Gylfa Arnbjörnssyni ber að víkja

Er það virkilega svo að ekki eigi að ræða stefnu ASÍ um aðild að ESB? Nógu viljugur hefur forseti ASÍ verið að ræða þessi mál á opinberum vettvangi og hefur þar ekki verið spar á sínar skoðanir og gjarnan flutt þær í nafni ASÍ, án allrar heimildar!!

Sú skýring forseta ASÍ að "mennn hafi talið að ljúka ætti viðræðum svo þjóðin gæti tekið afstöðu til álitaefnanna", er hans persónulega skoðun. Þessi skoðun hefur aldrei verið samþykkt af hálfu aðildarfélaga ASÍ og enn síður af hálfu þess launafólks sem þau aðildarfélg skipa og standa að ASÍ. Þar af leiðir er forseti ASÍ að beyta sambandinu í sínum pólitíska leik.

Þá segir forseti ASÍ að sambandið hafi aldrei krafist aðildar að ESB óháð öllu og sett mjög sterka fyrirvara um sjávarútvegsmál, byggðamál og landbúnaðarmál. Aftur fer forsetinn fram með eigin skoðun. Aldrei hefur verið samþykkt aðildarumsókn að ESB af hálfu þeirra aðildarfélaga sem skipa ASÍ, hvorki með né án fyrirvara!! Einungis hefur verið samþykkt að skoða hvaða áhrif hugsanleg aðild að ESB hefði á launþega landsins og sú samþykkt var gerð um síðust aldamót!!

Það er full þörf á að ræða framgöngu forseta ASÍ í þessu máli á næsta þingi sambandsins. Þar þarf forseti sambandsins að skýra hvaða samþykktir hann styðst við í sínum pólitíska leik. Þar þarf að ræða hvers vegna ASÍ hefur unnið svo sterkt að máli sem engin vissa er fyrir að aðildarfélagar, launafólkið í landinu, sé sammála. Þar þarf að ræða hver framtíð þessa máls skuli verða, af hálfu ASÍ.

Þing sambandsins fer fram í næsta mánuði og enn er hægt að gera könnun meðal aðildarfélaga hver þáttur ASÍ skuli verða í aðildarumsókn landsins að ESB. En það þarf að hafa hraðar hendur svo það náist. Verði slík könnun ekki gerð meðal launafólks í landinu fyrir þing ASÍ, af hálfu stéttarfélaganna, fara fulltrúar þess fátækir á þing ASÍ, nánast vopnlausir. Þá er ekki annað í stöðunni en að óska eftir aukaþingi ASÍ um málið þannig að slík könnun geti orðið að veruleika. Það er launafólkið í landinu sem á að taka þessa ákvörðun, hún á ekki að liggja hjá einum manni sem hefur glatað öllum trúverðugleik.

Þá þarf þing ASÍ að taka afstöðu til þess hvort sambandið skuli efla samstarf við sambærileg samtök launafólks í nágrannalöndunum, eða hvort halda skuli áfram að vinna gegn þeim. Sú stefna sem forseti ASÍ hefur tekið upp einhliða, í málefnum er varða ESB, er í algjörri andstöðu við þá stefnu sem sambærileg aðildarfélög launafólks innan ESB hafa tekið. Á að halda áfram á þeirri braut svo fullnægja megi pólitískum vilja forseta ASÍ?

Það eru auðvitað mög mál sem þarf að ræða á þingi ASÍ. Launamálin eru auðvitað stæðst. Þau tvö mál sem ættu þó að vera í forgrunni og mestu máli skipta um framtíð launafólks eru aðildarumsóknin og stjórnun ASÍ. Ræða þarf fortíð og framtíð aðkomu ASÍ að aðidarumsókn að ESB. Þá er brýnt að ræða störf formanns og stjórnar ASÍ og hvernig sambandinu hefur verið misbeytt til handa fjármagnseigendum, atvinnurekendum og í pólitískum tilgangi. Þar hefur forseti ASÍ tekið sér stöðu gegn hagsmunum launþega.

Einnig þarf að ýta úr vör endurskipulagningu ASÍ, svo auka megi aðkomu launafólks að því, einkum við kjör þeirra manna sem sambandinu stjórna. Þetta er stórt verkefni og tekur langann tíma.  Því er mikilvægt að koma því á rekspöl, svo efla megi veg og virðingu þessa sambands stéttarfélaga. Verði það ekki gert er allt eins hægt að leggja ASÍ niður, það getur ekki lengur starfað í núverandi mynd, utan allra tengsla og án alls trausts launafólks.

Forseti ASÍ þarf að svara fyrir margt á þingi ASÍ. Hann hefur misst allt traust og allan trúverðugleik. Pólitískur hráskinnsleikur og varðstaða um kjör launafólks fer aldrei saman.

Því ber Gylfa Arnbjörnssyni að víkja.

 

 


mbl.is ASÍ tjái sig ekki um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er einungis einn verkalýðsformaður, sem er að vinna fyrir verkalýð á Íslandi, og það er Vilhjálmur Birgisson. Þann mann þurfa launþegar þessa lands að kjósa sem formann ASÍ.

Ef almenninir launamenn í þessu landi þora ekki að styðja réttlætið sem Vilhjálmur Birgisson er að berjast fyrir, þá eiga almennir launþegar á Íslandi ekki skilið betri kjör.

Við verðum að styðja baráttufólk réttlætis, ef við viljum réttlátt samfélag.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2012 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband