Hver er tilgangur Björns Vals ?

Hvenær fékk Björn Valur skýrsludrög Ríkisendurskoðunar um kaup og rekstur bókhaldskerfis ríkisins í sínar hendur?

Getur verið að hann hafi verið búinn að liggja á skýrslunni í einhvern tíma?

Er hugsanlegt að hann hafi ákveðið að leggja hana fyrir fréttastofu RUV einmitt núna, til að mynda einskonar trúnaðarbrest milli Alþingis og Ríkisendurskoðunnar?

Er Björn Valur að nýta sér þetta mál til að þurfa ekki að leggja frumvarp um fjárlög næsta árs í skoðun hjá Ríkisendurskoðun?

Er eitthvað í þessum fjárlögum sem ekki þolir skoðun?

 


mbl.is Kannski þægilegast að losna við umsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta þarf að athuga betur vegna þess að framganga Björns Vals í þessu er ekki eðlileg...

Við sem Þjóð hljótum að eiga rétt á því að fá að sjá þetta fjárlagafrumvarp...

Fjárlagafrumvarp sem er kannski byggt upp á exel skjali svo það líti nógu vel út fyrir Ríkisstjórnina en ekki því sem er, það er raunveruleikanum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.9.2012 kl. 10:30

2 identicon

Kjánaleg skrif og kjánalega athugasemd.

Það er augljóst að ríkisendurskoðandi hefur fyrirgert öllu trausti með því að upplýsa Alþingi ekki um þetta mál. Hvað hefur maðurinn að fela og af hverju getur hann ekki svarað því af hverju hann situr á þessari skýrslu í árarraðir ? Hvernig er hægt að treysta svona mönnum og svona vinnubrögðum ?

Auðvitað verður fjárlögin lögð fyrir Ríkisendurskoðanda. Það þarf bara fyrst aðra manneskju í starfið sem hægt er að treysta.

Viljið þið gömlu vinnibrögðin aftur, öll spilling þögguð niður ???

Láki (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 11:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fjárlagafrumvarpið þolir sjálfsagt ekki dagsljósið, Ingibjörg.

Láki, það má deila á Ríkisendurskoðun um þann tíma sem þetta mál hefur tekið, en ekki síður Alþingi fyrir að láta það drabbast. Þá er sérstaklega hægt að deila á þann sem óskaði eftir þessari úttekt, Jóhönnu Sigurðardóttir. Um innihald þessara draga, sem Björn Valur hefur undir höndum, er hins vegar ekki hægt að deila fyrr en endanleg skýrsla liggur fyrir.

Sé það svo að upp sé kominn trúnaðarbrestur milli Alþingis og Ríkisendurskoðunnar, svo mikill að stofnunin fái ekki frjárlagafrumvarpið til skoðunnar, á umsvifalaust að skipta út starfsmönnum stofnunarinnar. Það átti að gerast strax, ef sá trúnaðarbrestur er fyrir hendi. Það hafa hins vegar fjöldi þingmanna úr öllum flokkum sagt að sá brestur sé ekki fyrir hendi og að skýrslunni skuli lokið svo hægt verði að taka hana til efnislegrar skoðunnar.

Eini þngmaður stjórnarflokkanna sem hefur ákveðið lýst þessum bresti er Björn Valur og ljóst að hann persónulega vill skipta um stjórn í brú Ríkisendurskoðunnar. Það er því ekki hægt að áætla annað en að Björn Valur óttist dóm stofnunarinnar á einhverju. Nærtækast er að taka fjárlagafrumvarpið sem hugsanlegann ótta Björns Vals.

Einnig gæti verið að Ríkisendurskoðun sé farin að skoða verk fyrrum fjármálaráðherra, Steingríms Jóhanns og að Björn Valur sjái sig tilneyddann til að stöðva það verkefni.

Það sem þó skiptir miklu í þessu efni er hvenær Björn Valur komst yfir þessa skýrslu. Vitað er að hún hefur legið óbreytt síðan 2009, svo Björn Valur hefur í raun getað komist yfir hana frá þeim tíma. Sé það svo að hann hafi legið með skýrsluna í sínum fórum í einhvern tíma, áður en hann fékk fréttastofu RUV hana í hendur og beðið eftir "hentugu" tækifæri til að opinbera hana, er það háalvarlegt mál. 

Gunnar Heiðarsson, 29.9.2012 kl. 12:27

4 identicon

Bíddu, bíddu. Hér ertu að fullyrða að Björn Valur hafi haft skýrsluna undir höndum og afhent RUV skýrsluna ! Það hefur komið fram með skýrum hætti að BVG hafði ekki séð skýrsluna þegar Kastljós tók viðtalið við hann. Ekki vera að leika þér svona með sannleikann.

En þetta er algjört aukaatriði í málinu. Sá sem kom skýrslunni til Kastljóss er hugrökk hetja, hver svo sem gerði það. Það var nauðsynlegt að almenningur og stjórnvöld fengju að sjá þessa skýrslu eða skýrsludrög.

Aðalatriðið í málinu er að Ríkisendurskoðandi upplýsti Alþingi EKKI um skýrsluna og brást því algjörlega að upplýsa Alþingi um þetta alvarlega mál.

Ríkisendurskoðandi hefur ekki viljað segja af hverju hann gerði það ekki. Hann gerir því sjálfan sig mjög tortryggilegan. Yfir hvað er hann að hylma ?

Samsæriskenning þín um að Ríkisendurskoðandi sé farin að skoða verk fyrrum fjármálaráðherra og þess vegna vilja menn losna við hann, er barnaleg.

Björn Valur óttast ekki neitt. Hann vill bara ekki gömlu vinnubrögðin (þöggun/spillingu) upp á dekk aftur. Og hafi hann þökk fyrir.

Málið snýst fyrst og fremst um þennan einstakling sem er Ríkisendurskoðandi í dag og hvernig hann hefur ekki staðið sig í stykkinu. Það þarf að fá nýja manneskju í það starf sem getur þá haldið áfram með þetta mál og önnur hefðbundin mál s.s. endurskoðun fjárlaga o.s.frv.

Síðan er náttúrulega málið sjálft. Sjálftaka Skýrr úr ríkiskassanum sem þarf virkilega að rannsaka.

Láki (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 13:19

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sannleikurinn mun koma fram, Láki. Kannski hef ég rangt fyrir mér, kannski ekki. Björn Valur hefur einungis einu sinni sagt að hann hafi ekki séð skýrsludrögin áður en Kastljós fjallaði um hana og stærri lygar hafa fallið af vörum þess manns. Með einhverjum hætti komust skýrsludrögin í hendur fréttastofu RUV og vitað er að einungis tveir einstaklingar utan Ríkisendurskoðunnar höfðu þessi drög. Varla hefur sjálf stofnunin eða einhver þar innandyra farið að senda þessi drög, vitandi að um vinnuplagg vara að ræða, til fréttastofu RUV. Þá eru hinir tveir eftir, Björn Valur og fjársýslustjóri. Menn geta svo spáð í hvor hafi meira gagn af því að skýrsludrögin yrðu opinberuð, áður en fullnaðarskýrsla lægi fyrir.

Ríkisendurskoðun upplýsti ekki Alþingi um skýrsluna, enda ekki fullnaðarskýrsla til. Það er ekki hægt að gagnrýna Ríkisendurskoðun fyrir það. Hins vegar er hægt að gagnrýna þann langa tíma sem skýrslugerðin hefur tekið, það er bara allt annað mál og sök Alþingis þar engu minni en Ríkisendurskoðunnar.

Það má kalla hugsanir mínar samsæriskenningu, ef það friðar einhvern. En enn og aftur, sannleikurinn mun koma fram, þótt síðar verði.

Um málið sjálft, kostnað ríkisins vegna hugbúnaðar frá Skýrr, er vissulega umhugsunarverður. Þó hefur komið fram að sá kostnaður hefur legið fyrir í fjárögum frá því samningur við Skýrr var gerður. Því hefði verið hægt að gagnrýna þann gjörning á Alþingi hvenær sem var og vissulega gerðu sumir þingmenn það. Má þar nefna fyrirspurnir og gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur um málið. Þegar hún svo kemst í lykilstöðu og þarf að auki að skerða rekstur ríkisins meira en nokkurntímann áður, hefði maður haldið að þarna teldi hún eitthvað að sækja. Ekkert hefur hún, né nokkur ráðherra hennar, þó ráðist gegn þessari starfsemi, þó launþegar og einkafyrirtæki hafi verið sköttuð til dauða!

Hvort Skýrr var hæfast fyrirtækið til að taka þessa vinnu að sér er einnig gagrýnivert og lýkur að önnur hefi verið hæfari. Þetta og hvort um sjálftöku Skýrr vara að ræða mun væntanlega koma fram í lokaskýrslu um málið. Þangað til er einungis um vangaveltur að ræða, byggðar á vinnuplaggi sem ekki er opinbert.

Gunnar Heiðarsson, 29.9.2012 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband