Ekki gat hann sleppt því að minnast á ESB !!

Gylfi Arnbjörnsson þorði ekki að flytja ræðu í Reykjavík og fór því til Akureyrar. Ekki er nú kjarkurinn mikill hjá honum.

Í sinni vanabundnu 1.maí ræðu, lofaði hann að bæta kjör launafólks, hann lofaði hörku gagnvart atvinnurekendum og fleiri loforð í þeim dúr. Loforð eru lítils virði ef verk fylgja ekki eftir.

En það var þó sú staðreynd að hann skuli ekki hafa getað flutt þessa ræðu án þess að mæra ESB, sem hleypir illu blóði í margann launþegann! Í ræðu sinni segir Gylfi meðal annars að stöðugleika og trúverðuleika verði ekki náð nema með ESB aðild og upptaka evru sé forsemnda frekari hagsbóta fyrir launafólk.

Þetta er hans persónulega skoðun, enda í anda Samfylkingar, þess flokks er hann fór í framboð fyrir. Þessi skoðun er hins vegar mjög umdeild meðal launafólks og má gera ráð fyrir að svipaður hluti þess sé andvígur aðild og fram kemur í skoðanakönnunum.

Sú hrifning Gylfa Arnbjörnssonar af ESB er ekki sprottin af umhyggju fyrir launþegum landsins, þetta er hans persónulega stjórnmálaskoðun og er honum vissulega frjálst að hafa hana.

Honum er hins vegar stranglega bannað að nota ASÍ til að koma þessum persónulegu skoðunum sínum á framfæri. Þar sem Gylfi getur ekki eða hefur ekki vit til að skilja á milli sinna persónulegu stjórnmálaskoðanna og þess starfs sem hann sinnir, á hann skilyrðislaust að segja því starfi frá sér strax. Þegar einstklingur hefur svo mikla skoðun á pólitískum málum og lætur þau villa sér sýn við störf, er eðlilegra að hann sæki sér vinnu innan stjórnmálanna!

Ekki kemur mér til hugar að reyna að breyta skoðunum Gylfa Arnbjörnssonar til ESB, þær verður hann að eiga við sjálfan sig og sína samvisku. Honum væri þó hollt að hafa samband við kollega sína hjá samtökum verkafólks í ESB löndunum og heyra þeirra álit. Þá væri honum hollt að lesa fréttir og sjá hvað er að gerast í þessum löndum, skoða þann stöðugleika og trúverðugleika sem ESB aðild hefur fyrir lönd eins og Írland, Portúgal, Grikkland, Spán, Danmörk, Finnland og nánast öll lönd ESB!

Gylfi Arnbjörnsson hefur misst allt traust launafólks. ESB hugsjón hans skaðaði hann verulega og störf hans í þeirri kjarabaráttu sem nú stendur yfir rústaði því litla áliti sem hann átti eftir. Getuleysi og kjarkleysi hans er algert. Hann vill ekki styggja vin sinn Vilhjálm Egilsson og alls ekki ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hundur bítur ekki húsbónda sinn!!

 


mbl.is „Látum sverfa til stáls“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband