Stjórnmál eru ofar getu Gutta.

Enn koma ummæli Gutta sem þruma úr heiðskýru lofti. Enn kemur hann með ummæli sem ekki standast nokkurn raunveruleik.

Atvinnuleysisbætur eru engin lausn á vanda atvinnulausra, þær eru hugsaðar til hjálpar fólki sem ekki hefur vinnu, til hjápar því fólki að halda lífi. Það er ekkert sem leysir vanda þessa fólks nema vinna og hana er því miður ekki að hafa. Þökk sé hinni tæru vinstriríkisstjórn landsins.

Sú ráðstöfun að lengja þann tíma sem fólk fær bætur, úr þrem árum í fjögur, var gerð vegna þess aukna atvinnuleysis sem hér skapaðist eftir hrun. Þar hefur ekkert breyst ennþá og því engar forsendur til að ganga til baka með þessa ráðstöfun. Þegar atvinnuleysið minnkar eitthvað að ráði og séð er að atvinnutækifærum fjölgar, er hægt að skoða hvort aftur  eigi að stytta þann tíma sem fólk á rétt á bótum, niður í þrjú ár. Ekki fyrr!

Hvernig Gutti hugsar sér að "vinna með mál hvers og eins" væri gaman að vita. Þá fyrst kæmist spillingin á nýtt level. Flokksskýrteinin yrðu þá verðmæt!

Það er góðrar gjalda vert og fróm hugsun að segjast vilja gera fólk hæfara á vinnumarkað. En það er þó lítið gagn af því ef engin störf eru til staðar. 

Sveitafélögin telja að kostnaðarauki þeirra við styttingu tíma atvinnuleysisbóta gæti kostað þau 4-5 milljarða. Ekki dettur mér í hug að efst um þá tölu, enda líklegt að þau hafi kannað þetta rækilega áður en fullyrðingin var lögð fram. En Gutti efast og telur þesa tölu fjarri sanni, að hún sé miklu lægri. 

Hvort kostnaður sveitafélaganna verði 4-5 milljarðar eða miklu minna , eins og Gutti heldur fram, er sú staðreynd enn fyrir hendi að stór hluti þess hóps sem mun falla af atvinnuleysisskrá um næstu áramót, gangi ætlun stjórnvalda eftir, mun ekki eiga rétt á neinum bótum frá sveitarfélögum. Sá hópur mun ekki hafa eina krónu til að lifa á, ekki eina einustu! Hvernig ætlar jafnaðarmaðurinn Gutti að hjálpa þeim hóp?

Atvinnuleysisbætur eru hluti af samtryggingunni, hluti af velferðarkerfinu og svo merkilega vill til að sá sjóður sem á að sjá um þær greiðslur,  er fjármagnaður af atvinnurekendum. Að vísu hefur ríkið þurft að koma inn í dæmið nú, þar sem saman hefur farið fækkun atvinnurekenda og fjölgun atvinnulausra. Jafnvel þó lagður hafi verið aukaskattur á atvinnurekendur til að vinna gegn því, hefur það ekki dugað. Þetta skapast af óvenjulegum aðstæðum, sem stjórnvöld ættu að leggja allt sitt kapp á að breyta, þannig að atvinnurekendur geti staðið undir þessum sjóð að fullu. Það verður einungis gert með fjölgun starfa, þá fjölgar þeim sem í sjóðinn greiða á sama tíma og fækkar atvinnulausum.

Þarna liggur lausn þess að þetta samtryggingakerfi virki sem skildi og þarna liggur lausnin á því að ríkið getu sparað þá aura sem það leggur til sjóðsins. Þarna liggur einnig lausni á því að stytta þann tíma sem fólk hefur rétt á bótum, úr fjórum árum í þrjú. Síðast en ekki síst liggur þarna lausn þess að ekki þurfi að taka upp einstaklingsbundið spillingakerfi bóta fyrir atvinnulausa!

Gutti var ágætur kennari og vel liðinn skólastjóri. Þar er hans vettvangur. Stjórnmál eru ofar hans getu. Sá sem telur atvinnuleysisbætur lausn þeirra sem eru án atvinnu, á ekki að koma nálægt stjórnmálum!!

 


mbl.is Ekki endilega lausn að lengja tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband