Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Skítt með lögin
6.9.2018 | 09:17
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur gjarnan átt erfitt með að gera skil á milli pólitíkusar og laga. Hennar sýn á pólitík er, að hennar mati, æðri lögum.
Í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var Svandís umhverfisráðherra. Í því embætti tók hún pólitíska ákvörðun er stangaðist á við lög. Henni var bent á þetta á sínum tíma, en þverskallaðist við og stóð föst fyrir. Hennar sýn var æðri lögum. Að lokum fór þetta mál fyrir dómstóla, sem að sjálfsögðu dæmdu eftir lögum. Ráðherrann var dæmd sek af glöpum í starfi. Í eðlilegu pólitísku umhverfi hefði þetta átt að leiða til þess að pólitískum ferli Svandísar væri lokið og að hún yrði útilokuð frá ráðherraembætti um lífstíð.
Það kom því verulega á óvart, þegar Katrín Jakobsdóttir opinberaði ráðherralista sinn, er núverandi ríkisstjórn var mynduð, að sjá að þar færi Svandís Svarsdóttir með eitt af "stóru" ráðuneytum ríkisstjórnarinnar.
Enn á ný ætlar þessi siðleysið að ráða för Svandísar, hennar pólitíska sýn á nú að ráða för. Skítt með lögin!
![]() |
Segist ekki brjóta lög með synjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB sinnar í EES nefnd
31.8.2018 | 17:12
Ég hélt satt að segja að þetta hefði átt að vera óhlutdræg úttekt, að skoða ætti hvernig samningurinn hefur virkað hingað til og leggja mat á framtíðina. Meðal annars að kanna hvort fótur er fyrir því að EES samningurinn er farinn að brjóta í bága við stjórnarskrá. Það er sennilega misskilningur hjá mér. Ráðherra ætlar greinilega að fá "rétta" niðurstöðu.
Allir vita að utanríkisráðherra slefar fyrir Brussel og hefur ekki farið leynt með. Það er þó full langt gengið hjá honum að stofna þriggja manna nefnd til að skoða aðild okkar að EES, þar sem tveir nefndarmanna eru aðildarsinnar, annar þeirra fyrrum þingmaður Samfylkingar og setja síðan Björn Bjarnason sem formann yfir nefndina. Einungis örfáir dagar eru síðan Björn skrifaði harðorða ádeilu á Bjarna Jónsson, rafmagnsverkfræðing, fyrir að vogaði sér að gagnrýna Rögnu Árnadóttur um hennar sýn á þriðja orkumálapakka ESB. Ragna, sem á sínum tíma var ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, komst að þeirri niðurstöðu að þessi pakki væri bara alveg ágætur fyrir þjóðina!
Niðurstaða þessarar nefndar hefur verið dæmd ógild, áður en fyrsti fundur er haldinn, enda sjaldan verið talið gilt að hinn seki rannsaki eigin glæp!!
![]() |
Björn Bjarnason leiðir starfshóp um EES |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Græðgisfálkarnir
31.8.2018 | 09:11
Það er aldeilis stór undarlegt að grasrót stæðsta stjórnmálaflokks landsins skuli, á miðju kjörtímabili, þurfa að segja ráðherrum sínum fyrir verkum og minna þá á samþykktir flokksins. Slíkt verk ætti auðvitað að vera í höndum formanns flokksins, en þegar hann er genginn til liðs við þá sem markvisst vinna að því að svíkja stefnuna, er grasrótin ein eftir. Víst er að núverandi forusta Sjálfstæðisflokks þarf að endurskoða framferði sitt, vilji þeir vera áfram innan þessa flokks.
Annars er umræðan um þriðja orkumálapakka ESB og innleiðing hans hér á landi, ákaflega undarleg. Rætt er um hversu slæm þau áhrif verða, mikil eða lítil. Einstaka hjáróma rödd vill þó meina að áhrifin verði jafnvel engin.
Ekki hefur nokkur maður komið fram með rök fyrir því að áhrif pakkans gætu að einhverju leyti verið góð fyrir þjóðina, nýst henni á einhvern hátt.
En auðvitað er á flestum málum tvær hliðar. Það vefst fáum hugur um að áhrif pakkans á þjóðina eru heilt yfir slæm, enda yfir 90% þjóðarinnar á móti samþykkt hans, jafnvel margir hörðustu ESB andstæðingar geta illa samþykkt þennan orkupakka. Þó er til lítill hópur manna, svokallaðir græðgisfálkar, sem sjá sér hag í samþykkt pakkans. Þeir bíða þess með stjörnur í augum að fá keyptan hlut í fjöreggi þjóðarinnar, Landsvirkjun.
Eitt atriði af fjölmörgum sem orkupakkinn mun gefa af sér er að hér verður stofnað sérstök stofnun, til að setja reglur og fylgjast með að þær séu hafðar í heiðri. Sú stofnun mun ekki vera undir Alþingi eða ríkisstjórn sett, heldur hlíta fyrirmælum frá ACER, yfirstofnun orkumála ESB.
Þessi nýja stofnun mun m.a. fylgja eftir að "frjáls markaður" með orku verði í heiðri hafður hér á landi. Því mun fljótt koma krafa um að Landsvirkjun, sem er ráðandi á íslenskum orkumarkaði, verði skipt upp í smærri einingar og að ríkið láti af hendi alla eign á þeim fyrirtækjum. Orkuveita Reykjavíkur mun fljótlega fara sömu leið.
Þessu bíða fálkarnir eftir og því miður virðist þeir ná vel til æðstu stjórnenda landsins. Þar liggur skýringin á því hvers vegna forusta þeirra tveggja stjórnmálaflokka sem sitja í ríkisstjórn og eru með í farteski sínu samþykktir sinna æðstu stofnana um að samþykkja ekki orkupakkann, er svo áfram um að reyna að gera lítið úr slæmum áhrifum orkupakkans á þjóðina. Þeir þurfa að þóknast sínum.
Þegar verið er að ræða orkumál heillar þjóðar á sú umræða ekki að snúast um hvort áhrifin eru bara slæm eða mjög slæm. Sú umræða á að snúast um hversu góð áhrifin geti orðið og ekkert annað. Finnist engin góð áhrif, er óþarfi að ræða málið frekar!!
![]() |
Flokkurinn hafni orkupakkanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver græðir svo á þessu helví... rugli?
30.8.2018 | 11:10
Verslun með kolefniskvóta er eitthvað mesta rugl sem nokkrum manni hefur dottið til hugar. Þetta er eins og að sópa ruslinu undir teppið hjá sér.
Fyrir það fyrsta þá er stór merkilegt að örfáum einstaklingum hafi tekist að fífla alla heimsbyggðina. Þetta er gert í nafni vísinda, sem jafnvel vísindi miðalda myndu skammast sín fyrir. Að einhver faktor í andrúmslofti jarðar, agnarsmátt brot af enn minna broti, skuli geta leitt til veðurfarsbreytinga, er auðvitað algerlega út úr kú. Sá orkugjafi sem sér um að halda jörðinni byggilegri, sjálf sólin, er auðvitað þar í aðalhlutverki og ansi lítið sem mannkynið getur þar við gert.
Fyrir það fyrsta þá sýna borkjarnar m.a. úr Grænlandsjökli, sem ná tugi þúsund ára aftur í tímann, að oft hefur verið mun hlýrra á jörðu en nú. Þetta segir manni fyrst og fremst að Grænlandsjökull bráðnar ekki, jafnvel þó hitastig jarðar sé mun hærra en nú og standi yfir í nokkrar aldir. Þó fullyrða menn að jökullinn muni hverfa á innanvið einni öld, ef hitasig jarðar hækkar örlítið meira!
Í öðru lagi, ef menn leggja trúnað á þetta rugl, þá væri fróðlegt að fá að vita hvernig verslun með kolefniskvóta á að minnka losun þessa efnis. Flugvélar munu fljúga um loftin blá áfram og skip sigla um höfin. Það eina sem skeður er að viðskiptavinir flug- og skipafélaga þurfa að borga meira fyrir þjónustuna og einhverjir útvaldir fá þann pening.
Mest er þó fásinnan í þessu öllu þegar eyja norður í miðju Atlantshafi er farin að framleiða sitt rafmagn að mestu með olíu- og kolakyntum orkuverum, auk kjarnorku. Þó finnast slík orkuver hvergi á eyjunni og þarf að fara yfir 1000 km út fyrir landsteina hennar til að finna slík ver!! Þeir íbúar eyjunnar sem vilja nota vistvæna orku þurfa nú að greiða auka peninga til að svo megi vera. Og einhver út í hinum stóra heimi græðir síðan á þeim viðskiptum!
Kannski á eftir að hlýna enn frekar á jörðinni, kannski fer að kólna aftur, það mun tíminn leiða í ljós. Þar verður sólin í aðalhlutverki, ekki mannskepnan.
https://www.youtube.com/watch?v=oYhCQv5tNsQ
![]() |
Verð losunarheimilda í sögulegu hámarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðustu sauðfjárbændurnir
27.8.2018 | 10:43
Vandi bænda er stór, mjög stór. Nú um stundir er það einkum sauðfjárbúskapur sem stendur illa, en aðrar búgreinar berjast einnig í bökkum og þarf lítið til að þar fari að halla verulega undan fæti.
Sífelld krafa um að matvörur fáist fyrir sem minnstan aurinn, meðan kostnaður við framleiðsluna hækkar stöðugt, er auðvitað megin orsök þessa vanda. Þetta á ekki bara við hér á landi, heldur um allan heim.
Siðuð samfélög hafa farið þá leið að nota hluta þess fjár sem ætlað er til samneyslunnar, til að greiða niður framleiðslukostnað matvæla, svo verð til neytenda geti verið lægra. Það má segja að þetta skilji á milli þeirra samfélaga sem betur ganga og hinna þar sem almenn fátækt ríkir. Auðvitað má vel hugsa sér að allar þjóðir hætti slíkum niðurgreiðslum og launafólk sæki sér einfaldlega meiri tekjur til sinna vinnuveitenda, svo hægt sé að kaupa matvæli. Hætt er við að það gangi þó illa og siðuðu samfélögin kæmust fljótt niður í þá almennu fátækt sem ríkir í þeim löndum sem ekki hafa valið að styrkja matvælaframleiðslu sína. Hitt er ljóst að ekkert eitt ríki hinna siðuðu landa getur hætt niðurgreiðslum matvælaframleiðslunnar, meðan hin ekki gera slíkt hið sama.
Hér á Íslandi hafa niðurgreiðslur ríkissjóðs til matvælaframleiðslu lækkað mikið hin síðari ár, svo mikið að þær eru nú einungis lítið brot af því sem áður var. Ljóst er að of langt hefur verið gengið í þá átt, sér í lagi þegar horft er til þess að þær þjóðir sem næstar okkur liggja hafa heldur aukið við slíkar greiðslur, bæði beint og óbeint. Þetta er í raun stæðsti vandi matvælaframleiðslu hér á landi og mun að óbreyttu leiða til enn frekari samdráttar, jafnvel hruns íslenskrar marvælaframleiðslu. Þó við séum eyja í miðju Atlantshafi, erum við ekki eyland í matvælaframleiðslu og verðum að haga seglum í samræmi við önnur lönd.
Það liggur fyrir að matvælaframleiðsla heimsins á öll í vök að verjast. Breyting á veðurfari auk þess sem sífellt stærri landsvæði eru tekin undir framleiðslu á öðrum vörum en matvælum, gerir matvælaframleiðlsu erfitt fyrir, á meðan mannfólki jarðar fjölgar mjög hratt. Því er ljóst að matarverð heimsins á eftir að hækka mikið á næstu árum. Líklegt er að hin siðuðu ríki muni mæta því með enn frekari greiðslum til matvælaframleiðslunnar.
En aftur að þeim vanda sem snýr að sauðfjárbændum, hér á landi. Auk þess sem að ofan er nefnt, eru margir fleiri þættir í þeim sérstaka vanda sem vert er að nefna, en jafnvel þó þeir allir yrðu lagaðir, er vart hægt að sjá að menn gætu efnast á því að búa með sauðfé. Mætti þó hugsa sér að það dygði til að koma í veg fyrir hruns sauðfjárbúskaparins.
Fyrir það fyrsta þá er forusta sauðfjárbænda arfa léleg og stendur engan veginn í lappirnar. Uppgjafatónninn er alger gagnvart greininni, að hálfu forustunnar. Verið getur að ástæðu þess megi finna í þeirri stór undarlegu staðreynd að bændur þurfi ekki að framleiða nema 70% af sínum kvóta til að fá 100% greiðslu fyrir hann úr ríkissjóð. Fá þannig 30% greiðslur fyrir ekki neitt! Auðvitað eru það þeir bændur sem mestan tímann hafa, þeir rótgrónu, sem veljast til forustu sauðfjárbænda. Bændurnir sem hafa getu til að kaupa sér aukinn kvóta og auka þannig tekjur, án þess að auka við sig vinnu. Hinir, sem eru að koma undir sig fæti, hafa lítinn tíma til að sækja fundi og standa í miklu félagsstarfi. Þeir hafa nóg með sitt bú, enda flestir sem verða að leita sér aukavinnu til að hafa í sig og á. Og rótgrónu bændurnir hugsa fyrst og fremst um eigin hag, spá lítið sem ekkert í endurnýjun greinarinnar. Uppgjafahugsun þeirra er orðin slík að þeir virðast telja sig síðustu sauðfjárbændur landsins!
Auðvitað á nýtingarhlutfall kvótans að vera 100%, að menn fái einungis greiðslu fyrir það sem þeir framleiða. Þannig á að taka strax umframkvóta af öllum bændum sem ekki nýta hann og færa ungliðunum sem margir hverjir eru að baslast við að framleiða umfram kvóta, framleiða fyrir lágt verð, til þess eins að reyna að skrimta!
Þá er gjörsamlega út í hött að sláturleyfishafar skuli hafa slíkt vald að geta lækkað afurðaverð til bænda, með einu pennastriki. Fyrst um 10% og ári síðar um 30%. Engar forsendu til slíkrar lækkunar eru fyrir hendi, aðrar en léleg stjórnun afurðastöðvanna og viljaleysi til að koma afurðunum í gott verð. Ekki verður séð að verð þessara afurða hafi lækkað til neytenda, þannig að einhver er að taka til sín aukið fjármagn úr greininni. Annað hvort afurðastöðvarnar eða smásöluverslunin. Hvor heldur er, þá er ljóst að afurðastöðvarnar eru ekki að standa sig.
Fram til þessa hafa afurðastöðvarnar aldrei þurft að hugsa um að auka verðmætin sem þær eru með. Lengi framanaf gátu þær sótt í ríkissjóð, ef illa gekk, en þegar því lauk var snúð sér í hina áttina og verð til bænda lækkað. Auðvitað á það að vera svo að bændum sé tryggt lámarksverð fyrir sína framleiðslu. Að ábyrgðin á því að koma kjötinu í verð sé sett á afurðastöðvarnar. Einungis þannig verða þær nauðbeygðar til að leita aukinna markaða fyrir kjötið, bæði hér heima sem og erlendis. Þar er vissulega markaður fyrir lambakjötið okkar og á góðum verðum. En þann markað þarf að vinna.
Ef rétt væri staðið að markaðsvæðingu á íslensku dilkakjöti erlendis, sem lúxusvöru, gæti stæðsti vandi íslenskra sauðfjárbænda færst yfir í að geta ekki framleitt nóg af lömbum. Þannig má snúa dæminu við, en það gerist ekki af sjálfu sér og tekur einhvern tíma, en fyrst og fremst vilja afurðastöðvanna.
Það er alveg ljóst að umræðan hér á landi hefur verið á villigötum, undanfarna tvo til þrjá áratugi. Krafan um enn minni greiðslur úr ríkissjóði, samhliða enn lægra verði matvæla gengur ekki upp til lengdar. Þar hafa poppúlistar einstakra stjórnmálaflokka, sem virðast fyrst og fremst vinna að hag smásöluverslana, látið hæst og notað sem viðmið verð á matvælum erlendis. Og vissulega má finna ódýrari matvæli erlendis, gengdarlaus notkun fúkalyfja og hormóna lækkar framleiðslukostnað svo ekki sé minnst á verksmiðjubúin, þar sem velferð dýra eru fjarri því höfð að leiðarljósi. Samt er matvælaframleiðsla þar mikið niðurgreidd, jafnvel meira en hér á landi, ef miðað er við íbúafjölda. Þá er álagning verslunar mun lægri þar en hér.
Það þarf þó enginn að ætla að við gætum fengið matvæli keypt erlendis frá á því verði sem er í búðum þar, verði íslenskum landbúnaði hætt. Við yrðum að borga fullann framleiðslukostnað fyrir vöruna, nú eða leggja til okkar skerf úr ríkissjóði til niðurgreiðslna. Sá hlutur yrðu alveg örugglega meiri en við leggjum nú þegar til matvælaframleiðslu í dag.
Hver þjóð hlýtur að hafa sem markmið að vera sjálfbær í matvælaframleiðslu, annað er vart í boði. Um þetta þarf umræðan fyrst og fremst að snúast og þar sem langan tíma tekur að minnka eða auka framleiðsluna, þarf að vera umframframleiðsla til að tryggt sé að innlendur markaður sé mettur. Sátt þjóðarinnar þarf að vera um slíkt, eins og sátt allra siðaðra þjóða!
![]() |
Landbúnaður stendur á tímamótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lög
19.7.2018 | 19:39
Ríkissáttasemjari getur komið fram með sáttatillögu, stjórnvöld geta sett lög, hvort heldur er á samþykkt yfirvinnubann eða verkfall. En það er engin leið að setja lög á uppsagnir.
Sáttatillaga felur í sér að samningsaðilar setja deilu sína í farveg sem þeir ekki munu geta haft nein áhrif á og verða að sætta sig við niðurstöðuna. Þetta ferli getur tekið nokkurn tíma og á meðan ríkir óvissa. Þeir sem þegar hafa sagt upp störfum munu því bíða með endurráðningu þar til niðurstaða næst og meta að henni lokinni hvort sú niðurstaða er ásættanleg, áður en til endurráðningar er gengið. Viðbúið er að fleiri muni segja upp störfum, meðan það ferli gengur yfir og víst að ef ekki næst ásættanleg niðurstað, munu enn fleiri hætta störfum.
Lög stjórnvalda á verkföll eru í raun af sama meiði. Deilan er þá með valdi tekin af samningsaðilum og sett í hendur matsmanna. Niðurstaðan gæti orðið enn verri og enn fleiri hætt störfum.
Það sem ég get ekki með nokkru móti skilið er hvers vegna ekki er hægt að ná þarna samning. Samninganefnd ríkisins hefur haldið því fram að hún hafi boðið ljósmæðrum ígildi 18% launahækkunar. En þó ekki nema um 4% í beinni hækkun, hitt á að koma fram með alls kyns hliðaraðgerðum. Eðli slíkra hliðaraðgerða er að sumar fá ekkert og aðrar mikið og heildar niðurstaðan nær sjaldnast því sem upp var lagt með. Þetta þekkir launafólk þessa lands, enda þessi aðferð ekki ný af nálinni.
Ef samninganefnd ríkisins telur sig hafa heimild til að semja við ljósmæður um ígildi tæplega tuttugu prósent launahækkunar, af hverju í andskotanum er þeim ekki boðin slík hækkun beint á grunnlaun?! Hvers vegna þarf að fela stærsta hluta hækkunarinnar í einhverjum hliðaraðgerðum? Er það vegna þess að samninganefndin veit að endanleg niðurstaða gefur mun minna en reiknidæmin þeirra sýna?
Ástandið er orðið alvarlegt, graf alvarlegt. Ætla stjórnvöld þessa lands virkilega að bíða þar til eitthvað skelfilegt skeður? Þarf virkilega einhver hörmung að koma til, svo ráðamenn vakni?
![]() |
Beinlínis rangt að ekkert nýtt kæmi fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna eru þingmenn svo áfram um að brjóta stjórnarskránna?
8.6.2018 | 14:15
Nú um nokkurt skeið hefur verið nokkur umræða um EES samninginn, hvernig hann hefur þróast og skarast sífellt meira viðstjórnarskránna okkar. Reyndar hefur þessi umræða komið upp áður og á árum umsóknarferlisins, frá vori 2009 til áramóta 2012/13 töluðu sumir þingmenn um nauðsyn breytingar á stjórnarskrá og rökstuddu þann málflutning með EES samningnum. Sem betur fer fór það ekki lengra.
Ástæða umræðunnar nú eru tilskipanir sem liggja fyrir Alþingi, annars vegar um persónuverndarlöggjöf og hins vegar um þriðja hluta orkumálapakka ESB. Báðar þessar tilskipanir munu færa bæði löggjafavald og dómsvald frá Íslandi yfir til stofnana ESB. Það er skýlaust brot á annarri grein stjórnarskrár okkar.
Það fer enginn lengur í felur með að EES samningurinn er farinn að brjóta á stjórnarskránni, þó einstaka menn séu tilbúnir að leggja mannorð sitt í rúst með því að gera lítið úr þeirri staðreynd. Við höfum séð hvernig dómstóll EFTA hefur snúið hér dómum Hæstaréttar trekk í trekk, þvert á stjórnarskránna.
Og nú liggur fyrir utanríkisráðuneytinu bréf frá Eftirlitsstofnun EFTA, handlangara ESB, um bókun 35. Þessi bókun fjallar í stuttu máli um að Hæstiréttur beri að fara eftir erlendum lögum, stangist þau á við þau íslensku! Þarna ætlar ESB, gegnum eftirlitsstofnunina að skikka íslenska dómstóla til að láta íslensk lög, sett af Alþingi Íslendinga, víkja fyrir erlendum lögum!!
Það sem mér gengur hins vegar illa að skilja er hvers vegna sumir þingmenn okkar, kosnir af þjóðinni til að vinna að hag hennar, eru tilbúnir að samþykkja tilskipanir erlendis frá, ef minnsti vafi er á að þær brjóti í bága við stjórnarskránna sem þeir leggjadrengskaparheit sitt við. Hefði haldið að þeir létu stjórnarskránna njóta vafans. Nú hefur aðjúnkt við háskólann ályktað að tilskipunin um persónuverndarlöggjöf ESB sé í bága við stjórnarskrá. Engu að síður rísa sumir þingmenn upp og afla sér umfjöllunar "sérfræðinga" um hið gagnstæða og jafnvel erlendir ritlingar ESB fengnir til að skrifa greinar í Fréttablaðið.
Það koma æ oftar upp í huga manns nokkrar spurningar:
1. Hver getur kært brot á stjórnarskránni?
2. Hvert skal kæra?
3. Hverja skal kæra?
1. Kannski er það svo að hverjum er heimilt að kæra slíkt brot. Vandinn er að það kostar mikla peninga að leita til dómsstóla og ekki á færi einstaklinga að fara í slíka vegferð.
2. Á að kæra til lægsta dómstig eða beint til hins hæsta? Er kannski einhver annar dómstóll sem fjallar um slík brot?
3. Þegar Alþingi samþykkir tilskipanir erlendis frá, er stangast á við stjórnarskrá, ber þá að kæra það sem stofnun, eða skal kæra þá þingmenn sem tilskipunina samþykktu? Í mínum huga bæri að kæra viðkomandi þingmenn, enda varla eðlilegt að þeir þingmenn sem kjósa gegn tilskipuninni séu ákærðir.
Þingmenn ættu að hugsa sinn gang. Þeir leggja drengskarheit sitt við vörð um stjórnarskránna, þegar þeir hefja störf á Alþingi. Þar breytir engu hverjar pólitískar hugsjónir þessa fólks er, stjórnarskráin er æðsta löggjöf landsins, alltaf! Ef vafi leikur um lögmætið á stjórnarskráin alltaf að njóta vafans!
Annað er ekki í boði!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það kemur að skuldadögum
19.5.2018 | 22:01
Það þarf ekki stórspeking til að átta sig á að launahækkun bæjarstjórans í Kópavogi er utan allrar skynsemi og ber ekki með sér mikinn skilning á ástandinu í landinu. Það er þó algert skilningsleysi og stjórnmálaleg blinda, þegar forsætisráðherra hneykslast á ofurlaunahækkun bæjarstjórans.
Bæjarstjórinn fékk launahækkun upp á 32,7%, skömmu eftir að ráðherraembættin og þingmenn fengu nærri 40% hækkun. Það þótti ekkert of hátt,að mati þingmanna og ráðherra og jafnvel þó einhverjir þingmenn hafi haft á því orð að þetta væri kannski í ríflegri kantinum, hefur ekki einn einasti þingmaður afþakkað þá kauphækkun!
Þarna liggur vandinn. Áður þurftu sveitarstjórnarmenn ekkert að ákveða um sín laun, þeir fengu sjálfkrafa svipaðar prósentuhækkanir og þingliðið, enda sömu menn sem sáu um ákvörðunina. Eftir að sveitarstjórnarmönnum var úthýst frá kjararáði þurftu þeir sjálfir að ákveða sínar launahækkanir. Og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þeir hefðu áfram til viðmiðunnar þann hóp sem áður leiddi þeirra hækkanir.
En vandinn er auðvitað mun stærri. Á þann vanda var bent, strax eftir þá ókristilegu hækkun sem þingmönnum og ráðherrum var færð. Síðan eru liðin nokkur misseri og sífellt verið að hamra á þessum vanda. Undir kraumar og ekkert gert af ráðamönnum til að tappa af þeirri reiði sem sífellt bólgnar, eins og eldfjall sem að lokum springur með óskaplegum afleiðingum.
Hér á landi virðir launafólk kjarasamninga, ólíkt því sem víðast erlendis þekkist. Því hefur vígvöllurinn ekki enn verið formlega opnaður, beðið eftir að kjarasamningar losni. Á meðan eykst gremjan. Erlendis hefði aðgerð líkt og úrskurður kjararáðs um kjör þingmann og ráðherra, þótt slíkt frávik frá raunveruleikanum að til verkfalla hefði verið boðað nær samstundis!
Það er auðvitað frábært að forsætisráðherra sjái að 32% launahækkun gengur alls ekki. Þá hlýtur manneskjan að átta sig á að 40% launahækkun er enn verri.
Eða eru hvatir ráðherrans kannski af öðrum toga? Getur verið að henni sárni að bæjarstjóri sé á hærri launum en ráherra? Eða fer kannski fyrir brjóstið á henni að 32% launahækkun bæjarstjórans voru fleiri krónur en 40% launahækkun ráðherrans? Það væri aldeilis frábært, þá væru þeir forkólfar verkalíðhreyfingarinnar, sem hafa kjark, fengið öflugan samherja.
Það er nefnilega svo 30% launahækkun bæjarstjórans og 40% hækkun ráðherrans, samsvara heildarlaunum nokkurra verkamanna. Það kemur að skuldadögum, eftir næstu áramót. Hafi stjórnvöld ekki áttað sig á grunnvandanum á þeirri stundu og bætt úr samkvæmt því, munu verða hér á landi þvílíkar hamfarir að öflugustu eldfjöll okkar munu blikna í samanburðinum!!
![]() |
Segir laun Ármanns óhófleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vextir?
27.4.2018 | 21:48
Hægt er að líta sem svo að þessir 4 milljarðar, sem ríkisstjórnin samþykkti sem "aukafjárveitingu" til vegamála, sé einungis lítill hluti af þeim vöxtum sem ríkissjóður skuldar til málaflokksins.
Bílaeign landsmanna skilar ríkissjóði hátt í 100 milljarða tekjum á ári hverju. Stór hluti þess fjár er skattekja sem beinlínis er eyrnamerkt vegakerfi landsins. Aldrei hefur þó það fé allt skilað sér til málaflokksins, hefur verið nýtt til annarra þátta í rekstri ríkissjóðs. Yfir allan þjófabálk tók þó í kjölfar hrunsins, þegar fjármagn til viðhalds og endurbóta vegakerfisins var skert svo hressilega að vegakerfið beið stór skaða af. Enn hefur ekki náðst að koma fjárframlögum til vegamála á sama grunn og fyrir hrun, jafnvel þó ríkissjóður standi nú enn betur en nokkurn tíma áður. Enda er sá hluti vegakerfisins sem enn tórir, að hruni kominn. Ekki finnst sá vegspotti í vegakerfi landsins sem hægt er að segja að sé í lagi!! Um 70% vegakerfisins nær einungis einni til tveim stjörnum af fimm, samkvæmt úttekt EuroRAP og enginn vegspotti nær fimm stjörnum!!
4 milljarðar nú til viðbótar við þá 8 milljarða sem eru á fjárlögum, til viðhalds og endurbóta vegakerfisins, er lítið brot af þeim 100 milljörðum sem ríkissjóður aflar af bíleigendum. Það er því stór skattur sem þeir þurfa að greiða til reksturs ríkisbáknsins, umfram aðra skattgreiðendur, eða hátt í 90 milljarðar króna. Það gerir að meðaltali aukaskatt upp á vel yfir 400.000 kr. á hvern bíl í landinu, ár hvert, auk alls kostnaðar við viðhald og endurbætur vegakerfisins.
Það má nefna fleira, sem rökstyður þá kenningu að þessir 4 milljarðar séu einungis vextir af láni ríkisins frá bíleigendum. Hvalfjarðargöng voru byggð fyrir réttum tuttugu árum síðan. Allan kostnað af þeirri framkvæmd hafa þeir greitt sem um göngin hafa ekið og vel það. Auk auðvitað að greiða ríkinu fullan skatt af þeim sama akstri.
Við tilkomu Hvalfjarðargangna var öll uppbygging og endurbætur vegarins fyrir fjörðinn stöðvuð og viðhald þess vegar skert fram úr hófi. Við þetta sparaði ríkissjóður slíka upphæð, sem ökumenn um göngin greiddu, að næsta víst má telja að 4 milljarðarnir séu rétt vextir þeirrar upphæðar!
Það er ljóst að ríkissjóður hefur tekið einhliða lán hjá bíleigendum þessa lands, án þess þeir hafi getað rönd við reyst og er enn að stunda þessa iðju. Á þessu ári mun fara til málaflokksins 12 milljarðar, eins og áður sagði. Þetta er einungis brot þess fjár sem eyrnamerkt er til viðhalds og endurbóta vegakerfisins, af þeim sköttum sem bíleigendum er gert að greiða.
Eðli málsins samkvæmt, bitna skattar á bíleigendur fyrst og fremst á landsbyggðafólki. Það býr ekki við sama lúxus og höfuðborgarbúar, að hafa kost á að sleppa einfaldlega bílaeign. Þar koma til fjarlægðir við öll aðföng, sækja sér vinnu og ekki síst við að sækja sér þjónustu. Mörg er sú þjónusta sem landsbyggðafólk þarf að sækja, er einungis veitt á höfuðborgarsvæðinu. Þá valda óhóflegir skattar á rekstur bílaflotans því að öll vara verður dýrari á landsbyggðinni og samkeppni fyrirtækja verður erfiðari við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er því landsbyggðaskattur.
Að ráðherra skuli hæla sér að því að honum hafi tekist að kría út 4 milljarða úr ríkissjóð, af þeim hundruðum milljarða sem ríkissjóður hefur stolið frá málaflokknum gegnum tíðina, tugum milljarða á þessu ári, er lítilmannlegt!!
![]() |
Fjórir milljarðar í brýnar vegaframkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annað hvort, eða
25.4.2018 | 23:54
Annað hvort samþykkir Alþingi tilskipun ESB um þriðja orkupakka sambandsins, eða ekki. Engar undanþágur eru í tilskipuninni, þannig að ef Alþingi samþykkir hana er verið að færa völd yfir orku okkar úr landi. Svo einfalt er það!!
Það kemur hins vegar ekki á óvart þó ESB aðildarsinnar finni sig knúna til að tala um einhverja ímyndaða fyrirvara, fyrirvara sem þó eru hvergi nefndir í tilskipuninni. Fyrir þeim er sjálfstæði okkar lítils virði og stjórnarskráin einungis til óþurftar.
Það er í hæsta máta undarlegt að ráðherra skuli leita álits "sérfræðings" sem er illa haldinn af ESB veikinni og ekki annað að sjá en að ráðherra sjálfur sé eitthvað smitaður.
En til hvers var ráðherra að leita eftir slíku áliti? Dugir henni ekki leiðbeiningar landsfundar eigin stjórnmálaflokks? Er hún kannski svo illa smituð, að hún telji nauðsyn að finna, með öllum tiltækum ráðum, leið framhjá samþykkt landsfundar? Á maður virkilega að trúa því að ráðherrar og kannski þingmenn Sjálfstæðisflokks ætli að stika út í það forarsvað?!!
Og sannarlega mun það verða stjórnarskrárbrot, samþykki Alþingi tilskipunina. Í Noregi er þegar hafin vinna við málsókn vegna stjórnarskrárbrots Stórþingsins, vegna sömu tilskipunar.
Málflutningur ESB sinnans og álitsgjafa ráðherra, fjallar í stuttu máli um að samþykkt tilskipunarinnar hafi engin áhrif hér á landi og færð fátækleg og jafnvel lygarök fyrir því máli. Þá mætti spyrja þennan ágæta mann þeirrar spurningar; til hvers að samþykkja eitthvað sem kemur okkur ekkert við og skiptir engu máli?!!
Staðreyndin er einföld. Ef við viljum halda yfirráðum yfir auðlindum okkar, má aldrei rétta litla fingur út fyrir landsteinana. Nú eru það orkuauðlindir, á morgun kannski fiskveiðiauðlindirnar!
![]() |
Gæti falið í sér stjórnarskrárbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |