Hvernig ?

Hvernig hefur meistari Ögmundur hugsað sér að þetta yrði framkvæmt?

Ætlar hann að lækka hæstu laun niður í 450.000 kr, þar á meðal sín eigin, eða ætlar hann að hækka lægstu launin í 1.300.000 kr. ?

Hvernig á að meta hvar hver á að vera á þessum skala? 

Á að vera einhverskonar "ríkistaxti" sem segir til um hvar hver lendir, eftir menntun og starfsáhættu?

Hvað með alla "ábyrgðina" sem bankastjórarnir bera? Hvernig á að meta hana?

Og hvað með það fólk sem flýr land? Á að setja bann við að flytja úr landi?

Spurningarnar sem vakna við þessi orð Ögmundar eu óteljandi og gaman að vita hvort hann hefur svar við þeim. Líklegra er þó að hann sé farinn að undirbúa sig fyrir næstu kosningar, með blaðri sem hann heldur að gangi í fólk.

Vissulega væri gott ef hægt væri að jafna kjörin meira en nú er. Þetta hefur verið reynt úti í hinum stóra heimi og þarf ekki annað en að skoða söguna, ekki þarf að fara nema aftur á síðustu öld til þess. Sovétkommúnisminn átti einmitt að gera þetta, en hver var niðurstaðan þar?

Vissulega varð nokkurs konar jöfnuður í Sovétríkjunum sálugu, þ.e. allir höfðu það jafn ömurlegt NEMA þeir sem réðu. Þeir höfðu það gott!! Animal Farm, skáldsaga Orwells lýsir vel því sem skeði í Sovét!

Þessi hugmynd Ögmundar er vonandi bara eitthvað blaður í anda frídags verkalýðsins, svona eins og þær ræður sem forusta verkafólks flytur gjarnan þennan dag og gleymir síðan hina 364 daga ársins. Kannski að Ögmundur hafi dregið þessa ræðu sína út úr gömlum ræðum, frá þeim tíma er hann var í forsvari fyrir BSRB, að hann hafi fundi einhverja gamla 1.maí ræðu hjá sér.

Í öllu falli er þessi hugmynd eins óraunhæf og hugsast getur, þó hún hljómi fallega.

Íslendingar eru ekki fávitar, þó Ögmundur haldi það!!

 


mbl.is Hæstu laun verði þreföld lægstu laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband