiða skuldir?
Þessi samningur, ef samning er hægt að kalla, er til skammar. Þetta er örlítil leiðrétting þeirrar skerðingar sem launafólk hefur orðið fyrir, en þó einungis til skamms tíma. Eftir örfáa mánuði verður launafólk komið í sama farið aftur.
Hvort launafólk samþykki þennan samning eða ekki er ekki gott að segja. Þó eru líkur á að svo verði. Þrælslund landans er orðin svo mikil!
Kaupmáttur talinn vaxa um 3-4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)