Fyndin manneskja !

Ekki vissi ég að búið væri að breyta frídegi verkafólks í skemmtidag trúða. Það virðist þó vera.

Signý Jóhannsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands, flytur skemmtiræðu og fólk hlýtur að hlægja, ef einhverjum er þá hlátur í hug. Þessi manneskja þykist hafa efni á loforðum við launafólk í landinu. Hún þykist hafa efni á hótunum við forustu SA.

Því fer þó fjarri að þessi manneskja hafi burði eða getu til slíkra verka. Hennar helsta afrek í þeirri kjarabaráttu sem nú stendur yfir er að hafa stöðvað af viðræður hjá sáttasemjara, milli SA og launafólks, meðal annars launþega sem þá voru í hennar eigin stéttarfélagi! Þetta gerði hún vegna þess að fyrir samninganefnd þeirri fór formaður VlfA, en hann hafði þá sagt sig frá samráðinu milli SA og ASÍ og hafið samninga fyrir sitt fólk sjálfur. Þannig hagar til að á einum vinnustað sem VlfA hefur flesta starfsmenn innan sinna vébanda, voru örfáir í Stéttarfélagi Vesturlands. Þetta gat Signý ekki sætt sig við og stóð því að stöðvun viðræðna inn á borði hjá sáttasemjara. Þetta var nýðingsbragð og til stór skaða fyrir verkalýðshreyfinguna.

Signý Jóhannsdóttir gerði allt sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir samning milli starfsmanna Elkem og SA. Afrakstur hennar var að flest allir þeirra starfsmanna Elkem, sem voru í StéttVest yfirgáfu félagið og gengu í VlfA.

Að endingu náðist kjarasamningur fyrir starfsmenn Elkem, það var þó ekki fyrir elju eða dugnað Signýar, heldur þvert á móti, það tókst þrátt fyrir andstöðu hennar. Þó var hún tilbúin að mæta og skrifa undir þegar stríðinu var lokið, eins og einhver prímadonna!

Maður fær óbragð í munnin við að hlusta á þetta pakk sem ÞYKIST vera að vinna fyrir launafólkið. Þetta pakk sem hugsar fyrst og fremst um eigin hag og sinn pólitíska flokk. Launafólkið er alger aukastærð í hugum þessa fólks.

Sá skaði sem Signý Jóhannsdóttir og fleiri í yfirstjórn ASÍ hafa valdið verkalýðshreyfingunni verður ekki bættur með einhverjum fallegum ræðum, fluttum á frídegi verkamann!!

Sá skaði verður heldur ekki bættur þó Nallinn sé kyrjaður aftur og aftur.

Sá skaði verður einungis bættur með því að í yfirstjórn verkalýðshreyfingunnar komi menn sem hafa velferð launfólks í forgrunni, alltaf, ekki bara 1. maí ár hvert, fólk sem hefur kjark til að vinna þá vinnu sem því er ætlað!


mbl.is „Hingað og ekki lengra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband