Færsluflokkur: Kjaramál
Af hverju ?
6.5.2011 | 07:20
Hvers vegna hækka laun í verslun um allt að 22%? Er það kannski vegna þess að þessi laun hafi verið til skammar? Þau verða það reyndar eftir sem áður, þar sem þessi 22% gefa þessu fólki ekki nema 34.000 króna hækkun, rétt rúm 20.000 eftir að RIKIÐ hefur hirt sitt! Hvað skyldi það vera stór hluti af þeim launum sem Margrét fær? Hvað ætli hún þurfi að vinna marga klukkutíma fyrir þeirri upphæð!
En það er hægt að taka til í verslunargeiranum. Hvaða þörf er á að hafa fjölda matvöruverslana opna allan sólahringinn? Hvers vegna getur fólk ekki verslað á dagtíma? Hvað þarf verslunin að borga mikið með sér á nóttunni? Þetta er sagt vera gert til að auka þjónustuna. Það er klárt mál að neytendur báðu ekki um þetta. Og ef þörf er á opinni matvöruverslun að nóttu til, getur ein slík annað öllu höfuðborgarsvæðinu!
Það er annars merkilegt að landsmenn utan stór Reykjavíkur komast mjög vel af án þess að hafa opnar verslanir á nóttinni. Hvers vegna geta Reykvíkingar þetta ekki? Eru þeir eitthvað tregari en annað fólk? Þessi óþarfa þjónusta kostar peninga, þeir koma annars vegar fram í hærra vöruverði og hins vegar í lærri launum starfsfólks!! Viðskiptavinurinn og afgreiðslufólkið skiptir þessum kostnaði milli sín!
Ég óska starfsfólki í verslunum til hamingju, þó litið sé fyrir þetta fólk að gleðjast yfir!!
![]() |
22% hærri laun í verslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bull er þetta
6.5.2011 | 06:55
Atvinnurekendur væla, ríkisstjórnin lætur SÍ væla fyrir sig og Gylfi er kátur! Það þarf lítið til að kæta þann mann!
Kaupmáttur er væntanlega sá máttur sem einhver hefur til að kaupa eitthvað. Samkvæmt því eykst kaupmáttur ekkert við þennan nauðgunarsamning. Þær fáu krónur sem launþeginn fær munu allar fara í að rétta örlítið af þá skelfilegu skuldastöðu sem þeir flestir eru komnir í, sumir vegna stökkbreyttra lána en flestir vegna þess að þessi hópur hefur nánast einn þurft að bera byrgðar bankahrunsins! Þá má ekki gleyma því að RÍKIÐ hirðir nærri helminginn strax við útborgun. Það verða engar krónur eftir til að kaupa neitt fyrir. Sú hækkun sem Gylfi sjálfur fær út úr þessum samning er þó mun meiri í krónum talið og gerir honum kannski kleift að versla eitthvað.
Atvinnurekendur væla og segja kostnað við þennan samning geta sett einhver fyrirtæki á hausinn. Það er ekki þessum samning að kenna. Ef svo væri eru þessi fyrirtæki ekki á setjandi. Ef einhver fyrirtæki rúlla er það vegna þess að rekstrarskilyrði þeirra eru ekki næg og þar á ríkisstjórnin að koma að málum, ekki launþegar. Það er ljóst að fjöldi fyrirtækja taka þessum samning sem happdrættisvinning, fyrirtæki sem vel eru rekin, fyrirtæki sem eru í útflutningi og fyrtæki sem þau þjóna.
Hagfræðingur SÍ sagði, áður en skrifað hafði verið undir, að þetta væru of háar kjarabætur. Enn og aftur, þetta eru ekki kjarabætur, einungis örlítið skref til leiðréttingar, enn vantar mikið upp á.
Þá hefur ríkisstjórnin gefið út hvað hún ætlar að skattleggja landsmenn mikið vegna þessa samnings. Það eru heilir 60 milljarðar, takk fyrir!! Og sú upphæð verður sótt í vasa okkar, hvort sem stjórnvöld efna sín loforð um aðgerðir eða ekki!!
Verðbólga er sögð eiga að fara upp. Sumir jafnvel sagt um einhver prósent, þó Jóhanna hafi verið hógvær og talað um hálft. En hvernig getur það skeð, hverng getur verðbólga aukist við það eitt að fólk geti borgað ölítið meira af lánum sínum? Er það kannski vegna þess að ríkið mun fá nærri helming þeirrar hækkunar sem samið var um? Munu tekjur ríkissjóðs aukast svo mikið við þessa samningsgerð, að þar verði hæg að sóa fé? Væri þá ekki ráð fyrir stjórnvöld að taka launþegana sér til fyrirmyndar og nota þetta fé til að greiða skuldir?
Þessi samningur, ef samning er hægt að kalla, er til skammar. Þetta er örlítil leiðrétting þeirrar skerðingar sem launafólk hefur orðið fyrir, en þó einungis til skamms tíma. Eftir örfáa mánuði verður launafólk komið í sama farið aftur.
Hvort launafólk samþykki þennan samning eða ekki er ekki gott að segja. Þó eru líkur á að svo verði. Þrælslund landans er orðin svo mikil!
![]() |
Kaupmáttur talinn vaxa um 3-4% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til skammar !!
5.5.2011 | 08:15
Þessi samningur er ASÍ til skammar, mér dettur reyndar önnur ljótari orð í hug en ætla að halda þeim fyrir mig, um sinn!
Fyrir það fyrsta, hvers vegna eingreiðslur? Eingreiðsla er eins og orðið ber með sér EIN greiðsla. Þetta er ekki hluti af samningi. Ef þessar greiðslur verða setta fastar í samning, eins og Vilhjálmur E hefur gefið í skyn, er þetta ekki lengur eingreiðsla, heldur hluti launa. Þá spyr maður, af hverju eru þá launataxtar ekki bara hækkaðir um þessa upphæað, 75.000 á ári? Er það kannski vegna þess að sú hækkun mun ekki verða nema 6.250 krónur á mánuði? Það gengur auðvitað betur í einfeldningana að tala um 75.000 krónur en 6.250 krónur, þó flest launafólk átti sig á að um sömu upphæð er að ræða. Gylfi Arnbjörnson fellur kannski fyrir svona galdrabrögðum.
Viðræðum, sem menn sögðu í fyrradag að yrði lokið í einni lotu, að ekki yrði staðið frá borðum fyrr en undirskrift lægi fyrir, var frestað aftur í gærkvöldi. Það er auðvitað of mikils mælst að þessir menn vinni á nóttinni.
Aðilar voru sammála um að lítið bæri á milli. Auðvitað ber lítið á milli, annað getur ekki verið. Ekki eru kjarabæturnar það miklar að mikið bil sé milli þeirra og ekki neins, þannig að það getur ekki með neinu móti borið mikið á milli!!
Þá segir Gylfi að þetta sé einn viðamesti samningur sem gerður hafi verið. Forheimska mannsins virðast engin takmörk sett. Hann tíundar bótamál, skattamál, menntamál atvinnulausra og launastefnu.
Vissulega hefur verið tekið á launastefnu, það var gert strax í upphafi samningaviðræðna þegar ASÍ samþykkti, án neinna skilyrða, kröfu SA um að allir fengju þau laun sem verst stöddu fyrirtækin gætu borgað! Launastefna sem mun gera kjör launþega enn verri en áður, kjör sem festir fleiri og fleiri í fátækragildru. Launastefnu sem gerir fyrirtæki landsins enn ósamkeppnisfærari og óhagkvæmari en áður.
Varðandi hin atriðin sem Gylfi nefnir, er um þau það eitt að segja að þetta eru flest eða öll atriði sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á, ekki launþegar. Þar breytir engu hvot tekið er á þeim í kjarasamningum. Ef stjórnvöld sinna ekki sinni skyldu án afskipta samtaka launþega og atvinnurkenda, gera þau það ekkert frekar þó sett séu ákvæði í kjarasamninga um þau mál!!
Því miður virðist ASÍ og SA ætla að falla í sömu gryfju og áður, að trúa núverandi stjórnvöldum jafnvel þó þau hafi sýnt og sannað að frá þeim koma bara svik og prettir. Á þessu mun komandi kjarasmningur byggjast, litlar sem engar launahækkanir, nánast öll kjarabótin á að byggjast á loforðum þeirra sem mest hafa svikið launafólk!!
Aumingjaskapur forustu ASÍ er algjör! Það á eftir að koma í ljós hvort launafólk samþykki þennan samning. SA hefur verið duglegt í sinni áróðursferð til þess með auglýsingum í fjölmiðlum. Það skortir ekki fjármunina þar!
Það sannast nú enn og aftur að þegar vinstristjórn er við völd er enginn áhugi hjá forustu launþega að standa vörð þeirra. Þetta veit forusta SA og nýtir sé til hins ýtrasta.
Almenningur var látinn standa undir endurreisn bankanna, almenningur er látinn bera þær byrgðar sem ríkissjóður þarf að taka, almenningur átti að taka á sig icesave og nú á almenningur að standa undir fyrirtækjunum með hinn svokölluðu "atvinnuleið".
Það átti að vera allra, ekki bara almennings, að standa undir endurreisn bankanna, það á að vera ríkisstjórnar að sjá svo um að fyrirtæki landsins geti dafnað og aukist. Þá minnkar vandi ríkissjóðs og fyrirtækja. Þá fer "atvinnuleiðin" sjálfkrafa af stað! Þetta sjá allir heilbrigðir menn, en ríkisstjórnin og forusta ASÍ virðist ekki sjá þetta og SA nýtir tækifærið!!
Svei þeim mönnum sem eru í forustu launþega!!
![]() |
Þrjár eingreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er það ?
3.5.2011 | 09:07
Þó launafólk sé vissulega orðið langþreytt á því óréttlæti sem það hefur þurft að búa við síðustu tvö ár undir hæl "velferðarstjórnar Jóhönnu" og skattpíningu Steingríms J og þó fólk sé orði langþreytt á þeim leikaraskap sem þeir félagar Gylfi og Vilhjálmur E hafa stundað síðustu fimm mánuði, er spurning hvort launafólk sé tilbúið að hlýða kalli Gylfa.
Launafólk er vissulega tilbúið að fara í verkföll, en þá þurfa forsemndur að vera með þeim hætti að slík aðgerð skili einhverju. Langt er frá að svo sé nú.
Sú krafa sem Guðmundur Gunnarsson setti fram, 4,5% launahækkun, er langt frá því næg til að fara í verkfall. Það tekur launþegann nærri tvö ár að vinna upp launatap hvers mánaðar í vekfalli með slíkri sultarhækkun. Þá er betra heima setið en af stað farið!
Þessir aumingjar og liðleskjur sem fara fyrir samtökum launafólks ættu að skammast sín! Ef þeir ynnu sína vinnu væri staðan önnur og betri, en það er þeim gjörsamlega fyrirmunað að gera.
Að ætla að etja launafólki út í verkföll fyrir skitin 4,5% og eins árs samning er eins heimskulegt og hugsast getur og reyndar undarlegt að nokkur maður skuli láta slíkt frá sér fara. Þá er betra fyrir fólk að vera án launahækkunar þann tíma. Einungis tveggja vikna verkfall étur upp þá launahækkun!!
![]() |
Hafa tvo sólarhringa til þess að forðast verkföll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki gat hann sleppt því að minnast á ESB !!
2.5.2011 | 09:52
Gylfi Arnbjörnsson þorði ekki að flytja ræðu í Reykjavík og fór því til Akureyrar. Ekki er nú kjarkurinn mikill hjá honum.
Í sinni vanabundnu 1.maí ræðu, lofaði hann að bæta kjör launafólks, hann lofaði hörku gagnvart atvinnurekendum og fleiri loforð í þeim dúr. Loforð eru lítils virði ef verk fylgja ekki eftir.
En það var þó sú staðreynd að hann skuli ekki hafa getað flutt þessa ræðu án þess að mæra ESB, sem hleypir illu blóði í margann launþegann! Í ræðu sinni segir Gylfi meðal annars að stöðugleika og trúverðuleika verði ekki náð nema með ESB aðild og upptaka evru sé forsemnda frekari hagsbóta fyrir launafólk.
Þetta er hans persónulega skoðun, enda í anda Samfylkingar, þess flokks er hann fór í framboð fyrir. Þessi skoðun er hins vegar mjög umdeild meðal launafólks og má gera ráð fyrir að svipaður hluti þess sé andvígur aðild og fram kemur í skoðanakönnunum.
Sú hrifning Gylfa Arnbjörnssonar af ESB er ekki sprottin af umhyggju fyrir launþegum landsins, þetta er hans persónulega stjórnmálaskoðun og er honum vissulega frjálst að hafa hana.
Honum er hins vegar stranglega bannað að nota ASÍ til að koma þessum persónulegu skoðunum sínum á framfæri. Þar sem Gylfi getur ekki eða hefur ekki vit til að skilja á milli sinna persónulegu stjórnmálaskoðanna og þess starfs sem hann sinnir, á hann skilyrðislaust að segja því starfi frá sér strax. Þegar einstklingur hefur svo mikla skoðun á pólitískum málum og lætur þau villa sér sýn við störf, er eðlilegra að hann sæki sér vinnu innan stjórnmálanna!
Ekki kemur mér til hugar að reyna að breyta skoðunum Gylfa Arnbjörnssonar til ESB, þær verður hann að eiga við sjálfan sig og sína samvisku. Honum væri þó hollt að hafa samband við kollega sína hjá samtökum verkafólks í ESB löndunum og heyra þeirra álit. Þá væri honum hollt að lesa fréttir og sjá hvað er að gerast í þessum löndum, skoða þann stöðugleika og trúverðugleika sem ESB aðild hefur fyrir lönd eins og Írland, Portúgal, Grikkland, Spán, Danmörk, Finnland og nánast öll lönd ESB!
Gylfi Arnbjörnsson hefur misst allt traust launafólks. ESB hugsjón hans skaðaði hann verulega og störf hans í þeirri kjarabaráttu sem nú stendur yfir rústaði því litla áliti sem hann átti eftir. Getuleysi og kjarkleysi hans er algert. Hann vill ekki styggja vin sinn Vilhjálm Egilsson og alls ekki ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hundur bítur ekki húsbónda sinn!!
![]() |
Látum sverfa til stáls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyndin manneskja !
1.5.2011 | 15:45
Ekki vissi ég að búið væri að breyta frídegi verkafólks í skemmtidag trúða. Það virðist þó vera.
Signý Jóhannsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands, flytur skemmtiræðu og fólk hlýtur að hlægja, ef einhverjum er þá hlátur í hug. Þessi manneskja þykist hafa efni á loforðum við launafólk í landinu. Hún þykist hafa efni á hótunum við forustu SA.
Því fer þó fjarri að þessi manneskja hafi burði eða getu til slíkra verka. Hennar helsta afrek í þeirri kjarabaráttu sem nú stendur yfir er að hafa stöðvað af viðræður hjá sáttasemjara, milli SA og launafólks, meðal annars launþega sem þá voru í hennar eigin stéttarfélagi! Þetta gerði hún vegna þess að fyrir samninganefnd þeirri fór formaður VlfA, en hann hafði þá sagt sig frá samráðinu milli SA og ASÍ og hafið samninga fyrir sitt fólk sjálfur. Þannig hagar til að á einum vinnustað sem VlfA hefur flesta starfsmenn innan sinna vébanda, voru örfáir í Stéttarfélagi Vesturlands. Þetta gat Signý ekki sætt sig við og stóð því að stöðvun viðræðna inn á borði hjá sáttasemjara. Þetta var nýðingsbragð og til stór skaða fyrir verkalýðshreyfinguna.
Signý Jóhannsdóttir gerði allt sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir samning milli starfsmanna Elkem og SA. Afrakstur hennar var að flest allir þeirra starfsmanna Elkem, sem voru í StéttVest yfirgáfu félagið og gengu í VlfA.
Að endingu náðist kjarasamningur fyrir starfsmenn Elkem, það var þó ekki fyrir elju eða dugnað Signýar, heldur þvert á móti, það tókst þrátt fyrir andstöðu hennar. Þó var hún tilbúin að mæta og skrifa undir þegar stríðinu var lokið, eins og einhver prímadonna!
Maður fær óbragð í munnin við að hlusta á þetta pakk sem ÞYKIST vera að vinna fyrir launafólkið. Þetta pakk sem hugsar fyrst og fremst um eigin hag og sinn pólitíska flokk. Launafólkið er alger aukastærð í hugum þessa fólks.
Sá skaði sem Signý Jóhannsdóttir og fleiri í yfirstjórn ASÍ hafa valdið verkalýðshreyfingunni verður ekki bættur með einhverjum fallegum ræðum, fluttum á frídegi verkamann!!
Sá skaði verður heldur ekki bættur þó Nallinn sé kyrjaður aftur og aftur.
Sá skaði verður einungis bættur með því að í yfirstjórn verkalýðshreyfingunnar komi menn sem hafa velferð launfólks í forgrunni, alltaf, ekki bara 1. maí ár hvert, fólk sem hefur kjark til að vinna þá vinnu sem því er ætlað!
![]() |
Hingað og ekki lengra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný aðferð við gerð kjarasamninga
30.4.2011 | 20:38
Samtök atvinnulífsins hafa tekið upp nýja aðferð í kjaradeilunni. Nú er beytt sömu brögðum og pólitíkusar nota til að plata kjósendur til fylgi við sig, auglýsingar og áróður!
Sú auglýsingarherferð sem SA hefur hafið á sjónvarpsstöðvunum um svokalaða "atvinnuleið" er augsýnilega ætluð til að auðvelda samþykkt þess samnings sem skrifa á undir á næstu dögum, samning sem er svo svívirðilegur gagnvart launafólki að nauðsynlegt er að hefja áróðursherferð til að fá hann samþykktann.
Atvinnuleið er fagurt og lýðvænt orð, en orðið eitt sér gerir lítið. Fyrir launafólk virðist sem þessi leið verði einungis farin með því að halda niðri launum. Ekkert annað á að gera af viti. Það er hægt að gleyma því að ríkisstjórnin standi við sinn hluta og fyrirtækin virðast ekki eiga að leggja neitt af mörkum, einungis hirða gróðann þegar hann kemur.
Ef SA er virkilega umhugað um þessa leið, hljóta þeir að ætla að leggja sitt af mörkum til hennar, annars fylgir hugur ekki máli. Svo er þó ekki að sjá!
Aðkoma ríkisins verður aldrei annað en innantóm loforð, þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi skortir kjark hjá stjórnvöldum og þar sem þau sjá enga aðra leið en skattpíningu, mun sá hugsanlegi kostnaður sem ríkið legði til verða sóttur eftir öðrum leiðum til fyrirtækja og ekki síst launþega.
Í öðru lagi hefur núverandi ríkisstjórn sýnt það og sannað að undirritaður samningur er einskisvirði, sérstaklega ef hann er í þágu launþega. Engri ríkisstjórn hefur tekist að svíkja sína þegna jafn mikið á jafn stuttum tíma og sú er nú er við völd!!
Því er ljóst að svokölluð "atvinnuleið" byggist fyrst og fremst á því að halda launum niðri, að ekki komi til eðlilegra kjarabóta fyrir launþega.
Hér eiga launþegar að taka enn einn skellinn á sig.
Það er mál að linni!!
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er mikill metnaður í Guðmundi Gunnarssyni
30.4.2011 | 11:13
Ekki er nú metnaðurinn mikill hjá Guðmundi Gunnarssyni, Samfylkingarmanni.
Hann "krefst" sömu afturvirkni og starfsmenn Elkem fengu, þ.e. sömu dagsetningu. Kjarasamningur starfsmenna Elkem rann út á áramótum og því er sú dagsetning látin ráða, á almenna vinnumarkaðnum runnu samninar út 30.nóv. eða mánuði fyrr. Þennan mánuð er Guðmundur tilbúinn að gefa atvinnurekendum. Auðvitað á krafan að vera sú sama og hjá Elkem, ekki þó sama dagsetning, heldur sama forsemnda, að samningurinn gildi frá lokum síðasta samnings. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingunnar ætti að taka sér til fyrirmyndar vinnubrögð formanns VlfA og setja þetta sem forgangskröfu við upphaf samninga, að nýr kjarasamningur muni gilda frá lokum þess fyrri. Áður en atvinnurekendur samþykkja slíka kröfu er ekkert erindi að samningsborði til þeirra. En þetta á að gera í upphafi samniga, það þíðir lítið að koma með svona kröfu þegar búið er að velta hlutunum í mánuði!
Þá "krefst" Guðmundur 4,5% launahækkunar. Ekki er það nú mikið upp í þá +15% kjaraskerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir. Starfsmenn Elkem sættu sig við 9,5% á fyrsta ári + eingreiðslu vegna hagnaðar. 9,5% er algert lágmark, neðar verður ekki farið, hvort heldur um eins árs samning er að ræða eða þrigja ára!
Nú virðist allt stefna í verkföll og hætt við að Vilhjálmur Egilsson nagi sig í handarbökin fyrir að hafa ekki gengið frá þeim skammarsamning sem hann hafði náð út úr vini sínum Gylfa, fyrir páska. Sá samningur var reyndar með þeim hætti að litlar líkur eru á að hann hefði verið samþykktir af launafólki, en örlitlar þó.
Eftir að málið er komið í þann farveg sem nú er, verkfallshótanir, er mun erfiðara að fá fólk til að samþykkja einhverja hungurlús. Það er horft til þess samnings sem þegar hefur verið gerður og miðað við þær hækkanir sem hann gefur.
Elkem er blessunarlega eitt af þeim mörgu fyrirtækjum sem vel gengur um þessar mundir, en prósentuhækkun launa þar er ekki til komin vegna þess. Eingreiðslan er vegna góðs gengis fyrirtækisins og ekki hægt að ætlast til að öll fyrirtæki greiði slíka greiðslu. Þó hljóta þau fyrirtæki sem eins er statt fyrir að gera það.
Farið er að tala um verðbólgu vegna hugsanlegra kjarasamninga. Þetta er gjarnan dregið upp þegar rökþurrð verður. Stundum hefur mátt segja að launahækkanir hafi aukið verðbólgu, en ekki nú. Meðan kjarabætur eru innan við þá kjaraskerðingu sem orðið hefur, getur ekki myndast verðbólga vegna þeirra. Launafólk er eftir sem áður verr statt en fyrir þá skerðingu sem það varð fyrir. Meðan svo er, notar fólk þessar bætur til að greiða niður skuldir sínar.
Gefum okkur það að lægstu launin verði hækkuð í 200.000,-kr. Einginn á þeim launum mun hafa burði til að hleypa verðbólgunni upp. Reyndar er vandséð hvernig nokkur geti lifað af þeim launum til lengdar! Tökum svo 4,5% hans Guðmundar og leggjum ofaná t.d. 250.000,-kr laun, það gerir heilar 11,250,-kr, varla mun það verða til að auka verðbólguna! Þessi hækkun dugir ekki einusinni fyrir þeim hækkunum sem hafa orðið á eldsneyti undanfarin tvö ár, þá er ótalin sú hækkun sem hefur orðið á nauðsynjavörum, hækkanir á allri þjónustu, hækkanir fyrirtækja ríkis og bæja og síðast en ekki síst allar þær skattahækkanir sem dunið hafa á fólki! Því er fráleitt að segja að verðbólgunni sé stefnt í voða með þessum kjarabótum. Jafnvel þó 9,5% hækkun kæmi til!
Atvinnuleið er orð sem menn hafa mikið notað og allir vrðast vilja eigna sér. EN þetta er bara orð, mjög lýðvænt orð sem gengur í fólk, enginn raunveruleiki liggur að baki þess. Því hefur verið haldið fram að þetta orð leysi allan vanda, að ekki verði um kjarabætur nema þessi "leið" verði farin. En um hvað snýst þetta?
Vissulega er bráð nauðsynlegt að auka atvinnu í landinu og skapa verðmæti. Það vita allir. En hvað kemur það kjarasamningum við? Þetta er eitthvað sem stjórnvöld EIGA að vinna að, þetta er ekki eitthvað sem á erindi inn í kjarasamninga! Má þá ekki búast við því, ef kjarasamningar verða lausir seinni part sumars, að fjárlagafrumvarpið verði hluti af þeim?
Stjórnvöldum ber skylda til að búa svo um að atvinnurekstur geti dafnað og aukist. Þarna hefur núverandi ríkisstjórn algerlega brugðist, reyndar unnið gegn þessu markmiði. Hvers vegna er ekki gott að segja, en þetta er staðreynd. Það er engin ástæða til að ætla að það breytist neitt þó dregið sé fram fallegt orð, ATVINNULEIÐ.
En það er fleira en fyrirtækin sem þurfa að hafa rekstrargrundvöll, fjöldskyldur landsins þurfa einnig að hafa hann. Það er svipað með þær eins og fyrirtækin, sumar standa vel en aðrar illa. Munurinn er hins vegar sá að þegar fyrirtæki fer á hausinn er skaðinn mun minni. Vissulega missa starfsmenn vinnu og eitthvað fjárhagslegt tap verður. En það er mikill harmleikur þegar fjöldskyldur fara á hausinn. Þá verður fjárhagslega tapið hégómi við hlið skelfingarinnar, ótta við að hafa ekki þak yfir höfuðið, eiga ekki til mat fyrir börnin og að fjöldskyldan splundrist. Fyrir suma er þetta einfaldlega of mikið!Stjórnvöldum ber einnig skylda til að standa vörð um fjólskildur landsins, að sjá svo um að enginn líði skort og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi. Þarna hafa stjórnvöld einnig brugðist, skattpínaingastefnan og varðstaða með fjármagnsöflum hefur gert eimd fólks mun verri en þurft hefði.
Það er deginum ljósara að þær kröfur sem Guðmundur leggur fram munu ekki hjálpa þeim sem eru á lægstu laununum. Það er langur vegur frá því.
Það er einnig á tæru að hagur fyrirtækja og launafólks mun ekki batna meðan þessi óhæfuríkisstjórn er við völd!!
![]() |
Hóta allsherjarverkfalli 25. maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aumingjaskapur stjórnvalda
29.4.2011 | 11:30
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur haft þung og stór orð gagnvart Samtökum Atvinnulífsins og sagt að þau haldi launafólki í gíslingu.
Þó þessi orð séu rétt eru þau ansi auðvirðilega frá munni þessarar manneskju, sem fer með eitt af æðstu embættum þjóðarinnar.
Staðreyndin er að stjórnvöld sjálf ásamt sveitarfélugum hefur haldið sínu launafáólki í gíslingu, sumu hverju, á þriðja ár! Stjórnvöld hafa því haft af þessu fólki launahækkanir allan þann tíma. Því ætti blessuð manneskjan að hafa vit á að þegja!
Sú staðreynd að starfsmenn ríkis og bæja, sumir, skuli vera búnir að vera samningslausir á þriðja ár er skelfileg. Almennir launþegar eru þó ekki búnir að vera samningslausir nema í tæpa fimm mánuði, þó það sé skammarlegt einnig.
Það er ekki nóg með að stjórnvöld hafi ekki gengið til samninga við sumt af sínu fólki, heldur virðist ekki hafa verið meiningin að gera það á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. En þar er ekki gert fyrir auknum útgjöldum vegna launahækkana á þessu ári!
Það er sama hvar gripið er niður, aumingjaskapur stjórnvalda er alger!!
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ábyrgð SA er mikil !!
29.4.2011 | 10:45
Svar Andrésar við spurningu fréttamanns í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi var nokkuð ljóst, þegar hann var spurður hvort fyrirtæki í verslun og þjónustu hefðu efni á að borga hærri laun.
Þeirri spurnigu svaraði hann á þá leið að þessi fyrirtæki "hefðu ekki efni á verkföllum"!
Það er einmitt staðreyndin, þau fyrirtæki sem ekki telja sig hafa efni á að borga mannsæmandi laun munu ekki lifa verkföll af. Það sem verra er, að mörg önnu fyrirtæki munu einnig leggja upp laupana, fyrirtæki sem auðveldlega geta greitt hærri laun og myndu gjarnan vilja umbuna sínu starfsfólki. Þeim er bannað allt slíkt og kemur það bann frá Samtökum atvinnulífsins.
Því er ábyrgð SA mikil ef til verkfalla kemur.
![]() |
Fyrirtæki myndu hrynja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)